Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTT EFNA- HAGSUMGJÖRÐ KAUPMÁTTUR landsmanna hefur aukizt mjög mikið frá gerð kjarasamninganna vorið 1997. Launavísitaian hefur hækkað um 14% á tæpu einu og hálfu ári, en á sama tíma hefur vísitala neyzluverðs aðeins hækkað um 2,4%. Um síð- ustu áramót kom svo til 1,9% lækkun tekjuskatts. Lætur því nærri, að kaupmáttur almennt hafi aukizt um 12-13% á þessu tímabili, sem er ótrúlega mikið og hefði við fyrri að- stæður í efnahagskerfinu hleypt af stað verðbólguskriðu. Það, sem af er þessu ári, hefur nær engin verðbólga mælzt, eða aðeins 0,2%. Launaþróunin í landinu og kaup- máttaraukningin er að verulegu leyti umfram það, sem gert var ráð fyrir við samningsgerðina í fyrravor. Þá var talið að teflt væri á tæpasta vað í launahækkunum, sem kynni að valda óstöðugleika í efnahagslífínu til lengi’i tíma litið. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, segir um þessa þróun: „Það er nánast einstakt, að það sé í einhverju þjóðfélagi hægt að hækka laun og launakostnað á annan tug prósenta og fá nánast verðhjöðnun á sama tíma. Hannes segir ekki koma sér á óvart, þótt einhverjar hækk- anir komi fram þó síðar verði. Friðrik M. Baldursson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, telur að skýringarnar á þessum mikla efnahagsárangri megi rekja til harðrar samkeppni á markaði, gengis krónunnar og framleiðniaukningar, sem hafí verið 2,5-3,5% á ári að undanförnu í samanburði við 1,5-2% í flestum nágrannalöndum. Þeir Hannes og Friðrik eru sammála um það, að verð- myndunin lúti nú öðrum lögmálum en áður. Kostnaðarverð- bólga stjórni ekki verðþróun lengur heldur sé verðmyndun á grunni markaðsaðstæðna hverju sinni. Islendingar uppskeri nú vegna breytinga, sem gerðar hafi verið undanfarin ár á efnahagsumgjörðinni, með opnun hagkerfísins, aðildinni að EES o.fl., sem hafí stuðlað að auknu aðhaldi í efnahagslífínu og virkari samkeppni. Sjálfsagt er enn of snemmt að fullyrða nokkuð um það, hvernig þessi þróun verður. Sumir þeirra, sem fylgjast vel með efnahagsmálum telja, að fyrr eða síður muni kostnaðar- hækkanir atvinnulífsins fara út í verðlagið og verðbólga aukast á nýjan leik. En fyrir þjóð, sem í tvo áratugi bjó við óðaverðbólgu er þetta ekki breyting heldur bylting. LÖGFORMLEGT UMHVERFISMAT MIKILL stuðningur er meðal sveitarstjórnarmanna á Austfjörðum við virkjanir á hálendinu, sem þeir segja að styrki byggð í fjórðungnum, fjölgi störfum og bæti af- komu. Á hinn bóginn mæta virkjunaráform mikilli andstöðu umhverfísverndarfólks, sem krefst þess að lögformlegt um- hverfismat fari fram áður en endanlegar framkvæmdaá- kvarðanir verði teknar. Strangt tekið er Fljótsdalsvirkjun undanþegin lögunum um umhverfísmat, þar eð virkjunarleyfi hennar var gefíð út árið 1991, skömmu áður en lögin tóku gildi. