Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lýst eftir manni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Jóhannesi Baldri Guðmunds- syni. Jóhannes Baldur er 24ra ára, 184 cm á hæð, grannvaxinn með aflitað, hvítt, stutt hár og með eymalokk í vinstra eyra. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóhannesar Baldurs sl. viku eða vita hvar hann er nú eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. --------------- Barn fyrir bfl FJÖGURRA ára drengur varð íyrir bíl við Snarengi í Grafarvogi á sjötta tímanum í gær þegar hann hljóp á eftir bolta út á götu. Dreng- urinn var fluttur á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis benti ekk- ert til alvarlegra áverka að lokinni rannsókn en drengurinn eyddi nótt- inni á barnadeild þar sem fylgst var með líðan hans. Kjararannsöknar- nefnd um launahækkanir Mest hjá iðnaðar- mönnum LAUN iðnaðarmanna hækk- uðu um 11,4% að meðaltali milli fjórða ársfjórðungs 1997 og sama ársfjórðungs árið áð- ur, en laun skrifstofukvenna hækkuðu um 6,6% á sama tíma. Þetta kemur fram í frétt frá Kjararannsóknamefnd. Sam- kvæmt könnun nefndarinnar hækkaði greitt tímakaup paraðs úrtaks landverkafólks innan ASÍ um 9,1% að meðal- tali milli fjórða ársfjórðungs 1996 og 1997. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 1,8% á sama tíma þannig að kaup- máttur greidds tímakaups jókst um 7,2% á þessu tíma- bili. Eins og fyrr sagði hækkaði tímakaup iðnaðarmanna mest eða um 11,4% og afgreiðslu- konur hækkuðu næstmest eða um 10,7% að meðaltali. Þá hækkuðu laun verkakarla um 10,2% að meðaltali og af- greiðslukarla um 9,4%. Laun skrifstofukarla hækkuðu um 8,2%, verkakvenna um 8% og skrifstofukvenna um 6,6% að meðaltali. Hannes Hlífar kominn í þriðju umferð AUKAKEPPNI um síðustu sætin í þriðju umferð á svæðamóti Norður- landa var tefld í gær, en mótið er haldið í Munkebo á Fjóni i Dan- mörku. Hannes Hlífar Stefánsson vann báðar atskákimar við Helga Ólafsson, og er þar með kominn í 3. umferð. Aðeins sex keppendur eru nú eft- ir í mótinu og hefjast úrslitaeinvigin í dag. Hannes Hlífar teflir við norska stórmeistarann Rune Djur- huus, Daninn Peter Heine Nielsen teflir við Tom Wedberg frá Svíþjóð og Einar Gausel Noregi við Svíann Ralf Ákesson. Sigurvegararnir í þessum þrem- ur einvígjum vinna sér rétt til þátt- töku á heimsmeistaramóti alþjóða- skáksambandsins, sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum í des- ember. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hreindýr í skotfæri Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. ÞAÐ er tilkomumikil sjón þegar stór hreindýrahjörð rennur fyrir í skotfæri og gaman að fylgjast með dýrunum fara bítandi yfir og heyra baulið í þeim. í þetta skiptið var skyttan aðeins vopn- uð myndavél og festi hópinn á filmu þar sem hann fór bítandi yfir í Svartöldu við Aðalbólsveg á Fljótsdalsheiði. Ríkisútvarpið fundaði með 50 fulltrúum framhaldsskóla Enn óvíst hver sér um Gettu betur í vetur RÍKISÚTVARPIÐ átti í gær fund með um 50 fulltrúum framhalds- skóla á landinu um framtíð spum- ingakeppni framhaldsskólanna, sem farið hefur fram í Sjónvarpinu og á Rás 2 undir nafninu Gettu bet- m- undanfarin 13 ár, og lauk honum án þess að niðurstaða fengist. Full- trúar frá Islenska útvarpsfélaginu kynntu framhaldsskólanemum um helgina hugmyndir um það hvemig halda mætti keppnina og er nú óráð- ið hver mun sjá um hana í vetur. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, sagði í gær að fundurinn hefði hafist klukkan fimm og lokið einum og hálfum tíma síðar. Sennilega yrði ræðst við aftur í dag, en markmið- ið væri að keppnin yrði „okkur og þeim til sóma“. „Við ræddum þetta fram og til baka,“ sagði Bjami. ,Á fundinn komu um 50 fulltrúar Félags fram- haldsskólanema,víða að af landinu, og jafnframt tengdust fulltrúar frá Egilsstöðum, Akureyri og Isafirði inn á fundinn í gegnum síma.