Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST1998 LISTIR MORGUN BLAÐIÐ Leiklistar- nemar spinna LEIKLIST Kaffileikhúsið LÍF MANNS Líf manns byggt á verki Leoníds Andrejevs. Leikstjóri: Jana Pilátová. Leikarar: David Máj og Stefanía Thors. Rödd: Hjalti Rögnvaldsson. Búningar og leikmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir. Brúður: Robert Smolik. Kaffíleikhúsið 22. ágúst. Á MENNINGARNÓTT Reykjavíkurborgar sýndu tveir ungir leiklistamemar, íslensk stúlka og tékkneskur piltur, ein- þáttunginn Líf manns í Kaffileik- húsinu. Verkið er nokkurs konar spunaleikur með brúðum, byggt á leikriti eftir rússneska höfundinn Leoníd Andrejev (1871-1919) og á það að lýsa æviferli manns frá fæðingu til dauða. Leiklistamemamir Stefanía Thors og David Máj nema bæði við Listaháskólann í Prag. Þau nota leikrit Andrejevs aðeins sem hug- myndagmnn til að vinna út frá hreyfingar og túlkanir á atburðum og tilfinningum því afar lítið fer fyrir eiginlegum texta í uppsetn- ingu þeima. Hjalti Rögnvaldsson las með sinni styrku og hljóm- miklu rödd örfáar setningar um hverfulleika lífsins í gleði og sorg, við upphaf og lok leiksins, og leik- ararnir tveir skiptust á nokkmm setningum á íslensku og tékk- nesku í bland. Umgjörð leiksins er hönnuð af Rebekku A. Ingimundardóttur, sem einnig hefur numið í Prag, og markast hún af einföldum tjöldum og ljósum sem komu vel út í hinu litla rými Kaffileikhússins. Leik- brúðumar vom skemmtilegar, gróflega unnar í tré af Robert Smolik (sem að öllum líkindum er tékkneskur). Um frammistöðu leik- ara er ástæðulaust að segja mildð því hér er um að ræða fólk sem enn er að nema list sína. Ástæðulaust er þó annað en vænta nokkurs af þeim og óska þeim velgengni. í kynningu um sýninguna segir að „í verkinu sé velt upp mörgum spurningum, meðal annars hver stjórni lífi fólks? Það sjálft, ástin, dauðinn eða guð?“ Þetta eru nokkuð stór orð um litla sýningu. Vafalaust má sjá hugleiðingar af slíku tagi í leikriti Andrejevs en erfitt var að skynja slíkar hug- leiðingar í spuna þeirra Stefaníu og Davids. Túlkun þeirra var framar öðru einföld og barnsleg og bar með sér að vera æfinga- verkefni leiklistarnema í spuna. Enda er verkið unnið sem slíkt með leikstjóra í leiklistarskólan- um í Prag. Spurningin er hvort sýning þessi átti nokkurt erindi á fjalirnar fyrir almenning. Sá klukkutími sem sýningin tók í flutningi var heldur lengi að líða, þótt vissulega mætti hafa gaman af einstaka atriðum, en kannski spilar þar inn í sá illbærilegi hiti sem myndast inni í þessu annars ágæta leikhúsi þegar líða tekur á sýningu. Soffía Auður Birgisdóttir ÞRÚÐUR Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson í hlutverk- um sfnum í kvikmyndinni „Sporlaust". „Sporlaust“ frumsýnd á morgun ÍSLENSKA kvikmyndin „Spor- laust“ í leikstjórn Hilmars Odds- sonar verður frumsýnd annað kvöld í Háskólabíói kl. 21.00. Handritið er eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og fjallar myndin um hóp ungmenna sem lendir í klandri og hvemig þau koma sér út úr því. Framleiðandi er Jóna Finnsdóttir hjá Tónabíói, og með helstu hlutverk fara Guðmundur Ingi Þoi-valdsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Dofri Hermannsson, Ingvar E. Sigurðsson og Þrúður Vilhjálms- dóttir. Nýr dansari hjá íslenska dansflokknum ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur ráðið Chad Adam Bantner til starfa á starfsárinu 1998/99. Chad er 25 ára og lærði í Juillard balletskólanum í New York 1992-96. Hann hefur síðan starfað hjá Martha Gra- ham Dance Company og Ballet Hispanico of New York og dansað í verkum eftir Jirí Kyli- án, Martha Graham, José Linón og Paul Taylor. Fyrsta verkefni hans hjá Islenska dansflokkn- um er sýning á verkunum Stool Game eftir Jirí Kylián, Night eftir Jorma Uotinen og La Ca- binia 26 eftir Jochen Ulrich í Borgarleikhúsinu í október. Andblær nýrra tíma ÁTTUNDA hefti bókmennta- t ímaritsins Andblæs er komið út. Ritstjóri þessa heftis er Magnús Gestsson, en í ritnefnd með honum em þeir Hjörvar Pétursson, Stefán Máni og Steinar Bragi Guð- mundsson. Fyrsta hefti And- blæs kom út fyrir jól- in 1994 en siðan hafa komið út