Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, hefst í kvöld með sex leikjum UMFA líklegast til að veita Fram keppni JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, hefur titilvörnina með félögum sínum gegn Stjörnunni í Garðabæ. Á þessari mynd er hann í baráttu við varnarmenn KA í leik KA og Vals í Meistarakeppni HSI á Akureyri í síðustu viku. verið byggt ákveðið grunnstarf. Ég tel því raunhæft að Fram verði með sterkasta liðið og í raun séu Aftureldingai-menn þeir einu sem geta staðið þeim á sporði tak- ist Mosfellingum að koma saman sterku liði, en mikil breyting hef- ur átt sér stað á leikmannahópi þeirra frá síðustu leiktíð," segh- Einar. Eins og Einar kom inná hefur mikil breyting átt sér stað hjá Aftureldingu sem hefur misst flesta leikmenn sem voru í byrj- unarliði þess á síðasta keppnis- tímabili. í stað þess hafa þeir fengið tvo leikmenn frá Litháen, Bjarka Sigurðsson sem er kominn heim á ný frá Noregi, Hafstein Hafsteinsson hornamann frá Stjörnunni og unga leikmenn frá Fram svo fátt eitt sér nefnt. „Við þessar breytingar tel ég að leikur Aftureldingar muni breyt- ast mikið. Aukinnar baráttu og vinnusemi mun gæta hjá leik- mönnum og áherslur liðsins breytast því verulega. I raun tel ég að takist Aftureldingu að stilla liðið saman sé það það eina sem geti veitt Fram keppni." Því næst telur að Einar að KA og FH komi og Valur verði þar á eftir. „Valur hefur misst Sigfús Sigurðsson og Inga Rafn Jónsson frá síðustu leiktíð og það tel ég vera meira en liðið getur þolað, einkum í vörmnni, til þess að það geti verið í allra fremstu röð. í raun tel ég að það hafi átt sér stað algjört ævintýri á Hlíðarenda á síðustu leiktíð. Nú þurfa Vals- menn jafnvel að nota unga stáka sem eru á fyrsta ári í öðrum flokki í leikjum sínum og það nægir ekki til að keppa við bestu liðin.“ Spurning með Hauka Haukar og Stjarnan eru óvissulið að mati Einars, einkum Haukar sem hafa tekið miklum breytingum frá í fyrra og misst Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson nokkra lykilmenn, s.s. Aron Krist- jánsson, Gústaf Bjarnason og Bjarna Frostason, svo einhverjir séu nefndir. „Nú kemur Einar Gunnarsson inn sem skytta vinstra megin og verður að vera burðarás í liðinu, sem hann hefur ekki verið í áður. Hann er ungur og hefur ekki mikla reynslu. Þá finnst mér línumannsstaðan ekki eins vel skipuð og áður. Mikið mun ríða á að stemmning náist í kringum Haukana ætli þeir sér að vera með í baráttunni. Stjarnan er annað spurningar- merki. Heiðmar Felixson og Hilmar Þórlindsson verða að leika vel til þess að Stjarnan verði ofar- lega. Þeir eru báðir á góðum aldri og því ætti ekkert að vera til fyr- irstöðu að þeir geti leikið vel. En á móti kemur að Stjarnan hefur fengið annan markvörð til liðs við sig með Ingvari, og því ætti sú staða að vera sterkari hjá þeim en oft áður. ÍR og HK hafa bætt við sig mannskap og verða því sterkari en í fyrra sem gerir hlutverk ný- liðanna Gróttu/KR og Selfoss erf- iðara. Miklu máli skiptir fyi’ir ný- liðana að heimavöllur þeirra verði sterkur. Takist þeim að mynda þar stemmningu og vinna leiki Joar gætu þeir gert öðrum skrá- veifu, en á móti kemur, tel ég, að þau muni ekki ná mörgum stigum á útivelli. Grótta/KR og Selfoss eru hins vegar með mun betri lið en nýliðarnir fyrir ári, Víkingur og Breiðablik, enda miklu meira gert þar til þess að styrkja liðin eins og með því að fá erlenda leik- menn.