Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 41
•s.
Smáfólk
LgflÁAs jll&Yl' fj. fjuwu -totiyUyt- tfiH 'éésk’ <0 © i c 1 CUrut tfa' othjvu
i Æi H, i' i 1 Æé
Þinn einlægur P.S. Og hinn
pennavinur, Afsakaðu blettinn.
Kalli Bjarna. blettinn.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Þjálfun til forystu
Frá Gunnari Jónatanssyni:
ÝMISLEGT er hægt að hafa fyrir
stafni dag hvern utan vinnu- eða
skólatíma. Hægt er að fara í bíó,
leikhús, líkams-
rækt, heimsókn,
lesa, horfa á mynd-
band eða sjónvarp,
fara á íþróttaleik
og svo mætti lengi
telja. Haustið er
tími loforða og
áheita um breytt
lífsmynstur og
fjöldi fólks hefur
skólagöngu, skráir
sig á námskeið eða kaupir kort í lík-
amsrækt. Félagar í hinni íslensku
Junior Chamber hreyfingu nýta
einnig haustið til kynningar á félags-
skapnum.
Nú eru um 300 félagsmenn sem
vinna árið um kring að eigin sí-
menntun og sköpun tækifæra til
þess að læra og upplifa nýja hluti í
hverjum mánuði. Nýir félagsmenn
byi-ja yfirleitt með þátttöku í ræðu-
námskeiði sem er eitt allra vin-
sælasta námskeið sem til er á Islandi
í dag. Þúsundir félagsmanna hafa
gengið í gegnum það og uppskorið
ríkulega. Þeir þora loksins að segja
hug sinn hvort heldur í leik eða
starfi. Að geta staðið upp fyrir fram-
an fjölda fólks og sagt eitthvað af viti
án þess að munnþurrkurinn nái yfir-
hendinni eða hnjáliðimir gefi eftir er
sterk og góð tilfinning.
Tími okkar allra er dýrmætur.
Junior Chamber stefnir að því að
nýta hann sem best. Við eigum nám-
skeið í fundarsköpum sem er tæki til
að stýra fundum og ná betri árangri.
Hver þekkir ekki hinn dæmigerða
húsfund eða jafnvel starfsmanna-
fund þai- sem engin dagskrá liggur
fyrir, hver talar ofan í annan og sá
sem talar oftast og hæst fær öllu
ráðið? Hinn örlitli minnihluti nær oft
að kúga meirihlutann vegna þess að
fundinum er ekki rétt stjómað.
Þekking á fundargerðaritun er ekki
síður mikilvæg. Þegar stórar ákyarð-
anir eru teknar á fundi er mjög mik-
ilvægt að þær séu rétt færðar til
bókar. Ef ágreiningur kemur upp
síðar um hvort eitt eða annað hafi
verið ákveðið með lögmætum hætti
þá er nauðsynlegt að geta flett upp
staðreyndum í fundargerðum. Það
er haldlítið að vitna í munnlegar
samþykktir.
En það er til lítils að fara á hvert
námskeiðið af öðm ef ekki er hægt
að nýta þekkinguna og æfa sig. í *
Junior Chamber sköpum við tæki-
færin með virkri þátttöku í öflugu fé-
lagsstarfi. Þar skiptast félagsmenn á
að stýra og rita félagsfundi. Þeir sem
hafa áhuga á ræðumennsku taka
þátt í ræðukeppni við önnur félög
eða innbyrðis. Verkefnavinna er fjöl-
breytt. Með henni þjálfum við upp
skipulagt hópstarf og einstaklinga til
verkefnastjórnunar. Af stærri verk-
efnum undanfarin ár má nefna fram-
boðsfund með forsetaframbjóðend-
um í Perlunni 1997 og var útvarpað
beint um aUt land. Kappræður í
beinni útsendingu sjónvarps miUi
frambjóðenda til borgarstjórnar nú í
vor. Stærsta verkefni okkar var þó
skipulagning og framkvæmd Evr-
ópuþings Junior Chamber
International á síðasta ári. Þá sóttu
okkur heim um 1.200 erlendir gestir,
flestir frá Evrópu en einnig aUmarg-
ir frá Bandaríkjunuin og Asíu.
