Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR „Stundum dett ég í það“ ÞAÐ ER tekið að síga á seinni hluta vinnudagsins. Hún ákveður að hætta að vinna, drífa sig í búð til að kaupa í matinn. Hún er þreytt og finnur fyrir löngun í sætindi. I búð- inni ágerist þessi löngun svo auk þess að kaupa það sem til stóð í mat- inn kaupir hún sér eitt stórt Sn- ickers og „orkudrykk“. Á leiðinni heim borðar hún herlegheitin án þess að njóta nokkuð sérstaklega en finnur að lönguninni er fullnægt, a.m.k. í bili. Þetta er lýsing konu sem hefur verið að reyna að taka á neysluvenjum sínum m.a. vegna þess að hún finnur svo oft fyrir löngun í sætindi. Hún er langt frá því að vera ein um þennan vanda. Orkan í því sem konan keypti sér og innbyiti á leiðinni heim nemur um 850 kkal sem er um 40% af dagsorkuþörf konunnar (dagsþörf um 2000 kkal/dag). Magn fitu er um 38 g en í manneldismarkmiðum er ráðlagt að magn fitu í fæði hennar sé undir 70 g á dag, þannig að þessi sælgætismáltíð gefur rúmlega helm- ing af ráðlögðum dagskammti. Við- bættur sykur í því sem konan borð- aði er yfir 100 g sem er næstum 4 sinnum meira en hún ætti að borða yfir allan daginn. Sætuþörf I allmörg ár hafa menn velt fyrir sér hvað valdi löngun fólks í sætindi. Sætuþörf kemur gjaman fram þegar fólk er þreytt, pirrað eða með aðra vanlíðan. Þegar þessi löngun kemur láta sumir sér duga lítinn sykurmola eða lítinn bita af súkkulaði en aðrir innbyrða oft vel yfir 100 g af sætind- um. Þó þessi sætulöngun sé þekkt bæði meðal karla og kvenna þá er vandinn gjarnan meiri meðal kvenna og oftar en ekki yfirþyngdarkvenna. Enda eru aukakíló fljót að koma borði maður nokkra tugi gramma af sætindum daglega. Mikil sælgætis- Sætulönfflin er þekkt bæði meðal karla og kvenna. Anna Elísabet Ólafsdóttir segir vand- ann g;jarnan meiri með- al kvenna, oftar en ekki yfirþyngdarkvenna. neysla eykur ekki bara hættuna á of- þyngd. Næringarástand þeirra sem fá stóran hluta orkuþarfar sinnar fullnægt með sætindum verður fljótt mjög lélegt. Bland í poka Börn sem ganga um með bland í poka allan daginn, alla daga hafa ekki lyst á hollum mat og fyrir vikið verða þau fljótt vannærð. Það er ekki endilega víst að þau verði of feit því þegar þau borða ekki mikinn mat koma fáar kaloríur þaðan. Vítamín- og steinefnaskortur gerir hinsvegar fljótt vart við sig og líkam- legt og andlegt ástand þeirra verður lélegt sem gerir þau illa í stakk búin til að takast á við verkefni sín í og utan skóla. Þótt ég tali hér um börn þá gildir þetta engu að síður um fullorðið fólk sem neyt- ir mikils sælgætis. Það er margt sem getur haft áhrif á mat- arlyst fólks og í hvaða mat það langar helst. Er þar helst að nefna vanann, bragðskynjun, ýmis boðefni en einnig erfðir. Þegar við glímum við næring- artengd vandamál s.s. offitu er freistandi að skella skuldinni á eitt- hvað annað en hegðun sína og er þá oft litið til erfða, brennslu eða annars sambærilegs. í einstaka tilfellum er um slíkt að ræða en oftar en ekki er ástæðan lífsmunstrið sem viðkom- andi hefur tamið sér. Serotonin Serotonin er boðefni í heila sem talið er að hafi mikil áhrif á líðan fólks og langanir. Ef serotoninmagn lækkar veldur það vanlíðan fólks en ef það hækkar eykur það vellíðan. Margir kvarta undan því að vera sykurfíklar og