Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 20
20 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„TÍMARNIR
ERU BETRI
NÚNA“
Litháískur læknir hefur undanfarnar vikur aflað sér þjálfunar á
bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kristján Jónsson ræddi
við dr. Olgertas Kvedaravicius.
Morgunblaðið/Golli
Dr. Olgertas Kvedaravicius. „Unga fóikið vill að kjörin séu jafn góð og á Vesturlöndum en vill helst ekki
vinna jafn mikið og fólk gerir þar! En fyrir fólk eins og mig er þetta allt annað og betra líf.“
LITHÁÍSKI læknir-
inn dr. Olgertas
Kvedaravicius hef-
ur verið gestur
okkar íslendinga I
nokkrar vikur og unnið með
bæklunarlæknum á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur til að afla sér
þjálfunar í aðgerðum og notk-
un á búnaði. Honum finnst
mikið til um hagsældina hér.
„Ég hjólaði svolítið um Reykja-
vík, sá hvergi nein skuggaleg
hverfi og alls staðar eru húsin
vel máluð. Ég veit ekki hvort
þetta sýnir að lífskjörin séu
svona góð eða íbúamir séu
svona snyrtilegir, nema
hvorttveggja sé.“
Kvedaravicius er hávaxinn
maður, bláeygður og ljós yfir-
litum, fremur hlédrægur eins
og algengt virðist vera um íbúa
Eystrasaltslandanna. Hann fer
fögrum orðum um íslendinga
sem séu gestrisnir með af-
brigðum og minnist þess að við
vorum fvi'sta þjóðin sem viður-
kenndi sjálfstæði Litháa. Það
muni aldrei gleymast í heima-
landi hans.
„Ég er bæklunarlæknir,
verkefnið mitt í doktorsnámi
var um meðferð brota með ytri
ramma. Ég las grein í alþjóða-
riti um bæklunarlækningar
þar sem vitnað var í Ragnar
Jónsson lækni er hafði ásamt
öðrum lækni kannað tíðni háls-
hnykkja hér sem er mjög há.
Þetta er nánast óþekkt í Lit-
háen og ég skrifaði Ragnari til
að fá nánari upplýsingar.
Ég fékk síðan styrk sem
Norðurlandaráð veitir í sam-
vinnu við Eystrasaltsríkin til
að vera hér á íslandi í mánuð
og fylgjast með læknum
Sjúkrahúss Reykjavíkur við
aðgerðir. Reynslan sem ég hef
fengið af því að vinna með
Ragnari og Ágústi Kárasyni,
sem ég hef aðstoðað við axlar-
aðgerðir, er mjög dýrmæt.
Stefán Carlsson hefur einnig
leiðbeint mér.
Þetta eru allt mjög hæfir
læknar. Mér finnst það mikill
styrkur fyrir bæklunarlækna
hér að þeir hafa lært og starf-
að í ýmsum löndum, Svíþjóð,
Englandi, Bandaríkjunum.
Þeir hafa haft tækifæri til að
sérhæfa sig. Ragnar hefur t.d.
mikla reynslu af hryggjarað-
gerðum.“
Rússneskar aðferðir skylda
Kvedaravicius er frá borg-
inni Birzai í norðurhluta Lithá-
ens, er 57 ára gamall og eigin-
konan er einnig læknir. Hann
er yfirmaður slysa- og bæklun-
ardeildar héraðssjúkrahússins
sem er með um 200 nim. Hann
vann það afrek að hanna tæki
sem notað er við meðferð brota
og kostar búnaðurinn miklu
minna en það sem notað er hér
og annars staðar á Vesturlönd-
um en árangurinn af notkun
hans samt viðunandi.
Að sögn Kvedaravicius er
ástandið í heilbrigðismálum í
Litháen ekkert mjög slæmt,
margt hafi lagast síðustu árin.
„Nú getum við líka borið
saman ýmsar aðferðir. Fyrir
átta árum, þegar við vorum
enn hernumin af Sovétmönn-
um, urðum við að nota einu
aðferðafi'æðina sem leyfð var í
Sovétríkjunum á slysadeild-
um. Nú getum við tileinkað
okkur nýja hluti.
Tækin okkar eru ekki eins góð og hjá ykk-
ur, við höfum ekki efni á dýrasta búnaðinum.
Sumt er þó sambærilegt en okkur skortir oft
reynslu í að nota búnaðinn. Að öðru leyti
stöndum við ekki illa að vígi, sjúklingar í Lit-
háen fá yfirleitt alla bráðnauðsynlega þjón-
ustu. Við eram með hæfa sérfræðinga, fram-
kvæmum hjarta- og lungnaflutninga og aðrar
flóknar aðgerðir. Kennsla í læknisfræði er á
háu stigi. Það er erfitt að bera þetta saman
við önnur lönd en þekkingin er að mínu viti
oftast viðunandi."
Ensku, sem hann kunni áður ekkert í, byrj-
aði hann að læra sjálfstæðisárið 1991 til þess
að geta fylgst með því sem er að gerast á
Vesturlöndum í sérgrein sinni og talar hann
nú vel skiljanlega ensku. Styrk til námsins
fékk hann úr sjóði bandaríska fjármálamanns-
ins George Soros sem veitt hefur mikið fé til
aðstoðar í íyrrverandi kommúnistaríkjum en
hann fæddist í Ungverjalandi.
