Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM genunum ✓ Kvikmynd Agústs Guðmundssonar „Dans- inn“ verður frumsýnd næstkomandi mið- vikudag. Margir hafa komið við sögu við gerð myndarinnar en það vakti athygli Dóru Oskar Halldórsdóttur að tveir synir . hins ástsæla leikara Arnars Jónssonar leika ásamt föður sínum 1 myndinni. Morgunblaðið/Kristinn KAMPAKATIR viku fyrir frumsýningu, Jón Magnús, Arnar og Þorleifur. Kvikmyndin „Dansinn“ frumsýnd eftir viku Með leik- listina í ÞAÐ er talsvert liðið á kvöld þegar ég geng til fundar við feðgana í Iðnó. Þorleifur Arnars- son vinnur á bamum á efstu hæð Iðnó og segir hlæjandi að nánast sé þar um fjölskyldufyrir- tæki að ræða. „Við vinnum eigin- lega öll hérna,“ bætir bróðir hans Jón Magnús við, „ég sé hér um upp- vaskið." Umhverfið gæti ekki verið meira viðeigandi fyrir fundinn, eða í kringum þessa skemmtilegu fjöl- skyldu þar sem nánast allir koma eitthvað nálægt leikiist. Þórhildi Þorleifsdóttur, móðurina á heimil- inu, þarf ekki að kynna og feðgarnir hlæja þegar þeir segja blaðamanni að nánast allir í fjölskyldunni séu leikarar. -Hvernig kom það til að þið feðgarnir leikið saman ímyndinni? Arnar: „Þú verður eiginlega að spyrja Ágúst Guðmundsson að því. Hann þekkir náttúrulega til mín því ég hef leikið hjá honum áður. Svo býr hann í götunni og hefur fylgst með Þorleifi og Jóni Magnúsi, og veit að þeir hafa báðir komið nálægt leiklist áður. Þetta er bara eitthvað í genunum," segir Arnar og hlær. Djákninn forn í skapi „Dansinn“ er byggð á samnefndri smásögu Færeyingsins Williams Heinesens og fóru upptökur fram síðastliðið haust í Vík í Mýrdal og í Færeyjum. - Nú leikur þú djákna í myndinni. Hvernig persóna er djákninn og hvernig bjóstu þig undir hlutverkið? Arnar: „Kvikmynd er allt annað form en leiki-it, og öðnivísi að hiut- unum staðið. Maður hefur ekki sömu heildaryfirsýn og í leikhúsinu, en auðvitað liggja sömu hlutir til grundvallar persónusköpun í báðum miðlum. Djákninn er dálítið stífur á mein- ingunni, blessaður. Enginn spaug- ari og vill vera ansi strangur í allri afstöðu og forn í skapi. Fyrir bragð- ið verður hann dálítið hlægilegur." - Er þá meira um gaman en ai- vöru í myndinni? Arnar: „Sagan er nú ekki ein- hliða, eða einhöm, því í aðra röndina er þetta háalvarleg saga. Heinesen er ekkert ólíkur Halldóri Laxness að sumu leyti. Honum þykir ákaf- lega vænt um allar sínar persónur en hann er ekkert endilega að hlífa þeim mikið. Hann sýnir þær í þannig ljósi að við sjáum bæði kosti þeirra og galla. En fyrir vikið verða persónurnar stundum ansi hlægi- legar, eins og við getum öll orðið í okkar hvunndagsbasli. Þótt við trú- um því auðvitað statt og stöðugt sjálf að við séum ákaflega merkileg- ar persónur, og ekki sé á okkur blettur eða hrukka.“ Eins og Arnar segir hafa synimir báðir komið nálægt leiklist áður en þeir léku í „Dansinum“. Þorleifur ARNAR Jónsson í hlutverki Sigvalda djákna. KVIKMYNDIN „Dansinn" er gerð eftir smásögu færeyska rithöf- undarins, listmálarans og tón- skáldsins Williams Heinesens sem er íslendingum að góðu kunnur, enda flestar sögur hans verið þýddar og gefnar út hérlendis. „Dansinn" er líklega fyrsta saga Heinesens sem kemst yfir á hvíta íjaldið. ’ Leiksljóri kvikmyndarinnar er „Dansinn“ Ágúst Guðmundsson, en hann gerði einnig handrit, í samvinnu við Kristínu Atladóttur. Kvik- myndatökumaður er Emest Vincze, leikmyndahönnuður Ton- ie Jan Zetterström, búningahönn- uður Þórunn María Jónsdóttir og hljóðupptaka er í höndum Pauls Oberle, en Kai Dorenkamp samdi tónlistina.Fjöldi Ieikara tekur þátt í „Dansinum“ en aðalhlutverk eru í höndum Gunnars Helgasonar, Baldurs Trausta Hreinssonar, Pálínu Jónsdóttur og Dofra Her- mannssonar. Auk þeirra má nefna Arnar Jónsson, Þorleif og Jón Magnús Arnarssyni, Kristinu Sundar Hansen og Gisla Halldórs- son. lék í kvikmyndinni „Stellu í orlofi“ og sjónvarpsmyndinni „Marías" og Jón Magnús lék í sjónvarpsþáttun- um „Þrettánda riddaranum" auk þess að leika í nokkrum ára- mótaskaupum. Þetta er því engan veginn frumraun þeirra fyrir fram- an kvikmyndatökuvélarnar. Minna er meira Þorleifur: „Ágúst hringdi í