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir og hér í blaðinu 16. júní sl., að „það geti tekið allt að tveimur árum að fara í gegnum hið lögformlega ferli“. Stjórn Landsvirkjunar hefur á hinn bóginn ekki lokað á þá leið. Þvert á móti sagði Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, á kynningarfundi eystra á dögunum: „Stjórnin [Lands- virkjunar] ákvað í maí að ráðist skyldi í alla þá vinnu sem væri nauðsynleg fyrir formlegt umhverfísmat. Það er ná- kvæmlega sú vinna sem þarf til ef virkjunin fer í lögformlegt mat. í nóvember verður tilbúin umhverfismatsskýrsla og þá taka menn ákvörðun um það, hvort hún fer alla leiðina gegn- um lögformlega ferilinn.“ Morgunblaðið sagði í forystugrein 11. júní sl. þar sem m.a. var fjallað um heimild Alþingis fyrir miðlunarlóni á Eyja- bökkum frá árinu 1981: „Ætla verður að forsendur, sem lágu til grundvallar leyfísveitingar árið 1981, hafi breytzt á sautján árum, sem og almannaviðhorf til stóriðju og um- hverfísverndar." Sama máli gegnir um virkjunarleyfi Fljóts- dalsvirkjunar frá árinu 1991. Það styrkir stöðu Landsvirkjunar og tekur af tvímæli ef komið verður til móts við sjónarmið margra landsmanna með lögformlegu umhverfísmati á virkjunarkostum eystra, þ.e. ef farið verður að núgildandi lögum. Islendingar hafa með góð- um árangri haft físki- og vistfræðilegar rannsóknir og niður- stöður að leiðarljósi við nýtingu sjávarauðlinda. Á sama hátt eigum við að byggja nýtingu landauðlinda á vísindalegum rannsóknum, vistfræðilegum sem efnahagslegum. Vönduð, lögformleg úttekt á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar er gott spor til réttrar áttar. Islenska tónlistar- sumarið dafnar s s I sumartónlistarlífí Islendinga er sprottinn upp fjöldi skipulagðra tónlistarhátíða og tón- leikaraða sem hafa verið starfræktar undan- farin sumur vítt og breitt um landið. Af ------n------------ samantekt Orlygs Steins Sigurjónssonar má ráða, að fleiri tónlistarhátíðir hefji göngu sína næsta sumar, enda eykst eftirspurnin eftir tónlistarflutningi meðal ört fjölgandi ferðamanna. VlBlgíjSSEÍSÍ 1-Sf »:l» i-Ult- WggJ Mrj / - tj Morgunblaðið/RAX HALDIÐ er úti stöðugri dagskrá fimm helgar hvert sumar á Sumartónleikum í Skálholti. Næsta sumar er aldarfjórðungur síðan Sumartónleikar hófu göngu sína. Myndin var tekin á æfingu Bachsveitarinnar 1996. BLÁA kirkjan á Seyðisfirði nefnist ein nýrra tón- leikaraða, sem hófst í sumar. Þar gefst m.a. tónlistar- nemum tækifæri til að flytja eitt verk með stuttum fyrirvara í „Frjálsa hljóðnemanum". MOSAIK gítarkvartettinn var meðal flytjenda í Sumartónleikaröð Stykk- ishólms, en tónleikaröðin er liður í átakinu „Eflingu Stykkishólms". Morgunblaðið/Jim Smart REYKHOLTSHÁTÍÐ var haldin öðru sinni í sumar í Reykholtskirkju. AÐ VAR öðruvísi um að litast en nú í islensku tón- listarlífi íyrir um 15 árum, að sumarlagi. Tónlistarlíf lá að mestu niðri og ef frá er talin Listahátíð í Reykjavík og Sumartónleikar í Skálholti, var tón: leikahald með óreglulegum hætti. í dag ganga tónlistarunnendur hins vegar að vísum tónleikum á skipu- lögðum dagskrám í Reykjavík og úti á landi. Sumartónleikar í Skálholti í aldarfjórðung Sumartónleikar í Skálholti er tón- leikaröð sem hefur verið haldin úti síðan 1974 og ber án efa höfuð og herðar yfir annað sem í boði er nú um stundir, þar sem haldið er úti stöðugri dagskrá fimm helgar hvert sumar. Sú listræna stefna sem tekin var á Sumartónleikum fyrir margt löngu hefur borið hróður Sumartón- leika langt