Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson REKTOR Háskólans í Lettlandi Juris Zakis (t.h.) tilkynnir að Guðmundur Emilsson (t.v.) muni veita nýrri tónlistarstofnun forstöðu. Norræn-baitnesk tónlistarstofnun í Riga Guðmundur Emilsson ráðinn forstöðumaður „Andlitslyfting“ í Hafnarstræti Aætlaður kostnaður 2,6 milljón- ir króna REIKNAÐ er með að fram- kvæmdir við „andlitslyftingu" Hafnarstrætis hefjist innan skamms, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra. Óvíst er hvenær fram- kvæmdunum lýkur og hvort takist að ljúka verkinu á þessu ári, en tillögur verkefnishóps um fegrun Hafnarstrætisins frá Lækjargötu að Pósthús- stræti voru samþykktar í borgarráði í síðustu viku. Reiknað með lágmarksframkvæmdum Að sögn Hafdísar Hafliða- dóttur hjá Borgarskipulagi, sem sæti átti í verkefnishópn- um, er áætlaður kostnaður við lagfæringu í götunni sjálfri ásamt palli fyrir framan Zim- sen-húsið um 2,6 milljónir króna. Kostnaður við lagfær- ingar á Zimsen-húsinu að utan er áætlaður 1 milljón króna og 3,5 milljónir króna að innan. Reiknað er með lágmarks- framkvæmdum og hafa gatna- málastjóri og borgarverkfræð- ingsembættið umsjón með þeim. REKTOR Háskólans í Lettlandi, Juris Zakis, tilkynnti í Reykjavík í fyrradag að verið væri að setja á laggirnar norræn-baltneska tónlist- arstofnun við Háskólann í Riga, höf- uðborg Lettlands. Juris Zakis skýrði ennfremur frá því að Guð- mundur Emilsson mundi veita stofnuninni forstöðu en hann hefur um nokkurra mánaða skeið stjórnað Fflharmoníuhljómsveit Lettlands. Fram kom hjá rektor að í fram- haldinu verði leitað eftir samvinnu annarra háskóla, á Norðurlöndum, í Eistlandi og Litháen. Hann hefur þegar átt samræður vúf Pál Skúla- son, rektor Háskóla íslands, og fengið jákvæð viðbrögð. Forsetar beggja landanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Guntis Ulmanis, hafa lýst yfir ánægju með framtakið. I ræðu rektors kom fram að hann telur mikilvægt að þjóðir Norður- Evrópu líti á sig sem eina fjöl- skyldu. Markmiðið sé þó ekki að verða eins, heldur að kynnast og öðlast skilning á sérstæði hver ann- arrar og draga af því lærdóm. Aðspurður hvenær stofnunin tæki til starfa sagði rektor aðdrag- andan tvíþættan: „Við ætlum að byrja verkefnið á tónlistarhátíð sem haldin verður í Lettlandi vorið 1999. Á þessari hátíð verða hvort tveggja fyrirlestrar og tónleikar. Áhersla verður lögð á að kynna verkefnið. Um haustið gefst svo fyrstu stúd- entunum kostur á að taka einstaka námskeið á tónlistarbraut en síðan á næstu tveimur árum verður þróað og boðið upp á fullburða nám í tón- listardeild, til meistaragráðu til að byrja með en hugsanlega til dokt- orsgráðu síðar meir.“ Meginstarf stofnunarinnar mun felast í rannsóknum, fyrirlestra- haldi og tónleikum. Fengnir verða gestafyrirlesarar og unnið að útgáfu á fyrirlestrum og á geisladiskum með tónleikum sem stofnunin stendur fyrir. Rektor segir enga sambærilega stofnun til á öðrum sviðum lista en með stofnuninni gef- ist tækifæri á að efla tengsl milli Norðurlanda og baltnesku landanna þriggja. „Tónlistin gegnir sérstöku hlutverki í lífi okkar. Við erum alltaf að hlusta á og lesa texta. Tónlistin gefur okkur meira frelsi í hugsun. Hún þekkir engin landamæri! Hún er í mínum huga grundvöllurinn fyrir því að okkur takist að þróa skilning manna á millum. Guðmund- ur (Emilsson) hefur sagt, og ég held að ég sé sammála honum, að það kæmi honum ekki á óvart að stofn- unin yrði þegar fram líða stundir fyrirmynd, í þessum heimshluta, að stofnunum á öðrum sviðum lista og menningar." Ný viðhorf til áfengis og vímuefna * Afengisneysla valdi sem minnstum skaða NÝIR straumar í viðhorfum til áfengis, vímuefna og meðferðar er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er í Háskóla Islands í dag, fimmtudag, á vegum Geð- læknafélags íslands í samvinnu við geðdeild Landsspítalans. Meðal fyrirlesara er Eric Single prófessor við háskólann í Toronto. Er- indi hans er um nýja stefnu í viðhorfum til áfengis sem í stuttu máli miðar að því að gera skað- ann sem minnstan þegar áfengis er neytt. „Að gera skaðann sem minnstan er aðferð sem hefur verið beitt þegar eiturlyfjanotkun er ann- arsvegar. Grunnhugsunin á bakvið