Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 13
Morgunblaðið/Kristján
Hrímaðar bílrúður
ÁRRISULIR ökumenn á Akur-
eyri þurftu að hreinsa bflrúður
sínar áður en þeir héldu af stað í
gærmorgun, enda fór hitastigið
í bænum alveg niður undir frost-
mark í fyrrinótt. Hreinn Sverris-
son, starfsmaður Landssímans,
var að hreinsa rúður á bfl sínum
í gærmorgun og lionum fannst
heldur snemmt að þurfa að
grípa til sköfunnar í ágústlok.
Sólin lét fljótlega sjá sig yfir
Vaðlaheiðina og hitastigið fór
ört hækkandi þegar leið á dag-
inn og var um 12 gráður um
miðjan daginn.
AKUREYRI
Launalækkun kennara í fiarkennslu VMA
Ekki einhliða ákvörð-
un skólanefndar
SKÓLANEFND Verkmenntaskól-
ans á Akureyri segir það ekki rétt
að nefndin hafi með einhliða ákvörð-
un lækkað laun kennara í fjar-
kennslu um 30%. Hið rétta sé að
skólanefnd hafi að vel athuguðu máli
og í fullu samráði við stjórnendur
skólans og kennslustjóra í fjar-
kennslu sett reglur um fyrirkomu-
lag fjarkennslu nú á haustönn sem
taka mið af stefnu menntamálaráðu-
neytisins. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynninu skólanefndar.
Reglurnar fela m.a. í sér að sett-
ur er lágmarksfjöldi nemenda í hóp
þannig að ekki er hafin kennsla í
áfanga nema að lágmarki 5 nem-
endur skrái sig í áfangann. Þá er
viðmiðunarfjöldi nemenda til fullrar
greiðslu fyrir kennslu aukinn í
hverjum áfanga fyrir sig. Þetta þýð-
ir að vissu leyti minni þjónustu við
nemendur, enda ekkert skólakerfi
sem getur til lengdar borið sér-
hannaða kennslu fyrir hvern ein-
stakan nemanda. Þá hlýtur það að
teljast eðlilegt að loknu ákveðnu til-
raunastarfi, þar sem kennslugögn
og kennsluaðferðir hafa verið þró-
aðar, sé kennurum fært að sinna
fleiri nemendum í hverjum áfanga
en meðan unnið var að mótun náms-
ins.
Ekki lengur þróunarverkefni
Skólanefnd telur að það valdi erf-
iðleikum við framkvæmd fjar-
kennslunnar að aðilar að kjara-
samningi kennara hafa ekki gert
með sér samkomulag um fjar-
kennslu í framhaldsskólum eins og
samningsaðilar skuldbundu sig til
við gerð síðasta kjarasamnings.
Tilraun með fjarkennslu hófst í
VMA árið 1994 og hefur skólinn síð-
an gegnt forystuhlutverki í þeirri
nýjung að gera nemendum kleift að
stunda nám við skóla fjarri dvalar-
stað þeirra. Tilraunin hefur verið
gerð með góðum stuðningi mennta-
málaráðheira og kennarar við VMA
hafa unnið mjög merkilegt þróunar-
og uppbyggingarstarf.
Nú telja yfirvöld menntamála að
gera beri fjarkennsluna að föstum
lið í starfsemi skólans og verður
hún því ekki lengur þróunarverk-
efni með tilheyrandi kostnaði og
sérstakri fjárveitingu, segir í frétta-
tilkynningu skólanefndar.
Fjögur hjörtu á
Renniverkstæðinu
Utboð við annan
áfanga HA
Merkur
áfangi
JARÐVINNA vegna framkvæmda
við 2. áfanga Háskólans á Akureyri
hefur verið boðin út. Þorsteinn Gunn-
arsson, rektor HA, sagði það vissu-
lega merkan og mjög ánægjulegan
áfanga að ft-amkvæmdir við fyrstu
nýbyggingar skólans væru að hefjast.
