Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 8

Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einhverja viðbótardollara gæti svo daman nælt sér í með því að leyfa fólki að koma við blettinn... PRÝÐISVEIÐI er enn í Soginu þótt nokkuð hafí dregið úr árangri veiðimanna í kuldakastinu að und- anfömu. Heildartalan í vikubyrjun var 333 laxar af þekktustu svæðun- um, Alviðru, Bfldsfelli, Ásgarði og Syðri-Brú. Allt síðasta sumar veidd- ust 252 laxar og svipað 1996 og þar sem veitt er til 28. september er Ijóst að talan í ár verður, og er raunar þegar orðin, miklu hærri. Pað er óvænt staða í Soginu, að Bfldsfell er með mestu heildarveið- ina, 111 laxa. Næst á eftir kemur Alviðra með 102 laxa, Syðri-Brú með 62 laxa og Ásgarður með 58 stykki. Veiðin í Ásgarði veldur kannski mestu vonbrigðunum og ár og dagur er síðan Bfldsfell sló Ás- garð út. Venjan er sú, að Ásgarður gefí betur framan af sumri, en Bíldsfellið kemur sterkar inn er líð- ur að hausti. Þetta hefur ekki verið þannig í sumar og veiðin í Bíldsfelli verið jöfn á meðan Ásgarður hefur verið daufur. Besta veiðin er þó klárlega í Syðri-Brú, því veiðin þar er öll tekin á eina stöng. Nær allur aflinn er auk þess tekinn úr einum veiðistað, Landaklöpp. Heildarveið- in er þó meiri í Soginu, því lax hefur einnig verið að reytast upp á Torfa- stöðum og í Þrastarlundi. Lélegri vertíð í Gljúfurá lokið Aðeins 152 laxar veiddust í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og þykir það lélegt á þeim vígstöðvum. Veiðin í ánni hefur þó sveiflast mjög síðustu árin og verið allt frá 73 löx- um 1987 og 97 löxum 1990 upp í 356 laxa 1995. Kunnugir telja að lítið hafí verið af laxi í ánni í sumar, gagnstætt því sem var 1 flestum eða öllum ám í sama landshluta. Áin hélt meira að segja þokkalegu vatni lengur en flestar í þuirkunum í júlí vegna vatnsmiðlunar í Langavatni. En er hún þvarr varð áin afar lítil og ræfilsleg. Þegar úr rættist í ágúst bjuggust menn við bata og þá gekk vissulega eitthvað af Iaxi. En bara miklu minna en reiknað var með. Nýlega var Gljúfurá boðin út, þ.e.a.s. leigusamningur SVFR er út- runninn og væntanlega upphefst kapphlaup um ána. Léleg veiði í henni í sumar kann þó að leika vissa rullu í verkinu sem framundan er. Mikill fiskur en róleg veiði Þokkaleg veiði er í Grenlæk og Jónskvísl um þessar mundir. Að sögn Agnars Davíðssonar á Fossum komu göngur upp á hundruð físka í kjölfar vatnavaxtanna um mánaða- mótin og var veiði mjög góð í fram- haldi. Nú væri hins vegar róri-a yfir veiðiskapnum, enda hefur verið fremur svalt og bjart veður. „Það er þó reytingur og menn eru yfírhöfuð ánægðir. Þetta er vænn fískur, eng- ir risar ennþá, en þeir stærstu all- nokkrir 7 til 9 punda,“ sagði Agnar. 'Barbtf ■BBLIOIÍKKUR OG FYLGIHLUTIR Fást í leikfangaverslunum, boka-og ritfangaverslunum, stórmörkuðum og matvörubúðum um alit land DREIFJNGARAÐJU Sími: 533-1999, Fax: 533-1995j Ráðstefna um kaupskipaútgerð Stofnun auka- skráningar á Islandi? Alþjóðleg ráðstefna um kaupskipaút- gerð með áherslu á aukaskráningar kaup- skipa verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu fóstudaginn 18. septem- ber. Fundarstjóri og fundarboðandi er Sigurð- ur Sigurgeirsson skipa- rekstrarfræðingur hjá Oceanic Shipping & Chartering Ltd. í London. ,Á- undanförnum miss- erum hefur skapast tals- verð umræða um öra hnignun og fjöldaútflögg- un kaupskiptaflotans á Islandi. Þessari ráðstefnu er ætlað að vera innlegg í þessa umræðu og til hennar hefur verið boðið fyrirlesurum frá þeim siglingaþjóðum sem sumar hverjar hafa lagt út í nokkuð rót- tækar aðgerðir eins og stofnun aukaskipaskráninga (offshore registers) með ákveðnum skatta- fríðindum til að ná til baka heimaflotanum og til að skapa þriðja aðila viðskipti. Við