Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 35 MINNINGAR GUÐJON GUÐMUNDSSON + Guðjón Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 25. desember 1925. Hann lést á heimili sínu 19. ágúst síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Áskirkju 25. ágúst. Guðjón Guðmundsson kom til starfa hjá Krabbameinsfélagi ís- lands á árinu 1991. Þar gegndi hann fjölbreytilegu starfi umsjón- armanns og húsvarðar. Það var komið að starfslokum Guðjóns vegna aldurs og hugðist hann hætta störfum síðar á þessu ári, en snemma í vor greindist hann með illkynja sjúkdóm sem dró hann til dauða á fáeinum mánuðum. í húsi Krabbameinsfélags Is- lands í Skógarhlíð 8 vinna nokkrir tugir fólks að mjög fjölþættri starfsemi. Þar er m.a. til húsa Leitarstöð Krabbameinsfélagsins þangað sem fjöldi kvenna kemur á hverjum degi í legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Þar er rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði sem hefur skilað merkum niðurstöðum í rannsókn- um á brjóstakrabbameini. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur hefur að- setur í húsinu og hefur annast fræðslu um tóbaksvarnir um ára- tuga skeið meðal skólafólks og al- mennings og haldið regluleg nám- skeið í húsinu til að hjálpa fólki sem vill hætta að reykja. Krabba- meinsskráin starfar einnig á veg- um félagsins og skráir öll krabba- mein sem greinast á íslandi. Hin ýmsu aðildarfélög til stuðnings krabbameinssjúklingum hafa einnig samastað í húsinu og þar eru líka stjórnendur og skrifstofu- hald félagsins sem viðhalda tengsl- um við aðildarfélögin úti á landi. Þar er einnig símaráðgjöf fyrir sjúklinga og aðra sem vilja leita sér upplýsinga um krabbamein og miðstöð Heimahlynningar sem annast þá sjúklinga sem vilja og geta dvalið í heimahúsum. Þessar- ar þjónustu naut einmitt Guðjón og fjölskylda hans undanfarnar vikur. Auk umfangsmikillar daglegrar starfsemi fer ýmis fundar- og fé- lagsstarfsemi fram í sölum hússins að kvöldlagi. Það er því ljóst að umsjónarmað- ur og húsvörður á slíkum vinnustað þarf að geta sinnt mörgum ólíkum erindum og hefur í mörg horn að líta. Guðjón var lærður fram- reiðslumaður og kunni vel sitt fag. Hann hafði gegnt ábyrgðarstörfum á því sviði en einnig unnið við ýmis önnur störf áður en hann kom til Krabbameinsfélagsins. Þessi starfsreynsla nýttist honum vel en þó réð mestu um farsæld hans í starfi að hann var úrvalsmaður. Hann var hæglátur og prúður maður og sérlega lipur og þægileg- ur í samstarfi við aðra. Hann var bóngóður og einstaklega minnugur á öll smáerindi sem honum voru falin og þurfti ekki minnismiða til að skila þeim með sóma. Hann var ábyggilegur og úrræðagóður og ævinlega fús og viljugur til að sinna óvæntum erindum sem komu upp utan hefðbundinnar dagskrár. Guðjón ávann sér traust og var vel liðinn af samstarfsfólki sínu og stjómendum félagsins sem munu nú sakna hans og þakka honum lið- veislu og vel unnin störf. Fyrir hönd samstarfsfólks og stjómenda Krabbameinsfélags Islands vil ég votta ástvinum Guðjóns Guð- mundssonar samúð okkar við and- lát hans. Blessuð sé minning hans. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Islands. AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Auður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1928. Hún lést í Kanada 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 14. ágúst. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Sú sorgarfregn barst okkur ný- verið að Auður Guðmundsdóttir sem um hartnær þriggja áratuga skeið starfaði sem aðalhvíslari við Þjóðleikhúsið væri látin. Andlát hennar bar brátt að. Hún var stödd á leikferðalagi á erlendri grund með félögum sínum í leikfé- lagi eldri borgara, Snúði og Snældu. Hópurinn hafði nýlokið við sýninguna, þegar kallið kom og Auður varð bráðkvödd. Hún var enn á besta aldri og eins og leikur hennar í umræddu leikriti bar með sér ennþá fær í flestan sjó. Auður stundaði á sínum tíma nám við Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og lauk þaðan prófi vorið 1967. Áhugi Auðar á leiklistinni var mikill. Hún hafði leikið með áhugaleikfélögum, m.a. Leikfélagi Hafnarfjarðar og svo staðráðin var hún í því að afla sér menntunar að hún fékk undanþágu hvað aldur snerti til þess að hefja nám við skólann, þá hátt á fertugsaldri. Ekki hindraði það hana í að ná góðum námsárangri né aðlagast félögum sínum í skólanum, sem bera henni sérlega vel söguna. Auður lék samhliða náminu nokkur hlutverk á sviði Þjóðleik- hússins, eins og þá tíðkaðist með nemendur skólans, svo og að námi loknu, þótt ekki fengi hún tækifæri til þess að takast á við stærri burð- arhlutverk. Hefur þar eflaust ráðið mestu að leikhúsið hafði yfir að ráða mörgum reynslumiklum leikkonum á hennar aldri. Auður gerði þeim hlutverkum sem hún fékk að glíma við oft eftirminnileg og skemmtileg skil. Hún hafði sér- staka og kraftmikla rödd, næma kímnigáfu og ágæta og sterka sviðsnærveru. Meðal hlutverka sem henni voru falin var hjúskap- armiðlarinn Yenta í Fiðlaranum á þakinu í fyrstu uppfærslu verks- ins, Ingibjörg á Hóli í Pilti og stúlku, Elín í þættinum Uppeldi í Ertu nú ánægð, kerling? og frú Haffjörð í Ég vil auðga mitt land svo örfá hlutverk séu nefnd. Auður hóf störf sem hvíslari við Þjóðleikhúsið fljótlega að loknu námi og starfaði þar sem hvíslari eða leikþulur eins og það hét á há- tíðlegu máli í tæpa þrjá áratugi, allt til ársins 1995. Starf hvíslar- ans er bæði flókið og erfitt og í það þarf mikið næmi og vökula at- hygli. Hvíslarinn er vissulega virkur á ákveðnu skeiði æfingar- tímans en eftir að sýningar hefj- ast þarf hann að kunna þá list að láta sem minnst á sér bera, enda er hann einkum öryggisráðstöfun. Vitneskjan um að hvíslarinn and- ar og lifir með sýningunni og fylgist með hverju orði, tilbúinn til aðstoðar, er leikaranum ómet- anleg og það er ekki á allra færi að taka á sig þetta erfiða hlut- skipti. Auður var samviskusamur, natinn og góður hvíslari. Hún hafði þægilega en hljóðlega nær- veru eins og nauðsynlegt er í um- ræddu starfi. Auður var í alla staði góður og vandaður starfsmaður, vel liðin og vinsæl af félögunum enda glað- sinna og skemmtileg. Við söknuð- um hennar síðustu árin eftir að hún lét af störfum og glöddumst yfir að sjá hana aftur á sviði, þegar hún fór að starfa með leikfélaginu Snúði og Snældu. Reyndin varð sú, að þar skildi hún eftir sig síðustu sporin í leiklistinni en við sem kynntumst henni og störfuðum með henni í Þjóðleikhúsinu mun- um ætíð minnast hennar sem góðs félaga og vandaðrar samstarfs- konu. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Magnúsi Randrup, og fjöl- skyldu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Stefán Baldursson. + Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Gjábakka, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 25. ágúst. Birgir Vigfússon, Svandís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA GUÐMUNDSSONAR fyrrv. lögreglumanns, Skúlagötu 40, Reykjavík. Elín Helga Þórarinsdóttir, Þórarinn Gíslason, Bryndís Benediktsdóttir, Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Guðmundur Ingi Gíslason, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir, Hrafnkell V. Gíslason Björg Eysteinsdóttir, Brynhildur Ósk Gísladóttir og barnabörn. BRIPS linsjóu Arnór G. Ragnarsson Þrjár vikur eftir í Sumarbrids Sumarbrids verður starfrækt í þrjár vikur til viðbótar, eða til 11. september