Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
r „Sendið til
íslands..."
Ráðstefna um loftslagsbreytingar
MUk/Q-
Hér er þetta stundað villt og brjálað út og suður, og telst ekki til synda. Eina syndin sem
hægt er að drýgja hér er að fara í lax, herra forseti.
Mikilvæg ábending til matvælafyrirtækja!
Betri áranaur með
skipulögðu mirliti
í reglugerð umhverfisráðuneytisins um matvælaeftirlit
°g hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu
matvæla eru ákvæði um innra eftirlit
í matvælafyrirtækjum.
INNRA EFTIRLIT er á vegum framleiðanda
eða dreifingaraðila til að tryggja gæði,
öryggi og hollstu vörunnar.
I bæklingi Hollustuverndar um MATVÆLAEFTIRLIT
sem fæst hjá Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaga, eru leiðbeiningar og upplýsingar.
Hollustuvernd ríkisins
Ármúla la, 108 Rvik, sími 568 8848, heimasíða www.hoiiver.is
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks I fasteignaleit
ww.mbl.is/fasteignir
Umferð um
Hvalfjörð
84% bfla
fara um
göngin
MIKILL meirihluti umferðar um
Hvalfjörð fer um Hvalfjarðargöng-
in eða kringum 84% að meðaltali.
Umferð um göngin er hlutfallslega
minnst um helgar. Fyrstu þrjár
vikurnar í ágúst fóru 85.543 bflar
um göngin en á sömu þremur vik-
unum í fyrra óku 74.077 bílar fyrir
Hvalfjörð samkvæmt talningu við
Fossá.
Vegagerðin lét Morgunblaðinu
þessar tölur í té en ekki hefur ver-
ið lesið af mælum síðan 23. ágúst
og er því ekki hægt að bera saman
allan ágústmánuð í ár og í fyrra. Á
tveggja vikna tímabilinu 10. til 23.
ágúst fóru samanlagt 60.477 bflar
um Hvalfjarðargöng og framhjá
mælinum við Fossá. Af þeim óku
50.735 um göngin en 9.742 fóru hjá
Fossá. Nokkuð er misjafnt eftir
dögum hversu mikið af heildarum-
ferðinni fer um göngin eða allt frá
79% og upp í 87,9%. Hlutfallið er
hærra á virkum dögum en
79%-82,7% umferðarinnar fara um
Hvalfjörðinn báðar helgarnar á
þessu tímabili.
Stefán Reynir Kristinsson,
framkvæmdastjóri Spalar, segir
eðlilega skýringu á því. Hluti um-
ferðarinnar um helgar sé sumar-
bústaðaeigendur, sem fara til
dæmis í Skorradal, og þeir spari
sér lítinn tíma með því að fara
göngin. Hann nefnir einnig að um
helgar séu menn síður á hraðferð
eins og virka daga og sé því ekki
áríðandi tímans vegna að stytta
sér leið.
Stefán Reynir segir nú unnið að
uPPgjöri vegna framkvæmdanna
við Hvalfjarðargöngin, verið sé að
fara yfír reikninga og samninga
og ganga frá uppgjöri og endur-
fjármögnun. Telur hann að verk-
inu muni ljúka um næstu mánaða-
mót.
Hugað að fram-
tíðarrannsókn-
arverkefnum
Rannsóknarráð ís-
lands (RANNÍS),
National Science
Foundation (NSF) í
Bandaríkjunum og Evr-
ópusambandið halda ráð-
stefnu um loftslags- og
umhverfisbreytingar á
norðurslóðum á Grand
Hóteli í Reykjavík dagana
23.-26. september. Helstu
viðfangsefnin á ráðstefn-
unni verða: Loftslags- og
umhverfísbreytingar á
Norður-Atlantshafí mælt í
áratugum og árhundnið-
um; áhrif loftslags- og
umhverfísbreytinga á Kf-
ríkið; forspárgildi rann-
sókna og mat á svæðis-
bundnum áhrifum. Um
80-90 vísindamenn frá
Norður-Ameríku og Evr-
ópu verða á ráðstefnunni og
fluttir verða um 15 fyrirlestrar
af fremstu vísindamönnum
heims á sviði umhverfís- og lofts-
lagsrannsókna. Meginmarkmið
ráðstefnunnar er að koma með
ábendingar um mikilvægustu
rannsóknarverkefni framtíðar-
innar á þessu sviði og styrkja
enn frekar vísindasamstarf á
milli Evrópu og Norður-Amer-
íku.
- Hver er aðdragandinn að því
að ráðstefnan er haldin?
„Fyrir tveimur árum ákvað
Rannsóknarráð íslands að
kanna möguleika á tvíhliða
samningum við bandarískar
stofnanir á sviði vísinda og tækni
til að skapa jafnvægi í alþjóða-
samskiptum á þessu sviði með
hliðsjón af vaxandi samstarfí ís-
lendinga við Evrópusambandið.
