Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 28

Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ fWtrgiumMiilíií STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „FORTIÐINNI FORÐAÐ FRÁ GLÖTUN“ SJÁLFSEIGNARSTOFNUN í Reykjavík, sem heitir Forn- leifastofnun íslands, hefur að undanförnu unnið að skrán- ingu fornleifa á landinu öllu. Petta er mikið og þarft verk, því að tímans tönn vinnur á fornleifum og því nauðsynlegt að skrá þær og ganga úr skugga um hver þörf sé á frekari rannsókn- um. Björgunarstarfið er hafið og eru nú um 20.000 minjastaðir komnir í gagnagrunninn Isleif um fornminjar. Með þessu er verið að leggja grunn að öflugri minjavernd á næstu öld. I grein í Morgunblaðinu í gær, sem bar fyrirsögnina „For- tíðinni forðað frá glötun", kemur m.a. fram, að með lögum um þjóðminjavörzlu frá 1989 hafi orðið vatnaskil í minjavernd. Með lögunum öðluðust allar fornminjar á Islandi friðhelgi og fornminjaskráning varð lögbundin forsenda skipulagsvinnu. Lög frá 1993 um umhverfismat hertu enn á fornleifavernd, þar sem óheimilt er að hefja framkvæmdir nema gerð hafi verið fornleifakönnun á undan. Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, segir að lögin hafi kallað á markvissar aðgerðir við skráningu fornminja, sem fram að því, er lögin tóku gildi, hafði verið ómarkviss, hægvirk og afar kostnaðarsöm. Fornleifastofnun hefur þjálfað nokkra starfsmenn í fornminjaskráningu, en áhyggjum veldur hve fáir fornleifafræðingar eru í landinu. Nú eru fjórir sem stunda skráninguna allt árið um kring, en nauð- synlegt er að tvöfalda þann hóp, ef hægt á að vera að skrá allt landið á næstu tuttugu árum. Fornleifafræðingar leggja áherzlu á að nauðsynlegt sé að styðja við fornleifarannsóknir. Þær séu ekki ótæmandi auðlind og „þjóð, sem veit ekki hvaðan hún kemur, getur ekki vitað hvert hún er að fara“. Það er ekki sízt ánægjulegt að þetta verk er framtak nokkurra ungra fornleifafræðinga, sem hafa tekið höndum saman um stofnun og starfrækslu Fornleifa- stofnunar íslands. FRÉTTAÞJÓNUSTA OG ÞRÝSTINGUR MORGUNBLAÐIÐ telur það að sjálfsögðu í fullu samræmi við upplýsingaskyldu sína að birta myndir er slys verða. Blaðið gætir þess að birta ekki myndir sem gætu misboðið til- finningum fólks, hvorki lesenda né þeirra, sem um sárt eiga að binda. Það hefur reyndar verið aðal blaðsins í myndbirtingum alla tíð og svo verður áfram. Mynd er einfaldlega ekki birt gangi hún gegn þessum meginsjónarmiðum. Að sjálfsögðu tekur ritstjórnin tillit til ábendinga fólks um myndbirtingar sé ástæða til, því að rök gegn myndbirtingu kunna að vera fyrir hendi, þótt ekki liggi í augum uppi. Hins vegar er þýðingarlaust að beita i-itstjórnina þrýstingi til að koma í veg fyrir eðlilega myndbirtingu. Það var reynt vegna flugslyssins á Bakkaflugvelli, en þar björguðust allir giftusam- lega. Það voru sannarlega gleðitíðindi. Oft er því miður einnig ástæða til myndbirtinga, þegar hörmulegir atburðir eiga sér stað, enda er það einatt hlutverk fjölmiðla að skýra frá því sem veldur sorg og sárindum ekki síður en gleði og fögnuði. En heiðarlegur fjölmiðill lætur ekki beita sig