tvö hefti á ári. Fyrstu ritstjórn tímaritsins skipuðu skáldin Bjarni Bjarnason, Ágúst Borgþór Sverrisson, Steinunn Ásmunds- dóttir og Þórarinn Torfason. Andblær spratt upp úr skáldakvöldum sem haldin vom einu sinni í viku veturinn 1993-1994 heima hjá Gunnari Þorra Þorleifssyni bókmenntafræðingi. Þar lásu þekkt og óþekkt skáld og röbbuðu saman. Niðurstaða þessarar hreyfingar var að halda úti menningartímariti er sérhæfði sig í bókmenntum, menningammræðu og draum- bókmenntum. Draumbókmenntir era í skil- greiningu Magnúsar Gestssonar ritaðar minningar af draumum. Magnús sagði ennfremur að ný ritsljórn stýrði útgáfu hvers heftis, á þann hátt yrðu áhersl- urnar breytilegar frá einu hefti til annars. Bjarni Bjarnason rit- höfundur hefði hins vegar alltaf verið fastur punktur frá upphafi, en viku eft- ir að áttunda hefti Andbiæs kom út fékk Bjarni sem kunnugt er bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar. I þessu nýja hefti tímarits- ins er ýtarlegt viðtal við Bjarna Bjarna- son. Magnús Gestsson sagði að Andblær væri öðmvísi en önnur bókmenntatímarit að því leyti að megináherslan væri á unga og óþekkta rithöfunda auk þess sem tímaritið er deildaskipt. Fyrsti hluti þessa nýja heftis eru ljóð, annar hlut- inn gallerí, þriðji hlutinn við- talið við Bjarna, fjórði hlutinn þýðingar og fimmti og síðasti hluti heftisins em smásögur. Magnús Gestsson ritstjóri átt- unda heftis er sagnfræðingur að mennt auk þess sem hann hefur gefið út nokkrar ljóða- bækur, meðal annars Syngjandi sólkerífi 1995. Magnús Gestsson Leikrita- samkeppni Iðnó TIL stendur að setja á fót hádegis- leikhús í Iðnó. Þar verða sýndir stuttir og léttir leikþættir sem gest- ir njóta á sama tíma og hádegisrétt- ur er snæddur. Efnt hefur verið til samkeppni um hádegisleikrit Iðnó og er skilafrestur til 31. ágúst. Ætlunin er, að settir verði upp nokkrir leikþættir, hver í eina viku í senn. Hádegisleikhús af þessu tagi hefur verið vinsælt víða erlendis en aldrei verið starfrækt af alvöru hér á landi. Samkeppnin um hádegisleikrit er öllum opin. Hverjum höfundi er frjálst að skila fleiri en einni hug- mynd og eru yrkisefnm eru frjáls. Þau skulu vera leikin af 1-3 leikur- um af báðum kynjum, en leikhópur- inn verður skipaður 4 leikurum, tveimur körlum og tveimur konum. Leikritin skulu vera 15-30 mínútur að lengd og gera ráð fyrir einfoldum sviðsbúnaði. Fyrstu verðlaun eru 100.000 kr. og helgarferð fyrir tvo til London með gistingu og morgunverði og úr- val ritverka Halldórs Laxness, 2. verðlaun: 50.000 kr. og úrval rit- verka Halldórs Laxness og 3ju verð- laun: 50.000 kr. og úrval ritverka Halldórs Laxness. ------M-*----- Fyrirlestur um sérhljóða EDMUND Gussmann prófessor við Kaþólska háskólann í Lublin í Pól- landi flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Is- lands fimmtudaginn 27. ágúst 1998 kl. 17.15 í stofu 311 í Ámagarði. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Govemment Phonology meets Icelandic vowel quantity og fjallar um greiningu sérhljóðalengdar í íslensku með aðferðum fræðikenningar sem nefnd hefur verið „stjómunarhljóð- kerfis-fræði“ á íslensku. í frétt frá Háskóla íslands segir, að þessi kenn- ing byggist á þeirri hugmynd að stað- vensl málhljóða og atkvæðagerð ráð- ist af einföldum grundvallarlögmálum um það að einingar í hljóðastrengn- um „stjómi" eða láti „stjómast" af öðrum einingum. Prófessor Gussmann er staddur hér á landi á vegum Stofnunar Sig- urðar Nordals við rannsóknir á ís- lensku máli, en hann hefur birt greinar og stundað rannsóknir á ís- lenskri hljóðkerfisfræði um árabil. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. ♦ ♦♦ Heillandi flutningur TðNLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Hörður Áskelsson flutti orgelverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Nicolas de Grigny, J.S. Bach og Kjell Mörk Karlsen. Sunnudaginn 23. ágúst. TÓNLISTARSTARF í kirkjum landsins hefur á undanfömum ár- um náð þeirri stöðu að vera vett- vangur þess sem merkast telst í íslensku tónlistarlífí, með sérlega vönduðum flutningi margra stór- verka kirkjusögunnar, og að ís- lenskir orgelleikara hafa sótt í sig veðrið, bæði hinir reyndari svo og ungir og e'fnilegir orgelleikarar, sem nú em að hasla sér völl í glímunni við drottningu hljóðfær- anna. Tónleikar sem ganga undir nafninu „Sumarkvöld við orgelið“ og haldnir hafa verið á hverju sunnudagskveldi í Hallgríms- kirkju era einn angi þessarar vakningar í flutningi kirkjulegrar tónlistar. Nokkuð hafa þeir erlendu orgel- leikarar sem heimsótt hafa Hall- grímskirkju til að leika á hið stór- kostlega Klais-orgel kirkjunnar vantreyst hlustendum og valið sér oft stutt og aðgengileg brot úr stærri verkefrium og það var því gleðileg tilbreytni hjá Herði Áskels- syni á tónleikunum sl. sunnudags- kvöld að velja fjögur stór viðfangs- efni, tvö mikilfengleg barokkverk og tvö verk samin á áranum 1992 til ‘93. Tónleikamir hófust með orgel- verki sem Þorkell Sigurbjömsson samdi fyrir Hörð vegna vígslu Kla- is-orgelsins 1992. Þetta er rismikið og margþætt verk, er var mjög vel flutt, og sama má segja um Svítuna um sálminn Veni Creator Spiritus eftir franska orgelleikarann Nicolas de Grigny (1672-1703), sem, ásamt Nicholas Gigauit, Nicolas Lebégue og Anré Raison, lagði að sumu leyti grunninn að franskri orgeltónlist. Grigny var nemandi Lebégue og starfaði frá 1693 sem orgelleikari í Rheims. Hann var aðeins 31 árs er hann lést en eftir hann liggja mess- ur og orgelverk, sem meistari J.S. Bach hafði á nokkurt dálæti. Þama gat að heyra ekta franska barokktónlist, sem hvað stíl og vinnutækni viðkemur er mjög ólík þýskri orgeltónlist frá sama tíma. Verkið, sem er í fimm köflum, var mjög vel flutt, ef til vill með nokkuð um of sterkri raddskipan á köflum, en einmitt á þessum tíma var org- eltónlist mjög samofin sembaltón- list að allri gerð og jafnvel talið að flest frönsk orgelverk á þessum tíma séu í raun samin á sembal. Hvað sem þessu líður var mótun Harðar á þessu franska orgelveki sannfærandi og mjög vel útfærð. Meginverk tónleikanna var c- moll-passakalían eftir meistara J.S. Bach. Þetta stórkostlega Dóm-org- elverk var sérlega vel flutt, án þess að gerð væri tilraun til að yfirkeyra í hraða og fyrirgangi, svo að tónmál verksins naut sín einkar vel. Það er með ólíkindum hversu meistaranum tókst að byggja upp margbreytilegt tónmál yfir sama bassastefið, sem nær alla leiðina er í sömu tóntegund, nema í fúgunni, tvöfaldri að gerð, með tveimur stefjum sem fylgjast að út alla fúguna. Flutningur Harð- ar var mjög vel mótaður og ekki var leikur hans í lokaverldnu síðri, en það var verk eftir Kjell Mörk Karl- sen, fjögurra þátta verk sem er sér- staklega samið fyrir Hörð og Klais- orgel Hallgrímskirkju. Það blátt áfram geislaði af leik Harðar, en um margt er verk Karlsens feiknaerfitt, þótt í því sé að hafa nokkur atriði er ekki verka sannfærandi, einkum þegar unnið er yfir Lilju-lagið í loka- þættinum, því tónmál verksins og þessa gamla sálms er svo ólíkt að það var eins og tveimur heimum væri slegið saman, ekki unnið með andstæður, heldur að þverstæð- urnar væru hnýttar saman í eitt. Þrátt fyrir þetta er orgelverk Karlsens mjög rismikið, margþætt og glæsilegt að gerð, og var heill- andi í stórkostlegum flutningi Harðar. Jón Ásgeirsson Trommu- og slagverkstón- leikar NORSKI slagverksleikarinn Terje Isungset heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Efnisskráin verður byggð á nú- tímatónlist, þjóðlögum og djassi. Tónleikunum er skipt í tvo hluta, Terje Isungset leikur á trommur og slagverk fyrir hlé, en Sigurður Flosason saxófónleikari og Hilmar Jensson gítarleikari leika með í seipni hlutanum. í kynningu segir: „Terje Isungset er fæddur 1964. Hann þykir vera einn framlegasti og sérkennilegasti trommuleikari í Noregi um þessar mundir. Hann semur tónlistina sjálfur og leikur af fingrum fram og notar norsk þjóðlög sem ívaf. Hann leggur áherslu á hljóma og „lit- brigði" í tónlistinni og notar þá hljóðfæri sem hann gerir sjálfur úr tré, steinum og málmi.“ Terje hefur leikið mikið með ýmsum hópum og tónlistarmönnum i Finnlandi, Þýskalandi og Englandi auk Norðurlanda. Árið 1997 kom út fyrsta sólóplata hans sem heitir „Reise“. I I » I I ! : í i t L; i I/ K i L !: ! í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.