Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 186. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deilt um heraðstoð við Kabila Kinshasa. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, gagnrýndi í gær nokkra Af- ríkuleiðtoga fyrir að ætla að senda herlið til aðstoðar Laurent Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, sem berst nú við uppreisnarmenn nærri höfuðborginni, Kinshasa. Zimbabwe og Angóla eru á meðal þeirra sem hyggjast veita Kabila hernaðaraðstoð til að hrinda árás uppreisnarmanna. Mandela sagði hins vegar að ástandið myndi aðeins versna við það. Uppreisnarmenn segjast gera harða hríð að borginni Mbanza Ngungu, sem er 120 km suðaustur af Kinshasa og sögð síðasta hindrunin á leiðinni þangað. Kveðast þeir reiðu- búnir til viðræðna við stjómina um vopnahlé en hún hefur engu svarað. ------------------- Bonino í Kosovo Neyðarhjálp dugar skammt Cirez, Pristina. Reuters. EMMA Bonino, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Evrópusamband- inu, heldur því fram að margir hinna 200 þúsund flóttamanna í Kosovo- héraði muni ekki lifa veturinn af verði ekki samið um frið hið snarasta. „Þjóðir heims verða að gera sér grein fyrir því að neyðar- hjálp við flóttafólkið verður jafn- framt að fylgja pólitísk lausn deil- unnar,“ sagði Bonino, sem var á ferð um Kosovo-hérað í gær. Bonino hitti fjölda flóttafólks á ferð sinni um héraðið. I þorpinu Cirez ræddi hún við konur er tjáðu henni að fjölskylda þemra legði sér hvaðeina til munns og hefði hvorki getað þvegið þvott né sig sjálfa svo vikum skipti. „ffið sanna IRA“ lýsir yfír vopnahléi í kjölfar sprengingarinnar í Omagh Reuters ÞRÍR drengir, tólf og átta ára, sem fórust í sprengjutilræðinu í Omagh sl. laugardag, voru á meðal þeirra sextán fórnarlamba sem voru borin til grafar í gær. Gerry Adams og Martin McGuinnes, leiðtogar Sinn Fein, voru viðstaddir útförina. Neyðarlög til að klófesta tilræðismenn Dublin, Belfast, London. Reuters. STJÓRNMÁLAlMENN á írlandi og N-írlandi sögðust í gær telja vopnahlésyfirlýsingu samtakanna „Hins sanna IRA“, sem birt var í gær, lítið annað en „kaldrifjað kænskubragð“. Mo Mowlam, N-írlandsmála- ráðherra bresku ríldsstjómarinnar, kvaðst telja yfirlýsinguna „móðgun" enda kæmi hún sama daginn og sextán fórnarlamba sprengjutilræðisins í Omagh síðastliðinn laugardag væru borin til grafar. Talsmenn forsæt- isráðherra Bretlands og Irlands, Tonys Blairs og Berties Ahems, sögðu hins vegar að yfirlýsingin myndi engu breyta um þær áætlanir þeirra að finna þá menn sem stóðu fyrir sprengjutilræðinu í Omagh á laugardag, þar sem 28 fórust og yfir 200 særðust, og veita þeim makleg málagjöld. Ahem kynnti í gærkvöld David Trimble, forsætisráðherra N-ír- lands, hertar aðgerðir sem írsk stjórnvöld hyggjast grípa til í því skyni að koma lögum yfir ódæðis- mennina. Verður veitt sérstök laga- heimild til að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í sjö daga án dóms og laga, dregið verður úr rétti þeirra til að neita að svara spurn- ingum lögreglumanna auk þess sem breytingar verða gerðar á rétti manna til að verða látnir lausir gegn tryggingu. „Þessar aðgerðir eru afar harðneskjulegar," sagði Ahern í gær, „en ég er ekki reiðu- búinn að hætta á frekari harmleiki." í yfirlýsingu sinni í gær sagði „Hið sanna IRA“ að lýst væri yfir vopnahléi nú vegna ákalls Aherns í fyrrakvöld um að öll skæruliðasam- tök lýðveldissinna lýstu þegar yfir vopnahléi en einnig vegna harm- leiksins í Omagh, og hafa samtökin haldið því fram að ætlun sín hafi ekki verið að valda mannfalli í sprengingunni. Líklegt er hins vegar talið að liðs- menn „Hins sanna IRA“ hafi orðið fyrir miklum þrýstingi frá fyrri fé- lögum sínum í IRA og jafnvel er talið mögulegt að IRA reyni að kló- festa illvirkjana áður en yfirvöld komi höndum yfir þá. Grunaður höfuðpaur á flótta Miehael McKevitt, sem á þriðju- dag var nafngreindur af dagblaðinu The Daily Telegraph sem leiðtogi „hins sanna IRA“, sagðist í gær ekkert hafa haft með Omagh-til- ræðið að gera. McKevitt og eigin- kona hans, Bernadette Sands, hafa flúið