Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einhverja viðbótardollara gæti svo daman nælt sér í með því að leyfa fólki að koma við blettinn... PRÝÐISVEIÐI er enn í Soginu þótt nokkuð hafí dregið úr árangri veiðimanna í kuldakastinu að und- anfömu. Heildartalan í vikubyrjun var 333 laxar af þekktustu svæðun- um, Alviðru, Bfldsfelli, Ásgarði og Syðri-Brú. Allt síðasta sumar veidd- ust 252 laxar og svipað 1996 og þar sem veitt er til 28. september er Ijóst að talan í ár verður, og er raunar þegar orðin, miklu hærri. Pað er óvænt staða í Soginu, að Bfldsfell er með mestu heildarveið- ina, 111 laxa. Næst á eftir kemur Alviðra með 102 laxa, Syðri-Brú með 62 laxa og Ásgarður með 58 stykki. Veiðin í Ásgarði veldur kannski mestu vonbrigðunum og ár og dagur er síðan Bfldsfell sló Ás- garð út. Venjan er sú, að Ásgarður gefí betur framan af sumri, en Bíldsfellið kemur sterkar inn er líð- ur að hausti. Þetta hefur ekki verið þannig í sumar og veiðin í Bíldsfelli verið jöfn á meðan Ásgarður hefur verið daufur. Besta veiðin er þó klárlega í Syðri-Brú, því veiðin þar er öll tekin á eina stöng. Nær allur aflinn er auk þess tekinn úr einum veiðistað, Landaklöpp. Heildarveið- in er þó meiri í Soginu, því lax hefur einnig verið að reytast upp á Torfa- stöðum og í Þrastarlundi. Lélegri vertíð í Gljúfurá lokið Aðeins 152 laxar veiddust í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og þykir það lélegt á þeim vígstöðvum. Veiðin í ánni hefur þó sveiflast mjög síðustu árin og verið allt frá 73 löx- um 1987 og 97 löxum 1990 upp í 356 laxa 1995. Kunnugir telja að lítið hafí verið af laxi í ánni í sumar, gagnstætt því sem var 1 flestum eða öllum ám í sama landshluta. Áin hélt meira að segja þokkalegu vatni lengur en flestar í þuirkunum í júlí vegna vatnsmiðlunar í Langavatni. En er hún þvarr varð áin afar lítil og ræfilsleg. Þegar úr rættist í ágúst bjuggust menn við bata og þá gekk vissulega eitthvað af Iaxi. En bara miklu minna en reiknað var með. Nýlega var Gljúfurá boðin út, þ.e.a.s. leigusamningur SVFR er út- runninn og væntanlega upphefst kapphlaup um ána. Léleg veiði í henni í sumar kann þó að leika vissa rullu í verkinu sem framundan er. Mikill fiskur en róleg veiði Þokkaleg veiði er í Grenlæk og Jónskvísl um þessar mundir. Að sögn Agnars Davíðssonar á Fossum komu göngur upp á hundruð físka í kjölfar vatnavaxtanna um mánaða- mótin og var veiði mjög góð í fram- haldi. Nú væri hins vegar róri-a yfir veiðiskapnum, enda hefur verið fremur svalt og bjart veður. „Það er þó reytingur og menn eru yfírhöfuð ánægðir. Þetta er vænn fískur, eng- ir risar ennþá, en þeir stærstu all- nokkrir 7 til 9 punda,“ sagði Agnar. 'Barbtf ■BBLIOIÍKKUR OG FYLGIHLUTIR Fást í leikfangaverslunum, boka-og ritfangaverslunum, stórmörkuðum og matvörubúðum um alit land DREIFJNGARAÐJU Sími: 533-1999, Fax: 533-1995j Ráðstefna um kaupskipaútgerð Stofnun auka- skráningar á Islandi? Alþjóðleg ráðstefna um kaupskipaút- gerð með áherslu á aukaskráningar kaup- skipa verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu fóstudaginn 18. septem- ber. Fundarstjóri og fundarboðandi er Sigurð- ur Sigurgeirsson skipa- rekstrarfræðingur hjá Oceanic Shipping & Chartering Ltd. í London. ,Á- undanförnum miss- erum hefur skapast tals- verð umræða um öra hnignun og fjöldaútflögg- un kaupskiptaflotans á Islandi. Þessari ráðstefnu er ætlað að vera innlegg í þessa umræðu og til hennar hefur verið boðið fyrirlesurum frá þeim siglingaþjóðum sem sumar hverjar hafa lagt út í nokkuð rót- tækar aðgerðir eins og stofnun aukaskipaskráninga (offshore registers) með ákveðnum skatta- fríðindum til að ná til baka heimaflotanum og til að skapa þriðja aðila viðskipti. Við höfum gefið þessum fundi nafnið