Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 4fJ Titill Síðasta vika Alls 1. (-) Blade 1.229 m.kr. 17,1 m.$ 17,1 m.$ 2. (1.) Saving Private Ryan 730m.kr. 10,1 m.$ 142,7 m.$ 3. (4.) There's Something About Mary 554 m.kr. 7,7 m.$ 104,0 m.$ 4. (2) How Stella Got Her Groove Back 466 m.kr. 6,5 m.$ 22,1 m.$ 5. (5.) Snake Eyes 363m.kr. 5,0 m.$ 40,5 m.$ 6. (-) Dead Man on Campus 339m.kr. 4,7 m.$ 4,7 m.$ 7. (7.) Ever After: A Cinderella Story 329m.kr. 4,6 m.$ 42,3 m.$ 8. (-) DanceWithMe 325 m.kr. 4,5 m.$ 4,5 m.$ 9. (8.) The Parent Trap 280m.kr. 3,9 m.$ 51,1 m.$ 10. (3 ) The Avenners 264 m.kr. 3,7 m.$ 17,8 m.$ Blóðsug’uliasar velti Spielberg úr sessi HASARMYNDINNI „Blade“ tókst um síðustu helgi að velta stríðsmynd Stevens Spielbergs, „Saving Private Ryan“, úr toppsæti vinsældalistans en þar hafði hún setið í fjórar vikur. Það er Wesley Snipes sem leikur söguhetjuna í „Blade“. Myndin er byggð á samnefndu hasarmynda- blaði sem fjallar um ofurhetju sem er að hálfu maður og að hálfu blóð- suga. Erkióvin hans og höfðingja blóðsugnanna leikur Stephen Dorff. Blóðsuguhasar- inn fékk litla sam- keppni frá öðrum frumsýningar- myndum vikunnar en myndimar „Dead Man on Campus" og „Dance With Me“ náðu ein- ungis sjötta og átt- unda sæti listans. Að sögn framleið- anda „Blade“ virð- ist myndin höfða til breiðari áhorfenda- hóps en búist var við og fleiri konur og fólk á aldrinum 25 til 49 voru meðal áhorfenda en reikn- að hafði verið með. Nýjasta mynd gamanleikarans Leslie Nielsens, „Wrongfully Accused“, byrjaði heldur illa og náði einungis 12. sæti listans. Þetta er þriðja eftirhermu- grínmyndin sem er frumsýnd vestra í sumar með fremur slökum árangri og þykir framtíð þeirra ekki glæsileg. Gamanmynd með Cameron Diaz og Matt Dillon, „There’s Something About Mary“, klifraði upp í þriðja sæti listans og náði þeim merka áfanga að komast yfir 100 milljóna dollara múrinn. „The Avengers“ með Ralph Fiennes og Uma Thur- man, sem var frumsýnd í síðustu viku, náði ekki að sigrast á nei- kvæðum orðrómi og datt niður í tí- unda sætið. WESLEY Snipes var heiðraður með stjörnu um helgina og fór á toppinn með myndina „Blade“. BOURJOIS • Kynning verður i dag, miðvikudag í -r LYFJU, LÁGMÚLA kl. 13—18 og á laugardag i HAGKAUP, SKEIFUNNI, kl. 13—18 Gréta Boða förðunarmeistari veitir ráðgjöf / Páll Óskar og hljómsveitin Casino leika fyrir dansi á Spariballi Hótel Sögu laugardagskvöldið 29. ágúst. Forsala aðgöngumiða í Japis. FOLK I FRETTUM Systir Lennons komin í leitirnar BRESK kona, Ingrid Pedersen, sagði í viðtali við dagblaðið The Sun á mánudag að hún væri hálfsystir Bítilsins Johns Lennon sem móðir þeirra gaf til ættleiðingar fyrir 53 árum. Ingrid hitti Lennon aldrei en hann hafði eytt mörgum árum í að leita systur sinnar án árang- urs.^ „Ég vissi að John vildi meira en nokkuð annað hitta mig og það gildir um mig. En því var greinilega ekki ætlað að gerast. Eg sá hann bara í sjónvarpinu og utan á plötuumslögum," sagði Ingrid dagblaðinu. Það var á miðjum sjöunda ára- tugnum að Lennon komst að því að móðir hans hefði eignast stúlkubarn eftir að hafa átt í ást- arsambandi með hermanni. Stúlkan var ættleidd af norskum sjómanni og eiginkonu lians frá Liverpool. Lennon réð einka- spæjara og bjó til auglýsingar þar sem hann bað hana um að hafa samband við sig. Hann vissi hins vegar ekki að nafni stúlkunnar hafði verið breytt úr Victoria Elizabeth í Ingrid og því tókst honum aldrei að hafa uppi á lienni. Ingrid, sem segist hafa átt fæð- ingar\'ottorð og ættleiðingarskjöl til að staðfesta fullyrðingar sín- ar, var sagt árið 1966 að hún væri skyld einum meðlim vinsæl- ustu hljómsveitar Bretlands en ákvað að hafa ekki samband við Lennon af ótta við að særa fóst- urforeldra sína. Fósturmóðir hennar lést í síð- asta mánuði og í kjölfarið ákvað Ingrid að gera ætterni sitt kunn- ugt og segist hafa mikinn áhuga á að hitta ættingja Lennons, þar á meðal Yoko Ono og syni Lennons þá Julian og Sean. „Loksins get ég viðurkennt hver ég er, litla systirin sem John elskaði en gat aldrei fundið. Ég hélt þetta leyndarmál einungis vegna mömmu en nú þegar hún er látin þá langar mig að finna hina raunverulegu fjölskyldu mína,“ sagði Ingrid. John Lennon ólst upp hjá Mimi frænku sinni eftir að foreldar hans skildu. Móðir hans, Julia, Iést í bílslysi árið 1958. Handklæðaofnar Vandaðir handklæðaoíiiar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. JOHN Lennon leitaði hálfsyst- ur sinnar ákaft en án árangurs. Lagerstærðir: 700 x 550 mm 1152 x 600 mm 1764 x 600 mm Heildsöludreifing: , Smíðjuvegi 11, Kópavogi Sími 564 1088, fax564 1089 Lyfta frá Cibes Hiss í Svíþjóð fyrir hjólastóla, fólks- og vöruflutninga. Verð á lyftu er ferðast um 3,5 m frá 799.000 án vsk. Uppsetning og annar kostnaður innifalinn. ✓ Engin aðskilin rými (lyftugöng) ✓ Ekkert lyftuhús ✓ Engin lyftugryfja ✓ Engin sérsmíði á húsnæði ✓ Auðveld uppsetning fm RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf ‘ Skipholti 24, sími 5111122, fax 5111123 Netfang: raflagnir.islands@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.