Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 1 7 ERLENT Uppreisn hermanna í Lýðveldinu Kongó gæti haft víðtæk áhrif í Mið- og Suður-Afríku Mandela leitar friðar en grannríki senda liðsstyrk Reuters ALLT var með kyrrum kjörum í miðborg Kinshasa í gær, þar sem lögreglumaður stjórnaði umferðinni af palli. SÓKN uppreisnarmanna í stjórnar- hemum í Lýðveldinu Kongó virðist hafa verið brotin á bak aftur með dyggri aðstoð zimbabvískra og angólskra hersveita. Ihlutun grann- ríkjanna í átökin í Kongó gæti valdið straumhvörfum í átökunum, sem staðið hafa rúmar þrjái- vikur. Laurent Kabila forseti sneri aftur til Kinshasa á þriðjudag og Didier Mu- mengi upplýsingaráðherra spáði því að stjórnarherinn myndi hafa fullan sigur yfir uppreisnarmönnum innan nokkurra daga. Atökin í Lýðveldinu Kongó ógna að margra mati friðsam- legum samskiptum landa í Mið- og Suður-Afríku. Nelson Mandela, forseti Suður-Af- ríku, hefur reynt að stOla til friðar í Kongó og hvatt stríðandi fylkingar til þess að setjast að samningaborði, en starfsbræður hans í Zimbabve og Angóla eru á öndverðum meiði og hafa sýnt vilja sinn í verki með því að senda Kabila hernaðaraðstoð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) styður friðarumleitanir Mand- ela og hvetur til þess að uppreisnar- menn og stjórnarherinn leggi strax niður vopn og finni friðsamlega lausn á deilunni. En lítill hljómgrunnur virðist fyrir þeirri málaleitan. Angóla og Zimbabve skerast í leikinn íhlutun herja frá Zimbabve og Angóla gæti ráðið úrslitum fyrir stjómarher Kabila, sem gekk illa að stöðva sókn skæruliða allt þar til grannríkin skárust í leikinn um helg- ina. Það er e.t.v. til marks um breytta stöðu í átökunum að Laurent KabOa sneri aftur til höfuðborgar- innar frá borginni Lubumbashi, í heimahéraði sínu Shaba, í gær. Bizima Karaha, fyrrverandi utan- ríkisráðherra í stjórn KabOa, sem genginn er til liðs við uppreisnar- menn, segir iOmögulegt að semja um vopnahlé við stjórn Kabila í stöð- unni, því að stjórnarherinn muni nú láta kné fylgja kviði. Angóla er talin hafa sent 2.000 manna lið tíl Kongó, auk herflugvéla og þungavopna. Með liðveislu Angóla náðu stjórnarhermenn bæj- unum Muanda og Banana aftur um helgina, auk hafnarbæjarins Matadi við ósa Kongó-fljóts. Suður-Afríka fordæmir hernaðaríhlutun Alfred Nzo, utanrfldsráðherra Suð- ur-Afríku, hefur fordæmt íhlutun Angólastjómar. Tólf af fjórtán aðfld- arríkjum samtaka ríkja í suðurhluta Afríku (SADC) fólu Nelson Mandela í byrjun vikunnar að reyna að stflla tO friðar í Lýðveldinu Kongó. Ríkis- stjómir Úganda og Rúanda hafa einnig varað við eriendri íhlutun í uppreisninni og hótað að skerast í leikinn kafli Angóla og Zimbabve ekki hersveitii- sínar tfl baka. Á hinn bóg- inn sakar KabOa stjómvöld í Úganda og Rúanda um að styðja uppreisnar- menn og almennt er viðurkennt að ráðamenn í Kampala og Kigali kyndi undir átökunum í landinu. Talið er að íhlutun grannríkjanna og stigmögnun átakanna í Lýðveld- inu Kongó gætu haft alvarleg áhrif á samskipti ríkja í suðurhluta Afríku, sem hafa verið tfltölulega friðsamleg undanfarin ár. Verði ekki fundin friðsamleg lausn deflunnar gætu í það minnsta fimm ríki suðurhluta álfunnar dregist inn í átökin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Friður í Angóla á brauðfótum Staða skæruliðahreyfíngarinnar UNITA, með Jonas Savimbi í farar- broddi, var stjórnvöldum í Luanda eflaust ofarlega í huga þegar þegar þau afréðu að styðja við bakið á Ka- bfla. Friðarsamkomulag stjómar og skæruliða í Angóla stendur á brauð- fótum og fréttaskýrendur telja for- seta Angóla vilja koma í veg fyrir að uppreisnarmenn í Kongó bindist skæruliðum UNITA böndum. I tíð einræðisherrans Mobutu átti UNITA skjól í suðurhluta Zaire. Robert Mugabe, forseta