Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þróun erfðavísinda: Liggur okkur lífið ó? Morgunblaðið/Kristinn DR. MICHAEL Fortun vísindasagnfræðingur hefur fylgst náið með þróun erfðavísinda sfðustu árin og rannsakað áhrif þeirra á samfélagið. Lofa vísmdamenn of miklu? Af hverju er lagt svona mikið upp úr hraðanum í erfðarannsóknum? Dr. Michael Fortun vísindasagnfræðingur hefur rannsakað hvað einkennir umræðuna um mannerfðarannsóknir og hvaða áhrif rannsóknir hafa á samfélagið. Salvör Nordal hitti hann að máli þegar hann var hér á landi í heimsókn, hélt fyrirlestra og kynnti sér íslenskar erfðarannsóknir. FÁAR rannsóknir hafa velt upp eins mörgum grundvallarspumingum í siðfræði og rannsóknir í mannerfðafræði. Michael Fortun vísindasagnfræð- ingur hefur fylgst náið með þróun erfðavísinda síðustu árin og hefur rannsakað áhrif þeirra á samfélag- ið. Michael Fortun lauk doktors- prófi í vísindasagnfræði árið 1993 frá Harvard-háskóla. í doktorsrit- gerð sinni fjallaði hann sérstaklega um erfðakortlagningarverkefnið í Bandaríkjunum (The Human Gen- ome Project). Fortun var hér á landi á dögunum og hélt þrjá fyrir- lestra um erfðarannsóknir og kynnti sér erfðarannsóknir á ís- landi. Hraðinn er lykillinn „Þróun erfðarannsókna hefur verið mjög hröð,“ segir Fortun, „tækninni fleygir fram og allt hef- ur verið gert til að auka hraðann. Þannig er sífellt verið að hraða áætluninni um að kortleggja allt genamengi mannsins og líklegt að því verði lokið eftir örfá ár. Astæðurnar fyrir þessari hröðu þróun eru margar. Það er mikil samkeppni milli vísindamanna og rannsóknastofa, allir eru að kepp- ast um að vera fyrstir með niður- stöður sínar og fá viðurkenningu fyrir störf sín. Þá beinast þessar rannsóknir að mjög alvarlegum sjúkdómum og sjúklingum nægir ekki að vita að hægt verði að finna lækningu á þeim einhvern tíma í framtíðinni heldur sem fyrst svo þeir geti notið góðs af. Auk þessa hafa sprottið upp mörg einkafyrirtæki sem fást við þessar rannsóknir og þar ráða við- skiptasjónarmið miklu. Fjárfestar leggja mikið upp úr skjótum arði sem næst ekki nema hægt sé að ná forskoti í rannsóknum með nýjum uppgötvunum. Sem dæmi um hve þróunin hefur verið hröð í þessum efnum get ég nefnt að Walter Gilbert, nóbelsverð- launahafi í erfðafræði, reyndi að koma einkafyrirtæki á laggimar 1987 til að stunda genarannsóknir. A þeim tíma gat hann ekki sannfært fjárfesta um að þetta gæti verið arðbær fjárfesting, núna rúmum tíu árum síðar hafa sprottið upp fjöl- mörg fyrirtæki, í líkingu við ís- lenska erfðagreiningu, víða um heim.“ Fylgir samfélagið hraðanum? Hefur þróunin í erfðarannsókn- um kannski verið of hröð? „Það er erfitt að segja. Það getur líka verið erfitt að hægja á ferlinu þegar það er á annað borð komið af stað. Við getum hins vegar velt því fyrir okkur hvort aðrir þættir sam- félagsins hafí fylgt þessari þróun. Þannig er nauðsynlegt að samfélag- ið bregðist við til dæmis með laga- setningum og að það eigi sér stað fagleg umræða um þau álitamál sem upp koma vegna þessara rann- sókna. Ef samfélagið bregst ekM við rannsóknum með viðeigandi hætti getur það verið mjög hættu- legt.