segjast oft lenda í því að „detta í það“ og borða þá óheyri- legt magn af sætindum. Karlar finna frekar fyrir þessu þegar þeii’ eru þreyttir og þá gjarnan seinni hluta dags. Konur kvarta margar undan þessu rétt fyrir blæðingar. Á þeim tíma verða þær gjarnan pú’raðar, þreyttar og jafnvel þunglyndar og eykst þá löngun þeiira í mat og þá ekki síst sætindi. Rannsókn sýndi að ef konur með fyrirtíðaspennu fengu sætan drykk öðluðust þær betri líð- an á þessu tímabili og löngunin í sætindi minnkaði. Ástæðurnar voru raktar til seroton- insaukningar. Nú langar mig í epli Við neyslu á kolvetn- um eykst myndun insu- líns sem veldur aukn- ingu á amínósýrunni tryptofan, en hún er að- albyggingarefni ser- otonins og þannig hækkar kolvetnaneysl- an serotoninmagnið. Við aukið serotonin- magn vex vellíðan og löngun í sætindi minnk- ar a.m.k. um stundarsakir. En það getur varla verið að þetta eitt og sér stjórni sætuþörf því það er óalgengt að fólk fái skyndilega löngun í epli, appelsínur eða kartöflur en þó eru þetta kolvetnaríkar matvörur og ættu því að vera upplagðar til að auka serotoninmagnið. Hér kemur því fleira til en kolvetnin ein og sér. Fita hefur einnig áhrif á löngunina því hún gefur gott bragð og ekki síst þegar henni er blandað saman við sykur. Fita og sykur gefa gómsæta blöndu sem flestum þykir ljúffeng í munni. I stað löngunar í epli eða appelsfnu langar fólk því frekar í sælgæti eins og t.d. súkkulaði eða ís. I súkkulaði er um 33% þyngdar fita og 57% sykur sem saman gefa yfir 90% af orkunni sem í súkkulaðinu er. Það er ekki spurning að vaninn hef- ur hér mikil áhrif. Fólk getur vanið sig inn á ákveðnar bragðlínur ef þannig mætti að orði komast. Þegai’ við verðum þreytt og orkulítil stjórn- ast það af vananum hvað við fáum okkur að borða. Þeir sem hafa kom- ist upp á lag með sælgætið sækja áfram í þann farveg á meðan aðrir borða hollari fæðu. Anna Elísabet Ólafsdóttir Að venja sig af sælgætisáti Að venja sig af miklu sætindaáti getur reynst mörgum þrautin þyngri. Þótt sælgætisneysla sé ávanabind- andi þá erum við ekki fædd með súkkulaðið í munninum og því hægt að venja sig af sætindum. Það kostar þrautseigju og aga en góður stuðn- ingur er grundvallaratriði. Eins og með flesta góða hluti er nauðsynlegt að setja sér skýr markmið sem mað- ur veit að maður getur náð og vinna síðan stig af stigi við að losa sig und- an vananum. Þegar löngunin kemur er mikilvægt að vera meðvitaður og hafa gert ráðstafanir um það hvernig bregðast skuli við. Þegar fólk hættir að borða sætindi verður það gjaman vart við tómleika- tilfinningu, eins og eitthvað vanti. Maður verður gjarnan órólegur og er alveg við það að springa. Gott er að reyna að fá sér sæta ferska ávexti þegar löngunin gerir vart við sig. Þegai' sætuþörfin verður sem sterk- ust geta ferskir ávextir oft ekki hjálpað. Þá er gott að reyna þurrk- aða ávexti t.d. rúsínur eða apríkósur. Hjá sumum dugir einnig það illa og má þá reyna að borða hnetur eða möndlur með þuirkuðu ávöxtunum. Þá erum við farin að fá meiri fitu sem dregur úr tómleikatilfinningunni og gefur gott bragð í munninn. 