Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 19 ERLENT Sjónvarpskappræður sænskra stjórnmálaleiðtoga fyrir kosningarnar um helgina Sigurvegarinn hvorki Persson né Bildt Reuters LEIÐTOGAR tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð, Göran Person, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, og Carl Bildt, leið- togi hægrimanna, ræða við fréttamenn að lokinni sjónvarpsútsendingu. Stokkhólmi. Morgunblaðið. „BILDT vann“. Fullyrðingin á for- síðu Expressen í gær á þó ekki við kosningarnar, heldur kappræður Göran Perssons forsætisráðheri’a og leiðtoga jafnaðarmanna og helsta keppinautar hans, Carl Bildts leið- toga Hægriflokksins. Bildt talaði um framtíðina, en dvaldist þó lengi við að verja stjórnartíma sinn 1991- 1994, sem Persson dró upp dökka mynd af. Keppinautarnir náðu sér lítt á flug og ýmsir fjölmiðlar héldu því fram í gær að sigurvegarnir hefðu hvorki verið Persson né Bildt, heldur Gudrun Schyman, leiðtogi Vinstriflokksins, og Alf Svensson, leiðtogi Kristilegra demókrata. Bildt hefur í kosningabaráttunni talað einna mest um framtíðina, en framtíðaráform hans eru ekki sér- lega ljós, utan hvað hann hyggst beita sér fyrir skattalækkun, at- vinnusköpun og inngöngu Svía í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. Framtíðarsýn Hægri- flokksins skýrðist heldur ekki í kappræðum stjórnmálaleiðtoganna tveggja á mánudagskvöldið. Persson hóf umræðurnar á harðri ádrepu á stjórn hægrimanna og tor- tryggði skattalækkunaráform Bildts, sem væri sama gamla hægristefnan. Persson hnykkti á að með skatta- lækkunai'áformunum lækkaði skatt- ur Bildts um 6.205 sænskar krónur á mánuði, um 55.000 kr. ísl, og endur- tók þessa fullyrðingu fjórtán sinnum í klukkustundailöngum kappræðun- um. Bildt benti á að hægristjórnin hefði tekið við þrotabúi, sem síðan hefði verið komið yfir versta hjall- ann, þegar stjórn jafnaðannanna tók við. Persson var áberandi harðvítugm-, vitnaði til eigin reynslu sem lágstétt- arstráks, sem vildi gera allt sem í sínu valdi stæði til að binda endi á „sænska stéttaþjóðélagið, sem ég hata“, eins og hann lýsti yfii' af mikl- um þunga. Skoðanakannanii- að lokn- um kappræðunum bentu til að áhorf- endum hefði þótt Bildt koma betur fyrir. Aðrir benda á hið gagnstæða og segja það um leið heldur dapur- legt að Persson skuli vinna á því að tala um stéttahatm- og hefnd. Tal af þessu tagi leiði óneitanlega hugann að stéttabaráttu síðustu aldrar. En ýmislegt bendir til að mörgum kjósendum hafi þótt vanta allt sem við á að eta í málflutningi leiðtog- anna tveggja. „Hvar eru draumarnir og hugmyndafræðin?" spurði Pia Maria Boethius rithöfundur í um- ræðum eftir kappræðumar og fleiri tóku í sama streng. Þessi afstaða kemur að mati sænskra stjórnmála- skýrenda Gudrun Schyman og Alf Svensson til góða, því þau hafa frem- ur haldið sig við hugmyndafræði en hagfiæði. Framtíð, menntun og atvinna Framtíðin, mennntun og atvinna eru algengustu orðin á kosninga- veggspjöldunum sem blasa við þegar keyrt er frá Arlandaflugvelli til Stokkhólms. Carl Bildt á peysunni biðlar til kjósenda undir slagorðinu „Gerðu það kleift“. Formælendur Umhverfisflokksins standa uppi í sveit og lofa að koma Svíum út úr Evrópusambandinu. Gudrun Schym- an lofar að vinna daglega að réttlát- ara þjóðfélagi, því ef „við gerum það ekki, hver þá?“. Alf Svensson í dökk- um jakka og ljósum buxum hallar sér bara brosandi og afslappaður upp að trjástofni og Lars Lejonborg leiðtogi þjóðarflokksins lofar mann- eskjulegri Svíþjóð. Þó stjórnmálaskýrendur reikni fæstir með stjórnarskiptum er enn of snemmt fyrir Persson og stjórn hans að halda upp á kosningasigur á sunnudaginn. Fjöldi óákveðinna er enn töluverður, stórir árgangar ungra kjósenda og hugsanlega lítil kosningaþátttaka gætu sett striki í reikninginn. Kristilegir demókratar í uppsveiflu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UPPSVEIFLA Kristilega demókrataflokksins í sænsku kosningabaráttunni sýnir að kjós- endur vilja hlusta á annað en efna- hags- og skattatal. Þeir vilja heyra af gildum og hugsjónum. Þessa ályktun draga sænskir stjórnmálaskýrendur af því að flokkurinn er nú þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt skoðana- könnunum, með rúmlega tíu pró- senta fylgi. Þar með hefur hann skotið Vinstriflokknum ref fyrir rass, en sá flokkur hefur dalað skyndilega. í fljótu bragði gæti velgengni Kristilega demókrata- flokksins aukið líkur á hægri- stjórn, en þar sem fylgisaukningin virðist koma frá frá öðrum flokk- um á hægrivængnum er ekki víst að svo sé. Alf Svensson, formaður Kristi- lega demókrataflokksins, ljómar þessa dagana, því á rúmlega ald- arfjórðungsferli sem flokksfor- maður hefur ekki blásið jafnbyr- lega fyrir flokki hans. Svo virðist sem kjósendur virðist í málflutn- ingi hans finna traustvekjandi ör- yggi. Einnig er bent á að sú mikla athygli, sem beinist að þeim Gör- an Persson forsætisráðherra og Carl Bildt formanni Hægriflokks- ins, kunni að valda því að kjósend- ur svipist um eftir öðrum valkosti. Jafnaðarmenn njóta nú fylgis 37,4 prósenta kjósenda, sem er átta prósentum undir kosningaúrslit- unum 1994, meðan Hægriflokkur- inn hefur 23,8 prósent, rúmu pró- senti yfir fylginu 1994. IlciniasíOa: iithuilih.innH'dia.ivdiHM iirou»>lll auping I í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. í þessu útboði heldur áfram uppbygging markflokka ríkisvíxla eins og kynnt var aðilum á fjármagnsmarkaði 12. maí, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áædað hámark tekinna tilboða* RV98-1217 17. desember 1998 3 mánudir 670 1.500 RV 99-0217 17. febrúar 1999 5 mánuðir 3236 500 RV 99-0817 17. ágústiggg II mánuðir 1.000 1.000 Milljónir króna. Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla g.september, 20.124 milljónir króna. Aætluð hámarksstærð og sala 16. september og I. október 1998. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is Sölufyrirkomulag: RQösvíxlamir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljómr. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréiásjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 któnur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, miðvikudaginn 16. september. Utboðsskihnálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.