Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 23
þangað til komið er að klettabelti
síðustu 20 til 30 m. Lofthræddum
gæti orðið um og ó og vafalaust
væri til bóta að setja þarna upp
reipi til stuðnings eða einfaldlega
fyrir lofthrædda að vita af.“
Hins vegar segist Ingvar Birgir
undrast að sumir skuli hafa áhuga
á því að fara sömu gönguleiðina oft
og jafnvel mörgum sinnum í hverj-
um mánuði. „Af Pverfellshorni er
frábært útsýni yfir Sundin og yfir
Reykjanesið. Aftur á móti þarf að
ganga töluvert langa leið uppi á
sjálfu fjallinu til að njóta útsýnisins
til norðurs. Að fara hjá Skrauthól-
um upp á Kerhólakamb eða fjall-
lendið þar fyrir vestan gefur mun
víðari sjóndeildarhring. Eins er
hægt að fara upp á Móskarðs-
hnúka til að sjá yfir höfuðborgar-
svæðið, suðurfýrir og austur í gos-
beltið á Þingvöllum, Kjósina og
norður um allt. Löngu er orðið
tímabært að varða þarna fleiri
gönguleiðir fyrir göngufúsa."
Aðrir eiga eflaust eftir að halda
áfram að skeiða sömu leið upp á
Þverfellshorn. „Kunningi minn er
einn af þeim,“ segir Ingvar Birgir
og gefur til kynna að kunninginn
hafi reynt að útskýra fyrir honum
hvað lægi að baki atferlinu. „Hann
sagðist hafa farið í World Class og
hamast þar í svitaskýi frá sér og
öðrum áður fyrr. A meðan hann
nyti líkamsræktarinnar einn í Esj-
unni þyrfti hann hins vegar aðeins
að þola svitalyktina af sjálfum sér.
Hann andaði að sér fersku útilofti
og nyti fegurðarinnar í umhverf-
inu. Síðast en ekki síst þyrfti hann
ekki að velta því fyrir sér hvaða
stefnu bæri að taka heldur skeiða
einfaldlega ósjálfi-átt upp sömu leið
eins og af gömlum vana.“
Flestar gerðir gosbergs
Ekki er að undra að Esjan sé
talsvert notuð í kennslu því þar er
að finna flestar gerðir íslensks gos-
bergs. „ísland er að 90 hundraðs-
hlutum basalt og því er efniviðurinn
nánast allur sá sami. Lögun og
ásýnd fer einfaldlega eftir því við
hvaða aðstæður gosin hafa orðið. Ef
gos verður á þurna landi myndast
gígaröð og hraunið rennur í nokkra
metra þunnu lagi yfir stórt svæði
eins og til dæmis í Heiðmörk eða
kringum Reykjavík. Ef gosið verð-
ur á hinn bóginn í sjó, stöðuvatni
eða undir jökli verða mun meiri
átök. Glóandi kvikan, hátt í 1.200
gráðu heit, snarkólnar og veldur
gufusprengingu. Basaltblandan
þeytist í háaloft, rignir aftur niður á
jörðina og myndar hrúgur. Gott
dæmi um hvort tveggja er þegar
Surtsey myndaðist. Eftir að Surts-
ey var orðin svo há að sjórinn náði
ekki lengur inn í gíginn hvarf feiki-
mikill gufustrókur og basaltkvika
með nákvæmlega sömu samsetn-
ingu fór allt í einu að mynda þunnt
hraunlag," útskýrir Ingvai- Birgir.
