Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 52
NIVEA
VISAGE
Drögum næst
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
pIiiiirgiuuiMaliiíí
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Nýstárleg
brú í Kverk-
fjöllum
FERÐAMENN á hálendi ís-
lands eru ýmsu vanir. Þegar
engar eru brýrnar er öðrum
ráðum beitt til þess að hægt sé
komast leiðar sinnar. I þessu
tilviki var álmastur lagt þvert
yfir ána við Kverkfjöll þar sem
hún kemur undan íshelli skrið-
jökulsins. Hópur franskra
ferðamanna á vegum Ferðamið-
stöðvar Austurlands hafði
gengið á Kverkfjöll og var á
leið aftur í Sigurðarskála þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins
rakst á hann klifrandi „lárétt
upp mastrið".
Svo virðist sem ferðamenn
'leggi leið sína í auknum mæli
inn í Kverkfjöll en þar hefur
orðið mikil aukning á gistinótt-
um í sumar. Nú þegar voru þær
orðnar 3.100 en voru 2.700 í
fyrra, að sögn skálavarða.
Morgunblaðið/Einar Falur
Dánartíðni
vegna krans-
æðastíflu
stórlækkar
EKKI hefur tekist að sýna fram á
beint samband milli hjartasjúkdóma
og áhættuþátta á borð við reykingar
og blóðfitumagn í umfangsmestu
rannsókn á hjartasjúkdómum sem
sögur fara af í heiminum.
Meðal niðurstaðna í rannsókninni,
sem gerð var að frumkvæði Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, er að dán-
artíðni af völdum kransæðastíflu hér
á landi lækkaði um 50% hjá körlum
og 40% hjá konum meðan rannsókn-
in stóð yfir, á árunum 1981 til 1994.
Þá hefur tíðni hjartasjúkdóma af
völdum reykinga, blóðfitu og blóð-
þrýstings lækkað að sama skapi.
Hins vegar er offita meira vandamál
hér á landi en áður.
Efasemdir/4
---------------
Léleg grásleppuvertíð
Aldrei jafnmikill kennaraskortur í grunnskólum Reykjavíkur
Ráðnir verði leiðbeinendur
fáist ekki réttindakennarar
EIRÍKUR Jónsson, formaður
Kennarasambands Islands, segir að
verði ekki gerð bragarbót á launum
kennara stefni í hrun skólakerfisins
á næstu árum. Eiríkur segir að
aldrei fyrr hafi verið jafnmikill
skortur á kennurum með réttindi í
grunnskólum Reykjavíkur. Enn
vanti 29 réttindakennara til starfa.
Á fundi með skólastjórum nýlega
beindu fræðsluyfirvöld í Reykjavík
þeim tilmælum til skólastjórnenda
að þeir réðu leiðbeinendur fengjust
ekki réttindakennarar til starfa. Það
hefur ekki gerst fyrr, að því talið er,
að leiðbeinendur séu ráðnir til um-
sjónarkennslu í grunnskólum í
Reykjavík.
Eiríkur segir að viðvarandi kenn-
araskortur hafi verið úti á landi und-
anfarin ár en hann sé meiri nú en
áður.
Allt að fjórðungur leiðbeinendur
„Þegar tekin var ákvörðun um að
einsetja skólana og fjölga vikulegum
kennslustundum var í raun um leið
tekin ákvörðun um fjölga kennara-
stöðum. En það hefur ekkert vit-
rænt verið gert til að hindra það að
skortur á kennurum aukist með
hverju ári,“ segii- Eiríkur.
Hann segir að neyðarástandi sé
viðhaldið í skólakerfinu með því að
halda niðri launum kennarastéttar-
innar, menntastofnanir búi við
fjársvelti með þeim afleiðingum að
útskrifuðum kennurum fjölgi ekki
þrátt fyrir einsetningu skólanna.
Þá hafi fjöldi kennara fundið sér
betur launuð störf og síðustu kjara-
samningar hafi ekki skilað fleiri
kennurum til starfa. Byrjunarlaun
kennara, sem hafa nýlokið þriggja
ára háskólanámi, fyrir fullt starf við
grunnskóla, séu nú um 100.000 kr. á
mánuði. Eiríkur segir að verði ekki
gerð veruleg bragarbót í launamál-
um kennara leysist þetta mál
aldrei.
„Kjarasamningar kennara eru
ekki lausir fyrr en í árslok 2000 og
verði ekki gripið inn í þetta mál hið
snarasta verður skólakerfið hrunið
þá,“ segir Eiríkur.
