Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 25 GOSIÐ hefst í daufum kvöldsól- arbjarma eftir að Kristín prinsessa hefur með fágaðri ræðu og ósýnilegum takka sett þriðju Dans- og leiklistarhátið Gautaborgar. Þá hefur rauð- klædda konan ferð sína yfir poll- inn í átt frá óperubyggingunni til áhorfenda. Um leið myndar eld- rauður slóðinn dregil yfir vatns- flötinn við undirleik ósýnilegra tónlistarmanna. Þegar konan nálgast áhorfendur á bakkanum blakar hún höndunum og í sömu svipan spretta goshverir upp úr örmum hennar og brjósti. Gosið deyr svo út þegar konan afklæð- ist rauðum möttlinum og hverfur hvítklædd í kvöldið meðal áhorf- enda. „In praise of solitude" er nafn- ið á þessum dansgjörningi Anja Birnbaum í hlutverki gjósandi gyðju. Um tuttugu erlendar sýningar voru í boði á þessari átta daga hátíð, m.a. frá Israel, Rússlandi, Víetnam, Spáni, Frakklandi, Belgíu og Englandi. „Berskjöldun" eða hlífðarleysi var þema hátíðarinnar. Eftir setningarathöfnina var boðið upp á „Sabotage Baby“, nýjustu sýningu Batsheva Dance Company frá Tel Aviv, en höfundur- inn Oliad Naharin hefur verið stjórnandi dans- flokksins undanfarin átta ár og er honum þökkuð mikil velgengni flokksins nú um stundir. „Vegalaus glæsimennska“ var ein- kunn gagnrýnanda Gauta- borgarpóstsins og vildi hann meina að samfélags- gagnrýni, sem er frekar dularfull en markviss, geti vissulega heillað mann upp úr skónum, en ekki hjálpað manni í þá aftur. „Ég þarf ekkert að vita hvert ég er að fara,“ er haft eftir Ohad Naharin sem svar við spurningum um listræna stefnu hans. Yngri ísraelskur dans- flokkur er Liat Dror Nir Ben Gal Company, sem sýndi „The dance of Nothing", sem ísraelskir dansarar dönsuðu við arabíska tónlist. Þótti sýning flokksins öllu markvissari en sýn- ing landa hans. Frá Rússlandi kom m.a. leik- hópur undir stjórn Anatolij TÖNLIST Hljnmiliskar ÞÚ FAGRA VOR 20 lög eftir Árna Gunnlaugsson. Söngur: Elín Ósk Óskarsdóttir, Alda Ingibergsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Jó- hanna Linnet, Guðmundur Þór Gísla- son, Árni Gunnlaugsson, Kamma Karlsson, Kór Bústaðakirkju. Hljóð- færaleikarar: Júlíana Elín Kjartans- dóttir, Rósa Hrund Guðmundsdóttir og Hrönn Geirlaugsdóttir (fiðlur), Sesselja Halldórsdóttir (víóla), Oliver J. Kentish (selló), Guðrún Guðmunds- dóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir (pí- anó), Guðni Þ. Guðmundsson (píanó og orgel), Carl Möller (pi'anó og hljómborð), Eyjólfur Eyjólfsson (fiauta), Kristján Edelstein (klassísk- ur gítar og mandólín), Birgir Karls- son (rafgítar), Jón Rafnsson (kontra- bassi), Guðjón Pálsson (harmoníka). Léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar, stjórnandi Atli Guðlaugsson. Utsetn- ing: Oliver J. Kentish, Eyþór Þorláks- son, Páll Kr. Pálsson, Guðni Þ. Guð- mundsson, Finnur Torfi Stefánsson, Jónatan Ólafsson, Atli Guðlaugsson og Carl Möller. Hljóðvinnsla og sam- setning: Halldór Vikingsson. Fram- leiðsla: Sony DADC í Salzburg, Aust- urríki. Útg. (1998) Árni Gunnlaugs- son - AG 001. EINS og menn vita er Árni Gunnlaugsson þekktur Hafnfirðing- ur, en ekki vissu allir að hann er söngvari góður og enn færri að hann hefur samið lög og texta. A Gyðja gýs í Gauta- borg Rauðklædd kona tekur að gjósa í heimagerðum polli fyrir utan óperu- - —- — húsið við ána. A Jussi Björlings plats. Þannig hefst dans- og leikhátíð í Gautaborg, sem Krist- ín Bjarnadóttir sótti og segir frá. Vasiljev með sýningu sem einna helst minnti á helgileik. Hún byggðist á Harmljóðum Gamla testamentisins og er til orðin í samvinnu leikstjórans við tón- skáldið