80.000 kkal Samkvæmt könnun manneldisráðs frá 1990 er fólk á aldrinum 15-80 ára að borða tæp 20 kíló af viðbætt- um sykri á ári. Þessi 20 kíló gefa um 80.000 kkal sem fylgja engin bæti- efni. Þessi sykurneysla er langt frá því að vera ásættanleg svo það er full ástæða til að hvetja þá sem eru undir oki sælgætisfíknar að vinna markvisst að því að draga úr sæl- gætisáti sínu og leita sér aðstoðar og stuðnings ef á þarf að halda. Höfundur er matvæla- og næringar- fræðingur Fyrir árið 2000 71KERFISÞRÓUN HF. J I Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Nýr frábær bókhaldshugbúnaður KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislhroun Er hlutur uppeldis- og kennslufræða í kennaranámi of stór? AF AR vel sýnist vandað til hinnar nýju aðalnámskrár grunn- skóla. Sú vinna verður lítils virði ef ekki reyn- ist unnt að skipuleggja kennaranámið þannig að kennaraefni eigi þess kost að búa sig vel undir að fylgja eftir þeim mikilvægu mark- miðum, viðfangsefnum og aðferðum sem þar verður lögð áhersla á. Að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu og fleiri blöðum grein- ar þar sem fjallað hefur verið um skipulag kennaramenntunar. Fram hefur komið það sjónarmið að hlutur kennslugreina grunnskólans í kenn- aranámi sé of lítill en hlutur uppeld- is- og kennslufræða of stór. Leiðara- höfundar Morgunblaðsins hafa a.m.k. í tvígang tekið undir þessi sjónarmið og virðist nánast eins og þeim sé sérstaklega uppsigað við hin síðamefndu fræði. Góða kennaramenntun má skipu- leggja á ýmsa vegu. Inntak og skipulag þessarar menntunar er af- ar mismunandi eftir þjóðum. Ovíða mun þó að finna skemmri kennara- menntun en hér á landi þar sem al- mennt kennaranám til B.Ed.-prófs er 90 einingar og tekur þrjú ár. Umræða um skólamál einkennist því miður allt of oft af þekkingarleysi og jafnvel fordómum og svo virðist því miður gilda um þau skrif sem hér voru nefnd að ofan. Það er því ekki úr vegi að veita lesendum Morgun- blaðsins örlitla innsýn í skipan kenn- aranáms í Kennaraháskóla Islands og reyna um leið að vekja til umhugsun- ar um þau mörgu álitamál sem við er að glíma þegar slíkt nám er skipulagt. Meðíylgjandi er yfir- lit um þau námskeið sem kennd eru í al- mennu kennaranámi við Kennaraháskóla Is- lands. Námskeið og námsvið í almennu kennaranámi (eftir vægi) Einingar. Kjörsvið (kennaraefni velja eina list- og verk- grein eða tvær bók- námsgreinar) 25 V ettvangsnám/ æfinga- kennsla 13 íslenska (þijú námskeið, þar með talin hljóðfræði, framsögn og kennslufræði móður- máls) 8 Nám og kennsla ungi’a barna (tvö námskeið) 6 Almenn kennslufræði (einkum und- irbúningur kennslu, helstu kennslu- aðferðir og kennslutækni) 4 Listmenntir (tvö námskeið) 4 Námskrá, námsefnisgerð og náms- mat (þar með talin prófagerð og undirstöðuatriði í aðferðafræði) 4 Þróunarsálfræði (barnasálfræði) 4 Lokaritgerð um sjálfvalið efni 3 Stærðfræði 3 Valnámskeið (einkum námskeið um kennslu þeirra námsgreina sem kenndar eru í gninnskólum) 3 Námskeið um íslenska menningu og samfélag 2 Unglingsárin - kennsla unglinga 2 Uppeldisvisindi - saga uppeldis og menntunar 2 Tölvu- og upplýsingatækni 2 Umhverfismennt 2 Námskeið um kennarastarfið 1 Nám og kennsla barna með sérþarf- ir 1 Siðfræði 1 Samtals 90 Rétt er að taka fram að hver eining samsvarar fuilu námi í eina viku. Hver sá sem skoðar þetta yfirlit af sanngirni hlýtur að sjá að allt eru þetta mikilvæg viðfangsefni í kenn- aranámi. Einnig er sláandi hve nauman