Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Búnaðarbankans nam 309 milljónum á fyrri árshelminffl Heildarfjármagn hefur auk- ist um 56% á tveimur árum Ur milliuppgjöri 1. janúartil 30. júní Úr rekstri Milljónir króna 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur 3.331 2.768 +20% Vaxtagjöld 1.890 1.540 +23% Hreinar vaxtatekjur 1.441 1.228 +17% Aörar rekstrartekjur 815 764 +7% Hreinar rekstrartekjur 2.256 1.992 +13% Önnur rekstrargjöld 1.663 1.466 +13% Framlög í afskriftareikning 284 220 +29% Hagnaður fyrir skatta 309 306 +1% Skattar 67 104 ■36% Hagnaður tímabilsins 242 202 +20% i Efnahagsreikningur 30.júní 1998 31/12 '97 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna Sjóður, ríkisvíxl. og kröfur á lánast. 7.263 8.006 ■9% Útlán 55.760 48.578 +15% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 10.718 7.646 +40% Aðrar eignir 3.543 3.137 +13% Eignir alls 77.284 67.367 +15% | Skuldir og eigið fé: Skuldir við lánastofnanir 3.546 3.770 ■6% Innlán 44.708 40.424 +11% Lántaka 22.619 17.217 +31% Aðrar skuldir 610 1.225 ■50% Reiknaðar skuldbindingar 311 324 -4% Eigið fá 4.713 4.407 +7% Skuldir og eigið fé samtals 77.284 67.367 +15% — HEILDARFJÁRMAGN Búnaðar- banka íslands hf. jókst um tæpa 10 milljarða á fyi-ri árshelmingi þessa árs eða 16% og var heildarfjármagn bankans í lok júní 77,3 milljarðar til samanburðar við 67,4 milljarða í ársbyrjun. Um mitt ár 1996 var heildarfjármagn bankans 49,5 millj- arðar og hefur það því á undanfórn- um tveimur árum aukist um tæpa 28 milljarða eða 56%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bank- anum. Hagnaður Búnaðarbankans fyrstu sex mánuði ársins nam 309 m.kr. en að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts nam hagnaður tímabils- ins 242 m.kr. Fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaður fyrir skatta 306 m.kr. og hagnaður eftir skatta 202 milljónir. Aukning hagnaðar eftir skatta er 20% og er raunarðsemi eigin fjár 14,4% en 11,2% að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts. Þessi rekstramiðurstaða er í samræmi við rekstraráætlanir og endurspegl- ar traustan rekstur bankans, segir í tilkynningunni. 15% aukning útlána Útlán bankans í lok júní voru 55,8 milljarðar og jukust um 7,2 millj- arða frá áramótum eða 15%. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Seðla- banka Islands hafa útlán viðskipta- banka og sparisjóða aukist um rúm 7% á sama tíma. Útlánaaukning Búnaðarbankans er, samkvæmt fréttatilkynningunni, því tvöföld á við vöxt markaðarins og hefur markaðshlutdeild bankans aukist til samræmis. Hún er nú 21,4% til samanburðar við 19,5% á sama tíma í fyrra. Innlán Búnaðarbankans á fyrri helmingi þessa árs jukust um 4,3 milljarða sem er tæp 11% aukning. Verðbréfaútgáfa jókst um rúma 1,7 milljarða sem er 41% aukning. Aukning bankans í innlendum sparnaði er því 14%. Markaðshlut- deild Búnaðarbankans í innlánum er nú 21,6% en til samanburðar við 21,4% á sama tíma í fyrra. Erlendar lántökur jukust um 3,1 milljarð á tímabilinu eða um rúm 23%. Skipulagsbreytingar í ársbyrjun voru gerðar ákveðnar skipulagsbreytingar innan Búnað- arbankans. Bankanum var skipt upp í 5 svið: fyrirtækjasvið, verð- bréfasvið, einstaklingssvið, útibúa- svið og rekstrarsvið. „Skipulagsbreytingin var í sam- ræmi við stefnumörkun bankans um skýrari skil milli þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Aukning umsvifa bankans á öllum sviðum má að mörgu leyti rekja til umræddra breytinga og þá ekki síst fyrirtækjasviðsins, en umfang fyrir- tækjaviðskipta bankans hefur auk- ist verulega og hafa mörg sterk fyr- irtæki bæst í viðskiptamannahóp hans,“ segir í fréttatilkynningunni. Fyrir rétt tæpum tveimur árum stofnaði Búnaðarbankinn verð- bréfasvið innan bankans undir nafn- inu Búnaðarbankinn Verðbréf og, samkvæmt tilkynningunni, hefur starfsemi þess sviðs gengið mjög vel. Á Verðbréfaþingi Islands var verðbréfasvið