Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 60
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
-- I OPIN KERFIHF
Thp1 hewlett
mJHM PACKARD
fHfcgmifrlfifrtfe
IBM Netfiíiity
<o> NÝHER
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Básafell taka upp samstarf við kanadískt fyrirtæki
Góður
Fullkomin rækjuverk-
smiðja reist í Kanada
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur og Básafell á
ísafirði hafa í samvinnu við kanadíska fyrirtækið
Clearwater Fine Foods Inc. ákveðið að reisa
rækjuverksmiðju í St. Anthony, sem er þrjú þús-
und manna bær nyrst á Nýfundnalandi. FH og
Básafell munu eiga 25% hlutafjár í St. Anthony
Seafoods Ltd., fyrirtæki um hina nýju verksmiðju.
Clearwater og samstarfsfyrirtæki þess á
Nýfundnalandi eiga 50% í verksmiðjunni og St.
Anthony Basin Resources, sem er atvinnuþróun-
--•*arfélag bæjarins, á 25%.
Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðju-
samlags Húsavíkur hf., sagði í samtali við Morg-
unblaðið að reiknað væri með að afkastageta verk-
smiðjunnai- yrði um 10 þúsund tonn þegar hún
yrði komin í fullan gang. Mikið hráefni bærist á
land á rækjuvertíðinni og því þyrfti afkastagetan
að vera mikil. Hins vegar væri stefnt að 5-7 þús-
und tonna afkastagetu til að byrja með, sem þýddi
um fímm hundruð til eitt þúsund milljóna króna
veltu á ári.
Einar sagði að búið væri að teikna og hanna
verksmiðjuna og byggingarframkvæmdir við hana
væru að hefjast um þessar mundir. Gert væri ráð
fyrir að hún yrði fullbúin fyrir vertíðina næsta vor,
en hugsanlega yrði byrjað að vinna úr frosnu hrá-
efni eitthvað fyrr. „Þetta verður hannað frá grunni
með rækjuvinnslu i huga. Við tökum það besta
sem við þekkjum hérna heima og bætum við þekk-
ingu að utan og teljum að við verðum með mjög
samkeppnisfæra verksmiðju, bæði á kanadískan
mælikvarða og aðra,“ sagði Einar.
Hann sagði að sterkasti rækjustofn í heiminum í
dag væri á miðum við Nýfundnaland og veiðin
mikil. Þarna öðluðust fyrirtækin aðgang að mjög
miklu hráefni á lægra verði en gilti hér á landi, en
rækjan við Kanada væri stærri og verðmeiri en
veiddist hér við land. Islensku fyrirtækin hefðu
skoðað kanadíska markaðinn í heilt ár með það
fyi’h- augum að finna kanadískan samstarfsaðila,
sem stæði undir þeim kröfum sem þau gerðu, og
þau hefðu fundið hann á endanum. „Þetta er að
okkar mati mjög vænleg fjárfesting og vel áhætt-
unnar virði. Við teljum þetta minni áhættu en
margt annað sem gert er hérna heima,“ sagði Ein-
ar ennfremur.
15 milljarða króna velta
Clearwater er eitt öflugasta sjávai-útvegsfyrir-
tæki Kanada með um 15 milljarða króna veltu.
Fyrirtækið gerir út um þrjátíu skip og báta og er í
vinnslu á hörpuskel, humri, bolfiski og rækju. Það
á níu fiskvinnslustöðvar á Atlantshafsströnd
Kanada og um 1.500 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Félagið, ásamt íslensku félögunum tveimur, selur
um 14% af allri kaldsjávarrækju sem árlega er
veidd í heiminum.
árangur í
Búdapest
ÍSLENSKU keppendurnir á Evr-
ópumeistaramótinu í frjálsum
íþróttum, Jón Arnar Magnússon
og Guðrún Arnardóttir, stóðu sig
mjög vel í gær.
Jón Arnar er í öðru sæti eftir
fyrri dag tugþrautarkeppninnar,
aðeins 11 stigum á eftir Eduard
Hamalainen frá Finnlandi. Jón
Arnar er með 4.470 stig eftir
fyrstu fimm greinarnar, 19 stigum
minna en þegar hann setti Islands-
metið í vor og 43 stigum minna en
í Evrópubikarkeppninni í fjöl-
þraut á Laugardalsvelli í sumar.
Guðrún tryggði sér rétt til að
keppa í úrslitum í 400 metra
grindahlaupi á morgun með því að
hlaupa á 55,21 sekúndum, en það
er besti tími hennar í ár. Þetta er í
fyrsta sinn sem Guðrún kemst í
úrslitahlaup á stórmóti, en hún
lýsti því yfir í fyrradag að nú væri
kominn tími til að komast alla leið.
Við það stóð hún.
Ofanflóðasjóður
•** Styrkur til
húsakaupaá
Neskaupstað
OFANFLÓÐASJÓÐUR hefur
samþykkt að veita Austurhéraði
styrk til kaupa á sex íbúðarhúsum á
snjóflóðahættusvæði á Neskaup-
stað. Fasteignamat húsanna er
samtals um 32,4 milljónir króna.