“ Það er mjög miMl áhersla lögð á að lög um miðlægan gagnagrunn verði sett sem allra fyrst og umræð- unni hafa verið sett mjög ákveðin tímamörk. Er þetta ekM gott dæmi um hraðann í þessum rannsóknum? „Mér virðist að svo sé. Þeir sem vilja byggja upp gagnagrunninn vilja hefjast handa sem fyrst. Það er hins vegar nauðsynlegt að Islend- ingar spyrji sig af hverju það liggur svona mikið á við gerð þessarar lagasetningar. Hér er mikið í húfí og miMlvægt að ekM sé farið of hratt í sakimar." Vísindamenn lofa of miklu Það eru bundnar miklar vonir við erfðarannsóknir og að það taMst að fínna lækningu við ýmsum alvarleg- um sjúkdómum. Eru menn of bjart- sýnir? „Það hafa verið gefm mörg loforð í þessum efnum á undanfómum ár- um. Það er í sjálfu sér áhugavert að hugleiða hvað svona loforð merkja. Þetta em loforð um hugsanlega þróun í framtíðinni en enginn veit hvort hægt verður að standa við þau. Það veit til dæmis enginn hvort hægt verður að auka heilbrigði manna í framtíðinni með uppgötv- unum á sviði erfðatækni. Vísinda- menn höfðu uppi mjög stór orð þeg- ar skriður komst á þessar rann- sóknir á níunda áratugnum og menn töldu sig skammt frá því að leysa brýn heilbrigðisvandamál. Það er hins vegar sífellt að koma betur í ljós hvað það er margt sem við vitum ekM og ennþá er mörgum grundvallarspumingum í erfða- fræði ósvarað. Það er ólíMegt að á næsta leiti séu lækningar við alvar- legum sjúkdómum og það er í raun hættulegt ef fólk trúir slíkum stað- hæfíngum. Þá er hætta á að sér- fræðingunum séu færð miMl völd í hendur og þeir gerðir að einhvers konar alheimslausnurum. Þeir geta þá í krafti stöðu sinnar gert nánast hvað sem er. Gagnrýnin hugsun er eðli og drif- kraftur vísinda og samfélagið verð- ur að halda uppi stöðugri gagnrýni á störf vísindamanna og efast um allt sem þeir segja." Sérþekking í siðfræði nauðsynleg Það hefur átt sér stað mjög miMl umræða hér á landi um gagna- gmnnsfrumvarpið. Nú hefur þú rætt við marga aðila um þessi mál - hvemig kemur þessi umræða þér fyrir sjónir? „Umræðan hér virðist hafa snúist einkanlega um einstök atriði frum- varpsins, en það er mikilvægt að átta sig á málinu í víðara samhengi. Ef það er stefna stjómvalda að laða hingað til lands einkafyrirtæki í erfðarannsóknum verða þau að gera sér grein fyrir hvaða kröfur það gerir til samfélagsins. Annars vegar er nauðsynlegt að tryggja að hér séu stundaðar fjöl- breyttar rannsóknir, eins og þegar er gert til dæmis á vegum Háskól- ans, Landspítalans, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins. í háskól- um em stundaðar gmnnrannsóknir sem em nauðsynlegar fyrir rann- sóknir sem unnar eru í einkafyrir- tækjum. Hins vegar verða menn að átta sig á að svona rannsóknir krefjast sérþekkingar á mörgum sviðum. Það þarf ekM aðeins að byggja upp sérþekMngu í erfðafræði og skyld- um greinum heldur verður að byggja upp sérþekMngu á sviði sið- fræði, lögfræði, vísindasögu og ann- arra þjóðfélagsfræða. Þessar rann- sóknir vekja fjölmargar erfíðar lagalegar og siðferðilegar spuming- ar og opinberir aðilar verða að sjá til þess að fólk sem hefur sérþekk- ingu hafí tækifæri til að fást við þær. I Bandaríkjunum fer hluti opin- berra fjárveitinga til erfðakortlagn- ingaverkefnisins í rannsóknir tengdar þessum erfiðu siðferðilegu og samfélagslegu spumingum. Hér er um veralegt fjármagn að ræða sem tryggir umræðu og sérþekk- ingu á þessum sviðum. Eftir því sem ég get best séð hefur þessum spurningum ekM verið gefínn nægi- lega miMll gaumur hér á landi.