Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 21 ERLENT Alexander Lebed varar við uppreisn innan rússneska hersins Hermenn afar óánægð- ir með aðbúnaðinn Reuters ALEXANDER Lebed, héradsstjóri í Krasnojarsk, ræðir við föður Gennadí, í þorpinu Ovsjanka. Lebed er fyrrverandi hershöfðingi og hefur varað við því að uppreisn í hernum kunni að vera á næsta leiti. ÁSTANDIÐ í rússneska hernum veldur nú vaxandi áhyggjum og var- aði Lebed, fyrrverandi hershöfðingi og núverandi ríkisstjóri í Kra- snojarsk í Síberiu, enn við því um helgina að andrúmsloft meðal her- manna væri með þeim hætti að æ meiri hætta væri á uppreisn hers- ins. Lebed, sem er talinn líklegur frambjóðandi í rússnesku forseta- kosningunum eftir tvö ár, sagði í samtali við breska blaðið The Sunday Times að það væri reyndar heimskulegt að halda að uppreisn ynni bug á efnahagsvandanum í Rússlandi en að matarskammtur hei-manna væri nú í algeru lágmarki „og eftir 26 ár í hernum er mér vel kunnugt um það að svangur her- maður er jafnframt afar reiður her- maður“. Lebed sagði íbúa Rússlands alls ekki reiðubúna fyrir veturinn sem í vændum væri, enda hefði mikill hluti kartöfluuppskerunnar reynst ónýtur og kornuppskera sumarsins væri einnig í lakara lagi. „Staðan er sannarlega afar alvarleg,“ sagði Lebed. „Það er lítið vit í að biðja fólk, sem fær 350 rúblur [um 2.000 ísl. kr.] í framfærslueyri á mánuði, um að harka enn af sér. Biðin mun verða því að aldurtila." Heimildir innan rússneska hers- ins herma að búið sé að nýta 80% þeirra matarbirgða sem geymdar eru sérstaklega fyi-ir stríðstíma. Sögusagnir um að hermenn lifi á hundamat hafa gerst háværar að undanförnu í rússneskum fjölmiðl- um og jafnframt hafa hermenn ekki fengið greidd laun sín um nokkurn tíma. Stungu fulltrúar varnarmála- ráðuneytisins rússneska upp á því nýlega að hermenn veiddu sér físk til matar og týndu sveppi til að halda lífi uns ríkisvaldið gæti gi-eitt þeim laun. Hafa liðsmenn Dzerzhinskí-deild- arinnar, sem er úrvalslið hermanna er tengdir eru innanríkisráðuneyt- inu rússneska, að undanförnu verið sendir til að tína kartöflur úr jörðu á ríkisreknum búgai’ði nærri Moskvu. Fá þeir fyrir vikið súpu- skál, bolla af hrísgrjónum, te og brauðbita í hádegismat. „Jafnvel áð- ur en þessir efnahagserfíðleikar skullu á var aðbúnaður okkar slæm- ur,“ segir liðsforinginn Anatolí Medvedev í samtali við CNN. „En núna veit ég ekki hvernig við eigum að lifa af. Það má í raun líkja okkur við róna.“ Jeltsín nýtur ekki lengur stuðnings meðal hermanna Atburðurinn um borð í rússnesk- um kafbát á föstudag, þegar nítján ára sjóliði gekk berserksgang og drap átta félaga sína áður en loks tókst að yfirbuga hann, þykir vís- bending um að andrúmsloft sé á suðupunkti í hemum, örvænting sé tekin að grípa um sig. Öruggt er talið að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, getur ekki lengur reitt sig á stuðning hermanna. Ai-ið 1993 leysti hann upp störf Dúmunn- ar, neðri deildar rússneska þings- ins, og lét herinn skjóta fallbyssu- skotum á þinghúsið, er þingmenn neituðu að hlíta ákvörðuninni. Slíkt gæti ekki átt sér stað nú, enda Jeltsín rúinn trausti meðal her- manna, og þetta vita stjórnarand- stæðingar í Dúmunni og er það ein skýring þess að þeir voru reiðubún- ir til að láta hart mæta hörðu í síð- ustu viku er deilt var um tilnefningu Viktors Tsjernómyrdíns í embætti forsætisráðherra. „Meirihluti hers- ins hefur ekki fengið greitt síðan í apríl,“ segir Gennadí Zjúganov, leiðtogi Kommúnista í Dúmunni. „Það er útilokað að herinn geti hugsað sér að verja þessa rotnu rík- isstjórn.