Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SATT VIÐ
AÐVERA
SKILIN EFTIR
Aðalheiður Eyjólfsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
✓ /
Arið 1910 fóru fjölmargir Islendingar til Vesturheims, rétt eins
................. .......7-----------------------------------
og næstu áratugi á undan. I þeirra hópi var fjölskylda Aðalheiðar
Eyjólfsdóttur sem sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá örlögum
sínum og fjölskyldu sinnar, en vegna erfíðra aðstæðna var hún
ein fjögurra barna skilin eftir þegar fjölskyldan fór út. Fimmta
barnið fæddist á skipsfjöl á leið vestur um haf.
/
júnímánuði árið 1910 var búið
að búa um tæplega ársgamla
stúlku í heylaup og í honum
átti hún að fara með foreldr-
um sínum og þremur bræðrum
áleiðis til Ameríku - fyrirheitna
landsins. Af þessu ferðalagi Aðal-
heiðar Eyjólfsdóttur varð ekki.
Faðir hennar Eyjólfur Eyjólfsson
hafði þegar þetta var selt jörð sína
Þóroddsstaði í Grímsnesi og pantað
ferð fyrir fjölskylduna með vestur-
faraskipinu Botníu.
„Þá komu Vigdís Magnúsdóttir
móðursystir mín og maður hennar
Þorvarður Jónsson til að kveðja.
Mamma mín, Guðrún Magnúsdótt-
ir, var ófrísk að sínu fimmta barni,
komin alveg á steypirinn og systir
hennar vorkenndi henni aðstæður
hennar og bauð henni að taka eitt
barnið. Hún vildi fá Magnús bróður
sem var heldur eldri, fæddur 1907,
en það varð úr að ég var tekin upp
úr laupnum og fengin þeim Vigdísi
og Þorvarði í fóstur um tíma. Eg
átti að fara á eftir fjölskyldu minni
þegar góð ferð gæfíst," segir Aðal-
heiður. Hún fæddist á Þórodds-
stöðum 27. júlí 1909. Meðan hún
enn var hvitvoðungur kom föður-
bróðir hennar sem Ágúst hét frá
Kanada. Þar hafði hann dvalið um
tíma en kom nú til Islands, sendur
af stjómvöldum ytra, til þess að
freista þess að fá fleira fólk til þess
að flytja til Kananda og setjast þar
að. Ágúst lofaði gulli og grænum
skógum og fékk bróður sinn Eyjólf
til að flytja út. „Faðir minn og
bræður hans voru fæddir og upp-
aldir á Laugarvatni en systir
þeirra Ingunn tók síðar við búsfor-
ráðum þar ásamt manni sínum
Böðvari Magnússyni, sem var móð-
urbróðir Aðalheiðar. „Það vantaði
fólk til að vinna, svo sem til að
höggva skógana í Ameriku, það
voru svo miklir skógar í Ameríku,"
segir Aðalheiður. Ágúst giftist
systurdóttur sinni og þau fóru út
ásamt foreldrum Aðalheiðar og
Bjarna bróður þeirra Eyjólfs og
Ágústs, sem einnig hafði verið í
Ameríku áður.
„Pabbi vildi endilega fara með
bræðrum sínum vestur um haf,
mamma vildi það síður. Pabbi var
að enda við að byggja hús á Þór-
oddsstöðum þegar hann tók þessa
ákvörðun Ég fæddist í því húsi, það
er nýlega búið að rífa það núna,“
segir Aðalheiður. Vigdís og Þor-
varður höfðu misst þrjár ungar
dætur þegar þau tóku Aðalheiði en
átti fjögur börn á lífi, það yngsta
átta ára. „Það er auðskilið hvers
vegna mamma vildi heldur að ég
yrði eftir en Magnús, hún var að því
komin að ala bam og ég ekki árs-
gömul, hún skildi mig eftir af
hreinni neyð. Hún ól svo Botníu
systur mína á leiðinni til Ameríku.
Við Botnía vorum þrjá daga á sama
árinu. Hún fékk þetta nafn af því
hún fæddist á vesturfaraskipinu
Botníu.
Foreldrar mínir fóru með skipinu
fyrst til Skotlands, þaðan til Halifax
og svo með lest til austurstrandar-
innar, áfangastaðurinn var í grennd
við Winnipeg. Þótt þau kæmust á
leiðarenda með nýfætt bamið, sem
hver getur sagt sér sjálfur að hefur
verið erfíð ferð, þá vora erfiðleik-
amir ekki að baki og harmurinn á
næsta leiti. Pabbi dó mánuði eftir að
þau komu út. Þá stóð mamma eftir
ekkja með strákana þrjá og ný-
fædda dóttur. Það var ekki um ann-
að að gera fyrir mömmu en gerast
vinnukona hjá öðram. Tvö börnin
gat hún haft hjá sér en hún varð að
koma tveimur drengjannna fyrir
hjá öðrum. Mér hefur verið sagt að
pabbi hafí ekki þolað flugnabitin,
sem era þarna voðaleg - hafí fengið
eitran og dáið úr henni. Þau voru
ekki búin að koma sér fyrir á eigin
heimili þegar hann dó, heldur
dvöldu í húsi með mörgum öðram
innflytjendum. Mamma gerðist
vinnukona hjá frænku sinni Mar-
gréti frá Skálholti og manni hennar
Arna Pálssyni. Hjá þeim var hún
vinnukona hjá í átján ár, að mig
minnir."