“ Þurfa því stjórnvöld í raun að auka framlag sitt til þessa mála- flokks með tilkomu einkafyrirtækj- anna? „Þetta er nýtt svið hér á landi sem getur átt sér mikla framtíð. FyrirtæM eins og Islensk erfða- greining verða að geta treyst því að í framtíðinni verði nægilegt fram- boð af menntuðu fólki í greininni, en ýmislegt annað er einnig nauðsyn- legt. Það verður að byggja upp starfsumhverfi fyrir þessar rann- sóknir og takast á við þær erfiðu spurningar sem þeim fylgja. Annað sem mér finnst athyglis- vert við umræðuna hér er að hún hefur eingöngu beinst að gagna- granni um heilbrigðisupplýsingar en ekkert um lífsýnabanka. Mér sMlst að það standi til að setja lög um lífsýnabanka, sem á öragglega eftir að vekja enn erfiðari spurning- ar. Það þyrfti að ræða þessi tvö mál í samhengi en ekki aðskilja þau eins og gert hefur verið hér.“ Erfítt að vera viðbúinn Virðist þér sem íslenskt samfélag hafí verið óviðbúið þessari umræðu og nýju rannsóknum? „Það sem er svo heillandi við vís- indi er að þar eiga sér stað uppgötv- anir og ný þekking kemur fram sem breytir sýn okkar á veruleikann. Eðli málsins samkvæmt er því ómögulegt að vera algjörlega viðbú- inn nýjungum. Þróunin í erfðarann- sóknum hefur verið svo hröð að í raun hafa allir verið óviðbúnir. Það virðist þó sem íslenskt samfélag hafi ekki verið eins vel undirbúið og mörg önnur, meðal annars vegna þess að hér virðist ekki vera til hlut- laus vettvangur þar sem fengist er við grundvallarspurningarnar sem þessar rannsóknir snerta. Við getum ekM aðgreint vísinda- rannsóknir frá þeim siðferðilega veruleika sem þær eru stundaðar í. Erfðarannsóknir vekja fjölmargar erfiðar spurningar, se_m ekki er auð- velt að takast á við. Eg var að lesa Atómstöðina eftir Halldór Laxness og þar er mjög skemmtilegur kafli þar sem organistinn lýsir gestrisni móður sinnar en hennar dyr stóðu alltaf opnar. Mér finnst siðferðileg- ar spurningar snúast um það hvern- ig við getum haft opið hús. Við verð- um að vera opin fyrir nýjum hlutum og uppgötvunum. En ef við höfum opið hús þá getum við aldrei verið viss um hver gengur inn. Hvað þýð- ir það að hafa opið hús? Bjóðum við bandarísk stórfyrirtæM velkomin? Eða bandaríska herinn? Hvemig getum við verndað friðhelgi einka- lífsins þegar húsið er opið? Við þurfum að spyrja okkur hvað við er- um tilbúin að taka mikla áhættu í þessum rannsóknum. Hvaða áhrif eiga þær eftir að hafa í framtíðinni fyrir börnin okkar? Hver á að meta þessa áhættu og taka ákörðun um hana? Þetta eru mjög vandasamar spurningar og ekkert einfalt að svara þeim. Það er mikil áhætta fólgin í því að setja upp miðlægan gagnagrunn. Enginn veit hvernig hann á eftir að virka eða hvort hann eigi eftir að virka yfirleitt. Þetta er tilraun sem gengur kannski upp en kannski ekki.“ Dulkóðun einskis nýt? Hvað hefur komið þér mest á óvart hér á landi? „Smæð þjóðarinnar,“ svarar Fortun að bragði. „Ég hafði heyrt og lesið talsvert um ísland áður en ég kom og vissi auðvitað að þetta væri fámenn þjóð. Það hefur hins vegar verið mjög lærdómsríkt að upplifa þessa nálægð. Mér virðist sem allir þekki alla hérna og viti allt um alla. Þannig að það er líklega erfitt að njóta friðhelgi eða per- sónuvei'ndar hér á landi. Ef til vill er það ástæða þess að almenningur virðist ekki hafa miklar áhyggjur af gagnagi-unninum. En þessi mikla nálægð er ástæða þess að þið eigið að fara sérstaklega varlega við gerð miðlægs gagna- grunns. Það er hugsanlegt að Islend- ingar með þekMngu sína hver á öðr- um geti auðveldlega borið kennsl á fólk í gagnagranninum þrátt fyrir dulkóðun og því geti margir einstak- lingar verið greinanlegir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.