út fyrir landsteinana, einkum vegna áherslu á flutning barokkverka og trúarlega verka. Þá ber að nefna rannsóknarstarf sem fer fram á vegum Collegium Musicum í Skálholti og þá nýsköpun í íslensku tónlistarlífi sem á sér þar stað, en ár hvert eru frumflutt ný tónverk ís- lenskra tónskálda. Fjöldi erlendra gesta hefur leikið á Sumartónleikum og hefur hollenski fíðluleikarinn Jaap Schröder verið hvað tíðastur gestur, en hann hefur leitt Bach sveitina um árabil og kemur einnig fram sem ein- leikari á fiðlu. I sumar vann hann að upptökum á fiðlusónötum eftir Bach í Skálholtskirkju ásamt Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara og má vænta af- rakstursins á næsta ári þegar upp- tökurnar verða gefnar út á geisla- diski. Sumartónleikar á Norðurlandi Sumartónleikar á Norðurlandi er næstelsta tónleikaröðin sem nú er starfrækt. í sumar voru Sumartón- leikar haldnir tólfta sumarið í röð, en vettvangur þeirra er kirkjur víðsveg- ar í Eyjafjarðarsýslu og N- og S- Þingeyjarsýslu. Alls voru í sumar 13 tónleikar sem skiptust niður á fimm tónleikahelgar. Upphaflegt markmið skipuleggjenda var að bjóða upp á tónleikahald, til að fylla upp það í skarð sem var einkennandi að sumri til í tónlistarflutningi. Bjöm Steinar Sólbergsson organisti við Akureyrar- kirkju og eiginkona hans Hrefna Harðardóttir segja að gestir á tón- leikum Sumartónleika séu ferðamenn og heimamenn til helminga og raunar má segja að sama gildi um hinar landsbyggðarhátíðirnar sem fjallað er um í þessari samantekt. „Efnis- sviðið spannar allt mögulegt. Á Sumartónleikum eru allir stflar jafn- réttháir þó að kirkjuleg tónlist hafi orðið fyrirferðarmest á liðnum ár- um,“ segir Hrefna. „Listamennirnir, sem hafa komið fram á tónleikunum skeyta margir hverjir saman fríi og vinnu með þátttöku sinni, þar sem þeir ýmist enda eða hefja sumarleyfi sín með tónleikum hér.“ Alls hefur verið leikið í þrettán kirkjum í áður- nefndum sýslum frá upphafi og fyrstu árin fóra tónleikar eingöngu firam í Húsavíkur-, Reykjahlíðar- og Alou-eyrarkirkju. „I seinni tíð hafa fleiri sóknarnefndir óskað eftir að fá að hafa tónleika og er það vel,“ segir Hrefna. Áratugur Sigurjónssafns Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur haldið úti tónleikaröð sérhvert þriðjudagskvöld á sumrin frá árinu 1989 og er því í flokki eldri sumar- tónleikaraðanna. Listræn stefna Sig- urjónssafns hefur frá upphafi verið sú að bjóða upp á klassíska tónlist á breiðum gi-unni án þess að sérhæfa sig í tónlist frá tilteknum tímabilum og segir Birgitta Spur, forstöðukona Sigurjónssafns, að listamenn sem koma fram á tónleikum safnsins ráði sinni efnisskrá að mestu sjálfir. „Við beinum sjónum okkar fyrst og fremst að gæðum við undirbúning tónleikaraðarinnar og höfum ávallt unnið með mjög góðu tónlistarfólki,“ segir Birgitta um tónleikaröðina. „Við tókum þá ákvörðun í upphafi að hafa tónleikana án hlés og vitum að sú sérstaða fellur bæði listamönnum og áhorfendum vel í geð einkum vegna þess að stemmningin í salnum fellur þá síður ef efnisskráin er ekki slitin í sundur." Listasafn Sigurjóns Ólafssonar stendur á tvöföldum tímamótum á þessu ári því að undan- skildu tíu ára starfsafmæli tónleikar- aðarinnar eru liðiiy níutíu ár frá fæð- ingu Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara, en af því tilefni er væntan- leg ævisaga listamannsins í tveim bindum. Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri Edda Erlendsdóttir píanóleikari er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, sem hófu göngu sína árið 1991. Kammertón- leikar eru haldnir að áliðnu sumri og er aðaláherslan lögð á flutning ljóða- og kammertónlistar. Kjarni efnis- skráa liðinna ára er tónlist fyrir ein- söngsrödd og píanó í bland við hljóð- færaverk og -dúetta. Edda segir að sú leið hafi verið farin að stokka upp hina hefðbundnu tónleikahefð með því að blanda saman mismunandi hljóðfæraskipan. „Tilgangurinn er sá að breikka áhorfendahópinn með því að flytja bæði Ijóðatónlist og stærri kammerverk og þar að auki er slík til- högun ekki síst ánægjuleg tilbreyting fyrir okkur listamennina," segir Edda. Sérhæfð dagskrá Hallgrímskirkju Tónleikaröð Hallgrímskii’kju, sem nefnist Sumarkvöld við orgelið á sunnudagskvöldum var starfrækt sjötta sumarið í röð á þessu sumri og þar er lögð áhersla á flutning einleiks- verka fyrir orgel, en einstaka sinnum koma tveir flytjendur fram á sömu tónleikunum. í sumar léku til að SVISSNESKI kammerhópurinn I SALONISTI hefur tvívegis komið í tónleikaferð til íslands og leikið fimm sinnum í Sigur- jónssafni. Myndin er frá tónleikum þeirra á Listahátíð í Reykjavík 1990 í Sigujónssafni. Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson og Steinunn Birna Ragnars- dóttir voru meðal flytjenda í tónleikaröð Iðnó í sumar og léku fjórhent á pianó. mynda trompetleikari og organisti saman á tónleikum og í hittifyrra var í fyrsta sinn leikið fjórhent á orgel Hallgrímskirkju. íslendingar eru í minnihluta við hljóðfærið á tónleika- röðinni og segir Erla Elín Hansdóttir, framkvæmdastjóri Sumarkvölds við orgelið, að íslenskum konser- torganistum fjölgi hægt og bítandi og vonir séu bundnar við nokkra unga ís- lenska organista sem ljúka framhalds- námi innan skamms. „Hins vegar eru nokkrir erlendir konsertorganistar búsettir og starfandi á íslandi, sem koma fram á Sumarkvöldi við orgel- ið,“ segir Erla Elín. ,Almennt má segja að útilokað væri að halda úti orgeltónleikaröð sem þessari með ís- lenskum organistum eingöngu, því þeir eru ekki nógu margir.“ Á vegum Sumarkvölds við orgelið eru haldnir hádegistónleikar á fimmtudögum og þar koma fram íslenskir organistar í Félagi íslenskra organleikara. Efling Stykkishólms Tónleikaröð Stykkishólmskirkju var starfrækt þriðja árið í röð nú í sumar. Tónleikaröðin er liður í verk- efninu „Efling Stykkishólms" sem hleypt var af stokkunum árið 1995. I Stykkishólmskirkju eru alls sex tón- leikar yfir sumarið og segir Jóhanna Guðmundsdóttir formaður stjórnar „Eflingar Stykkishólms“ að dagskrá- in sé höfð sem fjölbreyttust til að höfða til breiðs aldurshóps. Klassísk tónlist í víðum skilningi myndar uppistöðuna á tónleikaröðinni og segir Jóhanna að Stykkishólms- kirkja hafí fljótlega orðið fyrir valinu sem tónleikavettvangur enda sé hljómburður í henni með ágætum. „Tónleikaröðin eykur