höfum gefið þessum fundi nafnið Maritime Reykjavík en þema fundarins er þróun far- mennsku og kaupskipaútgerðar í heiminum undanfarna áratugi útfrá sjónarmiðum og reynslu þriggja til fjögurra stærstu sigl- ingaþjóða heims eins og Noregs, Bretlands, Bahamaeyja og Kýp- ur ásamt auðvitað íslandi." - Hverjir hulchi fyrirlestra á fundinum? „Margir sem koma fram á þessari ráðstefnu gegna lykil- hlutverki í kaupskiparekstri, hver í sínu landi og eru því óum- deilanlega áhrifavaldar á heims- markaði. Þar má fyrstan nefna Jim Buckley sem er forstjóri elstu og frægustu skipakauphallar í heimi, The Baltic Exchange í London. Stór hluti skipa- og farmviðskipta í heiminum fer daglega um þessa kauphöll sem á sér langa og merkilega sögu en hún var eins og menn muna sprengd í loft upp af IRA-sam- tökunum fyrir sex árum. Þá heldur John Dempster fyr- irlestur en hann er í forsvari fyr- ir þriðja stærsta siglingaflota heims, Bahamas skipaskráning- una. Henni er nú stjómað frá London en þar fer stærsti hluti skipaviðskipta heimsins fram. Fulltrúi íslands á ráðstefnunni er Olafur Ólafsson forstjóri Samskipa hf. Fyrir- tækið hefur verið í mikilli sókn undir hans stjórn á síðustu misserum. Hann mun m.a. ræða þátttöku íslenskra kaupskipaútgerða í alþjóðlegri samkeppni og hugmyndir um aukaskráningu á Islandi. Einn framsögumaðurinn sem mig langar að nefna sérstaklega er Rolf Sæther forstjóri samtaka Sambands norski-a kaupskipaút- gerða með aðsetur í Ósló. Noregur er meðal stærstu og öflugustu siglingaþjóða heimsins eftir að hafa stofnað NlS-skrán- inguna fyrir um tíu ámm. Á þeim tíma áttu Norðmenn við svipað vandamál að stríða og Is- lendingar eiga í dag þ.e. að kaup- Sigurður Sigurgeirsson ► Sigurður Sigurgeirsson er fæddur í Reykjavík 10. október árið 1958. Haim er sjómanna- skólagenginn, og starfaði um árabil sem vélstjóri bæði á togur- um og farskipum. Hann hélt síð- an til London og Cardiff í fram- haldsnám í skiparekstrarfræðum og stjórnun. Hann útskrifaðist árið 1990 og starfaði um skeið hjá Eimskipafélagi fslands. Að því loknu hóf hann störf hjá Sumo Shipmanagement Ltd. í London og starfaði þar sem for- stöðumaður skiparekstrarsviðs. Sigurður starfar nú sem skipa- miðlari og forstöðumaður skipa- rekstrardeildar hjá Oceanic Shipping & Chartering Ltd. í London. Eiginkona Sigurðar er Lóa Hjaltested og eiga þau tvö börn. Ungt fólk fer ekki í Sjó- mannaskól- ann í sama mæli og áður skipafloti þeirra var að hverfa úr landi. Norðmenn gripu til þess ráðs að stofna NlS-skráninguna þar sem fyrirtækjaeigendur fengu ákveðin skattafríðindi og rýmri mönnunaiTeglur á skipum. Engu að síður voru gerðar mjög strangar öryggiskröfur. Stofnun þessarar skráningar gerði að verkum að norskir út- gerðarmenn snéru til baka í stór- um stfl með skip sín. Þá er athyglisvert að þetta hafði einnig í för með sér að aukning varð á aðsókn í sjó- mannaskóla í Noregi.“ Sigurður segir að sér finnist stjórnvöld alls ekki hafa sýnt þessari starfs- grein næga virðingu á íslandi síðustu áratugina og því hafi menntun sjómanna og far- mennska borið stóran skaða af. - Með hvaða hætti? „Það hefur nú þegar skapast alvarlegt kyn- slóðabil í faimanna- stétt. Ungt fólk fer ekki lengur til sjós í ________ sama mæli og áður. Menn fara ekki lengur í Sjómannaskólann sem á móti hefur þurft að berjast fyrir til- verurétti sínum á seinni árum. Þetta er skammarlegt ástand sem ætti ekki að viðgangast hjá siglingaþjóð." Fundurinn, sem hefst klukk- an 13 næsta föstudag, er öllum opinn. Sigurður segist vilja hvetja farmenn og sjómenn ásamt forystumönnum far- manna svo og stjórnmálamenn og forystumenn þjónustufyrir- tækja sem auðsjáanlegra hags- muna eiga að gæta að mæta á þessa ráðstefnu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.