bankans aðili að um 35% allra viðskipta með hlutabréf og 38% allra skuldabréfaviðskipta. Þennan góða árangur má að hluta til rekja til þess að fyrr á árinu lýsti bankinn sig viðskiptavaka í 10 af 15 stærstu hlutafélögum á VÞÍ auk þess sem bankinn hefur í ríflega ár verið með umsvifameiri viðskipta- vakt á skuldabréfum en aðrir aðilar á markaði. Á hverjum degi leggur bankinn i'eglulega fram bindandi 100 milljóna kr. kaup- og sölutilboð í stærstu flokka spariskírteina og húsbréfa. Verðbréfaútboð í umsjón bankans jukust einnig umtalsvert eða um 225% og útvegaði bankinn fyrirtækjum sem og sveitarfélögum alls 3,7 milljarða með sölu bréfa á markaði. Aukin umsvif Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, segist reikna með því að seinni helmingur ársins verði ekki lakari en sá fyrri. „Það er mikil aukning í bankan- um og við gei'um einnig ráð fyrir aukningu á seinni hluta ársins. Aukningin nam 15% á fyrri hluta ársins en áætlanir gera ráð fyrir 20% aukningu fyrir árið í heild,“ segir Stefán. Hann segir umsvif hafa aukist mjög mikið og segir hlutdeild bankans á fjármálasviði mjög vax- andi. „Það er líka feikna uppgang- ur á verðbréfasviði bankans og stöðug aukning þar. Þó er sam- keppni einnig mjög vaxandi en þrátt fyi'ir að vaxtamunur hafi lækkað úr 4,41% á síðasta ári í 3,98% núna, erum við samt með meiri hagnað nú en á sama tímabili í fyrra.“ Fosshotel Viðræður um yfírtöku á hótelinu á Laugum UNNIÐ er að samningum um að Fosshótel taki við rekstri sumar- hótelsins í Framhaldsskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu. For- sendan fyiár því er að leyfi fáist til að byggja nýja gistiálmu við skól- ann en hún yrði þá nýtt í þágu skólastarfs yfir veturinn. Hugmyndir eru uppi um að stofna hlutafélag sem eigendur Fosshótelanna og heimamenn stæðu að um byggingu gistiálmunn- ar, á svipaðan hátt og gert var á Hallormsstað. Ólafur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fosshótelanna, segir að í gistiálmunni verði 29 her- bergi, öll með baði. Framkvæmdum á að vera lokið fyiir næsta sumar. Jafnframt er fyrirhugað að breyta 14 herbergjum í skólanum og útbúa þau með baði en ráðist verður í þá framkvæmd haustið 1999. Eftir þessar framkvæmdir yrðu 86 her- bergi á hóteljnu, þai' af 43 með baði. Að sögn Ólafs eru þessar fram- kvæmdir forsenda þess að Foss- hótelin geti tekið við rekstri hótels- ins vegna þess að það þurfi að hafa meirihluta herbergja sinna með baði. Vantar hótel á Suðurlandi Fosshótel reka nú ellefu hótel, eftir að Fosshótel Björk, áður Hótel Óðal, bættist í hópinn á Akureyri. Hins vegar missir keðj- an hótelið í Kjarnaskógi við Akur- eyri þegar byrjað verður að breyta því í dvalarheimili aldraðra í haust og því verður væntanlega ellefta Fosshótelið opnað á Laugum næsta vor. Fleiri gætu bæst við því að sögn Ólafs hefur fyrirtækið mikla þörf fyrir að tengjast hóteli á Suðurlandi. Ekkert hótel er á veg- um fyrirtækisins frá Vatnajökli að Reykjavík og eru stjórnendurnir þess vegna að leita fyrir sér á því svæði. Ólafur segir að rekstur hótel- anna hafi gengið vel í sumar, ekki síst á Akureyri og í Reykjavík, þar sem mesta gistiframboðið er. Athugasemdir Olís hf. við grein um árs- hlutareikninga olíufélaganna Afskriftir innifald- ar í þjónustutaxta VEGNA greinar í Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem fjallað var um útkomu í árshlutareikningum Olíufé- laganna vill Einar Benediktsson, for- stjóri Olís, koma að athugasemdum vegna misskilnings sem hann segir að komi fram í ummælum Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs hf. í greininni er sagt að ýmsir hafi bent á að Olíufélagið og Olís skili betri afkomu en Skeljungur m.a. sökum þess að félögin njóti hagræðingar í gegnum Olíudreifingu hf. sem sér um allan innflutning og dreifingu á olíu- birgðum fyrirtækjanna sameiginlega. Kristinn segir m.a. að fyrir afskriftir og fjármagnsliði megi sjá að hagnaður Oh's nemi 187 m.kr. á meðan Skeljung- ur er með hagnað upp á 205 m.kr. „Það sem breytir stöðunni er að af- skriftir þeirra eru mun minni en okkar sem skýrist af því að bæði þeir og 01- íufélagið geta fært ákveðnar eignir yf- ir á Oh'udreifinguna og koma þar af leiðandi bókhaldslega betur út en ella. Af þessu má ljóst vera að ef rekstur félaganna er borinn saman á sömu nótum, án reiknaðra liða eins og af- skrifta, þá er munurinn á þeim Utill.