afþreyingu fyrir ferðamenn jafnt sem bæjarbúa auk þess sem listamönnum skapast ágætt tækifæri til að koma fram með efnisskrár sínar,“ segir Jóhanna ennfremur. Reykholtshátíð og Bjartar sumarnætur í Hveragerði Tvær nýjar tónlistarhátíðir úti á lándsbyggðinni hófu göngu sína sum- arið 1997, annars vegar í Hveragerði og hins vegar í Reykholti. Sameigin- legt einkenni beggja hátíða er þriggja daga tónleikahald þar sem tónlistar- menn flytja klassíska efnisskrá með erlendum og íslenskum verkum. Há- tíðin í Hveragerði, Bjartar sumar- nætur, er haldin snemma sumars, ekld síðar en um miðjan júní. Segir Gunnar Kvaran, sellóleikari í Tríói Reykjavíkur sem átti frumkvæðið að tónleikahaldinu, að fullur áhugi sé bæði hjá bæjai-yfirvöldum í Hvera- gerði og listamönnum að halda áfram uppteknum hætti og gera Bjartar sumamætur að fóstum menningar- viðburði enda hafi aðsókn verið góð. Á Björtum sumarnóttum er vaninn að helga hluta dagskrárinnar ákveðnu þema, sem í sumar var sönglög við ljóð Halldórs Laxness, en uppistaðan í dagski’ánni er kammertónlist á breiðum grunni. Reykholtshátíðin átti einnig tveggja ára starfsafmæli nú í sumar að loknu tónleikahaldi í Reykholts- kirkju í lok sólmánaðar. Á Reykholts- hátíð er áhersla lögð á norræna og baltneska tónlist og tónlistarmenn. Frumflutningur íslenskra tónverka er einnig metnaðarmál aðstandenda hátíðarinnar og er á hverri hátíð flutt eitt íslenskt verk. Tónleikar á Reyk- holtshátíð fara fram þrjá daga í röð og á þeim tíma er boðið upp á ferna tónleika, kammerverk, einsöng og dúetta. Að þessu sinni voru settir á dagskrána aukatónleikar þegar einn gesta hátíðarinnar, finnski píanóleik- arinn Risto Lauriala bauðst til að leika öll Goldberg tilbrigði Bachs síð- asta tónleikadaginn. Bláa kirkjan Á Seyðisfirði hófst tónleikaröð í sumar undir heitinu Bláa kirkjan. Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarð- arkirkju og einkennist dagskráin af hefðbundinni klassískri tónlist. í sum- ar hafa komið fram sumir af fremstu tónlistarmönnum landsins í bland við t.d. 15 ára klarínettunema, kirkjukór- inn á Seyðisfirði, söngvara, organista og fleiri. Að mati Sigurðar Jónssonar og Muffs Worden skipuleggjenda Bláu kirkjunnar er tónleikaröðin nauðsynlegur hluti þeirrar uppbygg- ingar, sem á sér stað í menningarmál- um og fellur vel að „á Seyði“, sem er sýningarstarfsemi og hefiir verið ár- viss viðburður síðustu þrjú árin. Dagsetning tónleikanna er miðuð við reglubundinn þunga í ferða- mannastraum, en þeir eru haldnir á miðvikudagskvöldum. Bílferjan No*fc ræna leggst upp að landi í Seyðisfirði á fimmtudagsmorgnum og því er líf- leg umferð í bænum kvöldið fyrir komu ferjunnar. ,Að hluta til er stefna okkar sú að gefa efnilegum nemendum í tónlistarskólum á svæð- inu tækifæri til að koma fram í upp- hafi hverra tónleika. Þessi hluti tón- leikanna nefnist „Frjálsi hljóðnem- inn“, en þar getur fólk skráð sig með litlum íýrirvara og flutt eitt verk,“ segja þau Sigurður og Muff. Þau taka þó fram að öllum, án tillits til búsetu sé frjálst að skrá sig í „Frjálsa hljóð- nemann". ’ Á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofn- un Tónlistarfélags