“ Segir Medvedev liðsforingi að vissulega sé það hugmyndin að her- mennirnir fylgi skipunum forsetans, sem er æðsti yfírmaður hersins. „En ég get sagt þér enn á ný að við munum ekki taka upp vopn gegn fólkinu okkar.“ Eru rússnesku fjármálafurst- arnir að missa áhrif sín? The Daily Telegraph. RÍKUSTU menn Rússlands, sem hafa haft töluverð áhrif á stjórn landsins undanfarin sex ár, þurfa nú að takast á við nýja tegund stjórnmálamanna - forsætisráð- herra sem á ekkert inni hjá þeim. Ymislegt þykir nú benda til þess að áhrif þeirra fari minnkandi, en auk þess sem Jevgení Prímakov sýnir þeim klærnar hefur efna- hagskreppan í Rússlandi leikið þá grátt. Fjármálafurstarnir hafa í for- setatíð Jeltsins haft töluvert að segja um það hver stjórnar land- inu og hvernig, enda fjármöghuðu þeir að miklu leyti kosningabar- áttu hans er hann var endurkjör- inn árið 1996. Margir telja jafnvel að „bankastjórarnir sjö“ sem er orðaleikur og minnir á „bojarana" sjö sem voru við völd 1 skamman tíma á 17. öld, hafí í raun stjórnað landinu sjálfir. Fjármálafurstarnir eiga Viktor Tsjernómyrdín, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra meira eða minna undanfarin sex ár, að þakka stóran hluta auðæfa sinna. I valdatíð hans hleypti ríkisstjórn- in af stað stórtækri einkavæðing- aráætlun og komust þeir þannig yfir gríðarstór ríkisfyrirtæki á mjög lágu verði. Það er því engin furða að þeir hafi gjarnan viljað hafa hann áfram við stjórnvölinn. Þegar Jeltsín lét undan þrýstingi þeirra um að tilnefna Tsjernó- myrdín á ný í embætti forsætis- ráðherra er hann rak Sergei Kíríj- enkó fyi-ir þremur vikum, sneri Tsjernómyrdín til gömlu skrifstof- unnar sinnar með hinn allra rík- asta fjármálafurstanna, Boris Berezovskí, sér við hlið. Nú hefur efnahagskreppan í Rússlandi hins vegar gengið nærri fjármálaveldi „bankastjóranna sjö“ og haft af þeim stóran hluta auðsins og áhrifanna sem þeir öðl- uðust með því að eiga háttsetta vini. Lækkun á oliuverði hefur komið illa niður á sumum þeirra, en aðrir hafa neyðst til að samein- ast fyrrverandi keppinautum sín- um til að lifa af kreppuna í banka- geiranum. Hallar undan fæti Einn þeirra sem hallað hefur undan fæti fyrir er Alexander Smolensky, stofnandi SBS-Agro bankans. Fyrir þremur árum lagði hann til um 50 kíló af gulli til að gylla hvelfingar dómkirkj- unnar í Moskvu. Undanfarnar vikur hefur hann hins vegar þurft að há harða baráttu til að koma í veg fyrir gjaldþrot SBS-Agro bankans, þar sem viðskiptavinirn- ir hafa þúsundum saman lokað reikningum sínum. Á blaða- mannafundi í síðustu viku var eftir því tek- ið að hann fletti pappírsmiða sundur og saman í fáti, en á hann sást ritað síma- númer eins nánasta samstarfsmanns Tsjernómyrdíns. Berezovskí flúinn Sá alræmdasti af fjármálafurstunum er Boris Berezovskí, við- skiptajöfur sem byggði veldi sitt á einokunaraðstöðu í bílaframleiðslu í Rússlandi, og hefur státað sig af því að geta fellt og skipað ríkis- stjórnir að eigin geðþótta. Nú er talið að hann sé flúinn úr landi, sennilega til London, eftir að hafa mistekist að telja Jeltsín á að standa við tilnefningu Tsjernó- myrdíns í forsætisráðherraemb- ættið. Berezovskí er enn talinn hafa áhrif á Jeltsín í gegnum dóttur hans, Tatjönu Díasjenkó, en þau ku vera nátengd. Þau áhrif hafa þó, líkt