Hann segir að fyrir nokkrum ár-
um hafi 90% kennara í Reykjavík
haft kennararéttindi en hann telur
að nú sé hlutfallið jafnvel komið nið-
ur í um 75%.
„Ég held að leiðbeinendum fjölgi
ekki aðeins í vetur heldur verði
menntun þeirra jafnframt minni en
áður,“ segir Eii-íkur.
Grásleppu-
hrogn lækka
GRÁSLEPPUVERTÍÐINNI er
lokið. Heildaraflinn er um 6.480
tunnur sem er meira en helmingi
minni afli en fékkst á vertíðinni í
fyira þegar veiddust um 13.400
tunnur. Meðalgrásleppuveiði síðustu
10 ára er um 10.500 tunnur. Afla-
verðmæti grásleppuhrogna hefur
lækkað um 70% frá síðustu vertíð.
Grásleppuveiðin í ár er sú léleg-
asta í áratug. Um 500 bátar hafa
grásleppuveiðileyfi en líklegt er að
aðeins um 300 bátar hafi nýtt það í
ár. Um 400 bátar nýta leyfið í meðal-
ári. Grásleppuveiði í nágrannalönd-
unum var einnig með lakasta móti í
ár. Heildarveiði Kanadamanna,
Norðmanna, Grænlendinga og Dana
á vertíðinni er um 17.500 tunnur en
hún var tæpar 49.000 tunnur í fyrra.
Meira en helmingi/Bll
Fyrstu
verðlaun
fyrir
hönnun
*■
KARIN Fischer afhendir Guð-
rúnu M. Jóhannesdóttur fyrstu
verðlaun í Stokkhólnú í gær en
hún er í hópi nemenda við
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands, sem vann fyrstu verðlaun
í samkeppni milli nemenda iðn-
hönnunarskóla á Norðurlönd-
um um hönnun og smíði hús-
bfla. Guðrún tók við verðlaun-
unum fyrir hönd þeirra Kari
Siltala, Jóns Arnars Þorsteins-
sonar, Þórdísar Aðalsteinsdótt-
ur, Sigríðar Pálsdóttur, með
soninn Hauk Pál Halvarsen,
Þorgerðar Jónsdóttur og Guð-
mundar Lúðvíks Grétarssonar
að viðstöddum þeim Sigríði
Heimisdóttur verkefnisstjóra
og Hjálmari Árnasyni þing-
manni.
Viðurkenning fyrir/6
Atlanta semur um breiðþotur við Boeing
Viðræður sagðar
vera á lokastigi
VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að
undanförnu milli flugfélagsins Atl-
anta og Boeing verksmiðjanna í
Bandaríkjunum um kaupleigu eða
kauprétt flugfélagsins á tveimur
Boeing 747 breiðþotum. Samningar
hafa ekki verið undirritaðir en
munu vera á lokastigi.
Amgrímur Jóhannsson, forstjóri
Atlanta, varðist allra frétta er
Morgunblaðið innti hann eftir stað-
festingu á umræddum samningi í
gærkvöldi. Sagði hann viðræður
hafa farið fram en samningur væri
ekki í höfn og ekkert hægt að segja
þar sem málið væri á viðkvæmu
stigi. Viðræðurnar við Boeing verk-
smiðjurnar tengjast síðan viðræð-
um um verkefni fyrir þoturnar tvær
en ekki fengust nánari fregnir af
hugsanlegu umfangi þeirra.
Atlanta rekur í dag 16 þotur og er
helmingur þeirra í eigu félagsins og
helmingurinn á leigu.
Clinton fékk íslenskan lax
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
dvelst nú á eynni Martha’s Vine-
yard ásamt HiIIary Clinton for-
setafrú. í frétt í dagblaðinu New
York Post í gær segir að forset-
inn hafi á mánudag snætt hádeg-
isverð með Vernon Jordan, lög-
fræðingi sínum og vini, í sumar-
húsi Jordans. Hvíta húsið gaf út
tilkynningu um að á borðum
hefði verið íslenskur lax, aspas
og kartöflur.
Að sögn Orra Vigfússonar var
laxinn veiddur í Hofsá fyrir
nokkru. Veiðimennirnir voru Jim
Utaski og Dick Foster, sem hing-
að koma á hverju ári. Foster á
hús á Martha’s Vineyard og mun
laxinn, sem forsetinn snæddi,
vera frá honum kominn.