þrýstingi og hlýtur að hafna sérhverri tilraun til að hefta eðlilega fréttaþjónustu, þótt þess sé krafizt, stundum vegna hagsmuna. JÓN ARNAR MEÐAL ÞEIRRA BESTU LÍTILL VAFI leikur á því ap Jón Arnar Magnússon er einn fremsti íþróttamaður sem íslendingar hafa átt. Ferill hans sem tugþrautarmanns er ekki langur en hann hóf keppni í þeirri grein árið 1994. Engu að síður er hann nú kominn í hóp bestu tugþrautarmanna heims. Frammistaða hans á alþjóðleg- um mótum undanfarin ár gefa það skýrt til kynna og þá ekki síst öruggur sigur hans á tugþrautarmótinu í Talence í Frakk- landi um síðustu helgi þar sem þátt tóku margir af fremstu köppum heims í greininni. Athygli vekur að Jón Arnar sigrar á mótinu þrátt fyrir að eiga ekki sína bestu þraut og sýnir það vel að hann á mikið inni. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón Arnar þennan sigur ekki síst vera mikilvægt innlegg á reynslureikninginn: „Eg ber virðingu fyrir andstæðingum mínum sem persónum, en ekki vegna þess að þeir séu betri en ég í flestum greinum eins og áður var. Nú hafa hlutverkin snúist við. Nú get ég heldur meira en þeir. Þetta er mjög mikilvægt atriði." Þjálfari Jóns Arnars, Gísli Sigurðsson, tekur í sama streng og segir þennan sigur stærsta skrefið á ferii hans. Ástæða er til þess að óska Jóni Arnari til hamingju með ár- angurinn og velgengni á komandi árum. Ungur Reykvíkingur undirbýr herferð ungs fólks í Evrópu gegn eiturlyfjum Um þúsund ungmenni í lestarferð um Evrópu Pallas Athena-Thor er heiti á verkefni sem mið- ar að því að hrinda af stað herferð ungs fólks í Evrópu gegn eiturlyfj- um. Hápunktur hennar verður lestarferð ungs fólks frá Aþenu til Ósló- ar og ferjusigling þaðan til Reykjavíkur, þar sem haldnir verða tónleikar og ráðstefna um for- varnir gegn fíkniefnum. Hugmyndina að verk- efninu átti ungur Reykvíkingur, Jóhannes Kr. Kristjánsson að nafni. Arna Schram ræddi við hann og komst m.a. að því að einn helsti tilgangur verkefnisins væri sá að sýna ungu fólki fram á það hve gaman það væri að ferðast og skemmta sér án vímuefna. Morgunblaðið/Ami Sæberg JÓHANNES Kr. Kristjánsson, framkvæmdastjóri verkefnisins Pallas Athena-Thor. FYRIR rúmu ári var verkefn- ið Pallas Athena-Thor, sem ber undirtitilinn Ungt fólk 1 Evrópu gegn fíkniefnum, einungis hugmynd í höfði Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, en þá var hann starfsmaður Jafningjafræðslu fram- haldsskólanna. Síðar ritaði hann megindrætti hugmyndarinnar niður á eitt A-4 blað og bar þá undir hóp af ungu fólki, meðal annars starfsmenn Hins hússins, sem tók þeim vel. Nú er svo komið að undirbúningur verk- efnisins er kominn vel á veg og ítar- leg skýrsla um framkvæmd verkefn- isins hefur hlotið góðar undirtektir hjá ráðamönnum á íslandi og í Evr- ópu. Til dæmis mætti nefna að alþjóð- legar stofnanir og samtök á borð við UNESCO, European Youth Forum og European Cities Against Drugs hafa lýst sig tilbúnar til þess að leggja verkefninu lið á einn eða ann- an hátt. Jóhannes hefur starfað að undir- búningi verkefnisins Pallas Athena- Thor í fullu starfí frá því í byrjun des- ember á síðasta ári og hóf annar