Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriggja ára rannsókn á lífríki Elliðaáa stendur yfír Rekstur rafstöðvarinnar endurskoðaður næsta vor Greinaröð um Miiruvet Basaran TYRKNESKA dagblaðið Sabah birtir um þessar mundir greina- röð þar sem fjallað er um tyrk- nesku konuna Miiruvet Basaran Meyer, sem kom hingað til lands með ásamt syni sínum, sem á ís- lenskan fóður. Að sögn Ahmets Özays blaða- manns birtir blaðið greinar um þessi mál fjóra daga í röð og í dag átti að fjalla um heimsókn mæðginanna á Bessastaði í boði Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta. Einnig er fjallað um þátt utan- rikisráðuneytisins í máli Miiru- vet, sem gekk að eiga barnsföður sinn, Þráin Meyer, eftir að hún kom hingað til lands, en fjöl- skyldan býr nú í Þýskalandi. Özay sagði að í greinunum væri meðal annars greint frá því hvernig fátæk, tyrknesk kona fékk fjármagn hjá íslenskum að- ilum tíl að geta gengið í hjóna- band og haldið upp á það i fín- asta hóteli Reykjavíkur. HUGSANLEGT er að tekin verði ákvörðun um að hætta rekstri raf- stöðvarinnar við Elliðaár næsta vor. Það veltur þó á niðurstöðum í viðamikilli rannsókn sem nú stend- ur yfir á lífríki ánna en laxgengd og -veiði í Elliðaám var með minnsta móti í fyrra og horfur fyrir þetta ár eru svipaðar. Aðalsteinn Guðjohnsen rafveitustjóri segir að hagnaður hafi verið af rekstri stöðvarinnar. Verði henni lokað tapi Rafmagnsveitan 27 milljónum kr. á ári. Laxgengd í ánum hefur að með- altali verið 2.760 laxar á ári frá ár- inu 1933. Rekstur rafstöðvarinnar hófst árið 1921 og var hún komin í fulla stærð árið 1930.1 fyrra gengu 1.100 laxar í árnar og útlit er fyrir svipaða laxgengd á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem kemur niður- sveifla í gengd og veiði í ánum. Fleiri seiðum sleppt og vatnsrennsli aukið Á fundi í stjórn veitustofnana í gærmorgun var samþykkt tillaga Rafmagnsveitu Reykjavíkur um að rafstöðin verði rekin áfram næsta vetur. Rafmagnsveitan hefur sleppt á hverju ári 7.500 gönguseiðum í Elliðaárnar samkvæmt sérstakri fiskiræktaráætlun. Stjórn veitu- stofnunar samþykkti tillögu Raf- magnsveitunnar um að ala einnig upp svokölluð sumaralin seiði í göngustærð og sleppa þeim í árnar á næsta ári. Þannig verði sleppt alls 12 þúsund seiðum að þessu sinni. Einnig samþykkti stjórn veitu- stofnunar að auka vatnsrennsli frá stíflunni að rafstöðinni. Aðalsteinn sagði að þetta hefði tap í för með sér fyrir Rafmagnsveituna. Loks samþykkti stjórnin að auk þessara aðgerða verði gætt ýtrustu var- færni þegar hleypt er úr lóninu á vorin en gagnrýnt hefur verið að of miklu vatni hafi verið hleypt í árnar í einu þegar starfsemi stöðvarinnar er lögð niður yfir sumartímann. I samþykkt stjórnarinnar segir ennfremur að við ákvörðun um áframhaldandi rekstur stöðvarinn- ar verði tekið mið af niðurstöðum rannsókna á lífríki Elliðaá sem staðið hafa yfir síðastliðin þrjú ár. Niðurstöðumar eiga að liggja fyrir næsta vor. Aðalsteinn telur litlar líkur til þess að niðurstöðurnar verði á þá leið að ákveðið verði að hætta rekstri rafstöðvarinnar. Hann bendir á að fjölmörg önnur áreiti önnur en rafstöðin séu við árnar, t.a.m. hafnarmannvirki við