“ Einar Benediktsson segir að mis- skilningurinn liggi í því að afskriftir Olíudreifingar á tækjum og búnaði, öðrum en birgðastöðvum, sem fyrir- tækið notar til dreifingar eldsneytis eru innifaldar í þjónustutaxta Olíu- dreifingar, og kemur því inn í dreif- ingarkostnað Olís. „Þannig að hagn- aður af í-eglulegri starfsemi olíufélag- anna er fullkomlega sambæiTlegur. Hins vegar þýðir þetta að Olís gi-eiðir í raun afskiiftimar út í peningum til Olíudreifingar sem þýðir að veltufé frá rekstri verður minna og ekki sam- bærilegt við sjóðstreymi Skeljungs," sagði Einar. Hann sagði að uppgjör Olíudreif- ingar byggðist þannig á þeirri for- sendu að félagið selji þjónustu sína á kostnaðarverði þannig að niðurstaða rekstrarreiknings verði á hverjum tíma sem næst núlli eftir afskriftir. „Veralegan mismun á afskriftum félaganna má hins vegar aðallega rekja til þess að mun meiri fyrnanleg- ir fastafjármunir eru bundnir á bak- við veltu Skeljungs en Ohs en óvera- legur munur er á veltu félaganna," sagði Einar. KENNETH Peterson, stofnandi og eigandi Col- umbia Ventures Cor- poration, hefur tekið við stöðu forstjóra Norður- áls hf. Peterson, sem verið hefur stjómarfor- maður Norðuráls, tekur við starfinu af Gene Caudill sem upphaflega var ráðinn til að koma fyrsta áfanga álversins á laggimar. CaudiU tekur við yfir- stjóm byggingarfram- kvæmda Norðuráls sem eftir eru af fyrsta áfanga og stjómun á uppsetn- ingu á tækjabúnaði ásamt prófunum. Að sögn Kenneths Petersons var ákveðið að skipta um forstjóra til að Gene Caudill gæti einbeitt sér að stjómun lokaframkvæmda við bygg- ingu fyrsta áfanga álverksmiðjunnar. „Við erum í dálítið sérstakri að- stöðu, erum bæði að byggja verk- smiðjuna og að hefja ft'amleiðslu í henni og því er mikið að gera hjá okkur. Þar sem ég er ekki verkfræðingur að mennt en Gene aftur á móti sérfræðihgur á þessu sviði, auk þess að hafa unnið við verk- smiðjuna frá upphafi, var ákveðið að gefa honum svigrúm til að einbeita sér að því að ljúka framkvæmdun- um. I staðinn tek ég við stöðu forstjóra verk- smiðjunnar til að létta af honum ábyrgðinni af framleiðsluþættinum," sagði Peterson í samtali við Morgunblaðið en hingað til hefur Gene haft umsjón með hvorutveggja, byggingarfræm- kvæmdum og framleiðslu. Byggir bjálkakofa Peterson sagði að nú væru um tveir mánuðir þangað til framkvæmd- unum við fyrsta áfanga ætti að Ijúka. Hann sagði að líklega færi Gene Caudell aftur til Bandaríkjanna þegar byggingarfræmkvæmdum væri lokið og möguleikar væru á að hann færi að vinna við önnur störf hjá Columbia Ventures eða hyrfi tímabundið til annarra verkefna. „Ég veit að hann hefur verið með tvö verkefni í bið mjög lengi og ann- að af þeim er að byggja bjálkakofa fyrir sig og fjölskyldu sína,“ sagði Peterson. Hann sagði óráðið þvort Caudell kæmi aftur til starfa á Islandi. Sjálfur hyggst hann gegna stöðu forstjóra út þetta ár, í það minnsta, en brátt mun, að hans sögn, hefjast leit að forstjóra sem gegna muni stöðunni til fram- búðar. „Ég hef ekki í hyggju að sitja í stól forstjóra til lengdar og því verð- ur fljótlega farið að leita að forstjóra fyrir verksmiðjuna ,“ sagði Peter- son. Peterson mun verða búsettur hér á landi til áramóta en fjölskylda hans mun ekki flytja hingað til lands. Gene Caudill lætur af starfi forstjóra Norðuráls og Kenneth Peterson tekur við Caudill einbeitir sér að að lokaframkvæmdum Kenneth Peterson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.