Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ RAFN SIGURÐSSON Forstjórinn okkar er alltaf hress og glaður og góður í viðmóti, sagði aldraður sjómað- ur sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnar- flrði. Hann skilur mann vel og gerir allt til þess að fólkinu líði sem best, sagði öldruð sjómannsekkja, heimil- iskona á Hrafnistu í Reykjavík. Pannig voru ummælin þegar leitað var eftir áliti fólks á húsbóndanum á ^stærstu heimilum landsins. En húsbóndinn og for- stjórinn Rafn Sigurðsson átti ekki langt að sækja dugnað og dreng- skap. Hann fæddist á Akranesi 20. ágúst 1938 og fyllti því sjötta ára- tuginn í dag. Það mun hafa þótt tíðindum sæta á Akranesi þegar spurðist að einn nafntogaðasti og harðsæknasti skip- stjórinn á Súgandafirði væri að flytjast á Skagann. Þetta var árið 1926 og maðurinn var Sigurður Hallbjarnarson, sem á næstu ára- tugum átti eftir að setja mikinn svip á athafnalíf á Akranesi. Hann var um þessar mundir skipstjóri á eigin skipi, Hermóði, 38 smál. fískiskipi. ■ Við komuna keypti hann húsið Tungu og flutti fjölskyldan þangað við komu á Skagann. Fjölskylda var þá þegar stór en alls_ urðu börn þeirra Sigurðar og Ólafar Guð- mundsdóttur 12. Yngstur var Rafn, næstum jafn gamall sjómannadeg- inum. Þarna var seltan í blóðinu til stað- ar eins og stundum er sagt um sjó- mannafjölskyldur. Bæði voru for- eldrar Rafns Vestfirðingar, Sigurð- ur ættaður frá Tálknafirði og Ólöf frá Gelti í Súgandafirði. Það leiðir af líkum að sjómennskan hafi verið Rafni ofarlega í huga. Faðir hans skipstjóri og útgerðarmaður og síð- ar mikill athafnamaður í fiskverkun. Bræður hans sjómenn og leikvöllur- inn Lambhúsasundið, bryggjurnar og fjaran. Hann fékk líka aðeins 14 ára að leysa af sem kokkur á bátum frá Akranesi. Það atvikaðist þannig að í Gagnfræðaskólanum á Akra- nesi sem Ragnar Jóhannesson stjórnaði hafði verið sett upp leikrit. Einn leikenda var matsveinn á Akranesbáti. Þegar svo hittist á að leiksýningar og róðrar bátsins rák- ust á fór Rafn, sem þá var í skólan- um, á sjóinn en kokkur- inn á fjalirnar. Þessu næst fór Rafn messadrengur á Hval 4 með Kristjáni Þoriáks- syni skipstjóra, sem bauð honum háseta- pláss, en þar strandaði málið því drengurinn var aðeins 15 ára. Vant- aði eitt ár upp á að geta farið á dekkið. Rafn lét þetta ekki á sig fá, flýtti sér heim á Akranes og fékk samdægurs skip- rúm á sfldarbát sem var á förum norður. Síðan næsta sumar á Hval 4. Gangfræða- prófið í höfn og næst lá fyrir að komast að sem háseti, safna sigl- ingatíma og fara í Sjómannaskólann. En ýmilegt fer öðruvísi en ætlað er. Honum bauðst starf á Lagarfossi Eimskipafélagsins. Þar var hann næstu ár í siglingum, fyrst messa- drengur, þá matsveinn og búrmað- ur. Bryti á Lagarfossi á þessum ár- um var Konráð Guðmundsson, síðar hótelstjóri og ferðamálafrömuður. Góður vinskapur er með þeim alla tíð, fyrrverandi messadrengnum og brytanum. Það var ekki síst fyrir áeggjan Konráðs að Rafn fór til Kaupmannahafnar árið 1959 og nam þar við matsveina- og hótel- skóla. Þetta var fjögurra ára nám, en Rafn, harður við sjálfan sig og kappsfullur, lauk náminu á þrem ár- um. Rafn fór beint á sjóinn að nám- inu loknu, á Gullfossi í mörg ár, síð- an bryti á Goðafossi og Brúarfossi. Þegar veitingahúsið Skiphóll í Hafnarfirði var stofnað tók Rafn Sigurðsson þar við forstöðu uns hann gerðist forstjóri Hrafnistu í Reykjavík 1973. Fyrir fimm árum tók hann einnig við forstjórastarfi