Vegna andláts föður sín og erfíð-
leika móðurinnar varð ekki af því að
Aðalheiður væri send á eftir fjöl-
skyldunni til Ameríku. Hún ólst upp
hjá Vigdísi móðursystur sinni og
Þorvarði manni hennar til sextán
ára aldurs, þá fór hún að vinna fyrir
sér í vist sem vinnukona. „Mér
fannst ég óttalega einmana eftir að
ég fór frá þeim. Þau urðu fyrir
þungum hörmum. Börn þeirra dóu
eitt af öðru úr berklum. Ég man
ekki eftir þeim elstu, þau vora dáin
fyrir fæðingu mína en tvö dóu þegar
ég var á unglingsaldri. Ég fann
stundum til þess að missir minn var
mikill - ég hafði misst uppeldis-
systkini mín og aldrei séð mín eigin
systkini. Mér fannst ég stundum
varla eiga neina fjölskyldu, bara
lauslegar vinkonur. Þetta breyttist
þegar ég fór sjálf að eiga börn,“
segir Aðalheiður. Hún átti þó ná-
komnar frænkur - dætur Guðrúnar
móðursystur sinnar - sem voru
henni góðar og hjá einni þeirra,
Guðríði, hóf Aðalheiður vinnukonu-
störfin. „En þær vora ekki systur
mínar eigi að síður,“ segir Aðalheið-
ur.
Pakkinn frá Ameríku
Samband Aðalheiðar við fjöl-
skyldu sína í Ameríku var að mestu
bundið við bréfaskriftir milli henn-
ar og Botníu systur hennar.
„Mamma skrifaði mér ekki, hún
skrifaði Vigdísi fósturmóður minni.
Þegar ég fermdist fékk ég mjög
fallegan hring frá móður minni. Þá
hafði ég einu sinni áður fengið
pakka frá Ameríku. Þegar ég var
ellefu ára fékk ég sendan miða um
að ég ætti pakka á pósthúsinu í
Reykjavík. Ég var mjög spennt en
varð að bíða í mánuð þar til mjólk-
urpósturinn gat tekið pakkann með
austur í Flóa. Ég vissi að í honum
var kjólefni, mamma hafði skrifað
fóstru minni það. Ég gerði mér
glæstar vonir um kjólefnið, en mik-
il urðu vonbrigði mín þegar mér
barst loksins pakkinn. í honum var
venjulegt sirsefni, ég hafði gert
mér háar hugmyndir um að þetta
væri mjög fínt efni t.d. silki - svo
var það bara sirs. í pakkanum var
líka skartgripaskrín, blátt og vatt-
erað. Ég átti það lengi en að lokum
brann það. Hringinn sem ég fékk í
fermingargjöf átti ég líka nokkuð
lengi en þá týndist hann. Ég sagði
Botníu systur minni frá þessu í
bréfi og hún sagði bræðrum okkar.
Systkini mín slógu svo saman í fal-
legan gullhring með stórum stein,
áþekkan þeim sem mamma hafði
gefið mér á sínum tíma, og gáfu
mér þegar ég hitti þau í fyrsta
sinni árið 1962. Hringinn frá þeim
hef ég ekki tekið ofan síðan.“
Eftir að móðir Aðalheiðar hætti
að vera vinnukona hjá Pálsson hjón-
unum þá gerðist hún ráðskona hjá
manni sem Árni Björnsson hét.
„Mamma hafði ákveðið að koma
hingað á alþingishátíðina 1930 en
hún dó áður,“ segir Aðalheiður.
„Hún fór að heimsækja Margréti
Pálsson sem vildi gera vel við hana
og lánaði henni hest, kerru og
dreng til að fylgja henni heim.
Hesturinn fældist við einu grjót-
hrúguna á leiðinni og mamma
kastaðist úr vagninum og dó. Þetta
var árið 1928. Eg hitti móður mína
aldrei eftir að hún fór til Ameríku
frá mér tæplega ársgamalli og man
því ekkert eftir henni. Eigi að síður
gerði ég mér ýmsar hugmyndir um
hana og þótti mjög vænt um hana.
Ég hef hugsað mikið um hana og
örlög hennar.
Mamma vildi að ég kæmi út til
þeirra. Tvisvar kom það til tals.
Fyrst þegar ég var sextán ára og
var í vist hjá Guðríði frænku. Þá
kom kona frá Ameríku með peninga
fyrir fargjaldi fyrir mig. Ég fór og
talaði við konuna og sagði henni að
ég vildi ekki fara. Ég gat ekki farið.