starfsmaður, Víkingur Viðarsson, störf við verkefnið í síðasta mánuði. Sjö manna stjóm hefur verið skipuð til að hafa yfírumsjón með verkefninu og flest bendir til þess að hápunktur þess, lestarferð 1.000 ungmenna um Evrópu og tónleikar og ráðstefna í Reykjavík, geti orðið að veruleika næsta sumar. Að sögn Jóhannesar er megintil- gangur verkefnisins að benda ungu fólki á að hægt sé að lifa lífínu og skemmta sér án fíkr.iefna og enn- fremur að sýna fram á að ungt fólk geti átt frumkvæði að og stjórnað risavöxnu verkefni á borð við Pallas Athenu-Thor. Nafn verkefnisins á líka að vísa til baráttuþreks unga fólksins gegn fíkniefnum, segir Jó- hannes, en Pallas Athena er baráttu- gyðjan í grískri goðafræði og Thor eða Þór er baráttuguðinn í norrænni goðafræði. Það fer þvi vel á því að baráttuferðin gegn fíkniefnum hefjist í Aþenu í Grikklandi og endi í Reykjavík á íslandi. Lestarferð næsta sumar Jóhannes segir að í áætlun verkefnis- ins Pallas Athena-Thor sé gert ráð fyrir því að það hefjist formlega í nóvember nk. Þá eigi verkefnastjórn- ir, sem verið er að koma á í öllum löndum Evrópu, að ýta úr vör herferð ungs fólks gegn eiturlyfjaneyslu. Að sögn Jóhannesar er það hlutverk verkefnastjórnar í hverju landi fyrir sig að skipuleggja slíka herferð gegn fíkniefnum, en aðalatriðið sé að hún sé undirbúin og framkvæmd af ungu fólki í viðkomandi löndum. Jóhannes segir að stefnt sé að því að herferðin standi fram á næsta vor og að í lok júnímánaðar nái verkefnið hápunkti með lestarferð evrópskra ungmenna um meginland Evrópu. Síðan verði siglt til Islands, þar sem haldnir verði tónleikar og ráðstefna um forvarnir í fíkniefnamálum. Jóhannes segir að fyrrnefnd lestar- ferð eigi að hefjast í Aþenu í Grikk- landi. Aætlað er að grísk ungmenni haldi þaðan norður eftir meginlandi Evrópu og stoppi í nokkrum borgum á leiðinni, þar sem skipulagðar verði ýmsar uppákomur tengdar verkefn- inu og tekið við fleiri ungmennum í lestina. Að sögn Jóhannesar er reiknað með því að um 20 ungmenni á aldrin- um 16 til 25 ára taki þátt í ferðinni frá hverju landi og að því muni samtals um 1.000 ungmenni enda ferðina í Ósló í Noregi. Unnið er að því í sam- ráði við alþjóðleg samtök lestarfyrir- tækja að fá lestir til að flytja hópinn um Evrópu, að sögn Jóhannesar. Frá Ósló er ætlunin að hópurinn taki skip til Reykjavíkur með viðkomu í Færeyjum og að sögn Jóhannesar er unnið að því í samráði við borgaryfir- vöid í Ósló að útvega sérstakt skip til verkefnisins. Þegar til Reykjavíkur verður kom- ið er ætlunin að fara með hópinn í ýmsar ævintýraferðir um landið, til dæmis í hestaferðir og hvalaskoðun- arferðir, en að þremur dögum liðnum hefst að sögn Jóhannesar ráðstefna undir yfirskriftinni European Youth Against Drugs eða Ungt fólk í Evr- ópu gegn eiturlyfjum. Gert er ráð fýrir því að ráðstefnan standi yfir í þrjá daga, þar sem meðal annars verði skipst á skoðunum um forvarnir gegn fíkniefnum, og að í lok hennar verði formlega stofnuð samtökin European Youth Against Drugs. „Eftir ráðstefnuna hefjast síðan tón- leikar í Reykjavík og er það loka- hnykkurinn í verkefninu," segir Jó- hannes, en