þessa nálgun er að ekki takist alltaf að losa fólk úr viðjum neyslunnar. Þessi aðferð hefur skilað góðum árangri í viðureign- inni við útbreiðslu alnæmis með því til dæmis að bjóða sprautur, láta í té lyf og veita fræðslu, ráð- gjöf og aðgang að meðferð", segir Eric. - Er ekki hætta á að þessi við- horfýti undir neyslu? „I fyrstu óttuðust margir að svo yrði en í ljós hefur komið að þessi aðferð skilar fólki frekar í meðferð og dregur úr notkun eit- urlyfja." - Hvernig aðgerðum er þá beitt í sambandi við áfengis- neyslu? „Heilbrigðisyfirvöld hafa ein- beitt sér að því að takmarka áfengisneyslu með aðgerðum á við einokun á innflutningi, fáum útsölustöðum, auglýsingabanni, hárri skattlagningu áfengis og viðurlögum við að aka undir áhrifum áfengis. Til lengdar mun almenningur ekki styðja tak- markaðan aðgang að áfengi sér- staklega í ljósi rannsókna sem sýna að hófleg neysla getur verið heilsusamleg. Aðferðin sem mið- ar að því að draga sem mest úr þeim skaða sem áfengisdrykkja veldur er ólík þessum dæmum hér að ofan. I Edmonton í Kanada var brugðið á það ráð að opna eina áfengisútsölu mjög snemma morguns, aðallega til að þeir sem væru með fráhvarfseinkenni í morgunsárið gætu orðið sér úti um áfengi og létu í staðinn vera skóáburð, rakspíra eða annað sem þeir myndu kannski nota í staðinn ef áfengi væri ekki að- gengilegt. Lýsandi dæmi um þessi nýju viðhorf í verki er á börum Skotlands. Þar eru glös á boðstól- um sem verða að dufti þegar þau brotna en ekki odd- hvössum glerbrotum sem hægt er að nota í áflogum. Þessar að- gerðir drógu úr þeim skaða sem áflog ann- ars höfðu oft í för með sér.“ Eric segir að stundum miðist aðgerðir við að draga úr magni áfengis. „í Ástralíu hefur gefist vel að bjóða bjór með lágu magni vínanda og þar er svo komið að um 20% bjór- drykkju er einmitt bjór sem inni- heldur innan við 1% vínanda." - Sérðu fyrir þér að íslending- ar geti beitt aðferðum sem þess- um? „Já, mér finnst það ekki óraun- hæft. Yfirvöld gætu íhugað að skattleggja sterka drykki meira Eric Single ►Eric Single er forstöðumað- ur rannsóknadeildar kanadísku stofnunarinnar Canadian Center on Substance Abuse og hann er prófessor við háskólann í Toronto. Rann- sóknir hans spanna vítt svið en á undanförnuni árum hefur hann einkum unnið að rann- sóknum á forvörnum sem mið- ast að því að minnka skaðsemi vímuefnaneyslu frekar en tak- marka aðgengi að efnunum. Beina athygii að þeim sem drekka sjaldan en mikið en drykki sem innihalda lágt hlutfall vínanda. Víða erlendis hafa barþjónar og aðrir sem veita áfengi fengið þjálfun í að setja fólki takmörk, þekkja einkenni þegar fólk er búið að fá nóg og draga úr þjónustu við þá þegar komið er að vissu stigi. Það hefur komið á daginn að minna er um að ofbeldi sé viðhaft á stöðum sem hafa slíka starfsmenn í vinnu. Eigendur bara og veit- ingastaða sem senda starfsfólk sitt í slíka þjálfun og bjóða áfengi með lágu magni vínanda segja að ágóðinn sé meiri því fleiri sækja staðina þar sem minna er um of- beldi og ofdrykkju og þeir selji meira af mat.“ - Þú leggur áherslu á að drykkjumynstur einstaklinga þurfí að skoða frekar en heildar- magn áfengisdrykkju? „Nýjar rannsóknir frá Kanada og Bandaríkjunum sýna fram á skaðsemi óhóflegrar drykkju, jafnvel hjá þeim sem drekka sjaldan. Forvarnir hafa hingað til aðallega beinst að þeim sem drekka oft og mikið í senn á með- an þeir sem drekka fremur sjald- an en mikið í einu eru lítið í kast- ljósinu. Rannsóknir hafa sýnt að þessi hópur verður einnig fyrir verulegum skakkaföllum og veld- ur samfélaginu tjóni, t.d. í um- ________ ferðarslysum þar sem ölvun kemur við sögu að ekki sé talað um of- beldi og fjölskyldu- harmleiki." Eric segir að í auknum mæli þurfi að beina athygli að þessum hópi án þess þó að draga úr aðgerðum gagnvart hefðbundnari ofnotkun áfengis þar sem há drykkjutíðni og mikið magn fer saman. Ráðstefnan, sem stendur yfir í Odda í dag, hefst klukkan 8.30 og er öllum opin. Ráðstefnugjald er 3.500 krónur. Auk Erics halda fyrirlestra þrír Bretar, Douglas Cameron, Martin Plan og Moira Plant auk Odds Bjarnasonar og Kristins Tómassonar geðlækna við Landspítalann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.