Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 15
VIÐSKIPTI
V-bolurkr. 1.490.-
Verð áður kr. 2.200.
Einnig langerma V-bolir
Verðkr. 1.490.-
Verð áður kr. 2.990.-
Verð áður
kr. 5.990.-
Bolur kr. 990.
Verð áður kr. 1.990.
BA semur við Airbus um
kaup á um 188 flugvélum
Toulouse. Reuters.
EVROPSKI flugvélaframleiðandinn
Airbus Industrie tilkynnti í gær að
náðst hefði í fyrsta sinn samningur
við breska flugfélagið British Airwa-
ys um sölu á flugvélum, en hingað til
hefur British Airways einungis notað
bandarískar Boeing-vélar.
Flugfélagið kvaðst í gær alls hafa
gert samning um kaup eða rétt til
kaupa á 220 flugvélum, þar af 188 frá
Airbus og 32 frá Boeing. Er samn-
ingurinn upp á um átta milljarða
sterlingspunda. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, sagði í gær að
bresk stjórnvöld styddu ákvörðun
flugfélagsins heils hugai-. Aðalfram-
kvæmdastjóri flugfélagsins, Robert
Ayling, sagði að ákvörðunin hefði
verið tekin einvörðungu með tilliti til
kostnaðar.
Airbusvélarnar sem samið var um
eru af gerðunum A320 og A319.
Þetta eru tveggja hreyfla vélar sem
taka um 160 farþega og eru notaðar
á styttri flugleiðum. British Airways
tilkynnti að Boeing myndi áfram sjá
félaginu fyrir flugvélum fyrir lengri
leiðir, og í gær var tilkynnt um pant-
anir félagsins á 16 Boeing 777-breið-
þotum.
Samningarnir náðust eftir að við-
ræður höfðu staðið mánuðum saman
og segja fréttaskýrendur að verð-
stríðið hafí verið harkalegt. „Gleði-
lætin í Toulouse hafa líklega kostað
sitt tfyrir Airbus] en það hefm- þó að
minnsta kosti loksins tekist að snai-a
viðskiptavininn sem hvað lengst hef-
ur verið utan seilingar,“ sagði
Howard Wheeldon, starfsmaður
Matheson-fj árfestingarfyrirtækisins
i London.
John Leahy, aðalaðstoðarforstjóri
Airbus og yfirmaður samningavið-
ræðnanna, vildi ekkert segja um
hversu mikinn afslátt British Aii-wa-
ys hefði fengið af „búðarverði“ fiug-
vélanna.
Reuters
NOEL Forgeard, aðalframkvæmdastjóri Airbus, Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, Robert Ayling, aðalframkvæmdastjóri British
Airways, og Jean-Claude Gayssot, samgöngumálaráðherra Frakk-
lands, stilltu sér upp fyrir framan Airbus A320 sem merkt hefur verið
British Airways.
Gullinbrú
Tilboði Járn-
bendingar
tekið
Á FUNDI stjórnar Innkaupa-
stofnunar í gær var samþykkt
að leggja til við borgarráð að
tilboði lægstbjóðanda, Járn-
bendingar ehf., í gerð göngu-
og vegbrúar yfir Grafarvog á
Gullinbrú yrði tekið. Tilboð
Járbendingar hljóðaði upp á
123.711.424 krónur, sem er
16,8% yfir kostnaðaráætlun.
Tilboð í verkið voru opnuð
þann 28. júlí sl. og bárust alls
sex tilboð.
SPRON
kaupir hlut í
Lánstrausti
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur
og nágrennis hefur, í nafni
eignarhaldsfélags síns, Steins-
ness hf., keypt hlut í Láns-
trausti hf.
SPRON er sjöunda fjár-
málafyrirtækið sem gerist
hluthafi í Lánstrausti hf. en
fyrir voru Vátryggingafélag Is-
lands hf., Sjóvá-Almennar hf.,
Trygging hf., Tryggingamið-
stöðin hf., Lýsing hf. og Sam-
vinnusjóður Islands hf. hlut-
hafar í félaginu. Seljendur
hlutarins voru fimm einstak-
lingar.
www.mbl.is
¥
Buxur kr. 2.990.-
Verð áður kr. 3.990.-
<fe>Columbia
Sportswear Company®
Rrussell
ATHLETIC
[GiLDAmarx]
OgsERÐO /eVINTÝRAle6 ^
REYSTI
VERSLANIR
Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717
Buxurkf. 3.900.-
Verð áður kr. 4.900.