Um er að ræða jarðvinnu undir
byggingar skólans sem eru um 2.000
fermetrar að stærð og munu hýsa
kennslustofur, aðstöðu fyrir verk-
lega hjúkrun og iðjuþjálfun og skiúf-
stofur og tengjast eldri húsum skól-
ans með tengigangi.
Kostnaðaráætlun
bygginga 250 milljónir
Tilboð í verkið verða opnuð þann
10. september en verkinu skal lokið 1.
desember nk. Þorsteinn sagði ekki
ljóst á þessu stigi hvert framhaldið
verður en kostnaðaráætlun vegna
byggingaframkvæmda á þessum
2.000 fermetrum er um 250 millj. kr.
„Við höfum sótt um fé á fjárlögum
til að halda verkinu áfram og hönnun
bygginga verður lokið nú í árslok.
Við fáum einhverjar vísbendingar
þegar fjárlagafrumvarpið verður
lagt fram í október. Ef við fáum
nægilegt fjármagn gætum við haldið
áfram með uppbyggingarvinnu í
byrjun næsta árs og byggingarnar
verið tilbúnar til notkunar á miðju
ári 2000,“ sagði Þorsteinn.
Morgunblaðið/Kristján
Fjalldór handa Halldóri
HALLDÓRI Blöndal samgöngu-
ráðherra bárust margar góðar
gjafir og heillaóskir á sextugsaf-
mæli sínu sl. mánudag og voru
sumar gjafirnar ansi skemmtileg-
ar. Umræða um jarðgöng milli
Siglufjarðar og Ölafsfjarðar hefur
verið nokkuð hávær á þessum
stöðum og reyndar víðar í Eyja-
firði.
Fulltníar kaupstaðanna tveggja
sem heiðruðu ráðherra með nær-
veru sinni á afmælisdaginn færðu
honum gullhúðaðan handbor á
platta að gjöf, sem þeir kölluðu
Fjalldór handa Halldóri. Ekki er þó
víst að þessi forláti bor komi að
gagni við jarðgangagerð í firðin-
um.
Þá fékk Halldór líkan af göngum
að gjöf, frá hjónum í Svarfaðardal,
Atla og Höllu á Hóli og Þorgils og
Olgu á Sökku. Á myndinni sést
Halldór með gjafirnar góðu.
LEIKRIT Ólafs Jóhanns Ólafssonar,
Fjögur hjörtu, verður frumsýnt á
Renniverkstæðinu á Akureyri
fimmtudagskvöldið 27. ágúst. I verk-
inu leggja saman íjórir af þekkstustu
leikurum þjóðarinnar, Bessi Bjarna-
son, Gunnai; Eyjólfsson, Rúrik Har-
aldsson og Ái'ni Tryggvason en leik-
stjóri er Hallur Helgason.
Verkið var upphaflega sett upp í
Loftkastalanum í Reykjavík en sýn-
ingai- á Akureyri tengjast samstarfi
Renniverkstæðisins við Loftkastal-
ann, líkt og var með sýningar á leik-
ritinu Á sama tíma að ári, í vor og nú
í ágúst.
Kristján Sverrisson, rekstraraðili
Renniverkstæðisins, sagði samstarfið
við Loftkastalann mjög mikilvægt og
það gæfi Akm’eyiingum og öðrum
Norðlendingum kærkomið tækifæri
á að sjá vinsælar leiksýningar. Hann
sagði unnið að því að fá fleiri verk til
sýninga á Renniverkstæðinu og hefði
Loftkastalinn milligöngu þar um.
Væri þar m.a. um að ræða verk frá
Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu.
Kristján sagði gaman til þess að
vita að stóru leikhúsin hefðu einnig
áhuga á að sýna verk sín á Akureyri.
Hann sagði í athugun að fá norður
einleikinn Gamansami hai’mleikurinn
og leikritið Listaverk sem Þjóðleik-
húsið sýnir.