við Hrafnistu í Hafnarfirði en a þessum tveim Dvalarheimilum aldr- aðra sjómanna munu nú vera um 600 manns og starfsfólkið hátt í 300. Engum sem til þekkir blandast hugur um að þar sem forstjóri Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- firði er, þar er réttur maður á rétt- um stað. Þessi hægláti og brosmildi maður hefir gott samstarfsfólk og hefir lag á að láta hlutina ganga án hávaða en með fullum dampi. Við Mæzý sendum Rafni og Rannveigu og fjölskyldunni allri hugheilar hamingjuóskir á sextugs- afmæli húsbóndans. Sveinn Sæmundsson. Borðdukar Margar gerðir Su Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Brriðhjónalislar . VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. fyrir steinsteypu. Á undan timanum i 100 ár. meöfærilegir viðhaldslitlir. ) fyrirliggjandi. y Ármúla 29. sími 553 8640 FYRIRLIGGJANDI: 6ÖLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR - STEYPUSRGIR - HRJERIVÉLAR - SA6ARHL0B - Viulul framleiðsla. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kveðja frá gamla SÍS ÞEGAR Tryggingastofnun borgaði út nú í júlí var þar aukagreiðsla með, svo- nefnd orlofsuppbót og allt gott um það að segja. Stuttu síðar kom bréf og þegar ég sá að það var frá SAM-lífeyrissjóðnum hugsaði ég með mér: það var svo sem auðvitað að þeir sendu okkur líka ein- hvern glaðning. Svo fór ég að lesa og þar stóð: „Stjórnin hefur komist að þein-i niðurstöðu að skerða beri um 5% öll áunnin rétt- indi sjóðfélaga..." og ég sem var búinn að borga í þennan sjóð hátt í 30 ár til að fá til baka þegar ég hætti að vinna. Um svipað leyti var sagt frá því að maður sem var að hætta að vinna fengi sem næst 400 þúsund á mánuði úr sjóðum hjá ríkinu, en við allir landsmenn fjármögn- um þá sjóði með sköttun- um okkar. Þá datt mér svona í hug að það er ekki sama að vera hempu- klæddur séra Jón í þjóðfé- laginu eða skítugur og illa til hafður bara Jón. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. Skora á alla EG skora á alla Islendinga að lesa grein Elínar Pálmadóttur í Morgun- blaðinu laugardaginn 15. ágúst. Sigurður Markússon. Tapað/fundið Morgunblaðið/Golli. í RIGNINGUNNI í Reykjavík. Fótbolti týnd- ist við Lang- holtsskóla SELECT-fót- bolti, með áritun á, týndist við Langholtsskóla sl. mánudag. Skil- vís finnandi hafi samband í sima 581 1312. Þríhjól týndist í Hrísrima ÞRÍHJÓL, rautt og hvítt, týndist frá Hrísrima í Grafarvogi. Það er merkt á framhjóli Rauð- ás 21 og símanúmer. Þeii- sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 567 2069 eða 587 4485. Gullhálsmen týndist GULLHÁLSMEN sem er gullkeðja með eins og pen- ing hangandi í, svört plata með ljóni ofan á, týndist aðfaranótt sunnudags á ieið frá Laufásvegi og nið- ur á Kaffi Romanc. Skilvís finnandi hafi samband i síma 567 1787. Fundar- laun. Dýrahald Hvítur páfagaukur í óskilum HVÍTUR páfagaukur er í óskilum í Hraunbænum. Upplýsingar í síma 567 3189. Læða í óskilum á Selfossi LÆÐA, gul, svört og hvít, er í óskilum á Selfossi. Hún hefur verið þar frá því í maí. Þeir sem kannast við hana eða vilja taka hana að sér hafi samband í síma 482 1703. SKÁK IJiiisjún Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Korintu í Grikklandi í sumar. Srdjan Cvetkovic (2.430), Júgóslavíu, var með hvítt, en stórmeistarinn Mikhail Gurevich (2.635), Belgíu, hafði svart og átti leik. Hvitur lék síð- ast 26. Dal-a3?, yf- ii'sást hótun svarts: 26. - Df3! og hvítur gafst upp. Hann á engan vörn við máthótun svarts á hl, hvort sem hann þiggur drottning- arfórnina eða ekki. Gurevich sigraði á mótinu ásamt lítt þekktum alþjóðleg- um meistara, Tamas Gelashvili frá Georgíu. Þeir hlutu báðir 7!4 vinning af 9 mögulegum. 