ísafjarðar. Af því tilefni hafa verið haldnir tónleikar í þar sem fram hafa komið listamenn hvaðanæva af landinu. Uppistaðan í tónleikahaldi sumarsins hefur verið kammertónlist á víðum granni og framflutt hafa verið verk eftir Jónas Tómasson tónskáld. „Nemendur Tón- listarskóla ísafjarðar auk gesta hafa komið fram á afmælisárinu og haldið verður áfram með tónleikahald fram á vetur,“ segir Jónas Tómasson fram- kvæmdastjóri Tónlistarfélags ísa- fjarðar. „í september fáum við einnig heimsókn Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem leikur á tónleikum 26. septemþgjx í tilefni af því að hundrað ár verða lið- in frá fæðingu Ragnars H. Ragnars tónskálds hinn 28. september." Sumarkvöld í Neðsta kaupstað Sumarkvöld í Neðsta kaupstað nefnist tónleikaröð, sem starfrækt hefur verið undanfarin fjögur sumur í Tjörahúsinu á ísafírði. Tjörahúsið er eitt fjögurra húsa Neðsta kaupstaðar og var byggt árið 1782. ,Á Sumar- kvöldi í Neðsta kaupstað era valin margvísleg þemu þar sem fluttir eru fyrirlestrar og leikin tónlist í kringum ákveðið viðfangsefni," segir Sigríður Kristjánsdóttir einn skipuleggjenda. Undanfarin sumur hafa verið haldin fjögur til sex Sumarkvöld í Neðsta kaupstað og ef nefndar eru yfirskriftir nokkurra þemakvölda frá liðnu sumri má nefna „Baráttu við náttúraöflin“ „Mannlíf og menning á Homströnd- um“ og „Hvalveiðar og vinnsla". Tónleikaraðir Iðnós og Kaffíleikhússins í Iðnó hófst tónleikaröð í sumar þar sem áhersla var lögð á léttleika án þess að horft væri á eina stefnu eða tímabil. Léttleikinn birtist jafnt^é f hárómantískum píanóverkum serrT < djassi og leikhústónlist og komu margir af þekktustu listamönnum landsins, hver á sínu sviði fram í hinu nýendurgerða leikhúsi. Annarri tón- ‘ leikaröð verður síðan hleypt af stokk- unum upp úr miðjum september og er þá stefnt að þyngri dagskrá. Kaffíleikhúsið í Reykjavík hóf tón- leikaröð í sumar í svipuðum anda og Iðnó þar sem léttleiki hefur svifíð yfír vötnum. Fjölbreytni var látin ráða ríkjum og komu fram djasslistamenn sem klassískar söngkonur auk fleiri listamanna. Sumartónleikaröð Kaffi- leikhússins heldur áfram fram á haustið og munu tónleikar á Djasshá- ■; tíð Reykjavíkur m.a. ganga inn^J. Sumartónleikaröðina. „Sérkenm Kaffileikhússins felast í þeirri sér- ; stöku stemmningu og andrúmslofti, sem fylgir því að gestir sitja við borð s og fá sér drykki á meðan á tónleikum | og sýningum stendur," segir Jóhanna : Vigdís Guðmundsdóttir, einn að- i standenda Kaffileikhússins. „Gestir I okkar kunna vel að meta þetta form, | sem sést best á því að fleiri leikhús eru farin að bjóða upp á svipað fyrir- | komulag." | Ef orða mætti niðurstöðu af þess- ■« ari samantekt yrði hún á þá leið að I skipulagning tónleikaraða og tónlist* | arhátíða helst í hendur við vitneskju um ferðamenn, innlenda sem erlenda * í nágrenni við tónleikastaðina. Af samtölum við skipuleggjendur tón- leikaraða og -hátíða verður ekki ann- að séð en að tónlist sé kærkominn kostur sem margir þiggja með þökk- um enda má segja að aðsókn hafi undantekningarlítið verið mjög gútð f hvar sem drepið var niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.