tíma þarf að skammta hverju viðfangsefni. Flestir hljóta t.d. að fallast á að átta einingar (átta vikna nám) í íslensku og móðurmáls- kennslu er naumur undirbúningur í ljósi þess hve mikilvægt viðfangs- efnið er. Hlutur stærðfræði er einnig gi’átlega lítill. Þá er hlutur annarra kennslugreina grunnskól- ans með öllu óviðunandi. En hvar á að skera niður til að efla þessa þætti? Á að fella niður tveggja vikna nám í sögu uppeldis og menntunar? Varla er það verj- andi að menntaðir kennarar þekki ekki helstu þætti þeirrar sögu. Til Afar vel, segir Ingvar Sigurgeirsson, sýnist vandað til hinnar nýju aðalnámskrár. tölvu- og upplýsingatækni á að verja tveimur vikum í kennaranáminu. Hæpið er að þrengja þar að í ljósi þess hve gríðarleg áhrif tölvu- og upplýsingabyltingin er að hafa á nám og kennslu. Á að fella niður einnar viku nám um kennslu fatl- aðra barna? Á að minnka vettvangs- námið sem flestum þykir alltof stutt? Er verjandi að brautskrá menntaða kennara sem aðeins hafa fengið tveggja vikna námskeið um unglingsárin og kennslu unglinga? Á að fella umhverfismennt úr kjarna kennaranámsins? Með hvaða rökum yrði það gert? Á að afnema einnar viku námskeið um sjálft kennara- starfið? Eða vilja leiðarahöfundar Ingvar Sigurgeirsson Morgunblaðsins e.t.v. fella niður sið- fræðikennsluna? Með þessum hætti er hægt að ræða öll námskeið í kennaranáminu. Hver sá sem skoðar þetta yfirlit gaumgæfilega eða kynnir sér kennsluskrá þessa náms (sjá t.d. á netinu: http://syrpa.khi.is/khi/kskra978/) hlýtur einnig að sjá að fjölmörg mik- ilvæg viðfangsefni vantar. Nægir að nefna listasögu, foreldrasamstarf, mat á skólastarfi, þróunarstaif í skólum, ráðgjöf, viðtalstækni, kennslu í fámennum skólum, leik- ræna tjáningu, æskulýðs- og tóm- stundamál, barnaverndarmál, trúar- bragðafræðslu, skyndihjálp og áfallahjálp sem dæmi um viðfangs- efni sem komast alltof sjaldan á dag- skrá í almennu kennaranámi í Kenn- araháskóla Islands og færa má ítar- leg rök fyrir að ættu þar heima sem sjálfstæð námskeið. Enginn má skilja mál mitt svo að engu megi breyta í almennu kenn- aranámi. Afar mikilvægt er að það verði þróað áfram með markvissum hætti. Ekki verður þó með nokkru móti séð að viðunandi lausnir fáist, nema með því að lengja námið, auk þess að efla sí- og framhaldsmennt- un kennara. Þetta þolir enga bið. Ki’öfur til kennara eru sífellt að breytast og aukast. Við því verður meðal annars að bregðast með því að styrkja og efla kennaramenntun. Um þetta mætti hafa langt mál, en hér verður látið nægja að vísa til þess að senn líður að því að grunn- skólum verður sett ný aðalnámskrá. Búa verður kennaraefni undir að takast á við þau fjölmörgu og krefj- andi viðfangsefni sem ný námskrá ætlar kennurum. Afar vel sýnist vandað til hinnar nýju aðalnámskrár. Sú vinna verður lítils virði ef ekki reynist unnt að skipuleggja kennara- námið þannig að kennaraefni eigi þess kost að búa sig vel undir að fylgja eftir þeim mikilvægu mark- miðum, viðfangsefnum og aðferðum sem þar verður lögð áhersla á. (Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér undirbúning nýrrar námskrár er bent á heimasíður menntamálaráðu- neytisins: http://www.ismennt.is/vef- ir/namskra/) Höfundur er dósent við Kennuraháskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.