Vinsælar sýningar
Alls sáu um 3.000 manns leikritið
Á sama tima að ári, með þeim Tinnu
Gunnlaugsdóttur og Sigurði Sigur-
jónssyni, á 16 sýningum á Renni-
verkstæðinu. Þá komu um 1.000
manns til viðbótar á aðrar uppákom-
ur á Renniverkstæðinu, tónleika og
skemmtanir í sumar.
„Þetta er líka atvinnuskapandi,
enda kemur fjöldi manns að uppsetn-
ingu sýninganna. Þá hafa hópar og
einstaklingar bókað sig í pakkaferðir
til Akureyrai’, með gistingu og öðru
tilheyi’andi, þannig að þetta vefur
upp á sig.“
Leikritið Fjögur hjörtu segir írá
fjórum mönnum sem komnir eru á
efth’laun en hafa allir þekkst frá
skólaái’um. Þeir hittast sem oftar eina
kvöldstund til að spila brids og fram-
an af virðist allt með felldu. Þegai’ á
líðui’ koma hins vegai' í Ijós brestir í
vináttunni, gamlai’ deilur skjóta upp
kollinum og óuppgerð mál eni di’egin
fram í dagsijósið. Ólafur Jóhann, höf-
undur verksins, mun verða viðstaddui’
frumsýninguna á Akureyii. Alls verða
12 sýningar á verkinu, fimmtudag,
fóstudag, laugai'dag og sunnudag,
næstu þijár vikur.
Söngtónleikar í Deiglunni
MARGRÉT Sigurðardóttir sópran
og Magnús Friðriksson tenór halda
söngtónleika, við undirleik Daníels
Þorsteinssonar, í Deiglunni í kvöld,
miðvikudagskvöldið 26. ágúst, kl.
20.30.
Á efnisskrá eru mörg þeirra vin-
sælu sönglaga og texta sem hafa
fest sig í sessi meðal þjóðarinnar. Á
vandaðri dagskrá er m.a. að finna
lög eftir Sigfús Einarsson, Örn
Svalbakur
með 600 tonn
af karfa
SVALBAKUR, frystitogari Útgerð-
arfélags Akureyi’inga hf. kom til
Hafnarfjarðar í byi’jun vikunnar
með 600 tonn af hausuðum
heilfrystum karfa af Reykjanes-
hrygg og úr grænlensku lögsög-
unni.
Svalbakur var um 40 daga á veið-
um og afli upp er um 1100 tonn að
verðmæti um 70 milljónir króna.
Að sögn Sæmundar Friðriksson-
ar, útgerðarstjóra ÚA, var ágætis
veiði í grænlensku lögsögunni fyrr í
ágúst og heldur skipið þangað aftur
til veiða í kvöld.
AKSJÓN
Miðvikudagur 26. ágúst
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Friðriksson, Pál ísólfsson, Atla
Heimi Sveinsson og Bjarna Þor-
steinsson, við texta eftir Davíð
Stefánsson, Huldu, Þorstein Erl-
ingsson, Jóhann Sigurjónsson og
fleiri.
Margrét Sigurðardóttir er fædd
á Húsavík árið 1947 og ólst upp í
Mývatnssveit. Hún lauk almennu
söngprófi ft’á Tónslistarskóla Akur-
eyi’ar vorið 1995, eftir leiðsögn frá
Hólmfríði Benediktsdóttur, Guð-
rúnu A. Kristinsdóttur og Richard
Simm. Margrét hefur einnig tekið
þátt í ýmsum námskeiðum, er einn
stofnenda söngfélagsins Gígjunnar
og hefur verið virk í starfi ýmissa
kóra á Akureyri. Þá hefur hún
komið fram sem einsöngvari.
Magnús Friðriksson er einnig
fæddur árið 1947, að Hálsi við Dal-
vík, og býi’ á Akureyri. Hann lauk
almennu söngprófi 1995 frá Tónlist-
arskóla Akureyrar, undir leiðsögn
Michaels Jóns Clarks, með tilsögn
frá þeim Guðrúnu Á. Kristinsdóttur
og Richard Simm.
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi:
Innbæ, miðbæ og Ásabyggð/Jörvabyggð.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
► Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.