„Dóttir mín er landfræðingur, ég ætla að
færa henni hraunmola sem henni finnst áreið-
anlega mikið til um. Sonur minn stundar há-
skólanám í fornleifafræði í Vilnius. Þau tala
bæði reiprennandi ensku. „Pabbi, ég sagði þér
þetta í gær!“ segir sonur minn stundum óþol-
inmóður. Ég get orðið lesið ensku auðveldlega,
að minnsta kosti það sem ég þarf mest á að
halda í starfi og skil hana vel en á erfiðara með
að tala. Það er líka sjaldgæft að hitta nokkum
heima sem talar ensku. Þetta er snúið þegar
maður er orðinn svona gamall,“ segir Kved-
aravicius. Hann segist tala rússnesku mjög
vel eins og aðrir menntamenn af hans kynslóð
í fyrrverandi Sovétlýðveldum, hún var sam-
skiptamálið í ríkjasambandinu. Umskiptin
þegar sjálfstæðið var í höfn vora erfið fyrir
marga fullorðna menntamenn, nú var allt í
einu hætt að mestu að nota rússneskar bækur
sem þeir höfðu vanist.
Skriffinnar í Moskvu
Era enn tilfinningar með í spilinu, vilja
menn losna við allt rússneskt sem minnir á
niðurlægingu Sovétskeiðsins?
„Fyrst eftir að við urðum sjálfstæð vildu
nokkrir danskir starfsbræður mínir, sem
kunnu rússnesku, nota hana þegar þeir töluðu
við mig. Ég bað þá að afsaka en mér væri
meinilla við að tala rússnesku. En þetta er
breytt. Margir af starfsbræðrum mínum í
Rússlandi era ágætis menn. Þeir eru alltaf
reiðubúnir að gefa ráð og aðstoða mig.
Rússar eru ákaflega hjartahlýtt fólk en þeir
era margir ósáttir við að Sovétveldið skyldi
hrynja og vona að heims-
veldið rísi á ný. Þessi hugs-
unarháttur er þó ekki
vandamál í samskiptum við
venjulega launþega.
Við notum núna mest
bækur og rit á ensku við
kennslu í læknisfræði, einnig
dálítið á þýsku sem var ann-
að tungumál okkar íyrir síð-
ari heimsstyrjöld. En þegar
ég hitti starfsbræður frá
hinum Eystrasaltsríkjunum
er rússneska yfirleitt sam-
skiptamál okkar. Hana
kunna flestir og hún hentar
því best ef við viljum fara í
saumana á því sem við erum
að fjalla um.
Hvers vegna ættum við að
hundsa hana? Um 30% af út-
flutningi fara til Rússlands
svo að við eram háðir því
sem þar gerist og höfum
auðvitað áhyggjur af ástand-
inu núna.“
Mjög var amast við því á
Sovétskeiðinu að menn not-
uðu litháísku og ritgerðir við
háskólann í Kaunas, þar
sem hann lauk námi, urðu að
vera á rússnesku. ,AHar
greinar og skýrslur á ráð-
stefnum vora á rússnesku og
ræðurnar líka. Einstaka
sinnum fengum við þó að
nota okkar eigið mál.
Ef við sömdum grein um
viðfangsefni okkar varð að
senda hana til Moskvu þar
sem einhverjir skriffinnar
fóra yfir hana og það gat
tekið tíma fyrir þá að ákveða
hvort rétt væri að birta
hana. Þó var þetta ekki
nærri því eins erfitt í læknis-
fræði og ýmsum öðrum
fræðum en alltaf vofði þetta
yfir.“
Hann segir efnahagsá-
standið lagast með hverju
ári. Unga fólkið sé þó aldrei
ánægt og vilji meh-a. „Unga
fólkið vill að kjörin séu jafn
góð og á Vesturlöndum en
vill helst ekki vinna jafn
mikið og fólk gerir þar! En
íyrir fólk eins og mig er
þetta allt annað og betra líf.
Ég hef meira kaup núna en í
upphafi áratugarins og við
komumst þokkalega af, það
er svo margt miklu ódýrara
en hjá ykkur. Hins vegar
vinn ég meira, 60 stundir á
viku, og eftirlaunin verða
ekki nema 40% af núverandi
tekjum.
Núna höfum við lýðræði.
Það getur verið að spUlingin
sé mildl og margt fleira sé að
en tímarnir eru betri núna.
Við getum ferðast til út-
landa, að minnsta kosti ef við
höfum efni á því.“
Deilur í hverri íjölskyldu
Eiga litháiskir læknar
mikU samskipti við starfs-
bræður í hinum Eystrasalts-
löndunum, Lettlandi og
Eistlandi?
„Við höfum ekki mikla
þörf fyi'ir þau, fullkomnasta
tæknin og þekkingin er á
Vesturlöndum. Sem dæmi
nefni ég að megnið af tækni
sem notuð er tU að hjálpa
bækluðum er fundin upp í
Sviss. En ég á marga vini
hjá vísindastoftiunum í Lett-
landi og Eistlandi og við sækj-
um ráðstefnur hverjir hjá öðr-
um.
Samskiptin við Pólverja era góð en lítil við
Hvít-Rússa. í Litháen er dálítið pólskt þjóðar-
brot. Auðvitað eru alltaf einhverjir stjórn-
málamenn sem reyna að slá sig til riddara
með því að blása upp mál sem þeir segja að
sýni að Pólverjum sé mismunað hjá okkur en í
heildina held ég að þetta sé ekki neitt vanda-
mál.
Rússneskt þjóðarbrot er h"ka í Litháen en
miklu fámennara en í Lettlandi og Eistlandi.
Það er annars undarlegt hvað Rússar þurfa
marga áratugi til að læra tungumál Eystra-
saltsþjóðanna, ég var þó ekki nema sex mán-
uði að læra nægilega ensku til að bjarga mér!
Það er víða reynt að notfæra sér svona kryt
milli þjóða til að ná sér í atkvæði en í hverri
fjölskyldu era deilur. Það kemur meira að
segja fyrir að ég rífist við konuna mína!“ segir
Kvedaravicius að lokum.