Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 45 Kynslóðaskipti í íslenska Olympíuliðinu Hannes Hlífar Stefánsson Helgi Áss Grétarsson Þröstur Þórhallsson Jón Viktor Gunnarsson Jón Garðar Viðarsson Björgvin Jónsson SKAK Elista 26. sept — 13. okt. 1998 ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Islenska landsliðið sem keppir á Ólympíuskákmótinu í Elista í Rússlandi í haust hefur verið val- ið. ___________ SKÁKSAMBAND íslands hef- ur nú ákveðið liðsskipan íslenska liðsins fyrir Olympíumótið í skák sem fram fer 26. september til 13. október nk. Töluverðar breyting- ar hafa orðið frá síðasta Olympíu- móti og segja má að mestu kyn- slóðaskipti í 20 ár hafi átt sér stað. Liðsmenn íslenska liðsins verða þessir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson SM 2535 (26 ára), 2. Þröstur Þórhallsson SM 2495 (29 ára), 3. Helgi Áss Grétarsson SM 2480 (21 árs), 4. Jón Viktor Gunn- arsson AM 2445 (18 ára), 5. Björgvin Jónsson AM 2395 (34 ára), 6. Jón Garð- ar Viðarsson FM 2375 (35 ára). Tveir nýliðar eru nú í liðinu, þeir Jón Viktor Gunnarsson og Jón Garðar Viðarsson, sem er ald- ursforseti liðsins. Þrír úr síðustu Olympíusveit gáfu ekki kost á sér. Þeir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson eru hættir atvinnumennsku í skák og Helgi Olafsson gaf heldur ekki kost á sér. I liðinu nú eru þrír atvinnumenn, þeir Hannes Hlífar, Þröstur og Helgi Áss. Björgvin Jónsson rekur eigin lögmannsstofu, Jón Garðar starfar í Búnaðarbankanum og Jón Viktor er menntaskólanemi. Meðalstig íslensku sveitarinnar nú eru þau lægstu um langt árabil og ljóst að liðið mun eiga við ramman reip að draga í Elista. Það er þó engin ástæða til að van- meta þetta unga og ferska lið, sem hefur þegar hafið æfingar. Hrói höttur hreppti gullið Hrói höttur sigraði eftir spenn- andi keppni á 13. Borgarskákmót- inu. Mótið var haldið í ráðhúsi Reykjavíkurborgai- á 212. afmælis- degi borgarinnar hinn 18. ágúst sl. Hrói mætti reyndar ekki í eigin persónu, en sendi Jón Garðar Við- arsson fyrir sína hönd, enda er Borgarskákmótið firmakeppni, þar sem skákmenn tefla fyrir fyr- irtæki sem þeir velja af handahófi úr styi’ktaraðilum við upphaf mótsins. Keppnin var æsispenn- andi og enduðu 5 fyi-irtæki jöfn og efst með 6 vinninga og þurfti að beita stigaútreikningi til að skera úr um innbyrðis röð þeirra. Auk Hróa hattar fengu eftirtaldir aðil- ar 6 vinninga: Borgarskjalasafn (Davið Olafsson), Dressmann á Is- landi (Sævar Bjarnason), ITR (Bragi Halldórsson), EJS (Hall- dór Grétar Einarsson). Taflfélag Reykjavíkur og Tafl- félagið Hellir stóðu sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd Borgarskákmótsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, lék fyrsta leiknum í skák sigurvegarans frá síðasta ári, Aimars E. Gunnarssonar (Samvinnuferðir-Landsýn) sem tefldi við Hörpu Ingólfsdóttur (SPRON). Úrslit Borgarskák- mótsins urðu sem hér segir: 1. Hrói Höttur (Jón G. Viðarsson) 6 v. 2. Borgarskjalasafn (Darið Ólafsson) 6 v. 3. Di’essmann á íslandi (Sævar Bjama- son)6 v. 4. ÍTR (Bragi Halldórsson) 6 v. 5. EJS (Halldór Gétar Einarsson) 6 v. 6. Arnaldur Loftsson 5V4 v. 7. -15. Fasteignasalan Frón (Sigurður Ólafsson), Hard Rock Café (Þorsteinn Þorsteinsson), Sjóvá-Almennar (Stefán Briem), Samvinnuferðir-Landsýn (Am- ar E. Gunnarsson), Morgunblaðið (Am- grímur Gunnhallsson), Grand Rock (Stefán Kristjánsson), Suzuki-bflai’ (Magnús Öm Ulfarsson), Málning (Kri- stján Eðvarðsson), Hitaveita Reykjavík- ur (Bergsteinn Einarsson) 5 v. 16.-23. Kaffi París (Björn Lárusson), Rafmagnsveitur ríkisins (Jón Torfason), Blámi (Andri Áss Grétarsson), Nýherji (Birgir Berndsen), Þröstur Þráinsson, Gunnar Bjömsson, Jónas Jónasson, Vatnsveita Reykjavíkur (Daði Öm Jónsson) m v. 24.