Zimbabve, er að sögn fréttaskýrenda umhugað um að Lýðveldið Kongó verði áfram eitt ríki og í því efni sé álitlegast að styðja Kabila. Stjórn- völd í Rúanda eru hins vegar vænd um að vflja kljúfa austurhluta lands- ins frá og ná þannig lendum tútsa undir sína stjórn. Mugabe vill líklega einnig tryggja að lán, að andvirði 14 milljarðar íslenskra króna, sem hann veitti KabOa fyrir skemmstu, fari ekki í súginn. I það minnsta telur Mugabe friðarumleitanir Mandela ekki tfl neins og var ómyrkur í máli er hann tjáði blaðamönnum í Harare að forseti Suður-Afríku ætti ekki að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. Kabila rúinn trausti Laurent Kabila komst tfl valda í maímánuði árið 1997 þegar hann steypti Mobutu Sese Seko, sem hafði verið einræðisherra í Zafr um 32 ára skeið, af stóli. Kabfla naut stuðnings stjórnvalda í Úganda og Rúanda á leið sinni tfl valda, með dyggri aðstoð hersveita tútsa frá Rúanda. En Ka- bila nýtur ekki lengur trausts hinna dvergvöxnu nágrannaríkja sinna. I lok júlí sá hann sér leik á borði og rak hersveitir tútsa úr landi. Nokkrum dögum seinna sauð upp úr er hermenn í austurhéruðum lands- ins risu upp gegn forsetanum. Höfuðpaurar uppreisnarmanna eru Banyamulenge-tútsar, sem hafa aldrei notið fullra lýðréttinda í Kongó/Zafr og teljast ekki ríkisborg- arar í heimalandi sínu. Þeir eru frændur tútsa frá Rúanda. Upp- reisnarmenn saka KabOa um spill- ingu, óstjórn og frændgæsku og segjast ekki munu leggja árar í bát fyrr en hann hefur verið hrakinn frá völdum. Áhrínsorðin hljóma væntan- lega kunnuglega í eyrum lands- manna, sem fyrir réttum 15 mánuð- um fögnuðu valdatöku Kabila, sem sagði forvera sinn í starfi sekan um ofangreindan stjórnunarstfl. Kongó, Zaír og Kongó Eitt af fyrstu verkum Kabila var að breyta nafni Zaír í Lýðveldið Kongó (á ensku The Democratic Republic of Congo), sem veldur nokkrum ruglingi þar eð grannríkið Kongó ber sama nafn. Höfuðborgir þessara tveggja landa, BrazzavOle og Kinshasa, liggja gegnt hvor annarri við árbakka Kongó-fljóts. Á nýlendutímanum gekk landið undir nafninu Belgíska-Kongó. íbúar Lýðveldisins Kongó, sem eru um 45 mflljónir talsins, hafa mátt búa við spillingu, óstjórn og frænd- gæsku stjórnarherranna svo lengi sem elstu menn muna. Þorri lands- manna býr í sárri fátækt, heflsu- gæsla fyrirfinnst varla, menntakerf- ið er í molum og laun fást ekki greidd. Lífslíkur fólks eru um 50 ár og meðalárstekjur tæplega 15.000 krónur á mann. Sértilboð á bamahjólum TREK 800 SPORT TREK 820, 21 gíra Shimano Alivio, krómólí stell og V-bremsur á kr. 28.36 I (áður kr. 37.816) GARY FISHER PIRANHA: 21 gíra Shimano Acera-X, krómólí steH og V- bremsur á kr. 19.891 (áður kr. 31.573) áeint slýrí Krómó/í/stá/sfe/| m£ ævilangri óbyrgð Breið gróf- mynstruðdeldt V-brernsur Smellig íror Vondaði búnaður eins árs ábyrgð HJÓLAFATNAÐUR OG HJÓLATÖSKUR Ýmsar gerðir með 50% afslættil (álkrkr.14.67f$ (áðurkr.15.679) Sterkar álfel. Hjálmatilboð kr. 500 (áður kr. 27. öllíJINííL' Helstu útsölustaðir: ÖHNINN REYKJAVÍK - Pípó Akranesi - Olíufélag útvegsmanna ísafirði - Hegri Sauðárkróki - Sportver Akureyri - KÞ Húsavík - Króm & hvítt Höfn - Klakkur Vík - Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum - Hjólabær Selfossi - Birgir Oddsteinsson Hveragerði - Músik og Sport Hafnarfirði - Stapafell Keflavík - Hjólið Seltjarnarnesi. SKEIFUNNI f I VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐISÍMI 588-9891 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 ALLIR LINUSKAUTAR MEÐ 30% AFSLÆTTI! MEIRIHATl TAR 1 1 jft i 11 ■ 1 1 iÁ | 't J; I f & 1 B if Vv 1 f 1 1 H !f W 1 f 1 | n B| f 1 1 t 1 1 ■ 1 1 Sl.fi 1/1 | mB 1 ™ 1 11 11/1 | I !f 1 w ■ 1 A 1 1 1 i I ws jn ■ ■ w >4 Jf| ■ ■ V mh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.