Fósturforeldrar mínir vora nýlega
búnir að missa Ingibjörgu dóttur
sína, fallega og myndarlega stúlku,
ég gat alls ekki farið frá þeim. Síðar
talaði mamma um að mér yrðu
sendir peningar f'yrir fargjaldi vest-
ur um haf. Strákarnir vora þá allir
uppkomnir og farnir að veiða á
vatninu og Botnía systir var að læra
hárgreiðslu. Mamma ætlaði að
senda mér peninga fyrir fari þegar
strákarnir væra búnir að veiða
nægilega mikinn fisk og selja. Af
því ferðalagi varð ekki vegna þess
að hún dó. Mér féll vitanlega þungt
að geta aldrei aðstæðnanna vegna
hitt móður mína - en svona fór
þetta.
Gat ekki yfirgefið
fósturforeldrana
Þótt svo tækist til að ég yrði á
þennan hátt viðskila við fjölskyldu
mína þá fékk ég gott og kærleiks-
ríkt uppeldi. Vigdís fósturmóðir
mín var mér mikið góð. Hún var
ákveðin kona og vel gefin. Ég kall-
aði hana mömmu og Þorvarð kall-
aði ég pabba. Hann var mér ekki
síður góður. Þau bjuggu lengst af í
Meðalholti í Flóa og þar ólst ég
upp sem yngsta barn þeirra hjóna,
þótt ég væri aldrei ættleidd. Þau
urðu fyrir þungum hörmum eins og
fyrr greindi. Ég var þrettán ára
þegar Ingibjörg uppeldissystir mín
dó úr berklum. Hún var eins og
fyrr sagði sérlega falleg og mynd-
arleg stúlka. Fráfall hennar tók
mjög á okkur öll. Nokkru eftir að
hún dó hættu fósturforeldrar mínir
búskap. Þá fór ég sem fyrr greindi
vinnukona til Guðríðar frænku
minnar í Reykjavík. Um skólanám
var ekki að ræða, til þess voru eng-
in efni. Ég er sátt við þá ákvörðun
mína að fara ekki til Ameríku sext-
án ára gömul þegar mér bauðst að
fara þangað. Mig langaði auðvitað
að hitta móður mína og systkini, en
mig langaði ekki að setjast þar að
og hefði ábyggilega ekki haft ráð á
að komast aftur heim til Islands í
bráð. Ég gat heldur alls ekki yfir-
gefíð fósturforeldra mína á þessum
tíma, þegar tvö barna þeirra voru
nýlega dáin. Þau höfðu þá misst
fimm börn. Aðeins tveir synir af
sjö börnum lifðu þau. í ellinni voru
þau á mínum vegum að töluverðu
leyti. Vigdís móðursystir mín og
fósturmóðir var mjög sterk og dug-
leg kona.“
Á átjánda ári fór Aðalheiður sem
vinnukona til kaupmannshjónanna
á Stokkseyi’i, þeirra Magnúsar
Gunnarssonar og Ástríðar Eiríks-
dóttur. „Þau voru mér ágæt en ég
finn enn til í öxlunum eftir aUar
skúringarnar í húsinu hjá þeim. Ég
skúraði hvern dag frá efsta lofti og
niður í kjallara nema jóladag og
hvítasunnudag. Það var mikill
þrifnaður á því heimili - það má nú
segja. Það þurfti svo sem alls stað-
ar mikið að vinna á þeim tíma. Ég
fór t.d. á fætur klukkan þrjú á
nóttunni til þess að þvo þvotta. Ég
átti ekki oft frí. Húsmóðurinni
þótti nokkuð mikið þegar farið var
að hafa skemmtanir tvisvar í viku.
Á laugardagskvöldum voru ung-
mennafélagsfundir ef ekki voru
böll og á miðvikudagskvöldum var
hins vegar verið að kenna lancé.
Ég sótti þessar skemmtanir.
Árið 1930 trúlofaðist ég Stur-
laugi Guðnasyni frá Sandgerði á
Stokkseyri. Við fórum saman á Al-
þingishátíðina og það er það
skemmtilegasta sem fyrir mig hef-
ur komið á ævinni. Það var svo gott
veður og ég var ráðskona í tjaldi
hjá sex körlum - einn þeirra var
minn karl. Ég var alltaf að sjóða
fúlegg handa Ásgeiri kaupmanni,
sem var einn í hópnum, það var
mikið hlegið af því. Þetta eru
ógleymanlegir dagar - ég verð
aldrei svo kölkuð að ég muni ekki
eftir þeim. Við Sturlaugur fórum
að búa árið 1931. Við keyptum lítið
hús á Stokkseyri, sem brann svo
nokkrum árum síðar. Það fór neisti
úr strompinum í þurrt torf sem
notað var til einangrunar. I bran-
anum eyðilögðust öll gömlu bréfin
frá Botníu systur og líka bláa, vatt-
eraða skartgripaskrínið sem
mamma sendi mér þegar ég var ell-