2-6. Kotronias og Papai- oannou, Grikklandi, Gers- hon, Israel og Dgebuadse, Georgíu 7 v. o.s.frv. Helgarskákmót hjá Tafl- félagi Reykjavíkur hefst á föstudagskvöld kl. 20 í fé- lagsheimilinu Faxafeni 12. Mótinu lýkur á sunnudags- kvöid. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VATN er ekki alls staðar jafn- sjálfsagður hlutur og á íslandi og þessi sakleysislegi vökvi getur jafnvel orðið tilefni styrjalda og átaka. Nægir þar að líta til Mið- Austurlanda. Þar er um fátt bitist af jafnmikilli hörku og vatnið. Víða í Evrópu og Bandaríkjunum hefur skortur á neysluvatni þau áhrif að almenningur er beðinn að fara sparlega með það. Bent er á að hægt sé að skrúfa fyrir vatnið með- an maður burstar tennurnar og sturtuna þegar glímt er við sápuna. Víkverji dagsins var eitt sinn staddur í íbúð í bandarískri stór- borg þegar birtust menn frá vatns- veitunni á staðnum og vildu skipta um sturtuhaus og setja skilrúm í klósettkassann. Sturtuhausinn átti að vera helmingi sparneytnari en sá, sem fyrir var, og skilrúmið átti að leiða til þriðjungs sparnaðar. Þessi aðgerð vatnsveitunnar var viðskiptavininum algerlega að kostnaðarlausu. Fyrirtækið var ein- faldlega að hvetja hann til að fara sparlega með vatnið. Þótt maður kippi sér ekki upp við svona aðgerðir erlendis er ekki laust við að manni bregði í brún þegar farið er að mælast til þess _að maður spari vatnið hér heima á Is- landi. Víkverji dagsins var nýlega á ferð í sumarhúsi í Flóanum og var þá dreift bréfi þar sem mælst var til þess að menn notuðu vatn í hófi vegna þurrkanna í sumar. Þessi sending þurfti hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þeirra vand- ræða, sem vatnsveitan á Selfossi hefur átt við að etja undanfarið. XXX MEÐAN hér hefur verið þurrt (allt þar til í ágúst) hefur verið mikil vætutíð annars staðar á Norð- urlöndum. Því er það svo að meðan forráðamenn Landsvirkjunar sjá ekki fram á að geta annað eftir- spurn er offramleiðsla á rafmagni í Noregi og Svíþjóð og hríðlækkar það í verði. Þetta er meira að segja farið að hafa áhrif í Danmörku, en þar hefur almennum neytendum verið sagt að lækkað innkaupaverð muni ekki koma þeim til góða fyrr en að ári. Við það að heyra slíkar yfirlýsingar kemur ósjálfrátt upp í hugann hvað það virðist vera lítið samhengi milli verðsins við dæluna hér á landi og heimsmarkaðar þegar olían lækkar. Ekki er ein báran stök. XXX VIRÐING Bandaríkjamanna fyrir forsetaembættinu hefur oft verið meiri. Tommy Hilfiger auglýsir nú haustfatalínuna með ungri stúlku, sem er í eggjandi stellingum í forsetaskrifstofu Hvíta hússins með bandaríska fánann í baksýn. Tölvusali auglýsir að hann sé fljótari að lækka verðið en Bandaríkjaforseti að leysa niðrum sig. Leiðarahöfundur The New York Times komst að þeirri niður- stöðu eftir að hafa hlýtt á sjón- varpsávarp Bills Clintons í kjölfar þess að hann bar vitni fyrir rann- sóknarkviðdómi Kenneths Starrs, að forustu forsetans yrði ekki sakn- að þegar hann hyrfí úr Hvíta hús- inu. Hins vegar er haft í flimtingum að Bandaríkjamenn geti nú gert sér vonir um nýjan frídag eftir allt það sem gekk á á mánudaginn og yrði hann kallaður vitnisburðardagur- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.