Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Þýsk Dornier herflugvél gerð upp í flugskýli við Reykjavfkurflugvöll
DAGFINNUR og Jón við mælaborðið sem Jón hefur verið að ganga frá síðustu daga. . Morgunblaðið/Jón Júlíusson
FLUGVELIN var ekki burðug áður en liafist var handa við endurbæturnar.
„Verð-
ur betri
en ný“
ÞÝSK Dornier DO 27 A herflug-
vél, byggð árið 1960, er nú óðum
að taka á sig upprunalega mynd í
flugskýli út við Reykjavíkurflug-
völl. Hún verður betri en ný eftir
endurbæturnar að sögn eigand-
ans, Dagfinns Stefánssonar.
Hann og Jón H. Júlíusson byrj-
uðu fyrir rúmum þremur árum
að gera vélina upp og segjast
ekkert vera að flýta sér eða setja
sér tímamörk. Þeir vinni í vélinni
þegar það henti þeim og hafi
gaman af verkinu. Báðir fiugu
þeir hjá Fiugieiðum og Loftleið-
um og hafa lifað og hrærst í flug-
inu áratugum saman.
Jón er flugvirki og segir Dag-
finnur að hann hafi haft yfirum-
sjón með verkinu, hann sé búinn
að vinna mjög vandlega og vélin
verði betri en ný þegar endurbót-
unum verði lokið. Þeir rifu allt
innan úr vélinni og eru búnir að
þrífa alla hluta hennar upp og
mála. Mikill tími og fyrirhöfn
hafa farið í að hafa upp á ýmsum
varahlutum og þeir hafa fengið
nokkrar sendingar frá Þýska-
landi.
Dagfinnur segir verkið orðið
kostnaðarsamara en hann hafi
grunað í fyrstu og segist ekki
vilja hugsa til þess hver heildar-
kostnaðurinn sé orðinn. Verið er
að bólstra flugmannssætin og
verða þau stillanleg en uppruna-
legu sætin voru föst, að sögn
Dagfinns, þannig verði margt
fullkomnara og betra í vélinni en
upphaflega var. Hann segir þá
hafa fengið aðstoð margra flug-
virkja og völunda við endurgerð-
ina og margir bíði spenntir að sjá
hvernig til takist.
Síðast flogið fyrir
rúmlega 20 árum
Vélin var smfðuð 1960 í
Friedrichshafen í Þýskalandi fyr-
ir þýska flugherinn og segja þeir
vélina af'fyrstu flugvélategnnd-
inni sem smíðuð var í Þýskalandi
eftir seinni heimsstyijöldina. Vél-
in er með 275 hestafla mótor og í
henni voru sæti fyrir átta manns
að flugmönnum meðtöldum, hún
var útbúin til að taka ljósmyndir
en var einnig mikið notuð í
sjúkraflug og bendir Dagfinnur á
vængina og skýrir út að vegna
lögunar þeirra þurfi hún mjög
stuttar flugbrautir bæði til að
taka á loft og lenda.
„Svona vél þarf ekki nema 100
metra fyrir flugtak og hægt er
Morgunblaðið/Þorkell
DORNIER vélin er að verða sem ný eftir þrjú ár í höndum Jóns H. Júlíussonar og Dagfinns Stefánssonar.
HREYFILL vélarinnar kominn í stand.
að festa á hana skíði og lenda á
jöklum eða í snjó, svo hún var
hentug í sjúkraflug þar sem oft
þarf að Ienda við erfíðar aðstæð-
ur.“ Vélin var svo notuð um tíma
í Belgíu til að æfa fallhlifarstökk
og kom hún þaðan hingað til ís-
lands, en var búin að vera hér
einhvern tíma áður en Dagfinnur
keypti hana.
Vélin er sú eina sinnar tegund-
ar á landinu en um leið og hún
var flutt til landsins kom önnur
vél, nokkuð yngri, með samskon-
ar byggingu en tveggja hreyfla
en vél Dagfinns er eins hreyfils.
Tveggja hreyfla vélin kom í góðu
ásigkomulagi en vélin sem Dag-
finnur keypti kom öll í pörtum.
Vélinni var síðast flogið 1977
samkvæmt skráningarbók og fór
síðast í skoðun 1978.
Komin í loftið fyrir aldamót
Upp á sfðkastið hefur Jón ver-
ið að koma mælaborðinu í lag og
ekki er langt í að vélin verði til-
búin til flugtaks. „Það er gaman
að sjá þetta skríða saman og þær
eru margar stundirnar sem bún-
ar eru að fara í þetta, en þetta er
skemmtilegt," segir Jón og Dag-
finnur tekur undir það og segir
þá vera farna að hugsa um hvaða
della gæti tekið við eftir þetta.
Þeir segja að fljótlega sjái fyr-
ir endann á verkinu, vélin gæti
jafnvel verið tilbúin til flugtaks í
haust en þeir ætla ekki að setja
sér nein tímamörk en vélin er nú
skrásett hér sem TF-LDS. „Ætli
hún verði nú samt ekki ábyggi-
lega komin í loftið fyrir aldamót,
ég held að það sé óhætt að segja
það,“ segir Dagfinnur.
Snýst allt í
kringum flugið
Þegar þeir fara að finna sér
nýtt verkefni eftir að þessu verð-
ur lokið er ekki ólíklegt að það
tengist fluginu á einhvern hátt
því báðir hafa þeir haft áhuga á
því frá unga aldri og segja allt
meira og minna hafa snúist um
flugið hjá sér. Þeir flugu báðir
hjá Loftleiðum og síðar hjá Flug-
leiðum, Dagfinnur var flugsfjóri
þar til 1988 og Jón flugvélstjóri
til 1991.
Dagfinnur segist hafa heillast
af fluginu sem strákur, „maður
leit upp til flugkappanna en á
þeim tíma þótti það firra að ætla
í flugnám, en ég sá ekkert annað
og fór 19 ára gamall til Banda-
ríkjanna til að læra flug,“ segir
Dagfinnur. Síðan má segja að
hann hafi meira og minna verið í
loftinu og eftir að hann hætti að
fljúga hjá Flugleiðum flaug hann
í rúm tvö ár á vél skráðri í
Bandaríkjunum sem flaug milli
staða í Suður-Ameríku og Suð-
austur-Asíu. Dagfinnur flaug
henni í sjálfboðastarfi.
„Um borð í vélinni var full-
komin augnlækningastofa og
læknar sinntu sjúklingum þar og
kenndu læknum á þessum stöð-
um, þarna urðu stundum mörg
kraftaverk á dag,“ segir Dag-
finnur. Hann segist alltaf hafa
verið mikið fyrir að ferðast og
sjá nýja staði og fari gjarnan í
siglingar, svo hann notar fleiri
farartæki en bara flugvélar.
Jón og Dagfinnur eru svo báð-
ir í flugklúbbnum Þyt, en félagar
í klúbbnum eiga saman fjórar
litlar vélar. Þess verður svo
væntanlega ekki langt að bíða að
þeir fljúgi þýsku Dornier flugvél-
inni um loftin blá.