Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 37 AÐSENDAR GREINAR Sölumaður kemur heim FRAMLEIÐANDI: Kári Stef- ánsson og erlendir fjárfestar. Höfundur: Kári Stefánsson. Leikstjórn: Kári Stefánsson. Handrit: Kári Stefánsson, ýmis ráðuneyti og fjölmiðlar. Tónlist: Kári Stefánsson: „Þrálátur ein- leikur á þjóðarsál.“ Leikendur: Kári Stefánsson, ráðherrar, þingmenn, fjölmiðlafólk og lækn- ar. Leiksvið: Alþingi, ráðuneyti og íslenskir fjölmiðlar. Áhorf- endur: Islenska þjóðin, íslenskir og erlendir fjölmiðlar. Um þessar mundir hefur hinn tragíkómíski farsi, Sölumaður kemur heim, verið sýndur mánuð- um saman á hinum ýmsustu leik- sviðum þjóðlífsins. Sumir lands- menn hafa séð farsaun margsinnis, að hluta til eða í heild sinni, og eru margir þeirra þegar orðnir dauð- leiðir á stykkinu. Aðrir ein enn áhugasamir og bíða næsta þáttar með óþreyju. Og með sérstöku til- liti til þehTa síðarnefndu þykir rétt að taka saman það helsta úr þeim þáttum, sem þegar hafa verið sýndir. í fyrsta þætti farsans sjáum við hvar Sölumaðurinn er kominn heim. Hann er þá þegar í forsvari fyrir nýju íyrirtæki, sem ætlar sér stórvirki á sviði heilbrigðismála heimsins. Meðal annars að rétta af allan hallarekstur í heilbrigðisþjón- ustu á Islandi. Og stuttu síðar birt- ist sjálfur forsætisráðherrann okk- ar á senunni, til að votta viðstödd- um virðingu sína og stuðning, þeg- ar Sölumaðurinn undirritar tíma- móta-stórsamning við erlenda auð- Farsi á heilbrigðissviði og „trafflkómedía“ eru heiti, sem Gunnar Ingi Gunnarsson gefur um- ræðunni um gagna- grunninn. jöfra. Með undirskrift sinni veitir Sölumaðurinn erlendum lyfjarisa, Hófman og Rok, óhindraðan að- gang að væntanlegu miðlægu einkasafni sínu, þar sem gejmidar verða dýrmætar og dulgerðar upp- lýsingar um alla samansafnaða eymd íslensku þjóðarinnar. Og fyr- ir þetta fær Sölumaðurinn fúlgur fjár. í öðrum þætti er okkur sýnt, hvemig gera á Alþingi íslendinga að afgreiðslustofnun fyrir utanað- komandi og aðsent lagafrumvarp, þar sem verðandi einkaleyfíshafi á væntanlegu sjúkdómasafni biður um flýtimeðferð á frumvarpinu, til að uppíylla skuldbindingar sínar gagnvart þeim Hófman og Rok, sem bíða spenntir og óþolinmóðir eftir genasúpu hins miðlæga einka- banka Sölumannsins. En þá verður allt vitlaust. Og í þriðja þætti sjáum við hvernig Læknamafían setur undir sig afturfætm-na og mótmælir öllu saman. Og svipað gera margir aðr- ir. Sölumaðurinn og heilbrigðisráð- herrann þjóta forviða fram á sviðið og flytja blessunarorð. Segja frek- ari umfjöllun um málið vera óþarfa, enda frágengið og komið í tíma- Haustsprengja Heimsterða til Costa del Sol 2. og 9. sept. frá kr. 29.932 Tryggðu þér síðustu sætin í haust á ótrúfegu verði Nú getur þú tryggt þér hreint ótrú- legt tilboð Heimsferða í haustsólina til Costa del Sol. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu í september á einum aðalgististað Heimsferða á hreint frábæmm kjörum. Hér getur þú notið alls hins besta við frábærar aðstæður og valið um að búa í studio eða íbúð með einu svefnherbergi. Á hótelinu er stór og fallegur garður, tvær sundlaugar, tennisvellir, líkamsrækt, veitingastaðir og verslun. Tryggðu þér síðustu sætin í sólina í haust á frábæri verði og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.932 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vikuferð El Pinar, 2. eða 9. sept. íbúð m. 1 svefnh. Verð kr. 39 932 \ k, 39.960 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur E1 Pinar, 2. eða 9. sept. fbúð m. 1 svefnh. M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 2 eða 9.sept. E1 Pinar, studio. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 þröng. Að þeir Hófman og Rok séu alveg að missa áhugann á kóln- andi súpunni og að þeir meini bissniss strax. Læknamafían og aðrir mótmælendur heimta samt fundi um frumhlaupið og heil- brigðisráðherrann veifar hvítu flaggi. Pax vobis cum! Let’s talk! Hér er gert hlé. Fjórði þáttur byrjar með fúkyrðum. Mót- mælandi læknar eru kallaðir aurasjúkir öf- undarmenn, afbrýði- samir afturhaldsseggir og annað það, sem talið er til þess aumasta í sköpunarverk- inu. Argumentum ad hominem, eins og á tímum Cícerós. Hér er Sölu- manninum greinilega misboðið. Hann mótmælir því, að einkabanki hans muni eyðileggja til frambúðar hið viðkvæma samband læknis og sjúklings, og hinu einnig, að ný kennitala dugi ekki til að fela aum- ingjagenin í einkabankanum fyrir tölvuþrjótum og Ríkisendurskoð- anda. Hann segir bankann sinn meira að segja bæta núverandi ástand, þar sem sjúkraskýrslur liggi frammi á biðstofum lækna - til aflestrar. Og sjálfur ráðherrann segir, að einkaleyfið sé alls ekki bara handa Sölumanninum einum. Það sé misskilningur. En að hann sé hins vegar frumkvöðull að utan, og eigi því auðvitað að fá góssið. Og að hitt sé líka misskilningur, að Gunnar Ingi Gunnarsson einkaleyfi Sölumanns- ins útiloki aðra vísinda- menn frá því að kom- ast í genasúpuna. Allir aðrir muni geta komist í öll hólf bankans - alltaf. Að einkaleyfið gangi aðeins út á það að koma reglu á biðraðir við bankann. í fimmta þætti eru við- urkennd alvarleg mis- tök við gerð fyrstu út- gáfu lagafrumvarpsins og þar kemur síðar fram endurforritaður heilbrigðisráðherra, sem veifar nýju og endursömdu plaggi handa þeim Hófman og Rok og Alþingi Islendinga. Um miðbik þáttarins stöðvar tölvupabbi tvívegis allan rekstur Sölumannsins á Nóatúnssvæðinu og skammast út í það, að menn hafi farið strákslega með nokkur afvötnuð alkagen frá SÁA. Og enn mótmæla Læknamafí- an og kompaní. I lok þáttarins kem- ur fram, að flestallir núlifandi og heilsuhraustir Islendingar dái og styðji Sölumanninn og vilji því endi- lega selja Hófman og Rok sem mest af upplýsingum um alla aumingja landsins á hvaða verði sem er. Þannig væri loks hægt að hafa eitt- hvað upp úr landlægri eymdinni. Og að á meðal þessara stuðningsmanna Sölumannsins, segir Gallúp, séu þau 20% landsmanna, sem í fyrri skoð- anakönnunum hefðu talið, að Is- lendingar væra í ESB. I sjötta og síðasta þætti - að sinni - eru allmargir áhorfendur famir að þreytast á farsanum. En þá kemur óvænt fram á sviðið út- valinn fulltrúi andstæðinga Sölu- mannsins. Genetískur rannsóknar- læknir. Og þreyttir áhorfendur hressast við, reisa sig í stólunum og telja að nú muni eitthvað fara að gerast. En svo gerist alls ekkert annað en það, að sjálfur Sölumað- urinn, fulltrúi ríldsstjómarinnar og að minnsta kosti 20% þjóðarinnar, samanber Gallúp, auk Alþingis, sest innan á sjónvarpsskerma landsmanna og endurtekur skila- boð sín og ríkisstjómarinnar svo hátt og snjallt, að hinn genetíski fulltrúi öfundsjúkrar Læknamafí- unnar missir sjónar á öllu saman og starir út í sal þar til einhver slekk- ur á tækinu. Og flestir verða því fegnir, því það er skollið á myrkur. Og þannig er staða farsans í dag. Tragíkómedían rúllar áfram og sumir bíða en aðrir ekki. Sölumað- urinn heldur fund með eigendum sínum og skoðar spilin. Síðan kem- ur framhaldið. Kómedían í farsanum er auðskil- in, en hefur samt alls ekki náð til fjöldans ennþá. En sjálf tragedían, sem er auð- vitað alvörahlið farsans, mun ekki koma að öllu leyti í ljós fyrr en eft- ir allra síðasta þáttinn. En þá mun heildartragedía farsans liggja fyrir og tjónið verða metið. Slíkt verður því miður ekki umflúið, úr því sem komið er, því Sölumaðurinn er kominn heim og farinn að selja. Höfuadur er læknir. MÁRKADSTORG^. Bestu plöntukaupin Hnausplöntur afgreiddar eftir pöntun REYNIR ÍPOTTI Áður kr. 650- —-------- Nú aóeins kr. 200- HNAUSPLONTUR 75-200 cm Verðdæmi: Alaskaösp 151 -175 cm áður kr. 1600 nú(kr. 80Í) Birki 100-125 cm áður kr. 1080 núCknTÍd) Ilmreynir 125-150 cm áður kr. 1780 nú(kr. 880) 50% afsláttur af pllum hnausplöntum MORG FRABÆR TILBOÐ LÍTTU VIÐ PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neban Borgarspítala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18. Slml 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.