Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Starfsmenn heilsugæslustöðva bundnir þagnarskyldu
Upplýsingar eiga
ekki að leka út
Sjúkrasögur og aðrar upplýsingar um
sjúklinga á heilsugæslustöðvum eru
geymdar í tölvukerfum eða læstum hirsl-
um. Jóhannes Tómasson spurði nokkra
heilsugæslulækna hvernig varðveislu
gagna væri háttað hjá þeim og töldu
þeir meira öryggi fólgið í varðveislu
gagna á tölvuformi.
GÖGN um sjúklinga á heilsugæslu-
stöðvum eru ýmist geymd á tölvu-
tæku formi eða á pappír í læstum
hirslum eða skápum. Þau eiga ekki
að koma fyrir augu annarra en
lækna, hjúkrunarfræðinga, læknarit-
ara, móttökuritara og hugsanlega
annarra heilbrigðisstarfsmanna en
allar stéttir eru bundnar þagnar-
skyldu. Nokkrir heilsugæslulæknar,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
telja að betur sé hægt að gæta ör-
yggis við geymslu gagna þegar þau
eru tölvuskráð.
Misjafnt er hversu langt heilsu-
gæslustöðvar eru komnar í tölvu-
skráningu. Margar nota svokallað
Egilsstaðakerfi en læknar á Egils-
stöðum voi-u frumkvöðlar að hönnun
þess fyrir tveimur áratugum. Þar er
aðeins tölvuskráð tilefni komu sjúk-
lings, greining og úrlausn. Önnur at-
riði varðandi sögu sjúklings eru
skráð á pappír og þannig er t.d. mál-
um háttað á Egilsstöðum.
Tölvur gætu aukið öryggi
Pétur Heimisson, læknir á Heil-
brigðisstofnuninni á Egilsstöðum,
segir sjúkraskrámar þar geymdar í
læstum skápum sem allir læknar hafa
aðgang að. Hann segir sjúkraskrár
geta gengið milli lækna og hjúkrunar-
fræðinga ef t.d. læknir felm- hjúkrun-
arfræðingi að sjá um ákveðna þætti í
meðferð sjúklings. Sjúkraskrár séu
þannig aðgengilegar nokkrum heil-
brigðisstéttum en þær eigi ekki að
koma fyrir augu annarra. Pétur segir
tölvuvæðingu heilsugæslustöðva til
þess fallna að auka öryggi við
geymslu á viðkvæmum málum.
Á heilsugæslustöðinni á Seltjam-
amesi em gögn geymd í hillum hjá
móttökuriturum þar sem læst er að
loknum vinnudegi að sögn Páls Þor-
geirssonar, yfirlæknis stöðvarinnar.
Gögnin era teldn þaðan þegar sjúk-
lingar koma til lækna og liggja þá í
móttökunni þar sem læknar taka þau
þegar sjúklingamir koma. Um mót-
tökuna fara ekki aðrir en starfsmenn
og sjúklingamfr þegar læknar sækja
þá vegna viðtalanna. Þegar heimsókn
sjúklings er lokið fara gögnin aftur í
hirslumar hjá móttökuriturum. Páll
segir það almenna reglu að gögnin
fari þangað í lok hvers vinnudags.
Það geti þó komið fyrir að gögn liggi
í viðtalsherbergjum lækna yfir nótt
ef ekki hefur að fullu verið gengið frá
bréfum, vottorðum eða öðra sem
nota þarf gögnin við.
Páll Þorgeirsson kvaðst telja að
öryggi við geymslu gagna ykist með
tölvuvæðingu heilsugæslustöðva en
fyrir dyram stendur að taka upp
skráningarkei'fið Sögu frá Gagna-
lind. Þá hefur hver læknir aðgang
með lykilorði að gögnum skjólstæð-
inga sinna og þurfi hann að sinna
skjólstæðingum starfsbróður síns á
stöðinni fær hann einnig aðgang að
gögnum þeirra. í Sögu er hægt að
sjá hver er að nota eða hefur notað
hvaða gögn hverju sinni og segir Páll
því felast ákveðið öryggi í því eftir-
litskerfi sem kerfið bjóði upp á.
Atli Árnason, yfirlæknir heilsu-
gæslustöðvarinnar í Grafarvogi, seg-
ir að fleiri fagstéttir hafí bæst í heil-
brigðiskerfið á síðustu árum sem eigi
sinn þátt í meðferð sjúklinga og hafi
því þörf fyrir ákveðin gögn. Hann
segir læknum nauðsynlegt að hafa
góð gögn til að geta byggt á þeim
samfellda meðferð. Þessi gögn eru
send á nýja stöðu ef t.d. sjúklingur
flytur þegar hann hefur undirritað
beiðni um slíkt. Atli setti fram þá
hugmynd, sem gæti hugsanlega orð-
ið að veruleika þegar fram í sækti, að
sjúklingar hefðu kort, svipað
greiðslukorti, þai' sem sjúkrasagan
væri skráð, og kortið notað við
hverja komu þannig að hægt sé að
skoða eldri gögn og færa inn nýjar
upplýsingar. Atli sagði gögn á
heilsugæslunni í Grafarvogi geymd í
eldtraustum skápum.