Valdimir Martinov. Önnur sýning, sem orkaði sterkt á hugann, var nýtt dans- Við minn- inganna arin þessum hljómdiski má heyra tutt- ugu laganna, sem flest eru sönglög, og hefur hann einnig samið flesta textana - og syngur sjálfur í einu við eigið ljóð, í klaustrinu, í smekk- legri útsetningu Finns Torfa Stef- ánssonar. „Söngurinn er mitt sálar- vítamín, minn lífselexír, og án hans get ég ekki verið og þess vegna syng ég á hverjum degi. Byrja yfir- leitt daginn í sundlauginni og syng þar oft með með nokkrum góðum sund- og söngmönnum. Þetta er bara eðlilegur hlutur - mín tjáning, sem ég verð að fá útrás fyrir, hvem- ig svo sem menn túlka það,“ er haft eftir Áj’na, sem innritaði sig sextug- ur I söngnám í Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. Ami var um árabil í Kar- lakórnum Þröstum og í söngtímum hjá Einari Sturlusyni (um 1950). Að loknu lögfræðiprófi fór hann til Hamborgar í framhaldsnám og sótti þá tíma hjá virtum þýskum kennara að áeggjan Einars. Ámi Gunnlaugsson er (oftast) góður lagasmiður og textar hans einlægir, þótt hvorugt sæti tíðind- um nema fyrir vini og velunnara, en „góður“ er reyndar nokkuð afstætt í verk eftir Eo Sola frá Víetnam: „II a été une fois.“ Eo Sola hefur áður vakið athygli á alþjóðlegum hátfðum fyrir verk eins og „Þurrkur og regn“, sem byggist á danshefð fólks á landsbyggð- inni og höfundurinn vann með konum á þeim slóðum. Nú hefur Eo Sola leitað í ævintýrið um prinsinn af hafí og prinsessu til lands; þau eignast hundrað börn og svo hverfur hann aftur til sjávar og tekur með sér hálfan barnaskarann. „Sá sem aldrei þorir að kveðja, getur ekki fund- ið leiðina til uppruna síns,“ hef- ur verið haft eftir Eo Sola, sem sjálf flúði ung til Parísar. Af öðrum athyglisverðum sýn- ingum hátíðarinnar má nefna belgíska sýningu: „lets op Bach“ með níu dönsurum frá átta lönd- um, nærgöngula blöndu af dans- stílum og götumenningu undir stjórn Alain Platel við tilfinn- ingaríkan flutning á tón- list eftir Bach; söngleik- inn „Irmaos de Sangue", sem er árangur samvinnu Evu Bergman við Teatro Avenida í Mocambique og loks frumsýningu Borgar- leikhússins við Gauta- torgið á „Husesyn“. Þeirri sýningu stjórn- aði nýráðinn leikhús- stjóri, Jasenko Selimovic, sem undanfarin ár hefur vakið athygli með sýning- um sínum; nú síðast með uppsetningu á Hamlet í Borgarleikhúsinu. Selimovic tók við stjórn- artaumunum í vor og kom í nöturlegt andrúmsloft þar sem flestu starfsfólki hafði verið sagt upp störf- um. Nú hefur hann gripið til þess ráðs að setja áhorfendur á svið í bók- staflegri merkingu, um leið og hann býður fólki upp á sögu hússins í þess- ari fyrstu frumsýningu leikársins. „Gömlu“ leik- ararnir eru á sínum stað en á víð og dreif um húsið og áhorfandinn leitar þá uppi og horfir á þá fara með brot úr sýningum fyrri ára. Jasenko hefur áður reist leik- Iist úr rústum og örugglega munu margir fylgjast með því af áhuga, hvernig til tekst i' Borg- arleikhúsi Gautaborgar næstu misserin þessum bransa. Aftur á móti hefur hann fengið til liðs við sig góðan og fjölbreyttan hóp söngvara og hljóð- færaleikara, að ógleymdum útsetj- urum sem flestir vinna verk sitt smekklega og af látlausri kunnáttu. I síðustu lögunum kveður nokkuð við annan og léttari tón með svolítið meiri sveiflu og Léttsveit Lúðra- sveitar Akureyrar í lokin. Ekki verður samt hjá því komist að þrátt fyrir „fjölbreytnina" verður útkom- an dálítið einhæf, sem vonlegt er - því það þarf fjári góða og þraut- reynda tónlistarmenn á öllum svið- um til að halda athygli manns og áhuga vakandi gegnum 20 lög! Ekki er