Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 44

Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KÍNAVÖNDUR - perla haustsins. KÍNAVÖNDUR (Gentiana sino-ornata) EFTIR því sem líður á sumarið fækkar þeim teg- undum sem blómstra í garðin- um. Mörgum finnst tilgangslaust að reyna að rækta teg- undir sem ekki er von á að blómstri fyrr en um eða eftir miðjan september. Sé haustið snemma á ferðinni eða sum- arið kalt verður oft lítið úr blómgun. Sumarið á Suður- og Vesturlandi hef- ur í ár verið svo gott að blómgun flestra jurta hefur verið nokkrum vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Því ættu flestar þær síðblómstrandi jurtir, sem á annað borð þrífast hérlendis, að ná að sýna blóm- skrúð sitt. Kínavöndur er ein þessara haustblómstrandi jurta, sem byrjar íyrst að blómstra þegar kemur fram í september, en hann getur hins vegar staðið í blóma langt fram í október. Vendirnir - Gentiana - eru mjög skemmtileg ættkvísl. Þá er að finna víða um heim, allt frá heimskautalöndum til hita- beltissvæða svo sem Nýju- Gíneu, en eru yfirleitt taldir fjallaplöntur. Það er mjög á reiki hversu fjölmenn þessi ætt- kvísl er talin. I plöntubókum sem ég hef undir höndum má sjá töluna 200, 400 og 800 teg- undir, þannig að þarna virðast ráða duttlungar bókahöfunda. Við getum státað af einum með- lim ættkvíslarinnar, dýragrasi, og nokkrum fjarskyldari ætt- ingjum, sem eru maríuvöndur, maríuvendlingur og þeir frænd- ur. Það liggur í augum uppi að svona fjölmenn ættkvísl hýsir tegundir, sem henta vel til ræktunar í görðum, og Genti- ana-ættkvíslin er nánast talin safnaraættkvísl, en ekki eru all- ar garðplöntumar auðveldar viðfangs. Þetta eru einærar (eins og dýragras), tvíærar eða fjölærar plöntur og stærð þeirra er mjög breytileg, dýra- gras er aðeins um 5 cm á hæð en gulvöndurinn, sem er risinn í hinni ræktuðu grein fjölskyld- unnar, getur verið nálægt 1,5 m á hæð. Eins er blómgunartím- inn breytilegur, vorvöndur og dvergvöndur blómgast í lok maí eða í júní, gulvöndur í júlí, klukkuvöndur í ágúst og kína- vöndur í september, október. Sameiginleg einkenni vanda eru að þetta eru jurtir með heil- um eða heilrenndum blöðum, sem standa ýmist hvert á móti öðru (gagnstæð) eða í krans á blómstönglinum. Blómin em með samvöxnum bikarblöðum og krónublöðin eru samvaxin, a.m.k. neðst, og með oddmjóum krónuflipum. Langsamlega al- gengasti blómlitur- inn er blár, oft ákaflega fallegur blár litur, eins og þeir geta vottað um, sem þekkja ís- lenska dýragrasið sem líka er kallað bláin, en nafnið vís- ar sjálfsagt til hins ótrúlega sterka bláa litar. Þó eru líka til tegundir eða gerðir með hvítum blómum og nöfn purpuravandar og gulvandar segja til um litinn. Eins og ég nefndi áðan hafa vendirnir margir hverjir það orð á sér að vera erfiðir í ræktun og því era til jafnmörg góð ráð um ræktun og ræktendurnir era margir. Þó læt ég hér fylgja ráðleggingar úr mjög góðri bók sem danska garðyrkjufélagið gaf út og heit- ir „Havens staudeleksikon“. Þar segir: Þeir vendir sem eru ættaðir frá fjallasvæðum þurfa mikla birtu og helst að standa á svölum stað. Þeir þurfa að vaxa í vel framræstum jarðvegi, þeir þurfa mikinn raka á vorin og sumrin og því er gott að jarð- vegurinn sé dálítið leirkenndur. Látið vendina vaxa nálægt öðr- um plöntum - þeir hata einvera. Vendir af Asíuupprana þurfa birtu eða hálfskugga. Þeir þola ekki þurrk á vaxtartímanum og kjósa helst myldna, létta jörð, t.d. blöndu af sandi, mómold, safnhaugamold, barrnálum og leir. Þetta segja Danir um vanda- ræktun. Nafn kínavandarins segir til um uppranann. Evr- ópubúar kynntust þessari perlu meðal vandanna ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar og enn er hann sjaldgæfari í íslenskum görðum en hann ætti að vera. Kínavöndurinn myndar breiður af jarðlægum sprotum. Blöðin era lítil (1,5 cm) og oddmjó og sitja gagnstæð á fíngerðum stönglinum, sem myndar auð- veldlega rætur. Blómklukkurn- ar, sem vaxa á stöngulendun- um, eru hins