Morgunblaðið - 20.08.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 25
Hádegistónleikar í
Hallgrímskirkju
Hörður
Askelsson
og Douglas
A. Brotchie
við orgelið
HÖRÐUR Áskelsson, organisti
Hallgrímskirkju, leikur á org-
elið í hádeginu í dag, fimmtu-
dag, og hefjast tónleikarnir kl.
12. Hörður leikur fyrsta kafl-
ann úr svítu um sálminn „Veni
Creator Spiritus" eða Kom,
skapari helgur andi, eftir
Nicolas de Grigny. Hann var
uppi á síðari hluti 17. aldar. Þá
leikur hann hina frægu
Passacagliu í c-moll BWV 582
eftir Johann Sebastian Bach.
Að lokum leikur Hörður Snert-
ur fyrir Hörð og nýja orgelið
eftir Þorkel Sigurbjömsson.
Á laugardaginn, 22. ágúst,
leikur Douglas A. Brotchie, ann-
ar organisti Hallgrímskirkju, í
hálftíma. Á efnisskránni eru
þrjú verk. Fyrst leikur hann tvö
orgelverk frá barokktímabilinu.
Það eru Tilbrigði um „Ach du
feiner Reuter" SSWV 111 eftir
Samuel Scheidt og Trío um )VA11-
ein Gott in der Höh sei Ehr“
BWV 664 eftir Johann Sebasti-
an Bach. Síðast leikur hann
„Deux paraphrases gregoriénn-
es“ eftir franska tónskáldið Jean
Langlais (1907-1991). í verkinu
vinnur Langlais með tvo
gregórska hymna: „Ave Maria,
Ave maris stella“ og „Te De-
um“.
Prófsteinn listarinnar
rviYrvniJST
Listasafn Akuruyrar
TEIKNINGAR/INNSETNINGAR
ALANJOHNSTON,
FRANZ GRAF og KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON
Opið 12-18. Sýningin stendur
til 23. ágúst.
Á LISTASAFNI Akureyrar má
skoða afar athyglisverða sýningu
sem sett er upp í samstarfí safnsins
á Akureyri, Pier-listamiðstöðvarinn-
ar í Stromness á Orkneyjum og
Stadtpark-listasalarins í Krems í
Austurríki. Listamennimir þrír sem
eiga verk á sýningunni era þeir Alan
Jonston, Kristján Guðmundsson og
Franz Graf sem allir eru vel þekktir
af sýningahaldi á alþjóðlegum vett-
vangi og eiga það líka sameiginlegt
að þeir teikna og teikning er á einn
eða annan hátt burðarásinn í mynd-
list þeirra.
„Teikningin er prófsteinn listar-
innar,“ sagði franski málarinn In-
gres árið 1822, en líklega er algeng-
ara að litið sé á teikningar sem eins
konar undirbúning eða frumdrög -
grundvöll sem lagður er að viða-
meira listaverki. Það er einmitt út-
gangspunktur írska gagnrýnandans
Caoimhín Mac Giolla Léith sem ritar
í sýningarskrá og þessi hugmynd
gefur sýningunni líka yfirskrift sína:
„Ground.“ Merking þessa orðs er
tvíræð og á því einkar vel við. Teikn-
ingin er grundvöllur í fleiri en einni
merkingu: Hún er undirstaða en
jafnframt prófsteinn.
Sýning þessi lætur ekki mikið yfir
sér og sumum kann jafnvel að finn-
ast að veggir listasafnsins séu hálf-
tómir. En þegar betur er að gáð
kemur í ljós að í raun hefur hver
spönn verið nýtt og virkjuð svo að úr
verður ógnarsterk heild þar sem
hvert verk kallast á við hin og þau öll
við sjálft rýmið sem þau byggja -
sali safnsins. Þótt þessi sýning sé
samstarfsverkefni þriggja safna er
hún endurunnin í hvert skipti og
listamennirnir vinna að nokkru leyti
verk sín beint inn í það pláss sem í
boði er á hverjum stað og taka
þannig tillit til aðstæðna i hverju
landi. Þetta kemur einna gleggst
fram í teikningum Alans Johnstons
sem sumar eru unnar beint á veggi
aðalsalarins, en er jafnframt megin-
inntakið í verkum hinna tveggja.