samt að efa að hljómdisk- urinn mun gleðja marga. Oddur Björnsson í SÝNINGU Liat Dror Nir Ben Gal Company dönsuðu ísraelskir dansarar við arabíska tónlist. í DANSI Eo Sola segir frá fimmtíu börnum á landi og fimmtíu í sjó. Eg lifí áfram ANNA S. Björnsdóttir hefur gefið út sex ljóða- bækur á tíu árum. Hún hefur fengið viðurkenn- ingar erlendis fyrir ljóð sín, m.a. fékk hún í Frakklandi verðlaun fyrir ljóðið Kveðja sem birtist nú fyi’ir skömmu í nýjustu ljóðabók henn- ar, Hægur söngur í dalnum. Taktu bréfrn í silfurkassan- um, elskan mín og settu þau undir sængina inn í lófa mína þegar loginn minn er slokknaður ég ætla að lesa bréf á himnum hverfast með orðum í jörðinni ogundirbúa nýjar rætur „Ég hef lengi verið að skrifa um minn eigin dauða, en svo deyja ást- vinir mính' - en ég lifi áfram,“ sagði Anna í samtali við blaðamann um ljóðlist hennar. Hún lítur á sjálfa sig fyrst og fremst sem „rómantíker" í ljóðlistinni. „Það er dauðinn og sam- skipti manns og konu sem hafa verið mín hugstæðustu viðfangsefni,“ seg- ir hún. En hvers vegna skyldu þessi tvö viðfangsefni hafa fangað huga hennar í slíkum mæli? „Þetta tvennt veldm' manneskjunni þjáningu. I skáldskapnum er ég að reyna að leita lausna. Enginn kemst undan dauðanum. Ahtaf er verið að tala um hlutverkið sem bíður þeirra sem deyja - en það gleymist oft að hugsa um bi'eytinguna á hlutvei'kum þeirra sem eftir lifa. Mér finnst fólk oft skorast undan ástinni og hagsmunir frekar látnir ráða í samskiptum manns og konu. Kannski er ástin svo dýr að aðeins örfáir hafa efni á henni. Það er á degi sem þessum að skilningurinn springur út eins og brum að vori naktir fætur dansa gleðidans í takt við ljóðið sem steig til himins í orðlausu kjökri og andartökin verða að árum í hjarta sem slær hjarta sem elskar Er ljóðlist þín svar við atburðum raunveruleikans? „Eins nákvæmt og ég megna er hún það. Ég hef valið mér það að gefa þannig hlutdeild í sjálfri mér en vissulega kostar það talsvert að opinbera þannig sálai’líf sitt. Ég undrast stundum sjálf að ég skuli gera þetta - en veit að ég á alltaf þann möguleika að hætta. Ég er ekki eitt af þeim skáldum sem segjast yrkja af nauð- syn. Ljóð mín eru mun- aður minn - ef aðrir geta einnig not- ið þeirra þá er ég hamingjusöm. Um leið og ljóð eru komin í bók geta aði'- ir átt aðgang að þeim og notað þau í sínu lífi. Ljóð geta ferðast milli fólks og milli landa og verið notuð í ýms- um miðlum - sem dæmi get ég nefnt að ég frétti að ljóð eftir mig er á sím- svara í Hollandi. Þannig komast ljóð- in eftir ýmsum leiðum til margra - ég vil gjai-nan að ljóðin mín séu not- uð - meðal annars þess vegna gef ég þau út og reyni að vanda til þeii-ra. Maríuljóð María leggur lófann blítt á höfúðið sem hvílir í skauti hennar lýtur niður og hvíslar lágt lausnarorðum Hún horfir til himins og biður bænarinnar sem hún kann syngur fyrir hann sem hvílist og þegar hann vaknar syngur hún áfram fyrir augu hans sem virðast sjá allt Hún kyssir hann fyrir opnum himninum og Guði sem ætlaði honum þessa hvflu og hann lætur sefast við lítinn lófa og hjartaslátt Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Markaðsumhverfið Markaðshlutun Arðsemi Árstíðarsveiflur Dreifing Auglýsingar Samkeppni Markaðsáæltanir Markaðsvirkni Sölustjórnun Sölutækni Markmið Stefnumótun Ferðaþjónusta á Islandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15-22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á (slensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Islands Bíldshöfða 18 567 1466

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.