Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 46
SUNNUDAGUR 28. JUNI1998 I kvöld laus sætl Rokk - 50/50 - popp söngleikur Bizet/Trotter/McLeod 1 ísluENSKA ÓPERAN —11111 Mióasala 551 1475 fimmtudag 2. júll örfá sæti laus föstudag 3. júll laugardag 4 júll MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Hagamiisin Oskar Þorfínnsson víðförli Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sími 551 1475. Opin allo daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. » LEIKFELAG $9£ Jf REYKJAVÍKURjj? " 18117. 1997 ' BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið kl. 20.00 eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Hljóð: Gunnar Ámason. Lýsing: Lárus Bjömsson. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Aðstoðarieikstjóri: Randver Þor- láksson. Aðstoðardanshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Búningar: Elín Edda Ámadóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfield. Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason, Selma Bjömsdóttir, Jóhanna Vig- dís Amardóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdi- marsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdótt- ir, Baldur Hreinsson, Vilhjálmur Goði Friðriksson, Halldór Gylfa- son, Jóhann G. Jóhannsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Iris Maria Stefánsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Pálmi Gestsson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Edda Amljótsdóttir, Bergiind Petersen. Dansarar. Ásta Bærings Bjarna- dóttir, Brynjar Öm Þorieifsson, Daníel Traustason, Guðfinna B. Bjömsdóttir, Jóhann Öm Ólafsson og Sigursteinn Stefánsson. Hljómsveit: Jón Ólafsson, Guð- mundur Pétursson, Stefán Hjör- leifsson, Óskar Guðjónsson, Har- aldur Þorsteinsson og Ólafur Hólm Einarsson. Frumsýning fös. 3. júlí, uppselt Lau 4/7, sun. 5/7, fim. 9/7, fös. 1CV7. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. LEIKSKÓLINN sýnir ÞÆTTI ÚR SUMARGE STUM e. Maxím Gorkí FYRIRHUGAÐAR SÝNINGAR: 27. júní.6. sýning 30. júní.7. sýning 2. júlí.....8. sýning Sýnlngar hefjast kl. 20:00 Sýnterí LEIKHÚSINU Ægisgötu 7. MiOaverðkr. 500,- Miðapantanir í síma: 561-6677 & 898-0207 milli kl. 1S-19. LEIKSKÓLINN Sumartónleikar „Konu sina enginn kyssti betur né kvað um hana líkt og ég“ Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson með dagskrá og tónleika helgaða Páli Ólafssyni fim._ 2/7 kl. 21.00 laus sæti „Örtónleikar“ með Möggu Stínu lau. 4/7 kl. 22—2 laus sæti_______ Matseðill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með fersku salati og ristuðum furuhnetum. v Eftirréttur: „Óvænt endalok" Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is MUSIKBASAR Spiluð lög eftir Leif Þórarinsson kl. 14. Ókeypis aðgangur Miðasalan opin 12—18. Sími í miðasölu 530 30 30 Þorfínnur Guðnason kvikmyndagerðarmað- ur hefur nýverið gengið frá stórum samningi við sjónvarpsstöð National Geographic um dreifíngu myndar hans „Hagamúsar: með iífíð í lúkunum“. Guð- mundur Asgeirsson kannaði málið. Á ANNAN dag jóla var sýnd í Sjónvarpinu mynd um íslensku músina. Aðalhetja myndarinnar hét Óskar og var hagamús, en höfund- urinn heitir Þorfinnur Guðnason. Óskar og Helga kærastan hans standa um þessar mundir á barmi heimsfrægðar því myndin verður bráðlega sýnd í sjónvarpskerfi National Geographic, sem sendir út efni til hátt í hundrað landa um heim allan. Þó