Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tveir menn og drengur hætt komnir er bát hvolfdi á Þingvallavatni
Kölluðum þangað til við
vorum að verða máttlausir
Morgunblaðið/Guðbjartur Vilhelmsson
BÁTURINN, sem hvolfdi, var dreginn upp á land eftir að mönnunum
hafði verið bjargað í land.
„VIÐ vorum úti á vatni að veiða
og vorum á leiðinni í land þegar
drapst á mótornum. Þegar ég fór
að reyna að koma honum aftur í
gang uppgötvaði ég að aftasta
hólfið af þremur var orðið fullt
af vatni. Ég fór strax að reyna að
róa í land en bátnum hvolfdi
skömmu síðar. Við fórum í vatn-
ið, köstuðum stráknum strax upp
á kjölinn og komumst svo þangað
sjálfir," segir Kjai*tan Guðjóns-
son sem var bjargað ásamt fé-
laga sínum og tíu ára dreng af
kili báts á Þingvallavatni á
sunnudagskvöld.
Kjartan og félagi hans höfðu
verið að veiða á vatninu ásamt
tíu ára dreng. Myrkur var að
skella á þegar atvikið átti sér
stað klukkan rúmlega tíu, og fyr-
ir einstaka heppni heyrðu hjón í
bústað skammt frá neyðarópin í
þremenningunum.
„Það kom augnablik sem mað-
ur var hræddur, en svo var ekk-
ert annað en að reyna að vera já-
kvæður. Báturinn er ósökkvan-
legur þannig að hann hefði aldrei
farið í kaf. En það var bara
spurning um tíma hvenær við
myndum finnast og alveg brjáluð
heppni að þetta fólk skyldi hafa
heyrt í okkur. Við kölluðum og
kölluðum þangað til við vorum að
verða máttlausir,“ segir Kjartan.
Heyrðu ógreinileg óp
„Stofuglugginn var opinn og
við heyrðum mjög ógreinileg óp.
Við fórum út og heyrðum þau
aftur en mjög ógreinilega. Eg
hafði áður séð bátinn úti á vatn-
inu og sá nú að hann var horfinn,
en það var orðið töluvert dimmt.
Af því að báturinn var horfinn
reiknaði ég með að mennirnir
væru í vatninu. Ég, konan mín og
Hörður Guðmannsson, föður-
bróðir minn, sem býr á bæ þarna
við hliðina, stukkum um borð í
bátinn okkar og sigldum beint út
á vatn, en svo vel vildi til að hann
var tilbúinn á vatninu," segir
Guðmann Reynir Hilmarsson
sem var í sumarbústað við vatn-
ið. Sigldu þau út á vatnið og
komu fijótt auga á mennina á kili
bátsins, renndu upp að hlið
þeirra og tóku þá um borð. „Þeir
voru nokkuð kaldir enda kalt að
lenda í vatninu. Við komum þeim
sem snöggvast í land, fórum svo
aftur út, náðum í bátinn og dróg-
um hann í land,“ segir Guðmann.
Á meðan Guðmann og Hrönn
Ægisdóttir, eiginkona hans, voru
að koma sér út á vatn sátu Kjart-
an og félagar á kili bátsins og
sáu bílljós á hreyfingu. Það vakti
með þeim von um að einhver
væri á leiðinni þeim til bjargar,
en bfiljósin hurfu skömmu síðar.
Stuttu eftir það heyrðu þeir hins
vegar í mótor og þremur til fjór-
um mínútum síðar var báturinn
kominn til þeirra. „Við vorum
rosalega fegnir þegar við heyrð-
um í bátnum og sáum hann koma
í áttina til okkar. Ég veit ekki
hvernig við getum þakkað fyrir
þessa björgun, hún verður seint
fullþökkuð," sagði Kjartan að
lokum.
Guðmann segir að báturinn
hafi verið í um 500 metra fjar-
lægð frá hólmum sem eru í vatn-
inu, en í 1,5 km fjarlægð frá
landi. Hann segir að það hafi ver-
ið farið að hvessa og vatnið að
ýfast, og þá hafi bátinn getað
rekið mun lengra út á vatn. Því
hafi sannarlega farið betur en á
horfðist.
Morgunblaðið/Þorkell
ALFREÐ Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, afhendir
námsstyrkina. Fyrir miðju er Eva Illi'n Dereksdóttir og Anna Margrét
Arnadóttir tók við styrk fyrir hönd Sigríðar systur sinnar.
Konur styrktar til
náms í verkfræði
Nemendur úr MHI fá iðnhönnunarverðlaun
Viðurkenning fyrir raun-
sæjustu hugmyndina
Pressens Bild
SIGRÍÐUR H. Pálsdóttir, ein verðlaunahafanna, við
stjórtæki verðlaunabflsins.
STJÓRN veitustofnana afhenti í
gær námsstyrki Vatnsveitu Reykja-
víkur til kvenna. Styrkurinn,
300.000 kr., skiptist jafnt milli Evu
Hlínar Dereksdóttur og Sigríðar
Ólafar Ámadóttur.
Stjórn veitustofnana samþykkti
vorið 1997 að stofna til námsstyrkja
í verkfræði- og tæknigreinum. Til-
gangur þeirra er að stuðla að
ÍSLENSKUR karlmaður, Ólafur
Bragi Bragason, fertugur að aldri,
er handtekinn var í Þýskalandi í lok
júlí vegna gruns um þátttöku á inn-
flutningi á 1870 kg af hassi í Túnis,
er nú í vörslu þýsku lögreglunnar.