Á heilsugæslustöðinni á Akureyri
era sjúkraskrár nú orðið tölvuskráð-
ar og hefur svo verið frá árinu 1991
og einstakfr læknar byrjuðu á því
fyrr. Eldri skrár eru geymdar í læst-
um herbergjum. Pétur Pétursson,
yffrlæknir stöðvarinnar, segir tölvu-
skráðu gögnin með venjulegum að-
gangshindrunum, svo sem lykilorð-
um. Hann telur öryggi meira í tölvu-
skráðum gögnum því töluverða
þekkingu þyrfti til að brjótast inn í
tölvukerfi og ekki væri hægt að úti-
loka innbrot í skjalageymslur ef
menn ætluðu sér slíkt. Hann sagði
stöðina ekki vera tengda öðrum aðil-
um og engar upplýsingar færu frá
henni. Pétur taldi þróunina verða þá
að rannsóknaniðurstöður yrðu
fengnar á tölvuformi og mögulegt
Utanríkisráðherra styð-
ur Lockerbie-réttarhöld
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra lýsti í gær yfir stuðningi
við þá tillögu stjórnvalda í Bretlandi
og Bandaríkjunum, að sakborning-
ar í Lockerbie-tilræðinu svokallaða
komi fyrir dómstól í Hollandi, sem í
sitji skoskir dómarar og starfi eftir
skoskum réttarreglum.
Utanríkisráðherra hvetur enn-
fremur Líbýustjórn til að fallast á
tillögumar og stuðla þannig að því
að skorið verði úr um sakargiftir og
farið verði að ályktunum öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna um málið,
að því er segir í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu.
í yfirlýsingunni er bent á að í
gildi séu refsiaðgerðir, sem öryggis-
ráðið samþykkti gagnvart Líbýu
með ályktun nr. 883 (1993). Þær
felist m.a. í banni við meðferð fjár-
muna aðila í Líbýu og fjármagnsvið-
skipti, flugumferð og þjónustu í lí-
býskar flugvélar og sölu á tækja-
búnaði til olíuvinnslu.
Refsiaðgerðirnar eru í gildi af Is-
lands hálfu samkvæmt auglýsingu
nr. 474, dags. 26. nóvember 1993.
yrði að senda gögn milli stöðva, t.d.
vegna flutninga sjúklinga.
„Eflaust má bæta enn varðveislu
þessara gagna en mér finnst samt
óheppilegt að ræða málið eins og for-
sætisráðherra gerði, það vekur upp
áhyggjur og hræðslu. En það er hins
vegar ágætt að velta þessum málum
fyrir sér og ræða hvemig best er að
tryggja varðveislu sjúkragagna. Það
er afar mikils virði að fólk geti treyst
því að þetta sé vel geymt,“ sagði Pét-
ur ennfremur.
Ekki samgangur milli stöðva
Læknarnir voru sammála um að
samband væri haft milli heilsugæslu-
stöðva þegai’ sjúklingar af einni stöð
leita þjónustu annarrar, t.d. ef hann
er á ferð fjarri sinni stöð. Þá komi
fyrir að læknfr á einni stöð hafi sam-
band til að ráðfæra sig við lækni á
stöð viðkomandi sjúklings sem þekk-
ir hann og leitar þá upplýsinga í
gögnum hans. Ekki er mögulegt að
fletta upp gögnum í einni stöð frá
annarri stöð. Þá segjast læknar yfu--
leitt þekkja það vel hver til annars
að óvandaðir menn geti trauðla villt
á sér heimildir enda kæmi það strax
fram í samtali um sjúklinga ef maðk-
ur væri í mysunni.
Allir lögðu læknarnir áherslu á að
allir starfsmenn heilsugæslustöðva
væru bundnir þagnarskyldu. Því
ættu engar upplýsingar um sjúk-
linga að leka út. Sumir þeirra bentu
hins vegar á þá hættu að eftfr því
sem fleiri fengju aðgang að slíkum
upplýsingum ykist hættan á að þær
bærust út þótt slíkt hefði ekki gerst.
Enginn læknanna, sem rætt var við,
minntist þess að upp hefðu komið
kvartanir eða ásakanfr um að upp-
lýsingar hefðu lekið út. Einnig
nefndu nokkrfr þá óskráðu reglu að
starfsmenn töluðu ekki um skólstæð-
inga stöðvanna í kaffitímum.