vegar ótrálega stórar, nálægt 5 cm, dökkbláar að innan en að utan skiptast á purpuralitar og grænleitar rendur. Blómklukkumar standa óvenjulengi. Þær lokast í dimmviðri og á kvöldin en opnast síðan þegar sólin skín. Smávegis frost virðist ekki gera kínavendinum neitt illt og hann er nægjusamur, einu kröfurnar era dálítil mómold og ekki of mikill þurrkur. Auðvelt er að fjölga tónavendi með skiptingu. Kínavöndur í ræktun er mjög breytilegur og því jafnvel talinn blendingur af hinum eina sanna kínavendi sem þrífst helst í súrri jörð líkt og lyngrósir (rhododendron) og fleiri teg- undir. S. Ifl. BLOM VIKUIVMR 396. þáttur Imsjón Ágústa BjömsdoUir f DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sóðaskapur á Rey kj anesbraut ÉG var að keyra á Reykja- nesbraut sl. laugardag um kl. 18.30. Keyrði þá á eftir bifreiðinni Ö 194 þar sem bflstjórinn gerði sér lítið fyrir og skrúfaði niður rúð- ina og hellti úr fullum öskubakka á götuna. Þetta er óþolandi subbuskapur. I lögreglusamþykkt er mjög há sekt við þessu. Jón Stefánsson, Langholtsvegi 139. Vonarpeningur í ÍÞRÓTTALÝSINGU um helgina sagði iþróttamaður útvarpsins um efnilegan knattspyrnumann að hann væri einn helsti vonarpen- ingur KR-inga. Þetta er röng notkun því það var alltaf sagt hér áður ef skepnur voru vesælar að það væri ekkert hægt að gera annað en að vona að þær lifðu, það væri vonar- peningur. Það var kannski sagt á þessa leið: Uss, þetta er algjör vonarpen- ingur. - Ég er búinn að heyra þetta hjá þeim áður og þetta gildir alls ekki um þennan unga og efnilega knattspyrnumann. Helgi. Tapað/fundið Myndavél týndist í Hafnarfirði UM miðjan ágúst þegar ég var heima í fríi varð mér á að leggja splunkunýju myndavélina mína frá mér á þak bfls sem lagt var við hliðina á bílnum sem ég var að fara inn í. Ég hafði lagt á Linnetstígnum í Hafnarfirði, á móti blóma- búðinni Burkna, á meðan ég fór erinda minna. Þegar ég svo ætlaði að opna bfl- hurðina á bflnum sem ég ók lagði ég myndavélina mína á þakið á bflnum næst mér þar sem ég var með fangið fullt af pappír- um og átti erfitt með að ná í bfllykilinn. En því miður gieymdi ég myndavélinni þar sem ég hafði lagt hana frá mér og ók í burtu. Þeg- ar ég var komin áleiðis til Reykjavíkm- uppgötvaði ég hvað ég hafði gert, sneri við, en þá var bíllinn og myndavélin mín horfin á braut. Ég gerði lögregl- unni í Hafnarfirði og Reykjavik strax viðvart en vélinni hafði ekki verið skflað þangað þegar ég fór svo aftur heim til Flórída hinn 8. september. Mikið þætti mér vænt um, ef sá sem fann myndavélina les þetta, að hann mundi hringja í síma 555 3476 eða 555 0565 til að koma vél- inni til skila. Þetta er Kodak Advantix-mynda- vél, svört að lit með filmu i. Á filmunni eru myndir af móðursystur minni teknar á 91 árs afmælinu hennar sem mér þykir afar sárt að eiga ekki lengur. Með kæru þakklæti. Hrafnhildur Ólafsdóttir. Kápa og veski týndust á Skuggabarnum SIÐ svört ullarkápa týnd- ist á Skuggabarnum sl. laugardagskvöld. Einnig týndist svört taska. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 2835 eða 555 0551. Nokia GSM-sími týndist NOKIA GSM-sími týndist á Nelly’s kaffi aðfaranótt laugardags. Hans er sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 7676 eða 567 5171. Dýrahald Söngkettir í karlakórshúsinu við Skógarhlíðina hefur lítil læða leitað skjóls til að gjóta fimm myndarlegum kettlingum. Læðan er svört með hvít veiðihár, hvítar hosur, hvít á bringu og augljóslega heimilis- köttur. Kettlingarnir eru alhr bröndóttir og mismik- ið hvitir svo að augljóst þykir að faðirinn er mynd- arbrandur. I dag era kett- lingarnir orðnh’ nógu stór- ir til að fara frá mömmu sinni. Þá vantar alla gott heimili, hjá góðu fólki, sem vfll veita þeim gott heimfli og gott líf. Þeir sem kann- ast við læðuna, eða vilja taka að sér kettling, vin- samlegast hringi í síma 557 3623. Svartur köttur í óskilum UNGUR, svartur, loðinn köttur, með græna ól en ómerktur, er í óskilum á Hagamel. Upplýsingar í síma 562 9246. Sambó er týndur KOLSVARTUR ungur fress týndist frá Njálsgötu 30. ágúst. