Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 39 FRÉTTIR Norræn ráðstefna um sjálfboðastörf HALDIN verður á Hótel Loftleið- um noiTæn ráðstefna um sjálfboða- starf í félags- og heilbrigðisþjónustu á vegum norrænu samtakanna FRIA dagana 28. og 29. ágúst undir yfirskriftinni: Sjálfboðastörf, rann- sóknir og miðlun upplýsinga. Að lok- inni þeirri ráðstefnu verður haldin norræn rannsóknarráðstefna í Odda í samvinnu Félagsvísindastofnunar HI og Nordisk forskarnetverk I socialt arbete. Yfir eitt hundrað þátttakendur frá öllum Norðurlöndum hafa skráð sig á norræna ráðstefnu um rannsóknir á sjálfboðastarfi sem haldin verður í Reykjavík dagana 28. og 29. ágúst nk. Ráðstefnan er fimmta norræna ráðstefnan sem haldin er á vegum samtakanna FRIA þar sem fjaliað er um rannsóknir á sjálfboðastarfi í félags- og heilbrigðisþjónustu. Á ráðstefnunni mun dr. Sigrún Júlíusdóttir, dósent, kynna rann- sókn sína og Sigurveigar H. Sigurð- ardóttur á sjálfboðastarfi hér á landi. Einnig mun Björg Einarsdótt- h- tala fyrir íslands hönd. Fyrirles- arar frá Norðurlöndum eru m.a. prófessor Thomas Boje frá háskól- anum í Umeá, Erik Albæk, lektor við háskólann í Árósum, og Tore Jakob Hegland frá háskólanum í Álaborg. Umræður verða um mat og gagnsemi rannsókna á sjálfboða- starfí. Þátttakendum býðst að kynna sér starfsemi nokkurra ís- lenskra félagasamtaka. Styrktaraðilar ráðstefnunnar hér á landi eru: Rauði kross íslands, Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands, Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar, Reykjavíkurborg, Styrktarfélag vangefínna, Lands- samtökin Þroskahjálp, A. Karlsson, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- ráðuneytið, Félagsmálastofnun Kópavogs, Mál og menning og Stétt- arfélag íslenskra félagsráðgjafa, að því er segir í fréttatilkynningu. Hafnagönguhópurinn Veiðarfæra- gerð skoðuð HAFNAGÖN GUHÓPURINN stendur fyrh- gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, með ströndinni frá Gufunesi yfh' Gufuneshöfða og Graf- arvog á Gullinbrú og áfram neðan Ái-túnshöfða út í Elliðaárvog. I lok gönguferðarinnar verður litið inn í Hampiðjuna. Örn Þorláksson tekur á móti hópnum og kynnir sögu fyi’irtækisins og starfsemi, m.a. kað- alspuna og netahnýtingu. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Fræðslutorgið á Miðbakka og það- an í rútu upp í Gufunes. Einnig er hægt að koma í rútuna við Hampiðj- una kl. 20.20. Sjálf gönguferðin hefst við Gufu- nes kl. 20.30. Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri slæst í fór með hópnum og minnist á Síldarmannagarð og fleiri örnefni í Grafarvogi. Að heimsókn í Hampiðjuna lokinni veður hægt að fara með rútu niður á Miðbakka. Vikunámskeið í blóma- skreytingum VIKUNÁMSKEIÐ í blómaskreyt- ingum verður haldið við Garð- yrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölf- usi 7.-11. september n.k. í Garð- yrkjuskólanum frá kl. 9-17 alla dagana. Leiðbeinandi verður Uffe Bals- lev blómaskreytingameistari. Þátt- takendum verður leibeint við að útbúa mismunandi gerðir blóma- vanda, bráðarvanda og útfarar- skreytinga. Einnig verður boðið upp á frjálsar skreytingar. Sérstök áhersla verður lögð á að vinna úr náttúrulegum efnum af útisvæði skólans. Sýnd verða myndbönd með mismunandi ski-eytingum, segir í fréttatilkynn- ingu. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 8-16. FRÁ afhendingunni. Lottóbíll afhentur FYRRI bfllinn í suniarleik Toyota Avensis, sem dregið var um í Sjónvarpinu 8. ágiist s.l. var af- hentur eigendum sínum í vikunni. Vinningshafarnir, Höskuldur Þorsteinsson og Guðrún Sigur- jónsdóttir frá Höfða við Raufar- liöfn, áttu þrjú umslög í leiknum. DANSPÖRIN sjö, sem nú eru í Þýskalandi. í efri röð eru (f.v.) Guðni Rúnar Kristinsson, ísak Halldórsson, Gylfi Salómonsson, Conrad McGreal, Oddur Jónsson, Hannes Egilsson og Gunnar Pálsson. í neðri röð eru (f.v.) Helga Helgadójtir, Halldóra Reynisdóttir, Lilja