Hann rífjar upp að á milljón ára
myndunarskeiði Esjunnar hafi
gengið yfir um 10 jökulskeið. „Gos-
in urðu því gjaman undir jökli og
mynduðu stóra móbergshrauka
eins og við sáum beinlínis í sjón-
varpinu þegar gaus í Vatnajökli
fyrir tveimur árum. A hlýskeiðum
hörfuðu jöklarnir og eftir stóðu fal-
lega mynduð móbergsfjöll. Ef gos
urðu á hlýskeiðum tóku við hraun-
lög og eftir því sem hlýskeiðin voru
lengri og gosvirknin meiri grófst
meira og meira af móberginu undir
hraunlög. Með þversniði af Esjunni
væri því auðveldlega hægt að
greina heilu móbergsfjöllin inni í
sjálfu fjallinu. Móbergið gefur Esj-
unni sérstakan blæ og ekki síst
vestast. Þar hefur bergið orðið íyr-
ir áhrifum frá feikilega stórum
kvikuþróm frá tímum Kjalarnes-
eldstöðvarinnar. Kvikuþræmar
teygðu sig upp og hituðu bergið í
efstu lögum jarðskorpunnar. Berg-
ið er mestmegnis úr gleri og svo
viðkvæmt að við 100 til 200 gráðu
hita fara sum efnanna að leysast
upp og bergið fær á sig ljósan blæ.
Þegar Þórbergur kvað „Esjan er
yndisfógur utan úr Reykjavík. Hún
ljómar sem litfríð stúlka í ljós-
grænni sumarflík," er hann að lýsa
ljósu skriðunum þarna."
Ingvar Birgir segir fróðlegt að
hægt að ganga upp á gígtappann
Bláhnúk og alla leið upp á Mó-
skarðshnúka.“
„Önnur auðveld leið er með
gamla þjóðveginum upp í Svína-
skarð. Efst úr Svínaskarði er svo
auðvelt að ganga á austasta Mó-
skarðshnúkinn. Þaðan er frábært
útsýni til suðurs, austurs og norð-
urs. Stardalshnúkur er svo í sér-
stöku uppáhaldi hjá klifrurum.
Þama er einna fallegast innskot á
vestanverðu landinu. Bergið er fal-
lega stuðlað og svo grófkristallað að
þama eru góðar festur íyrir þá sem
stunda fjallaklifur með reipum.“
Spurningum ósvarað
Eins og áður segir er Ingvar
Birgir skólastjóri Jarðhitaskóla Sa-
meinuðu þjóðanna og fram kemur
að doktorsverkefnið hafi á sínum
tíma tengst jarðhita. „Ein aðalá-
stæðan fyrir því hversu nákvæm-
lega ég rannsakaði fjallið var að ég
hafði áhuga á að vita meira um í
gegnum hvaða jarðlög verið væri að
bora eftir heitu vatni í þéttbýlinu
hér sunnanlands. Eini munurinn á
jarðlögunum í Esjunni og í borhol-
um eftir heitu vatni fyrir Reykvík-
inga, Seltiminga og íbúa í Mosfells-
sveit er að hægt er að sjá jarðlögin í
fjallinu með bemm augum í giljum
og klettaveggjum en jarðlögin í hol-
unum koma aðeins upp í svarfi. Að
mörgu leyti er því hægt að skilja
betur eðli jarðhitans á höfuðborgar-
svæðinu með því að skoða Esjuna."
Ingvar Birgir segir að þó hann
haldi að með rannsóknum sínum
hafi hann getað dregið fram helstu
einkenni í myndunarsögu fjallsins
sé enn mörgum spumingum ósvar-
að. „Eftir að styrkari stoðum hefur
verið rennt undir framhaldsnám í
jarðfræði við Háskóla Islands er
ekki ólíklegt að fleiri fari að rann-
saka jarðlög í megineldstöðvum
eins og í Esjunni. Ný greiningar-
tækni er spennandi kostur og gefur
ítarlegri upplýsingar en hægt var
að nálgast á áttunda áratugnum.“
FYRIR ofan Vallá má greina
jarðhitaummyndað móberg og
hraunlög þar fyrir ofan. Upp í
gegnum bergið hefur kvika
þrengt sér upp keilulaga
sprungur og myndað keilu-
ganga.