mig og var að grennslast fyrir um hvað ég væri að gera, hversu gamall ég væri og fleira almennt í þeim dúr. Síðan hringir hann stuttu síðar og býður mér hlutverk Dions. Undirbúningur minn íyrir hlutverkið fór mest fram innra með mér, en auðvitað hafði ég á heimilinu tvo frábæra kennara, mömmu og pabba,“ segir Þorleifur og hlær. „Einnig vil ég þakka Jóni Bjarna Guðmundssyni aðstoðarleikstjóra fyrir góð ráð. Hann er nýkominn frá námi í Bandaríkjunum og þekkir vel inn á kvikmyndaleik. Hann sagði við mig þessa frábæru setningu: „Less is more,“ eða „Minna er meira." Á sviði þarf kannski dramatískar hreyfingar til að koma ákveðnum hlutum til skila meðan eitt augna- tillit getur haft sömu áhrif í kvik- mynd. Þessi gullvæga regla var mér ofarlega í huga og reyndist mér vel. Eg leik yngri bróður aðalpersón- unnar, en var samt einum _________ 20 cm hærri en hann, þannig að ég varð að minnka mig, gera mig hokinn. Þessi gullvæga regla Jóns Bjama, „minna er meira“, var því tekin bókstaflega að því leyti að ég minnkaði mig líkamlega til að passa inn í hlutverkið." - Nú leikur þú Betúel Jón Magn- ús. Hvernig persóna erhann? Jón Magnús: „Hann er einn af þeim yngstu í myndinni og er alltaf að reyna að vera með, komast inn í hópinn." Upptökur í Færeyjum - Hvernig var í Færeyjum ? Þorleifur: „Já, við komum þang- að og vorum látnir gista á trúboða- heimili.“ - Var það liður í andlegum undir- búningi fyrir myndina? Þorleifur hlær og segir að ástæð- an hafi nú líklega frekar verið sú að heimilið var nálægt tökustaðnum. „Það var niðamyrkur þegar við komum til Færeyja og menn fengu mikið sjokk þegar þeir vöknuðu um morguninn og litu út um gluggana. Það er ekkert hérna, varð mér að orði. Hvar eru þessi fimmtíu þús- und sem búa í Færeyjum? Búa allir í Þórshöfn?" Arnar: „Ætli það sé ekki svipað íyrir Islendinga að koma til Færeyja og fyrir útlendinga að koma til Islands.“ Þorleifur: „Við höfum þó eitt- hvert undirlendi. I Færeyjum eru bæirnir allir í miðri fjallshlíð!“ Þegar Jón Magnús er spurður um Færeyjar svarar hann alvarleg- ur í bragði: „Ég segi ekki að það sé gaman,“ en bætir þó við að skemmtilegt hafi verið að vinna að myndinni, gott fólk og góður andi. Hann hefur fullan hug á að halda áfram í leiklistinni þótt hann sé ný- byrjaður í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hann segir að mjög þægilegt hafi verið að hafa pabba með sér, og gott að leita til hans ef einhverjar spurningar komu upp í sambandi við hlutverkið og leikinn. Þorleifur tekur undir orð bróður síns og segir að mjög gaman hafi verið að taka þátt í „Dansinum" og að hann geti vel hugsað sér að gera meira af því að leika í framtíðinni. Spenntir fyrir frumsýningu - Nú hefur enginn ykkar séð myndina. Er ekki kominn spenning- ur í fjölskylduna? „Vitaskuld," segir Arnar og bætir við að í myndinni séu margir spenn- andi hlutir, bráðkaup og heilmikið húllumhæ í kiingum það, strand er- __________ lends skips sem setur mikla sveiflu í samfélag- ið, og margt fleira sem gaman verði að sjá hvemig kemur út á hvíta tjaldinu. ” Þorleifur segir að nú sé komið næstum ár frá því síðustu tökum lauk, svo meðgöngutíminn sé orðinn langur. „Auðvitað er maður spenntur fyrir að sjá útkomuna," segir hann. Jón Magnús^ segist bæði spenntur og kvíðinn. „Ég ætla eiginlega að mæta dulbúinn á frumsýninguna og ' sjá hvemig fólk tekur þessu. Ef ég kem undarlega út í myndinni er bara að finna næsta neyðarátgang í hvelli," segir hann, sem mætir skelli- hlátri viðstaddra. Enda tilhugsunin fyndin: Hattur, skegg og víður frakki ásamt laumulegu augnatilliti. Amar bætir því við að vinnan við myndina hafi verið heilmikið ævin- týri. Vinnan hafi verið stíf og ströng en mikil alúð og kraftur hafi ein- kennt vinnubrögðin. „Slíkt skilar sér alltaf," segir hann að lokum, og bæt- ir við að fyrir sig persónulega verði erfitt að sjá svanasöng Gísla Hall- dórssonar, sem hafi farið á kostum eins og hans var von og vísa. Að þessum orðum sögðum kveð ég þessa skemmtilegu feðga og geng út í haustnóttina. „Djákninn er dálítið stífur á meiningunni, biessaður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.