Fyrir einstaklinga sem áhuga hafa
á erlendum samskiptum og viðskipt-
um þá er Junior Chamber vettvang-
urinn. Með innlendri þátttöku eru fé-
lagsmenn jafnframt hluti af 400.000
manna hreyfingu sem á sér málsvara
í yfir 130 þjóðlöndum í öllum heims-
álfum. Við eflum erlend tengsl með
þátttöku í Evrópu- og heimsþingum
sem fram fara ár hvert og sífellt
flem íslendingar sækja. í vor fóru
um 30 manns á vel heppnað Evrópu-
þing í Mónakó. Þar sigraði Þorsteinn
Jónsson í ræðukeppni einstaklinga
og verður því fulltrúi Evrópu á
heimsþingi á Filippseyjum í nóvem-
ber. Þetta er þriðja árið í röð sem ís-
land vinnur þessa keppni og segir
það sína sögu um áðurnefnt ræðu-
námskeið!
Það gerist ekkert af sjálfu sér með
þátttöku í félagsstarfi Junior Cham-
ber frekar en í daglega lífinu. Hins
vegar getur hreyfingin opnað ýmsar
dyr fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40
ára. Okkur eru engin takmörk sett
önnur en aldursmörkin. Við erum því
síung hreyfing sem býður fólk vel-
komið til liðs við sig. Þessa dagana
erum við að kynna starfsemi okkar
út um allt land. Á höfuðborgarsvæð-
inu eru 6 aðildarfélög og eitt á Akur-
eyri, Selfossi og Isafirði.
GUNNAR JÓNATANSSON,
framkvæmdastjóri, Skeifunni 19.
Gunnar
Jónatansson
„Alþýðlegur ferskleiki“?
Frá Reyni Guðmundssyni:
í GREIN í Morgunblaðinu síðastlið-
inn sunnudag ritar lúterskur prestur
úr Keflavík grein þar sem hann
minnist m.a. á „alþýðlegan fersk-
leika“ sem lúterska kirkjan bar með
sér við siðaskiptin. Það yrði áhuga-
verður fi-óðleikur að fá skýi-ingu á
því hvaða alþýðlega ferskleika kirkja
konungsins færði landsmönnum.
Hvaða alþýðlegi ferskleiki fólst í því
að banna alþýðunni að leita árnaðar
hjá Maríu og öðrum dýrlingum?
Hvaða alþýðlegi ferskleiki fólst í því
að rífa niður krossinn að Kaldaðar-
nesi sem alþýðan heimsótti? Hvað
varð um skrín Þorláks helga í Skál-
holti sem alþýðan heimsótti í píla-
grímsferðum? Alþýðan orti fjöldann
allan af trúai-ljóðum fyrir siðaskipti
og einkum tU Maríu guðsmóður.
Þurfti einhvern alþýðlegan fersk-
leika í þeim efnum? Hvað á lúterski
presturinn við þegar hann talar um
„alþýðlegan ferskleika"? Virði hann
mig svars þá bið ég hann vinsamleg-
ast að falla ekki í þá gryfju sem er
allt of algeng hjá lúterskum þegar
þeir ræða siðaskiptin að hefja um-
ræðu um tilbeiðslu kaþólskra á lík-
neskjum eða á Maríu. Slíkur áróður
er merki um fáfræði og á ekki lengur
við enda þótt þess konar áróður sé
enn stundaður í skólum landsins.
Væri ekki úr vegi að menntamála-
ráðherra kynnti sér kennsluefni
siðaskiptanna enda eru dæmi þess
að kennarar hafa beðið kaþólska
nemendur sína afsökunar „á þessum
lúterska áróðri'1 sem þeim sé gert að
kenna. En spurningin er: Hvaða „al-
þýðlega ferskleika“ báru siðaskiptin
með sér?
REYNIR GUÐMUNDSSON
Grettisgötu 60, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.