Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 29 BLEIKJUR af Arnarvatnsheiði, nánar tiltekið úr Arfavatnslæk. Rúmlega 10.000 fleiri laxar en í fyrra N ORÐUR-Atlantshafslaxasjóð- urinn, NASF, sem Orri Vigfús- son veitir forstöðu, hefur sent frá sér „útgönguspá" fyrir loka- útkomu laxveiðivertíðarinnar 1998. Spáin byggir á þeim loka- tölum sem fyrir liggja og nýjum eða nýlegum tölum úr helstu lax- veiðiám landsins þar sem veiði stendur enn yfir. Samkvæmt spánni munu íslenskar laxveiðiár gefa 39.566 laxa, en það er rúm- lega 10.000 löxum meiri afli heldur en síðasta sumar og rúm- lega 4.000 löxum yfir meðalveiði síðustu 24 ára, en sú meðalveiði er 35.224 laxar. Fjögur svæði eru með yfir 2.000 laxa veiði. NASF telur samanlagða tölu Eystri- og Ytri-Rangár og er hún um 3.680 laxar. Þrjár ár, Þverá ásamt Kjarrá, Blanda og Norðurá eru einnig í þessum efsta hópi. Eystri-Rangá ein og sér er efst með eitthvað um 2.600 laxa, en Þverá endaði með 2.189 laxa, Blanda með 2.010 laxa og Norð- urá með 2.003 laxa. Ellefu ár til viðbótar eru með yfir 1.000 laxa, þ.e.a.s. eílefu auk Ytri-Rangár sem NASF bindur inni í einni heildartölu fyrir Rangárnar, en um 1.000 laxar munu komnir úr Ytri-Rangá. Annars voru komnir samkvæmt töflu NASF, sem dagsett var á fóstudag, 1.925 laxar úr Laxá í Aðaldal, 1.820 úr Miðfjarðará, 1:650 úr Grímsá ásamt Tunguá, 1.460 úr Langá á Mýrum, 1.390 úr Laxá í Dölum, 1.390 úr Laxá í Kjós, 1.170 úr Laxá á Asum, 1.144 úr Selá, 1.100 úr Vatnsdalsá, 1.012 úr Hofsá og sléttir þúsund úr Víði- dalsá ásamt Fitjá. Þá var Haukadalsá ekki langt undan með 915 laxa. Silungsveiði var víðast hvar afburðagóð í sumar. Það þýðir ekki að það hafi verið mok upp á hvern dag, því á sil- ungsveiðislóðum beygja menn sig undir ytri skilyrði eins og á öðrum veiðislóðum. Silungsvötn eru mörg hver grunn og grugg- ast upp og sumarið hefur ekki verið sérlega hlýtt og gott norð- anlands í sumar. Hefur það og haft áhrif á viðveru og aflabrögð veiðimanna. Fregnir af veiðislóðum á Arn- arvatnsheiði og Skagaheiði eru þó yfirleitt góðar og á báðum svæðum var veiðin best framan af, en dvínaði er á leið. Af sam- tölum við veiðimenn virðist sem veiðin hafi dalað fyrr á Skaga- heiði. A báðum svæðum veiða þeir best sem fyrstir koma og tekur þá silungurinn afar vel og nánast allt agn. Þegar frá líður dofnar yfir veiðiskapnum og þeir veiða þá helst sem nota flugu. Það var fært á þessar fjallaslóðir óvenjusnemma í sumar, snemma í júní, vegna snjóleysis og vin- samlegs árferðis. Margir lentu í sannkölluðum veiðiveislum og fengu tugi fiska á dag. í Veiðivötnum á Landmanna- frétti var mjög góð veiði, hermt er að 9.000 silungar hafi verið dregnir þar á þurrt. Seiðaslepp- ingar sem lágu niðri um tíma, en eru nú byrjaðar aftur, eru farnar að skila sér. Mikið af fiskinum í sumar var fremur smátt, en það lofar góðu um að næsta sumar verði hann mun vænni. Þá var betri veiði í Þórisvatni en menn bjuggust við, en fiskur var þar einnig í smærra lagi. Góður fisk- ur þó. Þá komu skot í Kvíslaveit- um þótt þar sé fremur illúðlegt yfir að líta miðað við það sem áð- ur var, því nú hefur Þjórsá verið veitt inn á svæðið með tilheyr- andi gruggi. Veiddu menn helst þar sem tærir lækir og ár