líta upp í hlíðarnar í vestanverðri
Esjunni. „Athyglisvert er að sjá
hvernig dökk hraunlögin liggja
neðan og ofan við móbergið. Ef vel
er að gáð sést sumstaðar hvemig
jarðhitaspmngur ná upp í gegnum
móbergið og hraunlögin þai- fyrir
ofan. Hraunlögin em þéttari fyrir
og hafa því ekki ummyndast eins
og móbergið. Fjallið er ekki heldur
frítt við líparít. Líparítið kom upp í
gosi í hringlaga sprungu utan við
Stardalsöskjuna fyrir um 2 milljón-
um ára. Hringspmngan sker Þver-
árkotsháls, fer um suðurhlíðar Mó-
skarðshnúka, klórar utan í Skála-
fell og aðeins í hæðina Múla fyrir
austan Stapa. Oftar en einu sinni
hefur gosið í hringsprungunni og
ágætt er að sjá hvað kom út úr gos-
unum í Móskarðshnúkum. Ekki
verður heldur undan skilið að stói’-
ir líparítgangar fara í gegnum
Þverárdal, yfir Grafardal og ná
langleiðina upp á hátind Esjunn-
ar,“ segir hann og tekur fram að
hægt sé að sjá líparítið langar leið-
ir. „Oft finnst fólki að sólskin sé
austast í Esjunni af því að Mó-
skarðshnúkarnir eru svo ljósir."
Agæt dæmi um innskotsberg
eru að sögn Ingvars Birgis í Þver-
felli í Esjunni og á Músarnesi á
Kjalarnesi. A Músamesi séu
skemmtilegar gönguleiðir við allra
hæfi. „Ekið er að Brautarholti á
Kjalarnesi og falast eftir leyfi land-
eiganda að fara niður í fjörana þar.
Mjög skemmtileg fjara er norðan-
megin Músarnessins og gaman að
ganga um klettaborgirnar. Eins er
hægt að skoða Presthúsatanga á
austanverðu Kjalamesinu.
Skemmtileg ganga er frá Skraut-
hólum og upp á Kerhólakamb í
vestanverðu fjallinu. Önnur
skemmtileg ganga er frá Skeggja-
stöðum inn í hjai’ta Stardalseld-
stöðvarinnar í farvegi Leirvogsár
Kvölddagskrá kl. 20 - 22 • Akureyri og Reykjavík
Dagskrá:
1) Haustskreytingar
úr garðinum,
Hjördís Jónsdóttir og snillingarnir
í skreytingadeildinni sýna haust-
skreytingar og færa litskrúð
haustsins heim í stofu.
2) Haustlaukar:
Stutt laukaspjall og kynning
á nýjungum.
3) Brauð og olíur:
ítölsk sælkerabrauð og
brauðolíur frá "Jóa Fel."
Fundarstjóri:
Bjarni Finnsson
blémciUQl
Ljósmynd/I.B.F.
í HLÍÐINNI ofan við Skrauthóla á Kjalarnesi hafa basalthraun runnið
upp að brattri móbergshlíðinni og runnið að lokum yfir móbergið.
Ljósa bergið í forgrunni er jarðhitaummyndað móberg.
MÓSKARÐSHNÚKAR eru myndaðir við líparítgos undir jökli. Hægra
megin sést líparítgangur skerast skáhallt upp í gegnum basalthraunin
beggja vegna gangsins. Upp úr og út úr líparítskriðunum standa víða
stuðlaðir eitlar úr biksteini og hrafntinnu.
STUÐLABERG í Gráhnúki í
hlíðinni sunnan Móskarðshnúka.
Stuðlamir em upp í 20 m háir
en Gráhnúkur er dólerítinnskot
líkt og Stardalshnúkur.
inn að Tröllafossi. Auðvelt er að
greina móberg sem myndaðist í
öskjuvatni Stardalsöskjunnar og sjá
hvemig hraunlögin undir móberg-
inu halla inn að öskjumiðjunni. Svo
hefur kvika troðið sér inn í móberg-
ið og myndað grófkomótt innskot.
Fyrir þá sem ekki em mjög upp-
teknir af jarðfræðinni getur verið
gaman að sjá þama hrafnslaup með
ungum og tilheyrandi á sumrin,“
segir Ingvar Bii-gir og bætir því við
að til að sjá enn meiri fjölbreytileika
í landslagi sé gaman að halda áfram
fram hjá Hrafnahólum. „Inn eftir
Þverárdal er hægt að keyra hvaða
bíl sem er að Skarðsá og þaðan er
hægt að ganga upp í stórt innskot
sem heitir Gráhnúkur og virða fyrir
sér falleat stuðlaberg. Afram er svo