Landlæknir heimsótti sjúkrahús í
kjölfar ummæla forsætisráðherra
Hefði getað
gerst fyrir 25
árum en ekki nú
ENGAR sjúkraskrár
sáust á glámbekk á
stóra sjúkrahúsunum í
Reykjavík þegar Ólafur
Ólafsson landlæknir og
starfsmenn landlæknis-
embættisins fóru þang-
að í óvænta heimsókn á
mánudag og ræddu við
yfirmenn og annað
starfslið. Ólafur segir
þó að niðurstaðan hafi
verið sú að hert verði á
vissum aðgerðum, svo
sem að þess verði gætt
að herbergi þar sem
sjúkraskýrslur era
geymdar séu ávallt
læst. Tilefni heimsókn-
arinnar var ummæli Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra á ráðstefnu
um erfðafræði og gagnagrunna um
helgina, þess efnis að sjúkrasögur
einstaklinga hafi nánast legið á
glámbekk á undanfómum áratugum.
Landlæknir segir vel geta verið
að sú mynd sem forsætisráðherra
dró upp hafi stundum komið upp
fyrir um aldarfjórðungi en nú séu
aðrir tímar og mun strangari lög og
reglugerðir sem komi í veg fyrir að
slíkt geti gerst.
„Sjúkraskrár era geymdar á
þremur stöðum. I hillum inni á
vaktherbergjum, þar sem ætíð eru
hjúkrunarfræðingar til staðar og
óviðkomandi hafa ekki aðgang. Eft-
ir útskrift eru sjúkraskrár geymdar
í læstum herbergjum hjá læknarit-
urum, sem bera ábyrgð á þeim þar
til þær eru fullunnar. Þaðan eru
sjúkraskrár síðan fluttar í skjala-
geymslu, þar sem mjög strangar
reglur gilda um afhendingu og
menn verða að gera nákvæma grein
Ólafur Ólafsson
landlæknir
fyrir sér og erindinu,"
segir Ólafur.
Umræðan af
hinu góða
Hann segir að vissu-
lega geti verið veikur
punktur þegar sjúkra-
skrá er í vinnslu en
læknir sé ábyrgur íyrir
því að aðrir kíki ekki í
hana. Hann minnir á að
einungis læknar og
hjúkranarfræðingar
mega skbða sjúkra-
skrár.
„Það er Ijóst að á
löngum rannsóknaferli
og samfara meiri sér-
fræðiþróun er auðvitað nokkur hóp-
ur fólks sem fær innsýn í sjúkra-
skrána. Áður var þetta oft ekki
nema einn sérfræðingur en nú er
kannski kallað á allt upp í 10-20
manns. Svo er rannsóknafólk sem
skoðar blóðsýni og rannsóknaniður-
stöður en heildarsýnin eru þó ein-
göngu hjá lækninum. Það þarf varla
að taka fram að allt þetta fólk er
strapglega eiðsvarið," segir hann.
„Eg get hins vegar alveg fallist á
það að fyrir svona 20-25 áram giltu
mjög fáar reglur um þetta. Og það
getur vel verið að þá hafi stundum
komið upp sú mynd sem forsætis-
ráðherra lýsir. En síðan hafa komið
lög og reglugerðir og mikil umræða,
svo nú eru allt aðrir tímar. Við höf-
um auðvitað hugsað um að gera
þetta erfiðara, loka skrárnar mefra
inni, en svo má heldur ekki hindra
eðlilega þjónustu," segir Ólafur, sem
kveðst ekki vilja gera heilbrigðis-
kerfið að lögi-egluríki en segir um-
ræðuna vera mjög af hinu góða.
Islenskir námsmenn í Bretlandi
Morgunblaðið/Jim Smart
NÍU íslenskir námsmenn hlutu styrki úr styrktarsjóði Chevening að þessu sinni og fór
afhendingin fram í breska sendiráðinu.
Níu hlutu Chevening-styrk
ÁRLEG úthlutun hefúr farið
fram úr styrktarsjóði Chevening
til íslenskra námsmanna sem
leggja stund á meistara- eða
doktorsnám í Bretlandi og voru
níu Islendingar styrktir að þessu
sinni.
Það er sendiherra Breta á fs-
landi ásamt British Council í
Bretlandi sem standa að úthlut-
uninni en fímmtán ár eru síðan
fyrsta úthlutun fór fram hér á
landi. Styrkurinn nær til skóla-
gjalda í eitt ár og nemur allt að
sex þúsund pundum eða rúm-
lega 700 þús. ísl. kr. Árlega eru
veittir um 3 þús. styrkir til 150
Ianda.
Þau sem hlutu styrk að þessu
sinni eru Bjarki Hjálmarsson
Diego, Jóhann Bragi Fjalldal,
Ari Guðmundsson, Illugi Gunn-
arsson, Guðni Thorlacius Jó-
hannesson, Linda Karen
Kettler, Kristín Ólafsdóttir,
Dagfínnur Sveinbjörnsson og
Rannveig Alma Einarsdóttir.