falla í drulluna. Fengu menn allt að 10 punda fiska. FRÉTTIR Landsbankinn styrkir eiginfjárstöðuna Gefur út 500 milljóna króna víkjandi lán LANDSBANKI íslands hf. hefur gefið út víkjandi skuldabréf að fjár- hæð 500 milljónir kr. til styrkingar á eigin fé bankans og fengið sam- þykki Verðbréfaþings íslands til skráningar bréfanna. Skráning bréfanna fer fram 22. þessa mánað- ar. Eins og heitið bendir til víkur krafa samkvæmt víkjandi skulda- bréfi fyrir öllum öðrum kröfum á hendur útgefanda við slit á félaginu. Bankar hafa heimild til að telja slík skuldabréf til eigin fjár og hafa ís- lenskir bankar nýtt sér það eins og bankar erlendis. Bankastjóri Landsbankans hefur heimild til útgáfu 1.500 milljóna kr. víkjandi láns og nýtti sér þá heimild að hluta með útgáfu umræddra 500 milljóna kr. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segir að skuldabréfin hafi þegar verið seld völdum hópi fjárfesta. Heldur hærri vextir eru á bréfunum en almennum bankabréf- um, ávöxtunarkrafan er í þessu til- viki 5,52% á útgáfudegi, og segist Halldór vera ánægður með kjörin. Eigið fé 10% Að loknu yfirstandandi hlutafjár- útboði Landsbankans verður eigið fé hans í A-flokki, það er að segja hlutafé og annað eigið fé, rúmlega 8%, að sögn bankastjórans. Að við- bættum B-flokki eigin fjár, það er að segja fyrri víkjandi lánum og þeirri viðbót sem nú kemur, verður eigið fé bankans rúmlega 10%. Það telur Halldór að sé hæfilegt og mið- ar þá við það sem algengast er á hinum Norðurlöndunum. TÖFRAR AUSTURLANDA 1. OKT. 3 YIKUR Vegna ótrúlega hagstæðs verðs og gæða bjóðum við hagstæðustu kjörin. ALLAR AUSTURLANDAFERÐIR HEIMSKLÚBBSINS UPPSELDAR TIL ARAMÓTA — en aðeins 4 sæti laus í vönduðustu og hlutfallslega ódýrustu ferðina undir fararstjórn Ingólfs sjálfs, sem gjörþekkir hinn austurlenska heim. Meðal áfangastaða: KUALA LUMPUR 3 d. í einni glæsiiegustu nýtískuborg heimsins. Hið nýja 5* HOTEL RENAISSANCE. Ein ódýrasta heimsborgin í dag. SAGION, YÍETNAM, hin fræga endurreista borg, 4 d. á frábæru HOTEL EQUATORIAL, 4*+ og ferðir út í heiilandi sveitir Iandsins. „HÖLL GYLLTU HESTANNA“, 5*+ nýlega valið besta hótel ASÍU, skammt frá Kuala Lumpur, 4 d. LÁTTU EINU SINNI EFTIR ÞÉR AÐ BÚA í HÖLL! MALACCA, hin sögufræga borg. Ekið um frjósamar, fagrar lendur Malasíu og dvalist 3 d. við sjóinn á frábæru RIVIERA BAY, 4*+ (S. Mandarin hringurinn). SINGAPORE, sem margir telja hápunkt nútímans í Austurlöndum vegna menningar og frábærs skipulags. Algjör verslanaparadís. GRAND PLAZA, nýtt 4* á besta stað. Heimflug frá Singapore um London. Allt þetta með einu fremsta flugfélagi heimsins, akstri, gistingu skv. lýsingu, morgunverði og fararstjórn fyrir rúmar 9.000 kr. á dag að meðaltali. TÆKIFÆRI, FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAe HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavik, SEM EKKI BÝÐST AFTUR. sími 56 20 400, fax 562 6564 Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimaslða: hppt://www.heimsklubbur.is MEBRIHÁTTAR NÝIR SKÓR FRÁ ROOBINS Litir: Svart — grátt — blátt — brúnt og hermannagrænt Nýtt kortatímabil Laugavegi 91, sími 511 1717 Kringlunni, sími 568 9017 Verð 5.900 St. 35-41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.