“ í heild taldi Einar að menn mættu eiga von á skemmtilegum vetri framundan í handknattleikn- um því þrátt fyrir miklar breyt- ingar væri að koma upp hópur ungra handknattleiksmanna sem ættu eftir að setja svip sinn á deildina þegar frá liði. Morgunblaðið/Halldór MIKIÐ mun mæða á Framaranum Oleg Titov, leikmanni 1. deildar karla í fyrra, en flestir telja að Fram hampi meistarabikamum í vor eftir langa bið. Handknattleiksvertíðin hefst í kvöld með heilli umferð í 1. deild karla en keppni í 1. deild kvenna hefst á þriðju- daginn. Miklar breyt- ingar setja svip sinn á 1. deild karla og aldrei hafa fleiri erlendir leik- menn leikið hér á landi. ívar Benediktsson ræddi við Einar Þor- varðarson fyrrverandi landsliðsmarkvörð og telur Einar, eins og fleiri, að Fram sé með sterkasta liðið. Keppni í 1. deild karla hefst í kvöld klukkan 20 þegar flaut- að verður til leiks í sex íþróttahús- um á höfuðborgarsvæðinu. ís- landsmeistarar Vals hefja titil- vörnina í Garðabæ er þeir sækja Stjömuna heim, HK fær KA í heimsókn, Fram mætir ÍR-ingum í Fram-húsinu, Haukar taka á móti Eyjamönnum, nýliðar Gróttu/KR hefja veru sína í deild- inni með því að fá gamla stórveld- ið úr Hafnarfirði, FH, í heimsókn og hinir nýliðar deildarinnar, Sel- foss, skunda í Mosfellsbæinn og mæta Aftureldingu. Miklar breyt- ingar hafa verið á flestum liðum frá því í fyrra og aldrei hafa verið fleiri erlendir leikmenn með liðun- um í efstu deild handknattleiksins. Ein meginástæðan er sú að sífellt fleiri íslenskir handknattleiks- menn leika með félögum í Evrópu, einkum þó í Þýskalandi. „Deildin var mjög jöfn í fyrra en ég held að hún verði enn jafnari í ár,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Fylkis í 2. deild og fyrr- verandi landsliðsmarkvörður er Morgunblaðið fékk hann til að spá í spilin íyrir leiktíðina. „Miklar breytingar hafa átt sér stað á flestum liðum og margir leikmenn farið utan. Á móti kemur að út- lendingamir hafa aldrei verið fleiri og því er það mitt mat að gæði handknattleiksins verði svip- uð og í fyrra. Breytingarnar á lið- unum eru þó mismiklar. Sum hafa orðið að fá erlenda leikmenn til þess að geta verið með í keppni þeirra bestu en önnur lið, eins og Valur og FH, hafa valið þá leið að byggja upp á yngri strákum og láta þá sífellt fá stærra hlutverk. En fýrst og fremst sé ég fram á mjög jafna keppni þar sem heima- völlurinn á eftir að skipta meira máli en áður og sigur á útivelli vega þungt, einkum hjá liðunum í neðri hlutanum eins og Gróttu/KR og Selfossi.“ Framarar sterkastir Flestir eru á þeirri skoðunn að lið Fram undir stjóm Guðmundar Þ. Guðmundssonar verði það sterkasta í deildinni. Liðið komst í úrslit íslandsmótsins og bikar- keppninnar í fyrra en stóð uppi tómhent. Nú munu Safamýrar- piltar staðráðnir í að gera betur. Þeir hafa að vísu misst markvörð sinn frá í fyrra, Reyni Þór Reyn- isson, og eins vinstrihandarskytt- una, Daða Hafþórsson, sem leikur í Þýsklandi. „Lið Fram hefur þrátt fyrir breytingarnar tekið hvað minnstum breytingum. Það hefur fengið sterkan Rússa í stað Daða og Sebastían Alexandersson í stað Reynis. Sebastían hefur að vísu ekki fengið mörg tækifæri síðustu misseri og er því svolítið óskrifað blað. Þá hefur Fram fengið sterka menn eins og Björg- vin Þór Björgvinsson ft’á KA. Stór hlut hópsins hefur hins vegar ver- ið lengi saman og hjá Fram hefur 1 I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.