Maritime Reykjavík en þema fundarins er þróun far- mennsku og kaupskipaútgerðar í heiminum undanfarna áratugi útfrá sjónarmiðum og reynslu þriggja til fjögurra stærstu sigl- ingaþjóða heims eins og Noregs, Bretlands, Bahamaeyja og Kýp- ur ásamt auðvitað íslandi." - Hverjir hulchi fyrirlestra á fundinum? „Margir sem koma fram á þessari ráðstefnu gegna lykil- hlutverki í kaupskiparekstri, hver í sínu landi og eru því óum- deilanlega áhrifavaldar á heims- markaði. Þar má fyrstan nefna Jim Buckley sem er forstjóri elstu og frægustu skipakauphallar í heimi, The Baltic Exchange í London. Stór hluti skipa- og farmviðskipta í heiminum fer daglega um þessa kauphöll sem á sér langa og merkilega sögu en hún var eins og menn muna sprengd í loft upp af IRA-sam- tökunum fyrir sex árum. Þá heldur John Dempster fyr- irlestur en hann er í forsvari fyr- ir þriðja stærsta siglingaflota heims, Bahamas skipaskráning- una. Henni er nú stjómað frá London en þar fer stærsti hluti skipaviðskipta heimsins fram. Fulltrúi íslands á ráðstefnunni er Olafur Ólafsson forstjóri Samskipa hf. Fyrir- tækið hefur verið í mikilli sókn undir hans stjórn á síðustu misserum. Hann mun m.a. ræða þátttöku íslenskra kaupskipaútgerða í alþjóðlegri samkeppni og hugmyndir um aukaskráningu á Islandi. Einn framsögumaðurinn sem mig langar að nefna sérstaklega er Rolf Sæther forstjóri samtaka Sambands norski-a kaupskipaút- gerða með aðsetur í Ósló. Noregur er meðal stærstu og öflugustu siglingaþjóða heimsins eftir að hafa stofnað NlS-skrán- inguna fyrir um tíu ámm. Á þeim tíma áttu Norðmenn við svipað vandamál að stríða og Is- lendingar eiga í dag þ.e. að kaup- Sigurður Sigurgeirsson ► Sigurður Sigurgeirsson er fæddur í Reykjavík 10. október árið 1958. Haim er sjómanna- skólagenginn, og starfaði um árabil sem vélstjóri bæði á togur- um og farskipum. Hann hélt síð- an til London og Cardiff í fram- haldsnám í skiparekstrarfræðum og stjórnun. Hann útskrifaðist árið 1990 og starfaði um skeið hjá Eimskipafélagi fslands. Að því loknu hóf hann störf hjá Sumo Shipmanagement Ltd. í London og starfaði þar sem for- stöðumaður skiparekstrarsviðs. Sigurður starfar nú sem skipa- miðlari og forstöðumaður skipa- rekstrardeildar hjá Oceanic Shipping & Chartering Ltd. í London. Eiginkona Sigurðar er Lóa Hjaltested og eiga þau tvö börn. Ungt fólk fer ekki í Sjó- mannaskól- ann í sama mæli og áður skipafloti þeirra var að hverfa úr landi. Norðmenn gripu til þess ráðs að stofna NlS-skráninguna þar sem fyrirtækjaeigendur fengu ákveðin skattafríðindi og rýmri mönnunaiTeglur á skipum. Engu að síður voru gerðar mjög strangar öryggiskröfur. Stofnun þessarar skráningar gerði að verkum að norskir út- gerðarmenn snéru til baka í stór- um stfl með skip sín. Þá er athyglisvert að þetta hafði einnig í för með sér að aukning varð á aðsókn í sjó- mannaskóla í Noregi.“ Sigurður segir að sér finnist stjórnvöld alls ekki hafa sýnt þessari starfs- grein næga virðingu á íslandi síðustu áratugina og því hafi menntun sjómanna og far- mennska borið stóran skaða af. - Með hvaða hætti? „Það hefur nú þegar skapast alvarlegt kyn- slóðabil í faimanna- stétt. Ungt fólk fer ekki lengur til sjós í ________ sama mæli og áður. Menn fara ekki lengur í Sjómannaskólann sem á móti hefur þurft að berjast fyrir til- verurétti sínum á seinni árum. Þetta er skammarlegt ástand sem ætti ekki að viðgangast hjá siglingaþjóð." Fundurinn, sem hefst klukk- an 13 næsta föstudag, er öllum opinn. Sigurður segist vilja hvetja farmenn og sjómenn ásamt forystumönnum far- manna svo og stjórnmálamenn og forystumenn þjónustufyrir- tækja sem auðsjáanlegra hags- muna eiga að gæta að mæta á þessa ráðstefnu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.