Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 25 Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Hörður Askelsson og Douglas A. Brotchie við orgelið HÖRÐUR Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á org- elið í hádeginu í dag, fimmtu- dag, og hefjast tónleikarnir kl. 12. Hörður leikur fyrsta kafl- ann úr svítu um sálminn „Veni Creator Spiritus" eða Kom, skapari helgur andi, eftir Nicolas de Grigny. Hann var uppi á síðari hluti 17. aldar. Þá leikur hann hina frægu Passacagliu í c-moll BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach. Að lokum leikur Hörður Snert- ur fyrir Hörð og nýja orgelið eftir Þorkel Sigurbjömsson. Á laugardaginn, 22. ágúst, leikur Douglas A. Brotchie, ann- ar organisti Hallgrímskirkju, í hálftíma. Á efnisskránni eru þrjú verk. Fyrst leikur hann tvö orgelverk frá barokktímabilinu. Það eru Tilbrigði um „Ach du feiner Reuter" SSWV 111 eftir Samuel Scheidt og Trío um )VA11- ein Gott in der Höh sei Ehr“ BWV 664 eftir Johann Sebasti- an Bach. Síðast leikur hann „Deux paraphrases gregoriénn- es“ eftir franska tónskáldið Jean Langlais (1907-1991). í verkinu vinnur Langlais með tvo gregórska hymna: „Ave Maria, Ave maris stella“ og „Te De- um“. Prófsteinn listarinnar rviYrvniJST Listasafn Akuruyrar TEIKNINGAR/INNSETNINGAR ALANJOHNSTON, FRANZ GRAF og KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Opið 12-18. Sýningin stendur til 23. ágúst. Á LISTASAFNI Akureyrar má skoða afar athyglisverða sýningu sem sett er upp í samstarfí safnsins á Akureyri, Pier-listamiðstöðvarinn- ar í Stromness á Orkneyjum og Stadtpark-listasalarins í Krems í Austurríki. Listamennimir þrír sem eiga verk á sýningunni era þeir Alan Jonston, Kristján Guðmundsson og Franz Graf sem allir eru vel þekktir af sýningahaldi á alþjóðlegum vett- vangi og eiga það líka sameiginlegt að þeir teikna og teikning er á einn eða annan hátt burðarásinn í mynd- list þeirra. „Teikningin er prófsteinn listar- innar,“ sagði franski málarinn In- gres árið 1822, en líklega er algeng- ara að litið sé á teikningar sem eins konar undirbúning eða frumdrög - grundvöll sem lagður er að viða- meira listaverki. Það er einmitt út- gangspunktur írska gagnrýnandans Caoimhín Mac Giolla Léith sem ritar í sýningarskrá og þessi hugmynd gefur sýningunni líka yfirskrift sína: „Ground.“ Merking þessa orðs er tvíræð og á því einkar vel við. Teikn- ingin er grundvöllur í fleiri en einni merkingu: Hún er undirstaða en jafnframt prófsteinn. Sýning þessi lætur ekki mikið yfir sér og sumum kann jafnvel að finn- ast að veggir listasafnsins séu hálf- tómir. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að í raun hefur hver spönn verið nýtt og virkjuð svo að úr verður ógnarsterk heild þar sem hvert verk kallast á við hin og þau öll við sjálft rýmið sem þau byggja - sali safnsins. Þótt þessi sýning sé samstarfsverkefni þriggja safna er hún endurunnin í hvert skipti og listamennirnir vinna að nokkru leyti verk sín beint inn í það pláss sem í boði er á hverjum stað og taka þannig tillit til aðstæðna i hverju landi. Þetta kemur einna gleggst fram í teikningum Alans Johnstons sem sumar eru unnar beint á veggi aðalsalarins, en er jafnframt megin- inntakið í verkum hinna tveggja. ___ r r i r EITT verka Kristjáns Guð- mundssonar á sýningunni f Listasafni Akureyrar. Teikningar Alans eru léttar og óhlutbundnar, leitandi línur sem mynda þokukennd mynstur og form, tákn sem ekki eru enn fullskýrð eða - skilin. Þessi verk virðast svífa á mörkum merkingar og óreiðu, tákn- unar og innihaldsleysis. Línurnar eru eins og tungumál sem ekki er full- mótað frá hendi listamannsins - það er hlutverk áhorfandans að ljúka verkinu og ljá því inntak. Franz Graf beitir sérstakri aðferð í sínum hluta sýningarinnar, en sú aðferð er orðin eins konar einkennismark hans. Hann blandar saman nýjum og göml- um myndum svo úr verður eitt verk eða innsetning sem mótast af þeim áhrifum sem hann fínnur frá um- hverfinu hverju sinni. Húmor er ráð- andi í list hans; framlag hans til sýn- ingarinnar á Akureyri vísar á gaman- saman hátt til ferðarinnar norður og ber yfirskriftina „Blindhæðir". Verk Kristjáns Guðmundssonar eru í raun ekki teikningar nema í huglægum skilningi, hugmyndir að teikningum eða drög að drögum, en eiga þó vel heima á þessari sýningu og gefa henni dýpt sem hún hefði annars ekki haft. Kristján teiknar ekki held- ur notar sjálft „blýið“ - grafítstangir og -kubba - sem efnivið í verk sín. Kristján hefur áður unnið heilar sýn- ingar úr ritblýi og raðað saman í ým- is form, en hér festir hann grafítkubba beint á vegginn svo að þeir mynda horn og ramma inn í flöt á veggnum. Það er svo okkar að gera upp við okkur í hverju teikningin eða verkið liggur: I hinu auða rými sem verkið afmarkar eða í afmörkuninni sjálfri, í útfærslunni eða í hugmynd- inni að óútfærðu verki. Með þessari sýningu má segja að Listasafn Akureyrar hafi tekið nýtt og stórt skref framávið. Hér er um að ræða sýningarverkefni sem hugs- að er og hrint af stokkunum í alþjóð- legu samhengi og í beinni samvinnu við erlend söfn. Sýningin sjálf er framsækin og stenst fyllilega saman- burð við aðrar alþjóðlegar sýningar á samtímalist, hugsuð og útfærð af þekkingu og djörfung. Með henni sannast að Listasafn Akureyrar er ekki aðeins hlutlaus sýningarsalur eða einhvers konar jaðarsafn norðan á jaðarlandinu íslandi, heldur hefur það burði til að vera virkur og mót- andi aðili að fjölþjóðlegum listheimi samtímans. Jón Proppé Háþrýstidælur og fylgihlutir @DæliiV7Œ0ehf Ármúla 34, 108 Reytgavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Þýskt merki - áratuga reynsla CAFÉ CAPRICE Glæsileg kaffivél sem sýður vatnið sjálf. Verð kr. 9.975 Úrval kaffivéla frá kr. 1.990. Fást víða um land /// i Einar Farestveit&Cohf ] Borgartúni 28 S: 562 2901 og 562 2900 | Smáratorgi 1 Skeifunni13 Norðurtanga3 200 Kópavogi 108 Reykjavík 600Akureyri 510 7000 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 \ ^rm i ° uji »' -3l! I þ L frLo r\ °. ðnL WÆ'LM , /\/| 1 ! V 1 Yi ' v m I rVÍjMY \fefj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.