árósana, uppfyllingar við strönd, iðnaðar- svæði beggja vegna ósanna, vega- mannvirki, afrennsli af götum í árn- ar og fleira. „Eg tel því að meiri líkur séu til þess að stöðin verði rekin áfram en látum okkur sjá hvað þessi mikla rannsókn sýnir okkur næsta vor,“ segir Aðalsteinn. Jarðskjálftar í nágrenni Grindavíkur Stærsti kippur frá 1975 JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,2 stig á Richter-kvarða og áttí upptök sín í vesturhlíðum Fagradalsfjalls varð skömmu eftir klukkan 1 í fyrr- inótt. Margir smærri fylgdu í kjöl- farið og héldu þeir áfram fram eftir morgni. Skjálftinn er sá stærsti í hrinu sem hófst á mánudag norður af Keili og síðan hefur færst til Kleifarvatns en í gær var óróinn mestur austan til í Fagradalsfjalli. Fannst skjálftínn í fyrrinótt bæði í Grindavík og Svarts- engi og einnig bárust tilkynningar frá Keflavík og Hafnarfirði. Búist við áframhaldandi óróa Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings er þessi skjálfti sá stærstí síðan árið 1975 á þessum slóðum þó svo að Reykjanesskaginn sé þekkt skjálftasvæði. Hann segir jafnframt að þessa skjálftahrinu megi tengja skjálftunum sem áttu sér stað á Hengilssvæðinu í sumar. „í fram- haldi af því varð plötuskrið á Reykja- nesskaga sem orsakar þessa skjálfta nú og má búast við áframhaldandi óróleika á næstunni," sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið/Veðurstofan ÖFLUGASTI skjálftinn átti sér stað klukkan 1.04 f gærnótt og voru upptök hans í vesturhlfðum Fagradalsfjalls um 7 kflómetra frá Grinda- vík. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar mældu hann 3,2 á Richter- kvarða og fylgdu margir smærri í kjölfarið. Á myndinni er sýnd skálftahrinan sem hófst á mánudaginn. 83.9“ Bætið úr bráðum vanda „heimilislausra“ • Virðulega frú frá Vestfjörðum bráðvatar sérbýli ( Mosfellsbæ. Stað- greiðsla í boði. • Duglegan lagerstjóra vantar strax 4ra—5 herb. (búð I Bökkunum (Neðra-Breiðholti). • Ungur endurskoðandi á uppleið og frændi hans, sem er arkitekt, eru báðir að leita að sérhæð eða sórbýli í austur- og vesturbæ á verðbil- inu 8—12 millj. Góðar greiðslur. • Ráöuneytisstarfsmann vantar 3ja—5 herb. (búð í Reykjavík, vestan Elliðaáa. Verð 6-9 millj. Allt skoöað. • Háskólaprófessor, sem hleypur mikið, leitar að einbýli eða raðhúsi f vesturbæ eða Kópavogi. Gott úthald, góðar greiðslur. • Einnig bráðvantar okkur fyrir nokkra aðila, sem eru búnir að selja eignir slnar, 3ja og 4ra herb. (búðir í Grafarvogi og Hraunbæ, 4ra—6 herb. íbúöir (Selási og Kópavogi. • Vel stæðan sægreifa frá Snæfellsnesi vantar strax einbýlis- eða rað- hús á verði allt að 20 millj. á höfuðborgarsvæðinu frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar. Ef þið hafið samkennd með þessu fóiki, þá hafið samband strax við kraftmikla og eldhressa sölumenn, Bárð, Ingólf, Þórarinn eða Boga, á Valhöll, fasteignasölu, Síðumúla 27a, sími 588 4477. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir FRÁ Netagerðinni Ingólfi, þar sem allir vinna nú fyrir Keikó, Vinna fyrir Keikó á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. HJÁ Netagerðinni Ingólfi á Þórs- höfn er alltaf í nógu að snúast og er nú unnið þar við að búa til ör- yggisgirðingu sem verður strengd á milli Ystakletts og Heimakletts. Ef svo óheppilega vildi til að hvalurinn Keikó slyppi úr búri sínu þá er girðingu þess- ari ætlað að varna því að hann fari út á rúmsjó. Að sögn netagerðarmanna er girðingin úr trollneti með 330 mm möskvastærð. Hún verður 275 metrar á lengd og 13,5 metr- ar á dýpt svo starfsmennirnir halda stíft áfram svo öryggi Keikós verði tryggt þegar hann kemur til Vestmannaeyja. Farsímanúmer Tals skráð í símaskrá PÓST- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Landssíma íslands hf. að fyrfrtækinu sé heimilt að skrá áskrifendur í GSM-farsímakerfi Tals hf. í símaskrá að því tilskildu að áskrifendurnir óski þess sjálfir skriflega. Tölvunefnd hefur sam- þykkt þessa afgreiðslu mála. Fyrir skráninguna skal taka sams konar gjald og tekið er fyrir aukalínur í símaskrá, enda sé það í samræmi við tilkostnað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Tals hf., segir að vegna mikils munar á markaðsstöðu fyrirtækj- anna hyggist Tal hf. af viðskipta- legum ástæðum ekki gefa Lands- símanum skrá yfir sína viðskipta- vini. Hins vegar muni það hafa milligöngu um skráningu í síma- skrá fyrir þá viðskiptavini sem þess óska. „Við viljum engu að síð- ur beita okkur fyrir því að komið verði á fót einni upplýsingaveitu um öll símanúmer, í samstarfi við Landssímann eða þriðja aðila.“ Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Landssímans, segir að Lands- síminn hafi alla tíð viljað taka við númerum Tals hf., en hafi beðið eftir að fyrirtækið kæmi sjálft með þau. „Við teljum eðlilegan fram- gangsmáta að Tal hf. hafi milli- göngu um þetta fyrir sína við- skiptavini, en þeir hafa fram að þessu ekki látið okkur hafa aðgang að þessum upplýsingum. Mér finnst eðlilegt að skráningin sé innifalin í afnotagjaldi þeirra eins og hjá okkur, þannig að fólk sé ekki að borga sérstaklega fyrir það. Þetta er ekki þjónusta sem við rekum í hagnaðarskyni heldur er gjaldtakan til þess að standa straum af kostnaði sem óneitan- lega er af henni.“ Hrefna segir að annars staðar í Evrópu þar sem símaþjónusta hafi verið gefin frjáls hafi stærsta síma- fyrirtækinu verið falið að sinna þessari þjónustu fyrir öll önnur og ekki hafi komið upp vandamál végria þess. Sýknaður af ákæru um manndráp ÖKUMAÐUR bifreiðar sem í október í fyrra lenti í árekstri á brúnni yfir Norðfjarðará, þar sem kona á áttræðisaldri beið bana, var í fyrradag í Héraðs- dómi Austurlands sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Ákærði var einn á ferð í bifreið sinn á leið í suðurátt þegar áreksturinn varð, en hjón voru í hinum bílnum. Ökumennirnir urðu ekki varir við hvor annan fyrr en báðir voru komnir inn á brúna. Ákærði var sakaður um að hafa sýnt ónóga aðgæslu þegar hann keyrði inn á brúna, en útsýni var takmarkað vegna sólskins úr suðri og blindhæðar. í niðurstöðu dómsins segir að ekkert hafi komið fram sem bendi tíl þess að ákærði hafi ekið of hratt miðað við aðstæður, ekkert hafi verið að bifreið hans sem skert hafi getað aksturseiginleika hennar og vafi leiki á um það hvort hinni bifreiðinni hafi verið ekið með ljósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.