og rúblan, fallið í verði, nú þegar andlegri og líkamlegri heilsu Jeltsíns hefur hrakað og hann virðist hafa eftirlátið Jevgení Prímakov mikið af völdum sínum. Það þykir ótvírætt til marks um minnk- andi áhrif auðjöfr- anna að þingið hafi hafnað tilnefningu Tsjernómyrdíns og skipað Jevgení Prímakov í embætti forsætisráðherra í síðustu viku, án þess að þeir gætu komið í veg fyrir það. Príma- kov hefur síðan notað hvert tækifæri til að sýna að hann muni ekki hlýða skipunum frá neinum, enda eigi enginn neitt inni hjá honum. Bakland Prímakovs er herinn og leyniþjónustan, sem hefur ekki farið leynt með fyrirlitningu sína á hinum nýríku fjármálafurstum. I íyrsta sjónvarpsviðtalinu sem tekið var við Prímakov eftir að hann varð forsætisráðherra fór hann hörðum orðum um „þá hræðilegu mótsögn sem felst í því að helmingur þjóðarinnar lifi und- ir fátæktarmörkum". Fáum duld- ist að þarna var hann að ráðast á auðjöfrana og óhóflegan lífsstíl þeirra. Ekki er því að undra að margir telji áhrifaskeið þeirra senn á enda. Berezovskí Dregur sam- an með SPD og CDU Bonn. Reuters. MUNURINN á fylgi flokks Helm- uts Kohls, kanzlara Þýzkalands, og jafnaðarmanna, helztu keppinaut- anna um völdin í komandi þingkosn- ingum, dróst enn saman samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakann- ana sem birtar voru í gær. Kohl nýt- ur þó enn mjög lítils fylgis í austur- hluta landsins, þar sem kommúnist- ar réðu ríkjum á árum áður. Samkvæmt skoðanakönnun Forsa-stofnunarinnar, þeirrar fyrstu sem gerð var eftir Bæjara- landskosningarnar og birt var í gær, hefur munurinn á fylgi Kristilegra demókrata, CDU og Jafnaðar- mannaflokksins, SPD, hafði minnk- að niður í þrjú prósentustig, úr sex stigum, en það er sá munur sem mældist í síðustu viku. Þannig var fylgi flokks Kohl nú komið upp í 38%, en SPD tapaði einu stigi og mælist nú með 41% fylgi. í austur- hluta landsins mælist munurinn á fylgi stóru flokkanna þó ennþá 10%. ---------------------- Nyrup frið- mælist í Færeyjum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MEÐ Færeyjaferð sinni virðist Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hafa friðmælst við flokksmenn sína í Færeyjum eftir öldurót bankamáls- ins undanfarin ár. Færeyskir jafn- aðarmenn halda þó enn fast við fyrri loforð til heimamanna um að þeir muni ekki blanda sér í dönsk mál- efni, svo Nyrup getur enn ekki verið öruggur um stuðning þeirra í danska þinginu. En ánægja Færey- inga með heimsókn forsætisráð- herra og uppgjör dönsku stjórnar- innar frá í sumar gæti þýtt að meiri friður komist á í samskiptum Dana og Færeyinga. Með heimsókninni nú er sýnt að færeyska landstjórnin er að fullu sátt við uppgjörið vegna bankamáls- ins. En hvorki Joannes Eidesgaard, formaður jafnaðarmanna, né Marita Petersen, fyrrverandi lögmaður Færeyinga, draga dul á að þau eru enn þeirrar skoðunar að stjórnin geti ekki notað atkvæði færeyskra þingmanna til að koma dönskum málum í gegn. Hins vegar er málinu ekki lokið heima fyrir, þar sem nýlega hófust málaferli á hendur Den Danske Bank vegna bankamálsins á árunum 1992-1993. Bankinn svaraði svo hraustlega fyrir sig við upphaf mála- ferlanna að allt bendir til að þau muni ekki ganga þegjandi og hljóða- laust fyrir sig. ^NOHA Brunaslöngur frá Noregi Viðurkennd brunavöm Fáanlegar með og án skáps Heildsöludreiflng: TEnGlehf Smiðjuvegi 11, Kópavogi Sími 564 1088,fax564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.