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 5519364. (Rangt símanúmer birtist sl. laugardag.) SKAK lluisjón Margeir Pctursson íu, hafði svart og átti leik. 38. - Hxf3+! 39. Kxf3 - Dd5+ 40. Kg3 - Rxf4! 41. Hgl - Kf7 42. Hcel - Hg8+ 43. Kxf4 - Bd6+ 44. Be5 - Bxe5+ og Portisch gafst upp. Staðan kom upp í Roquebrunne í Frakklandi þar sem bestu skák- konur heims etja kappi við heims- þekkta stórmeist- ara af eldri kyn- sióðinni. Ungveij- inn Lajos Portisch (2.595) var með hvítt, en Maja Tsjíburdanidze (2.525) fyrrum heimsmeistari kvenna frá Georg- SVARTUR leikur og vinnur ÞESSIR duglegu drengir söfnuðu með tombólu kr. 2.985 til styrktar Rauða krossi íslands. Þeir heita Bjarki Freyr Júlíusson og Trausti Þorsteinsson. Víkverji skrifar... EGAR fréttir bárast um and- lát George Wallace, sem á sín- um tíma var þekktur ríkisstjóri í Alabamaríki í Bandaríkjunum og þá fyrst og fremst fyrir baráttu sína gegn réttindum blökkumanna, rifjaðist upp fyrir Víkverja fundur, sem hann átti með Wallace fyrir þrjátíu áram. Þá háttaði svo til, að Wallace hafði verið ríkisstjóri svo lengi að lög ríkisins leyfðu ekki að hann færi í framboð á nýjan leik. I hans stað var eiginkona hans í framboði og vann en þegar Víkverja bar að garði í höfuðstöðvum ríkisstjóra Alabama var það Wallace sjálfur, sem sat á skrifstofu ríkisstjórans, en ekki eiginkona hans, sem var réttkjörin í embættið. Knúinn af hugsjónaeldi æsku- mannsins hafði Víkverji hugsað sér að gera harða hríð að George Wallace vegna stefnu hans í kyn- þáttamálum. Ríkisstjórinn fyrrver- andi reyndist hins vegar ekkert lamb að leika sér við. Hann hóf samtalið umsvifalaust á þessa leið: „Þú ert frá Islandi. Þið leyfið enga blökkumenn í varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli." Eftir þessi inn- gangsorð George Wallace var gest- ur hans í stöðugri vöm allan tímann við að bera af sér og öðram íslend- ingum þær sakir, að við hér uppi á Islandi stæðum fyrir kynþáttamis- rétti. Þrátt fyrir ofstækisfullar skoðan- ir á þessum áram var George Wallace sterkur og að mörgu leyti heillandi persónuleiki. Víkverji skildi betur en áður hvað hann naut mikils fylgis í heimaríki sínu. Með áranum varð hann mildari í afstöðu sinni til kynþáttamála og skapaði sér aukna virðingu. x x x AD er athyglisvert að fýlgjast með fréttum af kaupum Sky- sjónvarpsstöðvarinnar á brezka knattspyrnuliðinu Manchester United, en sjónvarpsstöðin er sem kunnugt er í eigu fjölmiðlajöfursins ástralska, Ruperts Murdochs. Þessi kaup benda til þess, að Murdoch hyggist í framtíðinni sitja báðum megin við borðið, og ekki kæmi á óvart, að hann reyndi að kaupa fleiri brezk knattspyrnulið alveg með sama hætti og hann hefur eignast allmörg dagblöð í Bret- landi. Þeir hagsmunir, sem um er að ræða, eru þessir: Réttindi sem Sky- sjónvarpsstöðin hefur keypt til þess að senda út knattspyrnuleiki í Bret- landi renna út eftir u.þ.b. þrjú ár. Nú era að koma fram á sjónarsviðið í Bretlandi fleiri sjónvarpsstöðvar, sem munu keppa við Sky um þessi réttindi. Til þess að tryggja ítök sín í hópi samningsaðilanna og auka líkurnar á því að Sky haldi réttind- unum hefur Murdoch talið öragg- ast að byrja einfaldlega að kaupa upp þá, sem hann er að semja við! Þess vegna eru kaupin á Manchest- er United örugglega bara byrjunin. Það er svo önnur saga hvaða áhrif það kemur til með að hafa á knattspyrnuíþróttina, ef knatt- spyrnufélögin verða komin í eigu nokkurra og kannski örfárra fjöl- miðlafyrirtækja. Hvenær hefst þessi þróun hér? xxx ANNARS má telja líklegt að íþróttir verði að langmestu leyti orðnar að viðskiptum að nokkram áram liðnum. Sú þróun hefur staðið yfir í töluvert langan tíma, ekki sízt í þeim íþróttagrein- um, sem njóta mikilla vinsælda meðal almennings. Atburðarásin í Bretlandi bendir til þess, að breyt- ingin verði mjög hröð á næstu misseram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.