heimabæ sinn Dundalk og eru nú í felum vegna líflátshótana sem þeim hafa borist. íbúar Dundalk stóðu hins vegar fyrir mótmælagöngu í gær þar sem andstyggð á tilræðinu í Omagh var lýst, auk þess sem þeir lýstu óánægju sinni með það slæma orð sem nú fer af Dundalk og að bærinn skuli nú nefndur helsta vígi „Hins sanna IRA“. Leyniskjöl um vestrænar leyniþjónustur Alþjóðafylking Islams gegn gyðingum ítrekar viðvaranir Hammar- skjöld myrtur? Höfðaborg. Reuters. DESMOND Tutu, erkibiskup og formaður suður-afrísku Sann- leiks- og sáttanefndarinnar, birti í gær skjöl sem hann sagði benda til þess að leyniþjónustur á Vest- urlöndum hefðu staðið á bak við flugslysið sem Dag Hammar- skjöld, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fórst í árið 1961. Sagði Tutu að nefndin hefði ákveðið að birta skjölin þótt hún gæti ekki ábyrgst áreið- anleika þeirra. Bandariska leyni- þjónustan og Sir Brian Urquhart, fyrrverandi aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ, hafa vísað inni- haldi skjaianna á bug. Tutu sagði að nefndinni hefði ekki tekist að komast að því hve áreiðanleg skjölin væru. Þar er vísað til CIA, s-afrísku og bresku leyniþjónustunnar. Á einum stað segir: „Talið er að fjarlægja eigi Reuters DESMOND Tutu erkibiskup Hammarskjöld" og síðar: „Ég vil að hann verði fjarlægður á skil- virkari hátt en Patrice" og er talið að þar sé vísað til morðsins á Patrice Lumumba, sjálfstæðis- hetju Kongó, sem CIA hefur við- urkennt að hafa staðið á bak við. f öðru bréfí eru fyrirskipanir um að koma fyrir sprengiefni í hjólaskálum, sem springi þegar flugvél hefji sig á loft. Hammar- skjöld og fimmtán aðrir fórust er flugvél hans brotlenti í Norður- Ródesíu. Á þeim tíma voru uppi sögusagnir um að Bretar hefðu viljað Hammarskjöld feigan til að koma í veg fyrir að SÞ myndu veita uppreisnarforingjanum Moise Tshombe í Kongó Iiðsinni. Hóta frekari aðgerðum gegn Bandaríkjunum Kaíró, Washington. Reuters. HÓPUR sem nefnir sig Alþjóða- fylkingu íslams gegn gyðingum og krossförum hefur á ný hótað Bandaríkjamönnum, að því er arab- íska blaðið al-Hayat, sem gefið er út í London, greindi frá í gær. Hópur- inn hefði sent yfirlýsingu til Kaíró- skrifstofu blaðsins og sagt að „heilögum uppreisnaraðgerðum", sem nýlega hefði verið gripið til gegn Bandaríkjunum, yrði haldið áfram „uns bandarískur her hverfur frá löndum múslíma". Talebanar í Afganistan kváðust í gær myndu vernda saudi-arabíska auðkýfinginn Osama bin Laden, sem býr í Kabúl, en hann er talinn hafa verið potturinn og pannan 1 tilræðunum í Kenýa og Tansaníu. Segja Talebanar ekki koma til greina að framselja bin Laden og segja auk þess afar ólíklegt að hann hafi staðið að baki sprenging- unum. Osamu bin Laden AI-H ay at kvaðst hafa feng- ið yfirlýsinguna ásamt þrem öðr- um yfirlýsingum frá svonefndum íslömskum frels- isher hinna helgu staða, sem lýst hefði ábyrgð á hendur sér á sprengjutilræðunum við sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu og Kenýa 7. ágúst sl. Fyrst hefði heyrst frá Alþjóða- íylkingunni í febrúar sl. er hún hefði gefið út trúarlega tilskipun frá nokkrum öfgasinnuðum leiðtogum múslíma, þ.á m. Osama bin Laden. Bandaríska blaðið Washington Post greindi frá því í gær að maður sem grunaður er um aðild að tilræð- inu í Nairobi hefði greint lögreglu i smáatriðum frá vígbúnum alþjóða- samtökum er beini spjótum sínum að hagsmunum Bandaríkjamanna á erlendri grund og sé bin Laden höf- uðpaur samtakanna. Maðurinn er sagður heita Mo- hammed Saddiq Odeh og var hand- tekinn af pakistönskum yfirvöldum er hann reyndi að komast til Afganistans. Hann hafði flogið frá Kenýa til Pakistans daginn sem sprengjutilræðin voru framin, en var framseldur til Kenýa þar sem hann var yfirheyrður frekar. Washington Post sagði að Odeh hefði greint frá því að bin Laden stjómaði fjögur til fimm þúsund manna herliði í nokkrum löndum og hefði auk þess yfir að ráða stóru vopnabúri, m.a. loftvarnaflaugum, sprengikúlum og skriðdrekum. Væra vopnin geymd víðs vegar um Ai'ganistan. ■ FBI leitar/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.