Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Svend Asmussen kvartettinn heimsækir Akureyri
Ferðafélag Akureyrar
Ferð í Ólafsfjörð
og Hvanndali
FERÐAFELAG Akureyrar stend-
ur fyrir ferð í Ólafsfjörð og Hvann-
dali helgina 22.-23. ágúst nk. Upp-
haflega átti að fara þessa ferð um
síðustu helgi en henni var frestað
um viku vegna veðurs.
Lagt verður af stað kl. níu á laug-
ardagsmorgun með rútu frá skrif-
stofu Ferðafélagsins að Strandgötu
23 og ekið út að Ytriá í Ólafsfirði.
Gengið verður út í Fossdal uppi á
Hvanndalabjargi og þaðan í Hvann-
dali, þar sem verður gist. Á sunnu-
dag er gengið yfir Víkurbyrðu í
Héðinsfjörð og um Rauðskörð aftur
til Ólafsfjarðar.
Þá stendur Ferðafélagið fyrir
dagsferð í Kóngsstaðadal og Vatns-
dal á laugardag. Þar er um að ræða
um 20 km innansveitarleið milli
Skíðadals og Svarfaðardals og tek-
ur sú ferð um 8-9 klst. Lagt verður
af stað frá skrifstofu félagsins kl.
átta.
Morgunblaðið/Vernharður Linnet
SVEND Asmussen og félagar hans á tónleikum á Hótel Sögu. Norðlendingum gefst nú kærkomið tækifæri
að hlýða á þá félaga á tónleikum á Akureyri.
Morgunblaðið/Bjom Gislason
Minjasafnskirkjan
Söngvökum að ljúka
I SUMAR hafa verið haldnar
Söngvökur á þriðjudags- og
fímmtudagskvöldum í Minjasafns-
kirkjunni á vegum Minjasafnsins á
Akureyri. Á Söngvökunum eru flutt
sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu,
svo sem rímur, tvíundarsöngur,
sálmar og eldri og yngri sönglög.
Flytendur eru Rósa Kristín Bald-
ursdóttir og Hjörleifur Hjartarson,
hið þekkta söngfólk úr Tjamar-
kvartettinum, og hefur góður rómur
verið gerður að flutningi þeirra. Nú
þegar líður að hausti fer Söngvök-
unum fækkandi og einungis eru
þrjár slíkar eftir í kvöld, fímmtu-
daginn 20. ágúst, og á þriðjudag og
fimmtudag í næstu viku. Dagski-áin
hefst kl. 21 og stendur í um klukku-
stund. Miðaverð er 700 krónur.
Á myndinni eru Rósa Kristín og
Hjörleifur að flytja dagskrá sína
fyrir gesti i Minjasafnskirkjunni sl.
þriðjudagskvöld.
DANSKI fíðlusnillingurinn Svend
Asmussen og félagar hans halda
tónleika f Samkomuhúsinu á
Akureyri sunnudaginn 23. ágúst
nk. kl. 20.30. Fáir djassleikarar
hafa verið vinsælli á Islandi en
Svend Asmussen, enda hefur tón-
list hans hljómað í íslensku út-
varpi í rúma hálfa öld.
Svend er nú 82ja ára gamall og
hefur leikið djass í nær sjötíu ár.
Þó er engin ellimörk á honum að
finna og tónlist hans jafn fersk
og sveifla hans jafn sterk og
fyrrum. Svend Asmussen er lif-
andi goðsögn og fyrsti norræni
djassleikarinn sem verður alþjóð-
Ieg stjarna.
Hingað kemur hann nú með
kvartett sinn í þriðja sinn en
Tónleikar í
Samkomu-
húsinu
kvartettinn var nýstofnaður er
Svend kom í fyrsta skipti til ís-
lands árið 1993. Hann skipa auk
Svends þeir Jacob Ficher gítar-
leikari, Jesper Lundgaard bassa-
leikari, og Aage Tanggaard
trommari.
Snjallir hljóðfæraleikarar
Jacob Ficher er rétt þrítugur
að aldri og einn fremsti gítar-
isti Norðurlanda. Þetta er
fímmta íslandsheimsókn hans.
Jesper Lundgaard þarf vart að
kynna en segja má að hann
hafi tekið við hlutverki Niels-
Hennings í dönskum djassi og
leikið með óteljandi banda-
rískum djassstjörnum. Aage
Tanggaard er í hópi fremstu
trommuleikara Dana af yngri
kynslóðinni og hann hefur
leikið með fjölda hljómsveita
um alla Evrópu.
Á efnisskrá Svends Asmussens
er jafnt nýtt efni sem klassískt
svíng, brasih'skar sömbur og nor-
ræn þjóðlög. Forsala á tónleik-
ana í Samkomuhúsinu fer fram í
Bókvali en miðaverð er 1.200
krónur.
Áhugasöm
börn í umferð-
arfræðslu
Ráðstefna um gæðastjórnim í menntakerfínu í Menntaskólanum á Akureyri
Að hvaða ár-
angri er stefnt
í skólastarfí?
RÁÐSTEFNA um gæðastjórnun í
menntakerfinu, undir yfírskriftinni,
Að hvaða árangri er stefnt í skóla-
starfi?, verður haldin í Menntaskól-
anum á Akureyri dagana 21. og 22.
ágúst nk. Forseti Islands, herra
Olafur Ragnar Grímsson er vernd-
ari ráðstefnunnar og mun hann
ávarpa ráðstefnugesti við setningu
hennar kl. 9.00 á morgun, fóstudag-
inn 21. ágúst.