nk. Því er kjörið tæki- færi fyrir spilara að dusta rykið af gullputtunum og hefja undirbúning fyrir komandi tímabil. Afmælis- mótið á Siglufirði hafði mikil áhrif á fjölda þátttakenda í sumarbrids um síðustu helgi. Fimmtudagskvöldið 20. ágúst spiluðu aðeins 12 pör eins kvölds Howell-tvímenning. Meðal- skor var 216 og þessi pör urðu efst: Þorsteinn Berg - Baldur Bjartmarsson 197 Jórunn Fjeldsted - Gróa Guðnadóttir 179 Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 178 Erla Sigurjónsdóttir - Þorsteinn Joensen 172 Kristófer Magnúss. - Guðlaugur Sveinss. 172 Föstudagskvöldið 21. ágúst var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 19 para. Efstu pör (meðalskor 216): NS: Erlingur Sverriss. - Unnar A Guðmundss. 252 Ólína Kjartansdóttir - Friðrik Jónsson 244 Jóhannes Guðmannss. - Aðalbj. Benediktss. 242 Guðmundur M. Jónsson - Hans Isebarn 232 AV: Unnsteinn Arason - Hólmsteinn Arason 255 Valdimar Sveinsson - Friðjón Margeirsson 251 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 235 Magnús Magnúss. - Sigurleifur Guðjónss. 230 Eftir tvímenninginn var spiluð útsláttarsveitakeppni. Átta sveitir voru með og til úrslita spiluðu sveitir Ólínu Kjartansdóttur (Frið- rik Jónsson, Dúa Ólafsdóttir og Þórir Leifsson, auk Ólínu) og Unn- steins Arasonar (Hólmsteinn Ara- son, Árni Hannesson og Gestur Halldórsson, auk Unnsteins). Ur- slitaleikurinn endaði með jafntefli, 4-4, og lýstu báðar sveitir yfir ánægju sinni með þau úrslit. Bráða- bana var þar með sleppt og haldið heim á leið. Sunnudagskvöldið 22. ágúst var spilaður Howell-tvímenningur í ein- um riðli. Lauk hér fjórtándu spila- vikunni í sumar og varð staða efstu para þessi: Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánsson 180 Tómas Siguijónsson - Friðrik Jónsson 178 Óskar Kristinsson - Kristinn Óskarsson 168 Páll Þór Bergsson - Sveinn Sigurgeirsson 165 Friðrik Jónsson náði toppsæti vikunnar með því að enda í öðru sæti í tvímenningi sunnudagsins. Stig vikunnar dreifðust á 69 spilara og var baráttan um sigurinn því af- ar jöfn að þessu sinni. Röð efstu manna í liðinni viku varð svona: Bronsstig Friðrik Jónsson 38 Ómar Olgeirsson 37 Gísli Hafliðason 32 Guðrún Jóhannesdóttir 32 Hákon Stefánsson 32 Reynir Grétarsson 32 Árni Hannesson 30 Unnsteinn Arason 30 Hólmsteinn Arason 30 Að launum fyrir efsta sætið í þessari viku fær Friðrik gjafabréf frá veitingahúsi. I sumarbrids er spilað öll kvöld nema laugardags- kvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19:00. Spilastaður er að venju Þöngla- bakki 1 í Mjódd, húsnæði Brids- sambands Islands. + Sonur okkar og bróðir, EINAR HEIMISSON, Skólabraut 14, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er sérstaklega bent á SlBS. Steinunn Einarsdóttir, Heimir Þorleifsson, Kristrún Heimisdóttir. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför JÓHANNESAR BJÖRNSSONAR, Ytri-Tungu, eða heiðruðu minningu hans á annan hátt. Ásbjörn Jóhannesson, Sigurveig J. Hultqvist, Bengt Hultqvist, Guðrún Jóhannesdóttir, Jón Heiðar Steinþórsson, Þorgils Jóhannesson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Snjólaug Jóhannesdóttir, Helgi Jóhannesson, Elín S. Jónsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Jakob Ragnarsson, Helga Jóhannesdóttir, Stefán Börkur Jónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STELLU GUNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Logafold 56, Reykjavík, áður til heimilis í Sólheimum 23. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots og Foldabæjar fyrir frábæra umönnun. Jóhannes Norðfjörð, Sólrún L. Ragnarsdóttir, Hermann Norðfjörð, Ingibjörg S. Norðfjörð, Sigurður Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.