stefnt er að því, í samráði við forsvarsmenn tónlistarblaðsins Undirtóna, að fá heimsfræga tónlist- armenn til að spila á tónleikunum. Segir Jóhannes að nokkrir tónlistar- menn hafi tekið vel í þá hugmynd að spila til styrktar nýjum samtökum á tónleikunum, en vill ekki að svo stöddu gefa upp nein nöfn. Jóhannes bætir því ennfremur við að reynt verði að semja við sjónvarpsstöðina MTV um að sjónvarpa frá tónleikun- um. „Og þegar síðasta nótan er slegin á tónleikunumn lýkur verkefninu Pallas Athena-Thor formlega og eftir standa samtökin European Youth Against Drugs.“ Ekki gefíst upp Ekki er hægt að segja annað en að verkefnið sé risavaxið og segir Jó- hannes aðspurður að hann hafi marg- sinnið „rekist á veggi“ eins og hann orðar það, þegar hann hafí verið að reyna að kynna hugmyndina í upp- hafi og að honum hafi oft fallist hend- ur. Hann hafi hins vegar haldið áfram á þrjóskunni einni saman og nú loks sér hann fram á að verkefnið geti orð- ið að veruleika. Hann bendir einnig á að verkefnið hefði aldrei komist eins langt og raun ber vitni nema fyrir að- stoð starfsmanna Hins hússins, en hjá þeim hafi hann fengið nauðsyn- lega starfsaðstöðu og alla þá ráðgjöf sem hann hafi þurft. Þegar Jóhannes er spurður að því hvar hann hafi fengið hugmyndina að verkefninu segist hann að hún sé í raun komin frá verkefni Evrópuráðs- ins frá árinu 1995, sem hafi borið heitið All different-AU equal. Það verkefni miðaði að því að vinna gegn kynþáttafordómum og voru í því skyni skipulagðar lestarferðir fyrir um átta hundruð ungmenni sem end- uðu í Strassbourg með stórri kjöt- kveðjuhátíð. „Þegar ég starfaði hjá Jafningja- fræðslunni frétti ég af verkefni Evr- ópuráðsins og fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað svipað í sambandi við for- varnir gegn fíkniefnum. Eg vann frekar að hugmyndinni og hélt fyrsta kynningarfund verkefnisins með nokkrum aðilum í Hinu húsinu 26. júní 1997,“ segir hann. Sjö manna stjórn verkefnisins var skipuð í sumar til þess að tryggja fag- leg vinnubrögð og skapa tengsl við aðila úti í þjóðfélaginu, en formaður hennar er Ketill Berg Magnússon, verkefnisstjóri Hins hússins. Markmið og framkvæmd verkefn- isins virðast skýr og segir Jóhannes að nú sé verið að vinna að því að sækja um styrki til Evrópusam- bandsins og Norrænu ráðherra- nefndarinnar, auk fleiri aðila, en talið er að verkefnið muni kosta um 450 milljónir króna. Þetta þykir há upphæð enda veltur framganga verkefnisins á því hvort takist að fjármagna það með fé frá alþjóðleg- um stofnunum og fyrirtækjum. Jó- hannes getur þess að síðustu að ýmsir innlendir aðilar hafa nú þegar veitt aðstoð og styrkt undirbúning verkefnisins og að þar á meðal sé Eimskip, íslandsbanki, menntamála- ráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Hitt húsið, Islandia Internet og Re.ykj avíkurborg. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 2ÍF Sveitarstjórnarmenn í Grindavík og Þorlákshöfn þrýsta á þingmenn Vilja að Suðurstrandar- . vegur fari inn í vegaáætlun Morgunblaðið/Golli EINAR Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, og Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri í Ölfushreppi, kyimtu skýrslu Byggða- stofnunar um liagkvæmni Suðurstrandarvegar. Sveitarstjórnarmenn í Grindavík og Þorláks- höfn þrýsta nú með vax- andi þunga á að Suður- strandarvegur verði settur á vegaáætlun. I nýrri skýrslu um hag- kvæmni vegarins segir að í dag séu um 11.000 tonn af físki fiutt á milli Suðurlands og Suður- nesja. Vegurinn muni hafa mjög mikla þýðingu við flutning á hráefni vegna loðnufrystingar. Miklir möguleikar muni enn fremur skapast í ferðaþjónustu með tilkomu vegarins. HREPPSNEFND Ölfus- hrepps og bæjarstjórn Grindavíkur fóru þess á leit við Byggðastofnun snemma á þessu ári að hún léti fara fram úttekt á gildi Suðurstrandar- vegar. Vegarslóði liggur í dag á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur og er hann torfær og ekki haldið opnum yfír veturinn. Kostnaður við lagn- ingu vegarins er áætlaður 1.100 milljónir, en inni í þeirri tölu er lagn- ing vegar alla leið að Reykjanesvita. Vegstæðið er hins vegar ekki vel rannsakað og þess vegna er þessi kostnaðaráætlun ekki nákvæm. Rætt er um að byggja veginn upp frá grunni. Við það styttist vegurinn milli Þorlákshafnar og Grindavíkur úr 97 km (um Þrengsli) í 58 km. Styttingin er 39 km eða 40%. Leiðin milli þéttbýlisstaðanna austan ár og Grindavíkur styttist um 33 km og milli Selfoss og Grindavíkur um 17 km. Stytting í umferðartíma er hins vegar meiri en kílómetratölurnar gefa til kynna vegna þess að núver- andi leið liggur í gegn um höfuð- borgarsvæðið þar sem oft er mikil umferð. Meðal annars eru 9 umferð- arljós á leiðinni eins og hún er í dag. Hafa þarf einnig í huga að Suður- strandarvegur liggur hvergi í mikilli hæð yfir sjó, en það gera bæði Þrengslavegur (270 m) og Hellis- heiði (370 m). Miklir fiskflutningar í skýrslu Byggðastofnunar voru dregnar saman upplýsingar um flutninga á milli Suðurnesja og Suð- urlands. Gerð var könnun í ágúst 1996 í heila viku á flutningi framhjá Litlu kaffistofunni og jafn- framt teknar saman tölur frá höfnum og fiskmörkuð- um um flutning á fiski milli þessara landshluta. Niðurstaðan er sú að í dag séu flutt um 11.000 tonn á ári af fiski milli Suðurlands og Suðurnesja. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Gr- indavík, telur raunhæft að gera ráð fyrir að þessir flutningar þrefaldist við tilkomu vegarins. Byggðastofnun lét kanna sérstak- lega viðhorf útgerðaraðila á þessu svæði til vegarins til að kanna hvaða þýðingu hann hefði fyrir þá. Af 42 útgerðarmönnum aflamarksskipa sagði meirihlutinn að öruggur vegur milli Þorlákshafnar og Grindavíkur myndi brerfa útgerðarháttum hjá þeim. 24 sögðu mjög líklegt eða frek- ar líklegt að vegurinn myndi breyta útgerðarháttum, en 14 sögðu ólík- legt eða frekar ólíklegt að hann gerði það. Flestir töldu að vegurinn myndi auðvelda þeim sókn austur með Suð- urlandi. Suðurnesjamenn nefndu að þeir myndu í auknum mæli landa afla í Þorlákshöfn og aka aflanum vestur um. Við það sparaðist margra klukkutíma stím, áhöfnin kæmist fyrr heim í landlegu og möguleiki á samstarfi við fyi'irtæki í Þorlákshöfn ykist. Margir nefndu líka atriði sem tengjast hag- kvæmni