Matsnefnd um markaðsvirði hús-
anna er enn að störfum.
Húsin standa við Strandgötu og
Naustahvamm. Gangi kaupin eftir
verður sveitarfélagið eigandi hús-
^3* anna. Guðmundur Bjarnason bæj-
arstjóri segir að annað hvort verði
þau rifin eða jafnvel notuð sem
sumarhús.
■ Evrópukeppnin/Cl, C4, C8
EUDAPI
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Ný silung'steg'und fínnst
í vatni á Ströndum
Morgunblaðið/Tnmi Tómasson
FISKTEGUNDIN nýja úr Fýlingjavatni líkist bleikju við fyrstu sýn
en rannsóknir hafa leitt í ljós að fískurinn er skyldari urriða. Flest
bendir til að þetta sé ný tegund.
RANNSÓKNIR sem gerðar hafa
verið á fiski úr Fýlingjavötnum á
Ströndum benda til þess að ný
fiskitegund sé komin fram. Fiskur-
inn líkist bleikju í fjarska en DNA
rannsóknir hafa leitt í ljós skyld-
leika við urriða.
Tumi Tómasson fískifræðingur
á Hafrannsóknarstofnun hefur
haldið utan um rannsóknir á fisk-
inum og segir hann allt benda til
þess að um nýja tegund sé að
ræða. Nú er fylgst með fiskinum í
eldisstöðinni Hólalax á Hólum. Þar
verður fylgst með klaki og hegðun
hans og urriða úr sömu vötnum
borin saman. Einnig verða líkams-
hlutföll og ýmis einkenni mæld og
skoðuð til að fá endanlega staðfest
að um nýja tegund sé að ræða.
Fýlingjavötn eru þrjú lítil vötn
fyrir ofan Borðeyri í landi Valda-
steinsstaða á Ströndum. Veiði-
menn hafa lengi vitað af þessum
sérkennilega fiski og flestir talið
að um afbrigði af bleikju væri að
ræða. Tumi sendi sýni úr fiskinum
til írlands eftir að Gunnar
Sæmundsson bóndi í Hrútatungu
sendi honum fisk til rannsóknar í
október síðastliðnum. Gerðar voru
erfðafræðilegar rannsóknir á ír-
landi og þær leiddu í ljós að fiskur-
inn væri urriði.
Tumi segir að í fyrstu hafi menn
haldið að fiskurinn hefði orðið til
við blöndun urriða og bleikju en
DNA rannsóknirnar hafi útilokað
þann möguleika. Tumi segist nú
telja að nokkrir fiskar hafi komist í
tjörn nálægt vötnunum, en það
geti t.d. vel gerst í miklum vorleys-
ingum. Fiskurinn gæti svo hafa
einangrast þarna í nokkrar kyn-
slóðir og frábrugðnir einstaklingar
komið fram, þeir hafi svo á
skömmum tíma orðið jafnfrá-
brugðnir urriðanum og raun ber
vitni og ekki blandast honum eftir
að þeir komust aftur í vötnin.
Niðurstöður í
fyrsta lagi í vor
Pétur Brynjólfsson sér um
rannsóknirnar sem nú fara fram á
fiskinum á Hólum en Tumi telur að
endanlegar niðurstöður geti í
fyrsta lagi legið fyrir næsta vor.
Hann segir þá ekki hafa viljað
veiða marga fiska úr vatninu til
rannsókna þar sem nýliðun sé lítil
enda lítið um rennandi vatn, en ur-
riðinn er mjög háður því. Þeir
fylgist því með klaki áður en þeir
taki fisk til að kryfja til að gera
mælingar á líkamsgerð.
■ Ný tegund/31
Urskurðarnefnd
sjávarútvegsins
Oheimilt að
framselja
samninga
ÚRSKURÐARNEFND sjávarút-
vegsins komst í gær að þeirri niður-
stöðu að áhöfnum og útgerðum fiski-
skipa sé ekki heimilt að fela hags-
munasamtökum sínum eða öðrum
utanaðkomandi samninga um fisk-
verð.
Ahöfn ísfisktogarans Ásbjörns
RE fól fulltrúum Sjómannasam-
bands Islands og Farmanna- og
fiskimannasambands Islands fyrr í
sumar að semja íyrir sína hönd um
fiskverð við útgerð skipsins, Granda
hf. Útgerðin féllst ekki á þessa til-
högun og var málinu því visað til Úr-
skurðarnefndar sjávarútvegsins.
Ekki náðist samkomulag um mál-
ið í nefndinni og þmfti þvi að kalla
til oddamann. Hann vísaði málinu
frá að ósk fulltrúa útvegsmanna í
nefndinni á þeim forsendum að bein
aðild heildarsamtaka að samningum
útgerða og sjómanna um fiskverð
myndi þróast yfir í miðstýrt fískverð
og þannig afturhvarf til fyrra horfs.
■ Deilum um fískverð/20