Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Leikskólar Seltjarnarness
Matreiðslumaður
Staða matreiðslumanns við leikskólann Mána-
brekku er laustil umsóknar. Mánabrekka er
glæsilegur leikskóli og eldhúsið er búið besta
fánalegum búnaði. Gerð er krafa um menntun
og reynslu af rekstri mötuneytis.
Starfið er laust frá 1. september.
Leikskólakennarar
Óskum eftir að ráða leikskólasérkennara eða
þroskaþjálfa til að hafa umsjón með sér-
kennslu í leikskólum Seltjarnarnesbæjar.
Um er að ræða hálft starf.
Einnig vantar okkur fleiri leikskóla-
kennara til starfa við leikskólana
Mánabrekku og Sólbrekku.
Mánabrekka er 4 deilda gullfallegur leikskóli.
í uppeldisstarfi skólans er lögð megnináhersla
á umhverfis- og náttúruvernd.
Sólbrekka er 5 deilda leikskóli. í sumar hefur verið
unnið að endurbótum á húsinu og er það nú hið
.glæsilegasta. Unnið erað breytingar- og þróunar-
verkefni, sem felst í námskrárgerð fyrir aldurs-
skiptar deildir. Þema skólans er leikurinn.
Báðir skólarnir vinna að þróunarverkefni um
tölvukennslu fyrir elstu börnin og tónlistar-
verkefni í samvinnu við Tónlistarskóla
Seltjarnarness.
Skriflegar umsóknir um öll störfin berist til
Skólaskrifstofu Seltjarnarness fyrir 24. ágúst.
Nánari upplýsingar gefa:
Dagrún Arsælsdóttir, leikskólastjóri Mána-
' brekku, í síma 561 1375 og
Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Sól-
brekku, í síma 561 1961.
Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir
vinnustaðir.
Leikskólafulltrúi Seltjarnarness.
Starfsfólk óskast
Hard Rock Café Reykjavík óskar að ráða
starfsfólk í eftirtalin störf:
1. Faglærðan matreiðslumann í fullt starf.
2. Starfsfólk í grill í fullt starf eða hlutastörf.
3. Starfsfólki í uppvask í fullt starf eða hluta-
störf.
4. Vönum pizzabakara í hlutastarf.
Umsækjendur þurfa að vera duglegir og reglu-
samir, eiga gott með að vinna með öðru fólki
og undir álagi.
Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri.
Tekið verður á móti umsóknum á staðnum
fimmtudaginn 20. ágúst kl. 14—16 og mánu-
daginn 24. ágúst kl. 15—17. Ekki verðurtekið
~á móti umsóknum í gegnum síma.
Beltagröfumaður
Vanan beltagröfumann vantar strax.
Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í símum 852 2137, 899 2303 og
565 3140.
Klæðning ehf.
Kennarar
Skín við sólu Skagafjörður
Kennara á meðferðarheimilinu Bakkaflöt
í Skagafirdi vantar samstarfskennara í fullt
starf. A Bakkaflöt er rekið meðferðarheimili
fyrir unglinga á aldrinum 14—18 ára. Starfið
krefst áhuga og reynslu í vinnu með ungling-
um. Á Bakkaflöt er rekið sveigjanlegt skólastarf
þar sem lögð er áhersla á einstaklingsþarfir
og samstarf undir stjórn Einholtsskóla í
Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 4. september.
Ath.: Til greina kemur að ráda í stöðuna
frá áramótum.
Nánari upplýsingar veita undirrituð:
Jóhanna Gestsdóttir, skólastjóri, í síma
562 3711,
Halldóra Gísladóttir, forstöðumaður, Bakkaflöt,
í síma 453 8297 og
Kári Gunnarsson, kennari, Bakkaflöt, í síma
453 8135.
Leikskólinn Óskaland
Leikskólakennarar
eða starfsfólk óskast til starfa við leikskólann
Óskaland í Hveragerði.
Leikskólinn er einnar deildar og eru u.þ.b. 40
börn í leikskólanum í fjögurra tíma vistun.
Unnið er að fjölbreyttu og árangursríku starfi
eftir kenningum Loris Malaguzzi frá Ítalíu.
Skila verður skriflegum umsóknum á skrifstofu
bæjarins, ertilgreina menntun og fyrri störf.
Umsóknarfrestur ertil 24. ágúst nk.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri
í síma 483 4139.
Bæjarstjórinn í Hveragerði,
Einar Mathiesen.
