Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 209. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðsamleg mótmæli í Albaníu Tírana. Reuters. FATOS Nano, forsætisráðherra Albaníu, ítrekaði í gær ásakanir á hendur Sali Berisha, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að flokkur hans, Lýðræðisflokkur- inn, hefði reynt að ræna völdum í landinu um helgina. Berisha sagði fyrr í gær að staðhæfingar um að átökin um helgina hafi verið tilraun til valdaráns „al- geran hugarburð". Nano var afar harðorður í sjónvarpsávarpi sínu og sagði að sljórnvöld myndu einungis ábyrgjast öryggi Berishas og annarra sem sakaðir eru um valdaránstilraun ef þeir afhentu vopn sín. Kallaði hann Berisha „leiðtoga vopnaðs gengis sem ítrekað hefur framið lögbrot". Nano virtist samt sem áður gefa í skyn að viðræður við stjórnar- andstæðinga væru mögulegar svo fremi þeir afvopnuðust. „Eg útiloka í grundvallaratriðum ekkert þegar kemur að póli- tískri lausn.“ Um þijú þúsund manns söfn- uðust saman á Skanderbeg-torgi í miðborg Tíraua í gær og hélt fólkið síðan til höfuðstöðva Lýð- ræðisflokksins, þar sem Berisha flutti ávarp og kallaði Nano m.a. „hryðjuverkamann". Höfðu stjórnvöld bannað gönguna en þótt íjölmennt lið lögreglu- manna fylgdist með grátt fyrir járnum hefði það ekki uppi til- burði til að hefta för göngu- manna. Á myndinni má sjá Ber- isha gefa mótmælendum sigur- merki. Rauter Clinton Ný rikisstjórn Rússlands Greiðslu lífeyris og vangoldinna launa lofað Moskva. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að ríkisstjórn hans yrði vænt- anlega fullskipuð á morgun. I gær var tilkynnt að Alexander Sjokín, formaður flokks Viktors Tsjernomyrdíns, fyrrverandi for- sætisráðherra, myndi verða einn af aðstoðarforsætisráðhernmum í nýrri stjórn. Prímakov átti í gær fund með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í fyrsta sinn eftir að hann var skipað- ur forsætisráðherra. Að fundinum loknum sagði Prímakov að Jeltsín styddi fyrirætlanir hans í efnahags- málum. Hann skýrði ekki nánar í hverju þær fælust, en ítrekaði að greiðsla vangoldinna launa og líf- eyris hefði algjöran forgang. Prímakov hitti einnig Viktor Gerasjenkó seðlabankastjóra að máli í gær. Gerasjenkó tjáði frétta- mönnum að nauðsynlegt væri að prenta peninga til að greiða launa- skuldirnar, en óttast er að það muni leiða til óðaverðbólgu. Prímakov fullyrti þó í gær að hann myndi ekki líða að nýtt verðbólgufár tæki sig upp í landinu. Milli tveggja elda Prímakov hefur undanfarna daga ráðfært sig við umbótasinnaða hag- fræðinga sem tóku þátt í að móta efnahagsstefnuna í valdatíð Mik- hafls Gorbatsjovs, og þykir það benda til þess að stefnubreytinga sé að vænta í efnahagsmálum. Stjórn- málaskýrendur velta nú vöngum yfir því hvernig Prímakov muni takast að svara ólíkum kröfum um efna- hagsráðstafanir. Þar er hann milli tveggja elda, annars vegar komm- únista, sem leggja áherslu á að byrðar almennings verði léttar, og vestrænna lánardrottna hins vegar, sem eru líklegir til að draga úr fjár- hagsaðstoð ef markaðsumbótum verður ekki fram haldið. njóti sál- gæslu Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, mun framvegis njóta leið- sagnar og handleiðslu kirkjunnar manna við að feta einstigi dyggðar- innar. Að sögn heimildamanna Reuters mun forsetinn eiga viku- lega fundi með prestum, þar sem hann ræðir persónulegan vanda sinn, „axlar ábyrgð gjörða sinna“ og „glímir við freistingamar, sem hann hefur hingað til átt erfitt með að standast". „Við viljum að hann skilji ástæð- ur þess að hann syndgaði og spillti fyrir lífi sínu og forsetaembættinu,“ sagði Tony Campolo, babtistaprest- ur og prófessor í félagsfræði, sem meðal annarra mun aðstoða forset- ann. „Við munum veita honum þá sálgæslu sem hann þarfnast, svo hann falli ekki í freistni á ný.