Þórarinsdóttir, Kristveig Þorbergsdóttir, Ingveldur Lárusdóttir, Hrund Ólafsdóttir og Bryndís Sfmonardóttir. Á myndina vantar Egil Ingólfsson fararstjóra og þjálfarana Sigurð Hákonarson og Ólaf Magnús Guðnason. Sjö danspör á mót í Þýskalandi SJÖ danspör frá Dansfélaginu Hvönn héldu til Þýskalands 17. ágúst í æfínga- og keppnisferð og til að taka þátt í einni stærstu danskeppni í Evr- ópu, sem haldin verður í Mannheim dagana 25. til 29. ágúst. Danskeppnin German Open 1998 verður þá haldin í 12. sinn og hafa aldrei verið fleiri þátt- takendur. Alls taka þátt í keppninni 3.300 danspör, sem eru frá 11 ára aldri og koma frá 37 löndum. STEFÁN Pálsson bankastjóri afliendir Ingva Þorsteinssyni, formanni samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, og Jónu Fanneyju Friðriksdóttur framkvæmdastjóra styrk að upphæð ein milljón króna. Búnaðarbankinn styrkir uppgræðslu í landnámi Ingólfs BUNAÐARBANKINN hefur á undanförnum árum styrkt dyggilega skógrækt og upp- græðslu í landinu með umtals- verðum fjárframlögum. Á dögunum afhenti Stefán Pálsson bankastjóri þeim Ingva Þorsteinssyni, formanni sam- takanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, og Jónu Fanneyju Friðriksdóttur fram- kvæmdastjóra styrk að upp- hæð ein milljón króna. Með þessu framlagi vill Bún- aðarbankinn leggja samtökun- uin lið í baráttunni gegn gróð- ur- ogjarðvegseyðingu. Styrk- urinn verður m.a. nýttur til frekari úttektar á hvers konar nýtanlegum lífrænum efnum sem til falla í landnáminu. Jafnframt verður framlaginu varið til lífrænnar uppgræðslu á svæðinu, þ.e. jarðvegsbóta með húsdýraáburði og mó- mold. Námskeið í skóla- stjórnun NÁMSKEIÐIÐ „Skjalastjómun 2 skjöl í gæðaumhverfi" er sjálfstætt framhald námskeiðsins „Inngang- ur að skjalastjómun" og verður haldið mánudaginn 28. september og þriðjudaginn 29. september kl. 13-16.40 að Óldugötu 23 í Reykja- vík. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjala- stjórnun og gæðastjórnun. Rætt verður um tengsl þessara tveggja greina. Lögð verður áhersla á að skjalastjórnun og gæðastjórnun styrkja hvor aðra við að efla skjalameðferð á vinnustað. Hugað verður að staðlamálum og ástr- alskur staðall um skjalastjórnun kynntur. Á námskeiðinu verður bent á hagnýtingu Internetsins fyrir skjalastjórnunarvinnu. Tölvupóst- ur er sérstakt viðfangsefni og skjalastjórnun tölvugagna. Einnig verður farið yfír þær kröfur sem gera verður til tölvuhugbúnaðar sem nota á við skjalastjómun. Skipulag og skjöl standa fyrir námskeiðinu, Sigmar Þormar MA kennir. LEIÐRÉTT Ljóð á Menningarnótt I greininni Menningarleg mann- lífsnótt í blaðinu í gær er Helgi Hálfdanarson ranglega sagður hafa lesið upp á ljóðadagskrá í Iðnó. Beðist er afsökunar á því. Kvöldganga í Borgarfírði ÁTTUNDA kvöldgangan á vegum Ungmennasambands Borgai-fjarðar og Skógrækt- arfélags Borgarfjarðar fer fram þann 27. ágúst n.k. Lagt verður upp frá Brúarási í Hálsasveit þ.e. frá félags- heimilinu við Stóra Ás, kl. 20. (Ath. breytta tímasetningu). Leiðsögumenn verða þau Magnús Kolbeinsson og Ragnheiður Kristófersdóttir. FRÁ Hárhúsi Önnu Silfu. Ný hársnyrtistofa í Mosfellsbæ NÝ hársnyrtistofa, Hárhús Önnu Silfu, hefur verið opnuð í Háholti 14 Mosfellsbæ. Veitt er öll almenn hár- snyrting fyrii1 alla fjölskylduna, förð- un og einnig er starfrækt trégallerí með ti'égjafavöru sem hönnuð er af Þórunni Sverrisdóttur. Stofan er innréttuð í sveitastíl og eigandi hennar er Anna Silfa Þor- steinsdótth-. Starfsmenn stofunnar eru Jónheiður Steindórsdóttir, hár- snyrtir, Ragnheiður Ármey Gunn- arsdóttir, hársnyrtir, Anna Silfa Þorsteinsdótth’, hársnyritr og förð- unarleiðbeinandi, Elína Gróa Karls- dóttir, förðunarfræðingur og Laufey Björk Sigurðardóttir, fórðunarfræð- ingur. Opið er alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 9-13 frá 1. september. Tilboð verða í gangi næstu daga í tilefni opnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.