Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 23 ERLENT Verstu flóðin í Kína í áratugi Opinberar dánartölur þykja tortryggilegar Peking. Reuters. TVÆR vikur eru nú liðnar síðan kínversk stjórnvöld gáfu síðast út dánartölur vegna flóðanna í sumar, og hefur það vakið grun um að mun fleiri en tvö þúsund manns hafí látið lífíð, eins og yfirvöld halda fram, ekki síst vegna þess að í Kína er löng hefð fyrir því að stjórnvöld falsi opinberar tölur. Haft hefur verið eftir kínverskum blaða- mönnum, sem fylgst hafa með flóðunum, að yfír tíu þúsund manns hafí látist eftir að flóð- garðar brustu í Jiangxi-héraði fyrr í sumar. Einnig þykir það tortryggilegt að yfirvöld hafa meinað vestrænum blaðamönnum að ferðast um þau svæði sem verst hafa orðið úti. Fréttaflutningur kínverskra ríkisfjölmiðla þykir renna stoðum undir þessar grunsemdir. Lítið hefur verið gert úr dauðsföllum og tjóni af völdum flóðanna, en megináhersla verið lögð á dugnað hermanna við björgunarstörf og heimsóknir fyrirmanna á flóðasvæðin. Sun Shaopin, háttsettur embættismaður í kínverska innanríkisráðuneytinu, vísaði öllum slíkum vangaveltum á bug á þriðjudag. Hann sagði að jafnvel þótt flóðin í ár væru þau Reuters VERKAMENN reyna að bjarga vélabúnaði frá eyðileggingu í flóðum í Jilin í NA-Kína. mestu í áratugi hefðu tiltölulega fáir látið lífið, vegna þess að vatnsmagn í Jangtse-fljóti hefði aukist hægt, og þvi hefði gefist nógur tími til að rýma hættusvæði. Aðspurður hversvegna ráðuneytið hefði ekki gefíð út nýjar dánartöl- ur í tvær vikur svaraði hann að senn yrði boð- að til blaðamannafundar. Kínversk stjórnvöld alræmd fyrir falsanir Stjórnvöld í Kína eru alræmd fyrir að falsa opinberar tölur. Aðstoðarforsætisráðherrann Wen Jiabao viðurkenndi jafnvel í júní sl. að embættismenn hefðu orðið uppvísir að því að hagræða tölfræðiupplýsingum. Frægasta dæmið um slíkar falsanir mun vera þegar hungursneyð gekk yfir Kína í upphafi 7. ára- tugarins, í kjölfar þess að Maó fonnaður skip- aði bændum að hætta að rækta akra sína en einbeita sér þess í stað að stálframleiðslu. Op- inberar tölur gáfu þá til kynna að uppskera væri með mesta móti, á sama tíma og milljón- ir manna dóu úr hungri. Reuters Kohl berst í Bæjaralandi HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, strýkur klút yfir andlitið áður en hann hélt ræðu í gamla kastalanum í Bayreuth í Bæjara- landi í gær. Ræða kanzlarans markaði upphaf lokaspretts kosn- ingabaráttu flokks hans, Kristi- legra demókrata, og bæverska systurflokksins CSU fyrir kosn- ingarnar til Sambandsþingsins 27. september og til þings Bæjara- lands tveimur vikum fyrr. Kohl ávarpaði 1.500 manna kosningafund í Bayreuth, sem er einna kunnust fyrir Wagner-há- tíðina sem þar fer fram ár hvert, en hann hyggst troða upp á sam- bærilegum fundum út um allt Bæjaraland á næstu dögum. Systurflokkur CDU í Bæjara- landi, CSU, berst fyrir því að við- halda hreinum meirihluta á þingi sambandslandsins, sem flokkur- inn hefur haft í áratugi. Kohl vís- aði í ávarpi sínu til „rauðu hætt- unnar“, sem að hans sögn fylgdi því að gefa jafnaðarmannaflokkn- um SPD atkvæði sitt, þar sem dæmin sýndu að hann gerði sér að góðu samstarf við arftakaflokk austur-þýzkra kommúnista, PDS, ef þannig bæri undir. BOMRG Gæði á góðu verði! Skútuvogi 12A, s. 5681044. xpert - fagmannlegur! • sendibíll eöa 9 manna smárúta • 4m3 flutningsrými og 815 kg burðargeta • 1900 cc dísilvél, loftpúði, fjarstýrðar samlœsingar, rafmagn í rúðum o.fl. Verð frá aðeins kr. 1.522.891 án vsk. Verð kr. 1.896.000 með vsk. oxer til slaginn! 1 sendibíll 1 3 lengdir og hár eða lágur toppur 1 2.0 lítra bensfnvél eða 2.5 lítra dfsilvél með túrbínu * framdrif og loftpúði sem staðalbúnaður 1 fjórhjóladrif, ABS-bremsur, vinstri hliðarhurð, gluggar o.fl. sem aukabúnaður Verð frá aðeins kr. 1.574.297 án vsk. Verð kr. 1.960.000 með vsk. • grlndarbfll meö einföldu eða tvöföldu húsi • 3 lengdir • 2.0 lítra bensínvél eða 2.5 lítra dísilvél með túrbínu • framdrif og loftpúði sem staðalbúnaður • fjórhjóladrif, ABS-bremsur o.fl. sem aukabúnaður Verð frá aðeins kr. 1.358.233 án vsk. Verð kr. 1.691.000 með vsk. PEUGEOT LJÓN á VEGINUM! Sendlbílarnir frá Peugeot eru rúmgóðir og hafa mikla burðargetu. Mikið er lagt upp úr góöum aðbúnaði ökumanns og vönduðum sœtum því góð vinnuaðstaða tryggir betri líðan og aukin afköst. V innubílarnir frá Peugeot hafa fengið mjög góða einkunn fyrir gott aðgengi, stórar hurðirog einstaklega góða vinnuaðstöðu. Peugeot er framtíðarvinnustaður. Veidu rétta vinnufélagann, láttu Ijónlð vinna með þér. Veldu Peugeot. Ljónviljugir vinnufélagar! ir \/inni ifólnni Innrf nr*i \/prn trni Kti ir nn Góður vinnufélagi þarf að vera traustur og áreiðanlegur. Hann þarf að vera Ijónsterkur og snöggur og vinna eins og Ijón Góður vinnufelagi er gulls ígildi. ’artner vinnur með þér! • 3m3 flutningsrými og 600 kg burðargeta • 1100 cc bensínvél eða 1800 cc dísilvél • loftpúði, blaðahaldari í mœlaborði og niðurfellanlegt farþegasœti sem eykur flutningsgetu og getur nýst sem skrifborð o.fl. Verð frá aðeins kr. 947.791 án vsk. Verð kr. 1.180.000 með vsk. oxer grunni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.