Kennara vantar
við Grunnskóla Grindavíkur. Um er að ræða
kennslu í 8. bekk, byrjendakennslu og íþróttir.
Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2.200 íbúa í aðeins 50 km
fjarlægðfrá höfuðborginni. Nemendur eru um 380 í 1.—10. bekk.
I skólanum er unnið framsækið starf með áhugasömu starfsliði.
Hluti nýrrar viðbyggingar verður tekinn f notkun nú i haust.
Að framkvæmdum loknum verður skólinn einsetinn.
Grindavíkurbær greiðir staðaruppbót og útveg-
ar húsnæði á hagstæðum kjörum.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í vs. 426 8555 og hs. 426 8504 og
426 8363.
Bæjarstjóri.
Húsvörður
Óskum eftir að ráða traustan og röskan hús-
vörð sem fyrst í verslunarmiðstöð í austur-
borginni. Viðkomandi þarf að vera reglusamur,
stundvís, laghentur og eiga gott með að um-
gangast fólk.
Umsóknir, er greini frá aldri og fyrri störfum,
sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 25. ágúst nk.,
merktar: „Reglusamur."
— fyrir alla muni
Lager
Óskum eftir að ráða starfsmenn á lager.
Starfslýsing:
• Tiltekt pantana.
• Afgreiðsla í verslun.
• Almenn lagerstörf.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði
húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt
líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að
bjóða upp á breitt vöruúrval af vel hönnuðum
og hagnýtum húsbúnaði á það góðu verði að
þorri fólks hefur efni á að kaupa hann.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
25. ágúst 1998, merktar: „Lager — 5772
Kennarar!
Við Kirkjubæjarskóla á Síðu eru lausar
til umsóknar kennarastöður
næsta skólaár.
í boði er ódýrt húsnæði, flutnings-
styrkur og launauppbót.
Við héraðs- og skólabókasafnið vantar
einnig bókasafnsfræðing í fulla stöðu.
Bókasafnið er í nýju húsnæði með
mikinn bókakost.
Upplýsingar veitir Guðmundur Þorsteinsson,
skólastjóri, símar 487 4633 og 487 4826
og Jóhanna Vilbergsdóttir, aðstoðarskólastjóri,
í símum 487 4633 og 487 4814.
Fræðslu-
og menningarsvið
Skólaskrifstofa
Garðaskóli — danska
Vegna forfalla vantar kennara til að kenna
dönsku Í7. —10. bekk. Launakjöreru sam-
kvæmt samningi KÍ og HÍK við Launanefnd
sveitarfélaga.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma
565 8666.
Grunnskólafulltrúi.
Tískuvöruverslun
í Kringlunni og á Laugaveginum
Starfsfólk óskast í fullt starf og hlutastarf.
Þjónustulund, heiðarleiki og dugnaður áskilinn.
Æskilegur aldur 20—40 ára.
Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðmæl-
um til afgreiðslu Mbl., merktar: „MA — 5781",
fyrir kl. 18.00 mánudaginn 24. ágúst.
„Amma" óskast
Óska eftir barngóöum og ábyrgðarfullum ein-
staklingi til að gæta 4ra mánaða stúlku og
sinna léttum heimilisstörfum hluta úr degi.
Upplýsingar veitir María í síma 568 7006 eða
899 0896.
AUGLYSINGAR
AT VI NNUHUSNÆÐI
YMISLEGT
Vantar 2ja herb. íbúð til leigu
Starfsmanni á markaðsdeild Sambíóanna vant-
ar 2ja herbergja íbúð til leigu frá 1. september.
Helst í miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur.
,Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Hafið samband í síma 897 3027.
Til leigu eða sölu
340 fm atvinnuhúsnæði við Viðarhöfða, þar af
100 fm skrifstofuhúsnæði og 240 fm lager með
tveimur innkeyrsludyrum og 4ra metra lofthæð.
Áhugasamir leggi inn fyrirspurnir á afgreiðslu
Mbl., merktar: „S — 5776", fyrir 24. ágúst.
Lögfræðingur
Nýútskrifaður lögfræðingur með ágætar einkunn
ar, fjölbreytta starfsreynslu og góð meðmæli,
óskareftirkrefjandi starfi í sínu fagi. Áhugasamir
vinnuveitendur leggi svör inn á afgreiðslu Mbl.
merkt: „A—5761" fyrir 10. sept. nk.