A ýmsum vísindasviðum, t.d. á
sviði umhverfisrannsókna og
hnattrænna breytinga, líf- og
læknisfræði og fleiri sviðum, er
ekki síður áhugavert að eiga
samvinnu við Bandaríkjamenn.
Auk þess fara margir íslenskir
námsmenn til Bandaríkjanna og
margir ljúka doktorsprófi frá
bandarískum háskólum. í könn-
un sem RANNÍS gerði á stöðu í
samskiptum íslands og Banda-
ríkjanna kom einmitt í ljós að
fjölmargir íslenskir vísindamenn
eiga samvinnu við bandaríska
starfsbræður.
Síðastliðið haust fóru fjórir
fulltrúar Rannsóknarráðs í ferð
til Bandaríkjanna til viðræðna
um tvíhliða samstarf
íslands og Bandaríkja
Norður-Ameríku á
sviði vísinda og tækni.
Þessir fulltrúar auk
mín voru dr. Vilhjálm-
ur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri RANNÍS; próf.
Þorsteinn Ingi Sigfússon, for-
maður Rannsóknarráðs, og dr.
Halldór Þorgeirsson, deildar-
stjóri á RALA. Heimsóttar voru
ýmsar stofnanir í Bandaríkjun-
um, þ.á m. National Science
Foundation (NSF)og National
Institutes of Health (NIH).“
-Hverjar voru helstu niður-
stöður ferðarinnar?
„Mikill áhugi er hjá banda-
rískum stofnunum sem stunda
rannsóknir á náttúruferlum í
hafí, andrúmslofti og jarðskorpu
á samstarfi. Þessar rannsóknir
miða að því að skilja samspil
þessara þátta í hnattrænum um-
hverfísbreytingum og samspil
þeirra við umsvif mannsins á
jörðinni. Benda má á að íslend-
Kristján Krisfjánsson
► Dr. Kristján Kristjánsson
fæddist í Reykjavík árið 1956.
Hann lauk BS-prófi í líffræði
frá Háskóla íslands árið 1980
og doktorsprófi frá Landbúnað-
arháskólanum í Kaupmanna-
höfn árið 1989. Að því búnu
stundaði hann rannsóknir og
kennslu í skordýrafrævun
nytjaplantna við Landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn frá
1989-1994. Hann hefur einnig
stundað rannsóknir í Bandaríkj-
unum (1989), Italíu (1993) og á
íslandi (1994). Hann hóf störf
hjá Rannsóknarráði íslands í
nóvember 1994 sem forstöðu-
maður vísindasviðs RANNÍS.
Kristján er kvæntur Ólöfu
Loftsdóttur dýralækni.
ingar hafa lengi safnað áhuga-
verðum gögnum í þessu sam-
hengi og er ísland tilvalið til
rannsókna og alþjóðlegra
vinnufunda um þessi mál. Sp-
urningin er íyrst og fremst um
bolmagn íslendinga og áhuga á
þátttöku í slíku samstarfi.
Greinilegur áhugi er íyrir því í
bandarísku visindasamfélagi að
Islendingar skipuleggi
vinnufundi og ráðstefnur á þeim
sviðum sem snúa mest að ís-
lenskri náttúru og skapi sameig-
inlegan farveg fyrir áhuga
bandarískra og evrópskra vís-
indamanna á þessu sviði og
hvetji til samstarfsverkefna eftir
því sem kostur er. í framhaldi af
vel heppnaðri ferð okkar til
Bandaríkjanna ákvað Rannsókn-
arráð í nóvember á
síðasta ári að stefna að
því að haldin yrði fyr-
irhuguð ráðstefna."
- Verður framhald á
_________ samvinnu landanna á
þessu sviði?
„Ég tel að þessi ráðstefna sé
aðeins íyrsta skrefíð að eflingu
vísindasamstarfs við Norður-
Ameríku. Til viðbótar mun
Rannsóknarráð íslands leita
frekari leiða til að auka vísinda-
leg samskipti við Bandaríkin á
þessu og öðrum sviðum vísinda,
m.a. með stuðningi við íslenska
vísindamenn sem áhuga hafa á
að undirbúa samstarfsverkefni
með bandarískum (eða
kanadískum) starfsfélögum svo
og með því að bjóða framúrskar-
andi vísindamönnum hjá stofn-
unum vestanhafs til dvalar á ís-
landi. Er ætlunin m.a. að leita til
Fulbright-stofnunarinnar og
annarra samstarfsstofnana vest-
anhafs um fjárhagslegan stuðn-
ing í þessu efni.“
íslendingar
hafa safnað
áhugaverðum
gögnum