Tveir erlendir
gestafyrirlesarar
Þetta er önnur ráðstefnan sem
haldin er um gæðastjórnun í ís-
lensku menntakerfi á vegum Há-
skólans á Akureyri, Verkmennta-
skólans á Akureyri, Menntaskólans
á Akureyri, Skólaþjónustu Eyþings
og Gæðastjórnunarfélags Norður-
lands. Það er fátítt ef ekki einsdæmi
að ráðstefnan nær til allra skóla-
stiga. Búist er við allt að 200 ráð-
stefnugestum af öllum skólastigum
en þess er einnig sérstaklega vænst
að fulltrúar allra sveitastjórna,
skólanefnda og foreldrafélaga sæki
ráðstefnuna.
Tveir erlendir gestir verða aðal-
fyrirlesarar, þeir David Hargrea-
ves, prófessor við Háskólann í
Cambridge á Englandi og John
MacBeath, prófessor við Háskólann
í Strathclyde í Skotlandi. David
Hargreaves, sem er virtur fræði-
maður á sviði skólaþróunar og
skólamenningar, hefur starfað í
ýmsum nefndum og ráðum á vegum
breskra skólayfirvalda. Hann á nú
sæti í nefnd á vegum breska
menntamálaráðherrans sem fjallar
um staðla og gæðamál innan breska
skólakerfisins.
John MacBeath hefur mikla
reynslu af starfi fyrir skoska
menntamálaráðuneytið auk starfa
innan ýmissa fjölþjóðlegra stofnana
eins og UNESCO og Evrópusam-
bandsins. McBeath vinnur nú að
umfangsmikilli rannsókn á umbóta-
starfi í áttatíu skólum en hann er
sérfræðingur á sviði gæðamats í
skólakerfinu.
Yfír 20 fyrirlestrar
Eftir hádegi á morgun föstudag
og fyrir hádegi á laugardag verða
fluttir a.m.k. 24 fyrirlestrar samtím-
is í 3-4 sölum. Meginmarkhópar
þeirra fyrirlestra verða skólastigin
fjögur auk þess sem fjallað verður
um árangursstjórnun. Það er
stjórnunarstefna sem er mjög að
ryðja sér til rúms í opinberri þjón-
ustu hérlendis, bæði á vegum ríkis
og sveitarfélaga. Fyrirlestrarnir um
árangursstjórnun eiga því erindi við
alla og er því ekki beint að sérstök-
um markhópi.
Pallborðsumræður
I lok ráðstefnunnar verða pall-
borðsumræður sem dr. Guðmundur
Heiðar Frímannsson, forstöðumað-
ur kennaradeildar HA stýrir. Til
pallborðsumræðnanna verða fengn-
ir fulltrúar allra skólastiga auk þess
sem erlendu fyrirlesararnir tveir,
Hargreaves og McBeath, munu
taka þátt í þeim. Pallborðsumræð-
urnar fara fram á ensku og er ætlað
að vera nokkurs konar samantekt á
efni ráðstefnunnar og tækifæri til
að horfa til framtíðar.
Skráningu á ráðstefnuna lýkur í
dag, 20. ágúst en skráning fer fram
í síma 463-0560.
Hafnarstjóri Hafnasamlags Eyjafjarðar BS
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Sjö umsóknir bárust
SJÖ umsóknir bárust um starf
hafnarstjóra Hafnasamlags Eyja-
fjarðar BS. en umsóknarfrestur
rann út fyrir helgina.
Umsækjendur eru; Eggert Bolla-
son, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjöms-
son, Hallgrímur Pétursson, Helgi
Sigfússon, Jóhann Ólafsson, Sigurjón
Sigurjónsson og Om Gunnlaugsson.
Hafnarstjóri hefur daglegt eftirlit
með rekstri og stjórnun þeirra
hafna innan hafnasamlagsins sem
em á Ólafsfirði, Dalvík, Árskógs-
sandi, Hauganesi og Hrísey.
1Í«sT»Snu
Sýnt á RenniáerkstœSinu
Akureyri
Á sama tíma að ári
föstud. 21/8 kl. 20.30
laugard. 22/8 kl. 20.30
Fjögur hjörtu
fimmtud. 27/8 kl. 20.30
föstud. 28/8 kl. 20.30
laugard. 29/8 kl. 20.30
MIBASALA ÍSÍMA 1)61-3690
UMFERÐARSKÓLINN stendur
fyrir námskeiðum í umferðar-
fræðslu fyrir 5 og 6 ára börn í Eyja-
firði þessa dagana. Umferðarskól-
inn er samstarfsverkefni Umferðar-
ráðs, lögregiu og sveitarfélaga og
unnin í samvinnu við starfsfólk leik-
skóla og grunnskóla.
Kennslan er í höndum lögreglu-
manna og leikskólakennarara og
hvert námskeið stendur í um eina
klukkustund, tvo daga í röð. Á
myndinni eru áhugasöm börn í um-
ferðarfræðslu í Hrafnagilsskóla í
Eyjafjarðarsveit.
Senn líður að hausti og þá hefja 6
ára börn skólagöngu auk þess sem
slysahætta eykst þá vemlega. Og
því miður slasast mög böm í um-
ferðinni ár hvert.
AKSJÓN
Fimmtudagur 20. ágúst
21.00^-Sumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyr-
inga í ferðahug.