að heiti kaffihússins Gráa kattarins hefði eflaust hljóm- að ógnvekjandi í eyrum Óskars, hittust höfundur og blaðamaður þar og spjölluðu dálítið saman. Veik staða íslenskrar kvikmyndagerðar Risasamningur við erlenda sjón- varpsstöð hljómar eins og ávísun á ríkidæmi. En verður Þorfinnur miHjónamæringur eftir samning- inn? „Nei, því miður,“ svarar hann. „Dæmið stendur þannig að enn vantar talsvert á að fjárhagurinn standi á núlli. Myndin var mjög dýr í framleiðslu og mér tókst ekki að fjármagna hana að fullu nema með því að taka hluta kostnaðarins á sjálfan mig. Þeir peningar sem koma inn á næstunni fara því allir í skuldir. Það vantar mikið á að stjórnvöld og peningamenn hér á landi sýni SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► Gamanmyndin Celtic Príde (‘96) fjallar um lánlausa áhangendur körfuboltaliðsins Boston Celtics. Myndin ámóta skemmtun og leikir liðsins hafa verið fyrir aðdáendur þeirra á þessum áratug. Mislukkuð. Gauramir (Daniel Stem og David Aykroyd) ræna besta manninum (Damon Wayans) í liði andstæðinganna (Utah Jazz) í veikri von um að það dugi Celtics til sigurs. Wayans gerir allt sem hann getur til að reyna á brosvöðvana og Cathy Moriarty er misnotuð, rétt eina ferðina.AM: Stöð 2 ► Silent Movie (‘76). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► Það er orðið langt síðan ég sá Umhverfís jörðina á 80 dögum -Around the World in 80 Days (‘56) og er efins um að ég noti þetta tækifæri til að endurnýja kynnin. Nafnið rifjar einna helst upp lagið hans Nats King Cole. Mér þótti hún ekki tiltakanlega skemmtieg og ég efast um að hún hafi tekið uppá að lagast með aldrinum. Framhaldsleikritið á Gufunni var miklu betra og bókin hans Jules Veme best. David Niven og Cantinflas eru þó glimrandi góðir í aðalhlutverkunum, reyndar Robert Newton lika, og aukaleikaraliðið óteljandi og margfrægt. Ég sé að ég kannnast við yfir 30 nöfn. Það leikur engin mynd eftir. nema ef vera skyldi The Longest Day. Ætli maður láti seig ekki hafa það að sjá hana aftur...? ★★ Sýn ► Hrollvekjan Sofíð hjá óvininum - Sleeping With the Enemy (‘91) er besta mynd Juliu Roberts, sem sýnir jafnvel örlitla hæfileika í hlutverki ólánsamrar konu sem giftist huggulegum Þögul en ekki þegjandaleg Stöð 2 ► Háðfuglinn, leikar- inn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Mel Brooks fer með hlutverk Hollywoodleik- stjóra sem fallinn er í ónáð í Þögulli mynd-Silent Movie (‘76), sem er ein myndanna sem hann gerði á blómaskeiði sínu hjá Fox. Hann fær þá „snjöllu" hugmynd að gera þögla mynd fyrir kvikmynda- ver sem rambar á barmi gjaldþrots. Gengur myndin síðan útá þessa einstöku kvikmynda- gerð. Við AI segjum í Kvik- myndahandbókinni: ,Að hætti Brooks er fáránleikinn og fífla- gangurinn í fyrirrúmi, inná milli bólar á háðskum skeytum í hálf- ærðum farsa, oftast drepfyndn- um. Brooks og félagar eru meist- arar í sínu fagi og Dom De Luise og Marty Feldman báðir í essinu sínu, sem og skari stórstjarna sem líta við sem gestir.“ Mikil og góð heilsubót fyrir sálina. ★★★ “»S525£KÍ-þ- brjálæðingi (Patrick Bergin) sem gerir líf hennar að óbærilegri, einangraðri kvöl. Tekst að sleppa, skipta um nafn, útlit, karl. Allt kemur fyrir ekki, eiginmannsnefnan skýtur aftur upp kollinum, illvígari en nokkru sinni fyrr. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Þorkell ÞORFINNUR Guðnason kvikmyndagerðarmaður. kvikmyndagerð skiln- ing. Það eru gríðarleg verðmæti fólgin í fram- leiðslu sem þessari og löngu hefur verið sýnt fram á að þeir pening- ar sem settir eru í kvikmyndir skila sér margfalt til baka. Það var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna fyrir nokkru þar sem í ljós kom að fjórði hver þeirra hafði ákveðið að fara til Islands eftir að hafa séð íslenskar mynd- ir eða myndir af ís- landi í sjónvarpi. Fólk þarf að vita að landið sé til áður en það ákveður að fara þangað. En þessi þáttur er alltaf van- metinn og það er lýsandi fyrir þetta við- horf að einungis nítján prósent fjármagnsins á bak við „Hagamúsina“ var íslenskt. Myndin á hinsvegar eftir að sýna óheyrilegum fjölda til- vonandi ferðamanna myndir af ís- lenskri náttúru. En í stað þess að njóta ávaxtanna af velgengni myndarinnar verð ég að halda áfram að borga skuldir enn um sinn og ég sé ekki fram á annað alveg í bráð.“ Glópalán í markaðssetningu Það þykir fréttnæmt ef íslenskar sjónvarpsmyndir koma fyrir sjónir erlendra áhorfenda yfiríeitt, hvað þá þegar stór hluti heimsins hefur færi á að berja þær augum. Hvern- ig stóð á að „Hagamúsin“ náði svo langt? „Þannig var að við Jón Proppé fórum á svokallaða Sjónvarps- messu í Hollandi 1995 til að kynna myndina. Ferðin gekk vonum fram- ar og það má segja að við _______ höfum slegið í gegn fyrir slysni. í kjölfarið var okkur boðið á sjónvarps- myndahátíð og stuttu síð- ar kom tilboð frá Discovery-sj ónvarpsstöðinni. Flj ót- lega kom National Geogi'aphic með tilboð og síðan kljáðust þessir risar um útsendingarréttinn. Sú síðar- nefnda hafði betur en það var mjög leiðinlegt að þurfa að segja nei við Diseovery. Það er því hrein hunda- heppni að myndin skyldi ná þeirri útbreiðslu sem hún gerði. Éngin eiginleg markaðssetning hefur far- ið fram, enda engir peningar til fyr- ir slíkum framkvæmdum. Ef svo væri er ég ekki í vafa um að Óskar og Helga færu enn víðar en nú er raunin.“ Hagamúsin Óskar hlýtur heimsfrægð Fleiri myndir um fólk og dýr En hvað er framundan hjá Þorf- inni? „Næsta verkefni mitt er myndir um fólk. Ég hef gert samn- ing við Sigurð Valgeirsson um röð mynda fyrir Sjónvarpið. Þetta verður eiginlega dramatíserað raunsæi, myndir um venjulega ís- lendinga við venjulegar aðstæður. Sigurður hefur verið iðinn við að styrkja íslenska kvikmyndagerð og auka þátt innlendrar dagskrárgerð- ar á skjánum. Þetta verkefni er þáttur í þessari viðleitni. Jafnframt er ég með aðra nátt- úrulífsmynd í bígerð. Hún á að fjalla um íslenska refinn, sem er fyrsta spendýrið sem nam hér land. Islendingar eru átakanlega fáfróðir um þetta merkilega dýr og ættu að sjá sóma sinn í að gera góða mynd um hann sjálfir. Þetta er verkefni sem ætti að fjármagna að fullu hér á landi í stað þess að sækja peninga erlendis frá eins og venjulega. Islenskir lista- menn eru mjög góðir og gætu verið auðlind fyrir þjóðina. Þessu þurfa stjórnvöld að átta sig á. Eins verður framleiðsla menn- ingar að laga sig að þeim miðlum sem í gangi eru. Sjónvarpið hefur að miklu leyti tekið yfir aðrar greinar og það þarf að taka tillit til eðlis miðilsins. Til dæmis er „Hagamúsin" ekki raun- sæ mynd af náttúrunni, heldur framsetning frásagnar með per- sónusköpun og dramatík. Miðillinn krefst ákveðins skemmtigildis og. þá kröfu verður að uppfylla til að sjónvarpsmyndir seljist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.