-37. Magnús Magnússon, 25. Félag bókagerðarmanna (Sigurður Páll Stein- dórsson), 26. íslandsbanki (Júlíus Frið- jónsson), 27. Landsbanki íslands (Óm- ar Þór Ómarsson), 28. Gámaþjónustan (Sveinn Þór Wilhelmsson), 29. Kiinglu- kráin (Gunnar Gunnarsson), 30. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur (Sól- mundur Kristjánsson), 31. Skákhúsið (Jóhann Örn Sigurjónsson), 32. Kiist- ján Halldórsson, 33. VISA-ísland (Hjörtur Þór Daðason), 34. Malbikun- arstöðin Höfði (Sigurður G. Daníels- son), 35. SÍF (Guðfinnur R. Kjai-tans- son), 36. ESSO (Magnús V. Pétursson), 37. Staðarskáli (Svemir Unnarsson) 4 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður Svéinsson, alþjóðlegir skákdómarar. Jón Viktor og Brági Þorfínns- son á Spáni Tveir ungir og efnilegir íslensk- ir skákmenn, Jón Viktor Gunnars- son og Bragi Þorfmnsson, taka um þessar mundir þátt í mjög sterku alþjóðlegu unglingamóti í Avilés á Spáni. Frammistaða þeirra hefur verið með ágætum fram að þessu. Eftir 5 umferðir hefur Jón Viktor 4'Æ vinning og er í 1.-4. sæti. Bragi er með 4 vinninga. Bragi var reyndar afar óheppinn í fimmtu umferð þegar hann féll á tíma með hrók og kóng á móti kóngi and- stæðingsins. Skákin var dæmd jafntefli þar sem andstæðingur Braga átti enga möguleika á að vinna skákina. Þátttakendur á skákmótinu eru 113, en þátttökuréttur takmarkast við unglinga 18 ára og yngri. Stigahæstu þátttakendurnir eru: 1. Peter Acs (Ungverjal.) 2500 2. Adam Hoi"vath (Ungverjal.) 2455 3. Jón Viktor Gunnarsson 2445 4. Bojan Vuckovic (Júgósl.) 2435 5. Spike Ernst (Holland) 2420 6. Csaba Kerek (Ungverjal.) 2365 7. Alexander Danilovic (Júgósl.) 2360 8. Jesus Baron Rodriguez (Spánn) 2350 9. Paulo Dias (Portúgal) 2295 10. Anita Gai-a (Ungverjal.) 2290 11. Daniel Paz Ladron de G. (Spánn) 2290 12. Ivan Andres Gonzalez (Spánn) 2270 13. Yaroslav Prizant Rusia 2260 14. Ticia Gara (Ungverjal.) 2245 15. Daniel Sanchez Repullo (Spánn) 2240 16. Leonardo Andrade (Portúgal) 2235 17. Bragi Þorfinnsson 2235 o.sirv. í sjöttu umferðinni í gær átti Jón Viktor að tefla við Adam Horvath. Helgarskákmót hjá TR Helgina 21.-23. ágúst fer fram helgarmót í félagsheimili Taflfé- lags Reykjavíkur. Samkvæmt venju eru tefldar þrjár atskákir á föstudagskvöldið frá kl. 20:00. Á laugardaginn verða tefldar tvær kappskákir, sem hefjast kl. 10:00 og kl. 17:00. Síðustu tvær umferð- irnar verða síðan tefldar á sunnu- deginum. Alls verða því tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum VA klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til að ljúka skákinni. Verðlaun eru 12.000 kr. fyrir 1. sæti, 8.000 kr. fyrir 2. sæti og 5.000 kr. fyrir 3. sæti. Fyrir hverja 20 þátttakend- ur umfram 35 bætast við 5.000 kr. á hvert sæti. Dagskráin er sem hér segir: Föstud. 21.8. kl. 20-23, l.-3.umf. Laugard. 22.8. kl. 10-14, 4. umf. Laugard. 22.8. kl. 17-22, 5. umf. Sunnud. 23.8. kl. 10:30-14:30, 6. umf. Sunnud. 23.8. kl. 17-22, 7. umf. Þátttökugjald fyrir 16 ára og eldri er 1.500 kr. (2.300 kr. fyrir utanfélagsmenn). Fyrir 15 ára og yngri er þátttökugjaldið 1.000 kr. (1.500 kr. utanfél.). Öllum er heimil þátttaka. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Ráðstefna SUS um erfðarannsóknir og gagnagrunna SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna (SUS) boðar til ráðstefnu um erfðarannsóknir og gagna- grunna laugardaginn 22. ágúst kl. 14 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ráðstefnan er liður í þeirri við- leitni SUS að auka umræðu um at- vinnutækifæri ungs fólks hér á landi og forsendur íyrir hærri laun- um. Markmiðið er að bjóða fyrir- lestra sem eiga að vera innlegg í umræður um þessi mál næstu vikur. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp, Sigríður Guðmunds- son, læknir og formaður vísinda- siðanefndar, fjallar um vísindasið- fræðileg álitamál, Þorgeir Örlygs- son, prófessor og formaður Tölvu- nefndar, ræðir persónuvernd og gagnagrunna, Gylfi Magnússon hag- fræðingur, fjallar um spuminguna hvenær einkaleyfi eigi rétt á sér, Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, ræðir um Islenska erfðagreiningu, Bemhai’ð Pálsson prófessor fjallar um tækifæri í þróun líftækni á íslandi og Björn Bjama- son menntamálaráðherra um niður- stöður og framtíðarsýn. ^ Ráðstefnustjóri er Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS. Ráð- stefnan er öllum opin. Fimmvörðu- háls, Þórs- mörk og hringferð að Fjallabaki ÞÓTT langt sé liðið á sumar er enn eftir góður tími til ferðalaga innanlands og framundan er fjölbreytt úrval helgai’ferða í boði hjá Ferða- félagi Islands. Um helgina er farið í hring- ferð að Fjallabaki þar sem far- ið verður bæði nyrðri og syðri Fjallabaksleið og er gist í sæluhúsum félagsins við Álftavatn og í Landmanna- laugum. Brottför er fóstu- dagskvöldið 21. ágúst kl. 20 og komið til baka á sunnudag. Gönguferð yfir Fimm- vörðuháls er á laugardags- morgninum kl. 8 og þá er einnig farin Þórsmerkurferð. Gist er S Skagfjörðsskála Ferðafélagsins í Langadal. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, að austanverðu, en farmiðar þarf að taka á skrifstofunni að Mörkinni 6. Á laugardaginn 22. ágúst kl. 8 er gönguferð á Stóra- Björnsfell sunnan við Þóris- jökul og á sunnudaginn 23. ágúst kl. 13 er sveppaferð í Heiðmörk í samvinnu við Náttúrufræðifélagið. Brottför er frá BSÍ, austanmegin. Sumarferð Al- þýðuflokksins ÁRLEG sumarferð Alþýðuflokks- ins verður laugardaginn 22. ágúst. Brottför verður kl. 10 frá Alþýðu- húsinu, Hvei-fisgötu. Farið verður um Vesturlands- kjördæmi - Akranes, Borgarnes og Snæfellsnes. Veitingar í boði og skemmtidagskrá. Verð 1.500 kr. Skráning á skrifstofu Alþýðu- flokksins. Allir jafnaðarmenn vel- komnir. Nýr eigandi hár- snyrtistofu EIGENDASKIPTI hafa orðið á hársnyrtistofunni Arnarbakka 2 sem áður hét Olduberg. Nýi eig- andinn er Eiín Huld Hartmanns- dóttir, hárgreiðslumeistari. Boðið er upp á alla almenna hár- snyrtiþjónustu. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9-18. Verðlaun afhent á Laugavegi í TENGSLUM við opnun endur- gerðs Laugavegs 25. júlí var efnt til - samkeppni um nafn á tveimur torg- um sem á götunni eru við Laugaveg 59 og Laugaveg 77. Fjölmargar tillögur bárust og nú á að upplýsa um nöfn torganna og afhenda verðlaun fyrir bestu hug- myndirnar. Borgarstjórinn í Reykjavík Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir mun afhenda verðlaunin í dag kl. 16 fyrst við Laugaveg 59 og síð- an Laugaveg 77. Lúðrasveit verka- lýðsins mun leika í tilefni dagsins og eins munu fjöllistamenn skemmta. LEIÐRÉTT Undarlegur áhugi kirkjumanns ’ í GÆR, miðvikudag 19. ágúst, var birt bréf til blaðsins frá Þorsteini Guðjónssyni, undh’ yfirskriftinni „Um falsspámenn.“ Bréfið var svar við predikun Sigurbjöms biskups Einarssonar í Þingvallakirkju, sem birt var hér í blaðinu 5. ágúst sl. undir yfirskriftinni Varist falsspá- menn. Þorsteinn telur að betm’ hefði farið á því að setja yfir bréf hans: „Undarlegur áhugi kirkju- manns.“ Biður hann lesendur, sem vai’ðveita greinar hans, að gjöra svo. Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn nemanda, sem var að sækja stundatöfluna sína í Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti, 1 Morgun- blaðinu í gær. Hann heitir Ingvar Barkarson. Beðist er velvirðingar á þessu. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.