“ Hann sagði að samningar við framhaldsskólana snemst að miklu leyti um peninga. Spurt væri hversu mikils fjárstuðnings mætti vænta frá Sjónvarpinu vegna keppninnar, en fyrir lægi tilboð frá íslenska útvarpsfélaginu. Einnig hefði verið rætt með hvaða hætti mætti efla þáttinn. Ríkisútvarpið hefur styrkt kepp- endur til ferðalaga og tekið þátt í gistingarkostnaði. Á lokastigum keppninnar hefur stofnunin einnig tekið þátt í ferðakostnaði stuðn- ingsmanna. Peningahliðin órædd Bjarni sagði að eftir ætti að ræða alla útfærslu peningahliðarinnar nánar. Ríkisútvarpið hefur nú sótt um að heiti þáttarins, Gettu betur, verði skráð. Bjarni sagði að það væri í raun aukaatriði hver ætti þáttinn eða hvort einhver ætti hann: „Aðalatriðið er að ná samn- ingum, en við skoðum okkar réttar- stöðu samhliða og við höldum ekki keppnina nema eiga gott samstarf við framhaldsskólana.“ Hreggviður Jónsson, forstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, sagði í gær að það væri fulltrúa framhaldsskól- anna að ákveða hvort þættimir yrðu hjá ÍÚ eða RÚV. Hann vildi ekki velta fyrir sér eignarrétti á þættinum, en sagði að það hefði komið til tals að skrá nafnið á hon- um, Gettu betur, en fallið hefði ver- ið frá þvi. Ekki voru allir ánægðir með keppnina síðasta vetur og kom meðal annars fram óánægja með dómgæslu. Menntaskólinn við Hamrahlíð gerði athugasemdir við dómgæslu í úrslitaviðureigninni við Menntaskólann í Reykjavík og krafðist þess að MH-ingum yrði dæmdur sigurinn, en útvarpsráð hafnaði þeim kröfum. Haft var eftir Hreggviði Jóns- syni í íyrradag að aðilar, sem tengst hefðu spurningakeppninni síðast, hefðu komið að máli við ís- lenska útvarpsfélagið og borið við óánægju með framkvæmd keppn- innar síðast. I framhaldi af því hefði kynningarfundurinn á hugmyndum IÚ verið haldinn á sunnudag. Andlát GUNNAR BJARNASON GUNNAR Bjamason hrossaræktarráðunautur og kennari lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í gær- kvöldi á 83. aldursári. Gunnar var þjóðkunnur fyrir störf sín að hrossa- rækt og kynningu ís- lenska hestsins erlendis. Gunnar Bjamason var fæddur á Húsavik 13. desember 1915, son- ur hjónanna Þórdísar Ásgeirsdóttur og Bjarna Benediktssonar kaup- manns. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá MA árið 1933 og varð búfræðing- ur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1936. Þá tók hann árið 1939 BSc. próf frá Den kongelige Veter- inær- og Landhohojskole í Kaup- mannahöfn og var áfram í starfs- þjálfun við hrossadóma og kynbóta- skipulag í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi. Gunnar var hrossaræktar- og hestaverslunarráðunautur hjá Bún- aðarfélagi íslands árin 1940 til 1961, var skólastjóri Bændaskólans á Hól- um 1961-62 og kennari við Bænda- skólann á Hvanneyri 1947-1961 og 1963-1972. Þá var hann alifugla- og svínaræktarráðunautur hjá Búnað- arfélaginu árin 1963-1978 og hesta- útflutningsráðunautur hjá landbúnaðarráðu- neytinu og Búnaðarfé- lagi íslands 1965-87. Þá sat Gunnar um ára- bil í flokksráði og skipu- lagsnefnd Sjálfstæðis- flokksins. Hann var einn af stofnendum Lands- sambands hestamannafé- laga og stóð fyrir fyrstu landssýningu kynbóta- hrossa af reiðhestaættum hérlendis á Þingvöllum árið 1950. Einnig skrifaði hann kennslubækur og tók saman Ættbók og sögu íslenska hestsins á 20. öld sem út kom í sjö bindum. Gunn- ar var heiðursfélagi Landssambands hestamannafélaga, Félags tamninga- manna og nokkurra hestamannafélaga innanlands og utan. Gunnar Bjarnason var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Svava Hall- dórsdóttir og eru synir þeirra Hall- dór og Bjarni. Síðari kona hans var Guðbjörg Jóna Ragnarsdóttir og eru börn þeirra Gunnar Ásgeir og Regína Sólveig. Gunnar Bjarnason var fréttaritari Morgunblaðsins um langt skeið og átti Morgunblaðið við hann langt og farsælt samstarf sem þakkað er fyrir nú að leiðarlokum. í dag A MIÐVIKUDOGUM 4SÍDUíi vw BJOMIM TIL UTALEIKS J f i J_ á Tók ísland fram yfir Svíþjóð B1 Arnar á | skotskónum : með Bolton B4 Aston Villa slapp fyrir horn B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.