rekstrar og aukn- um sölumöguleikum. Má þar nefna hærra fiskverð með aukinni sam- keppni og fleíri kaupendum, hægt yrði að flytja meira út með flugi vegna góðrar leiðar um Keflavíkur- flugvöll og möguleikar á að koma loðnu til frystingar ykist. Óli Rúnar Ástþórsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, sagði að Suðurstrandar- vegur kæmi til með að hafa gríðar- lega mikla þýðingu meðan loðnu- frysting stendur yfir. Þá sldpti hver klukkutími máli og greiðar sam- göngur gætu bjargað miklum verð- mætum. Það mætti heldur ekki van- meta þýðingu þess að losna við þá miklu flutninga, milli Suðurlands og Suðumesja, sem nú færa um um- ferðarkerfi höfuðborgarinnar, sem þegar væri að springa vegna mikill- ar umferðar. í skýrslunni er nefnt að Suður- strandaivegur gæti leitt til þess að útgerðarmenn sæju sér frekar hag í að landa í Þorlákshöfn í auknum mæli frekar en á höfnum á Suðumesjum. Einar Njálsson sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Grinda- víkurhöfn myndi láta und- an í samkeppni við Þor- lákshöfn. Hann sagði að vegurinn myndi vafalaust leiða til þess að ný viðhorf sköpuðust og ekki væri ólík- legt að stofnun hafnarsamlags yrði skoðuð í framhaldinu. Hefur mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfushrepps, sagði að Suðurstrand- arvegur myndi hafa mikla þýðingu fyrir ferðamannaþjónustu á þessu svæði. Ein ferðaskrifstofa hefði lýst yfir áhuga á að stofna tii fjölda ferða sem einungis biðu eftir að vegurinn yrði byggður. Þetta svæði byði upp á mikla náttúrufegurð. Þarna væri hverasvæði sem vekti mikinn áhuga ferðamanna. Strandarkirkja væri á þessari leið og Herdísarvík. Með Suðurstrandaivegi skapaðist mögu- leiki fyrir ferðamenn, sem koma til landsins um Keflavíkui'flugvöll, til að t hefja ferðina án þess að fai-a um Reykjavík. Þetta gæti skipt miklu máli fyrir ferðaþjónustu á Suður- landi og víðar. Óli benti einnig á að með tilkomu Suðurstrandarvegar yrði til hringur, sem án efa yrði vinsæll „sunnudags- bíltúr“ hjá höfuðborgarbúum. Ekki þyrfti að hafa mörg orð um hvaða þýðingu slíkt hefði fyrir verslun og þjónustu á þessu svæði. Suðurstrandarvegur á vegaáætlun Suðurstrandarvegur hefur enn ekki verið settur inn í vegaáætlun. Hún verður endurskoðuð á næst^. ári og sögðu Sesselja og Einar að íbúar á þessu svæði legðu mikla áherslu á að vegurinn yrði settur inn í vegaáætlun. Einar sagði að fjár- laganefnd Alþingis ætlaði að heimsækja Suðumesin um næstu mánaðamót og myndi nefndin fara suður Hellisheiði og koma Suð- urstrandarveg til Grinda- víkur. Hann sagðist vona að ferðin yki skilning nefndarmanna á miki- vægi vegarins. Sveitarstjórnarmenn hafa á síð-r ustu áram lagt mikla áherslu á aðX farið verði í þessa vegagerð. í síð- ustu viku samþykkti Samband sveit- arfélaga á Suðumesjum ályktun þar sem skorað var á þingmenn að byggja upp Suðurstrandarveg. Sesselja sagðist telja að þingmenn Suðurlandskjördæmis og Reykja- nesskjördæmis hefðu skilning á mik-*g ilvægi þessai-ar vegalagningar. „11.000 tonn af fiski flutt um Reykjavík“ „Fjárlaganefnd ekur Suður- strandarveg“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.