Alþjóðalögreglan Interpol í Túnis
hafði leitað að Ólafl Braga um langt
skeið og krefjast yfirvöld þar í landi
framsals hans. Samkvæmt fréttum
Ríkisútvarpsins er hann grunaður
um að tilheyra glæpasamtökum í
Evrópu.
Eins og fram kom í frétt Morg-
unblaðsins í gær herma heimildir
að Ólafur Bragi hafi beðið íslensk
stjórnvöld að fara fram á að hann
verði ekki framseldur til Túnis.
Framsalssamningur hefur verið
breyttu námsvali kvenna í ljósi
langtímamarkmiða um að jafna
kynjaskiptingu í sérhæfðum störf-
um hjá Vatnsveitu Reykjavíkur.
Alls bárust 10 umsóknir um
styrki. Akvörðun stjórnar veitu-
stofnana tók mið af því að styrkþeg-
arnir hafa sýnt glæsilegan námsár-
angur og farið ótroðnar slóðir í
námsvali sínu.
milli Þýskalands og Túnis í um þrjá
áratugi en þar er gert ráð fyrir að
hægt sé að hafna framsali af mann-
úðarástæðum.
Ríkisútvarpið greindi frá því í
gærkvöldi að ólíklegt væri að þýsk
yfirvöld neituðu að framselja hann
til Túnis. Talsmaður þýska dóms-
málaráðuneytisins telur útilokað að
framsalsbeiðni frá íslenskum
stjórnvöldum ^geti breytt einhverju
um framsal Olafs til Túnis vegna
þess að Þjóðverjar telji mikilvægt
að staðið sé við samninginn. Islend-
ingar verði því að semja beint við
yfirvöld í Túnis. Andvirði fíkniefn-
anna er talið nema 2,8 milljörðum
króna.
HÓPUR nemenda úr Myndlista-
og handíðaskóla íslands hlaut
verðlaun í gær í samkeppni milli
nemenda í iðnhönnunarskólum á
Norðurlöndum um hönnun og
smíði húsbíla. Verðlaunin voru
veitt í Stokkhólmi. Þar höfðu bíl-
arnir í samkeppninni verið sýndir
undanfarið, en þeir voru þrettán
talsins. Tvenn verðlaun voru
veitt, annars vegar fyrir frumleg-
ustu hugmyndina og þau hlaut
hópur frá Danmörku og hins veg-
ar fyrir raunsæjustu hugmyndina
og hlaut íslenski hópurinn þau.
Hvor hópur fékk, ásamt viður-
kenningunni, tvö hundruð þúsund
króna peningaverðlaun. Keppnin
er haldin í tengslum við hátíða-
höld í Stokkhólmi sem er menn-
ingarborg Evrópu 1998.
Boðið á fleiri sýningar
„Verðlaunaafhendingin fór
fram í Hagaparken og hér voru
líka skemmtiatriði og ræðuhöld.
Okkur hefur verið boðið að taka
þátt í sýningum í Svíþjóð og
Þýskalandi og við munum halda
áfram að sýna hann. Við höfum
líka fengið tilboð um samstarf um
áframhaldandi þróun og það
verður allt skoðað. Við setjum bíl-
inn núna í gám og geymum hér í
Svíþjóð og komum sjálf heim. Við
munum ræða málin í rólegheit-
um,“ sagði Jón Örn Þorsteinsson,
einn hönnuðurinn, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
hópinn mjög stoltan enda mikil
vinna búin að fara í hönnun bíls-
ins og smíði frá áramótum.
Voru búin að
sigra fyrirfram
Hjálmar Árnason sem er for-
maður nefndar um nýtingu inn-
lendra orkugjafa á vegum iðnað-
arráðuneytisins fylgdist með sýn-
ingunni og verðlaunaafhending-
unni í Stokkhólmi í gær. Nefndin
hefur m.a. skoðað möguleika á
notkun rafmagnsbíla og hafði
milligöngu um að útvega raf-
magnsbílinn sem húsbíll hópsins
er byggður á. Hjálmar segir bíl-
inn hafa hlotið langmestu fjöl-
miðlaumfjöllunina af öllum verk-
efnunum.
„Bíllinn hefur vakið alveg ótrú-
lega athygli hérna, bæði meðal
almennings og fjölmiðlafólks. í
mínum huga er ekki nokkur vafi
að þau voru búin að vinna keppn-
ina áður en verðlaun voru afhent,
það er aldrei að vita hvernig
dómnefndir hugsa en viðbrögð og
áhugi gesta og fjölmiðla hafa gert
þau að sigurvegurum burtséð frá
verðlaunum," sagði Hjálmar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Bíllinn sem hópurinn fékk
verðlaun fyrir er húsbíll og fyrir
utan að hægt er að aka um á hon-
um er hægt að sofa, borða, vinna,
baða sig og fara á salernið í hon-
um. Hægt er að breiða úr bílnum
þegar ekki er verið að aka honum
og eykst þá rýmið mikið. Hug-
myndavinnan hófst upp úr ára-
mótum og var miðað að því að
hanna náttúruvænan húsbíl.
Samkvæmt lokahönnun á bíllinn
að vera knúinn vetnismótor en er
núna rafknúinn.
Bflasmiðimir og verðlaunahaf-
arnir eru allir í MHI og heita
Guðmundur Lúðvík Grétarsson,
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir,
Kari Siltala, Þorgerður Jörunds-
dóttir, Sigi-íður H. Pálsdóttir,
Þórdís Aðalsteinsdóttir og Jón
Örn Þorsteinsson. Verkefnis-
stjórar vora Sigríður Heimisdótt-
ir iðnhönnuður og Sigurjón Páls-
son húsgagnahönnuður.
Islenskur fíkniefnasmyglari í haldi
þýsku lögreglunnar
Talinn tilheyra
glæpasamtökum