“ Síðastliðinn föstudag átti forsetinn bænafund með trúarleiðtogum þar sem hann sagðist iðrast þess að hafa haldið framhjá með Mönicu Lewin- sky og lofaði að slíkt myndi ekki end- urtaka sig. Clinton hafði sjálfur frumkvæði að því að fá stuðning og handleiðslu með þessum hætti. Astandið á landamærum Irans og Afganistans Iranski herinn í viðbragðsstöðu Teheran. Reuters. ÆÐSTI trúarleiðtogi írana og yfir- maður heraflans skipaði í gær hernum að vera í viðbragðsstöðu vegna „ástandsins" í Afganistan, sem hann sagði vera mjög alvar- legt. Ekki er þó talið líklegt, að ír- anir ráðist inn í landið að sinni og Talebanar, sem ráða þar ríkjum, hafa hvatt þá til viðræðna. Ali Khamenei erkiklerkur sagði á fundi með yfirmönnum byltingar- varðarins, að ástandið í Afganistan væri mjög alvarlegt og hernum bæri að afstýra þeirri hættu, sem steðjaði að Iran og írönum. Sagði hann þetta aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að komið var með til Teheran-flugvallar lík sjö íranskra sendimanna, sem drepnir voru í Afganistan. „Dauði yfir Talebönum" Mohammad Khatami, forseti Irans, sagði í ræðu, sem hann flutti á flugvellinum, að staðinn yrði vörður um íranska lýðveldið og ætt- ingjar hinna látnu og aðrir syrgj- endur kröfðust „dauða yfir Tale- bönum“. Verða sendimennirnir grafnir með viðhöfn á fóstudag. Iranski byltingarvörðurinn, sveitir, sem áttu mikinn þátt í að steypa keisaranum af stóli fyrir 20 árum, lýsti í gær yfir, að hann væri reiðubúinn til að koma „kúguðum og auðmjúkum Afgönum til hjálp- ar“. „Glæpamenn Talebana og bak- hjarlar þeirra skulu vita, að við er- Reuters BILL Clinton virtist í þungum þönkum á fundi Bændasamtaka Bandaríkjanna í gær. Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings fundaði fyrir luktum dyrum í gær. Þar var tekist á um hvort birta ætti myndbandsupptöku af yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérstaks saksókn- ara, yfir Bill Clinton 17. ágúst sl. Nefndin hefur frest til 28. sept. nk. til þess að komast að niðurstöðu um birtinguna. ■ Lögfræðingar Clintons/20 um tilbúnir að hefna hinna kúg- uðu,“ sagði í yfirlýsingu byltingar- varðarins. Boða miklar heræfíngar Sérfræðingar í írönskum málefn- um telja ekki líklegt, að Iranir ráð- ist inn í Afganistan að sinni en úti- loka þó ekki takmarkaðar árásir. Þeir hafa hins vegar mikinn áhuga á að hjálpa trúbræðrum sínum í landinu, shíta-múslímum, en Tale- banar eru sunni-múslímar. Segja íranir, að Talebanar hafi komið óorði á íslamska trú. Iranir eru nú með um 70.000 her- menn við landamærin að Afganist- an og segja, að meira en 200.000 hermenn muni taka þátt í heræf- ingum þar á næstunni. Leiðtogi Talebana, Mohammad Omar, hvatti í gær Irani til að koma til viðræðna og kvaðst hann mundu samþykkja milligöngu annan-a í því skyni. ftalía Sjónvarps- sápurnar á útlensku Róm. Reuters. VERKFALL ítalskra leikara sem vinna við hljóðsetningu sjónvarpsefnis er nú farið að reyna á þolrif unnenda sápu- ópera en þeir þurfa nú að gera sér að góðu að lesa þýðingar- texta á sjónvarpsskjánum. „Enn ber mikið í milli,“ seg- ir Sandro Piombo, samninga- maður leikaranna, sem lögðu niður vinnu í júlí sl. Flestir sem starfa við hljóðsetningu erlends sjónvarpsefnis og kvikmynda á Italíu eru leikar- ar að mennt. Þeim er í mun að tryggja gæði hljóðsetningar- innar og segja það aðeins hægt með því að gera allsherjar- samning um kaup og kjör við sjónvarpsstöðvar og fyrirtæki sem dreifa erlendum kvik- myndum. Lesið með gamla laginu ítalir eiga því ekki að venj- ast að lesa texta á sjónvarps- skjá og kunna því illa. Sjón- varpsstöðin sem sýnir banda- rísku sápuna Glæstar vonir til- kynnti að þátturinn yrði lesinn með gamla laginu þar til samn- ingar næðust, sem þýðir að þulur les allar raddir leikara jafnóðum og þátturinn er sendur út. Leysist deilan ekki innan skamms er viðbúið að nýjar erlendar kvikmyndir fari óhljóðsettar í almenna dreif- ingu á Italíu, landsmönnum til lítillar hrifningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.