___ r
r i r
EITT verka Kristjáns Guð-
mundssonar á sýningunni f
Listasafni Akureyrar.
Teikningar Alans eru léttar og
óhlutbundnar, leitandi línur sem
mynda þokukennd mynstur og form,
tákn sem ekki eru enn fullskýrð eða -
skilin. Þessi verk virðast svífa á
mörkum merkingar og óreiðu, tákn-
unar og innihaldsleysis. Línurnar eru
eins og tungumál sem ekki er full-
mótað frá hendi listamannsins - það
er hlutverk áhorfandans að ljúka
verkinu og ljá því inntak. Franz Graf
beitir sérstakri aðferð í sínum hluta
sýningarinnar, en sú aðferð er orðin
eins konar einkennismark hans.
Hann blandar saman nýjum og göml-
um myndum svo úr verður eitt verk
eða innsetning sem mótast af þeim
áhrifum sem hann fínnur frá um-
hverfinu hverju sinni. Húmor er ráð-
andi í list hans; framlag hans til sýn-
ingarinnar á Akureyri vísar á gaman-
saman hátt til ferðarinnar norður og
ber yfirskriftina „Blindhæðir". Verk
Kristjáns Guðmundssonar eru í raun
ekki teikningar nema í huglægum
skilningi, hugmyndir að teikningum
eða drög að drögum, en eiga þó vel
heima á þessari sýningu og gefa
henni dýpt sem hún hefði annars
ekki haft. Kristján teiknar ekki held-
ur notar sjálft „blýið“ - grafítstangir
og -kubba - sem efnivið í verk sín.
Kristján hefur áður unnið heilar sýn-
ingar úr ritblýi og raðað saman í ým-
is form, en hér festir hann
grafítkubba beint á vegginn svo að
þeir mynda horn og ramma inn í flöt
á veggnum. Það er svo okkar að gera
upp við okkur í hverju teikningin eða
verkið liggur: I hinu auða rými sem
verkið afmarkar eða í afmörkuninni
sjálfri, í útfærslunni eða í hugmynd-
inni að óútfærðu verki.
Með þessari sýningu má segja að
Listasafn Akureyrar hafi tekið nýtt
og stórt skref framávið. Hér er um
að ræða sýningarverkefni sem hugs-
að er og hrint af stokkunum í alþjóð-
legu samhengi og í beinni samvinnu
við erlend söfn. Sýningin sjálf er
framsækin og stenst fyllilega saman-
burð við aðrar alþjóðlegar sýningar
á samtímalist, hugsuð og útfærð af
þekkingu og djörfung. Með henni
sannast að Listasafn Akureyrar er
ekki aðeins hlutlaus sýningarsalur
eða einhvers konar jaðarsafn norðan
á jaðarlandinu íslandi, heldur hefur
það burði til að vera virkur og mót-
andi aðili að fjölþjóðlegum listheimi
samtímans.
Jón Proppé
Háþrýstidælur og fylgihlutir
@DæliiV7Œ0ehf
Ármúla 34, 108 Reytgavík
Sími: 533 4747 Fax: 533 4740
Þýskt merki -
áratuga reynsla
CAFÉ CAPRICE
Glæsileg kaffivél sem
sýður vatnið sjálf.
Verð kr. 9.975
Úrval kaffivéla frá
kr. 1.990.
Fást víða um land
/// i Einar Farestveit&Cohf
] Borgartúni 28 S: 562 2901 og 562 2900 |
Smáratorgi 1 Skeifunni13 Norðurtanga3
200 Kópavogi 108 Reykjavík 600Akureyri
510 7000 568 7499 462 6662
Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum
220 Hafnarfjörður v/Holtaveg
565 5560 104 Reykjavík
588 7499
\ ^rm i ° uji »' -3l! I þ L frLo r\
°. ðnL WÆ'LM , /\/| 1 ! V 1 Yi ' v m I rVÍjMY \fefj