Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 36

Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 36
36 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd: Ólafur Magnússon kgl. hirðljósmyndari. HORNIÐ á Lækjargötu og Austurstræti. REYKJAVIKUR- RÚNTURINN „Reykj avíkurrúnt- urinn“ var frægur sögustaður á sinni tíð, engu síður en Kalmar og Hansa- borgir, skrifar Pétur Pétursson. Það væri full ástæða til þess að efna tH fræðslu- þátta og fyrirlestra um höfuðborg okkar 7 Islendinga. MIKIÐ er nú að ger- ast í Miðkrika og hreint með ólíkind- um hvað borgaryfír- völd og landsfeður hafa á prjónunum um vegsemd og virðingarsæti sem höfuðborg og fóðurland eiga að skipa í náinni framtíð. En hvað vita borgarar um bæinn sinn. Sjónvarpið sýnir þessa dagana danskan framhaldsþátt um leigubílstjóra. Þar kom við sögu ungur menntamaður sem hugðist afla sér tekna með akstri leigubif- reiðar. Hann kunni götuskrá Kaup- mannahafnar utanbókar og gat vitnað í.kortið eftir minni. Reykvískir leigubílstjórar eru furðumargir fróðir og kunna góð skil á mönnum og málefnum. Rata hvert öngstræti og þekkja Válastíg og Vesturvallagötu. Samt eru und- antekingar frá þeirri reglu. Þess varð ég vísari nýverið. Ungur geðþekkur bifreiðarstjóri sótti okkur, öldruð hjón, í austurbæinn. Eg bað hann aka okkur vestur í Garðastræti. Hvar er það í bæn- um? spurði hann, og það glitraði á fagurgjáandi eymalokka í hægra eyra. Ertu ekki Reykvíkingur? spurði ég. Jú, jú. Ég er úr Þing- FRIÐJÓN prentari, Guðmundur og Sigurður dömuklæðskerar. Morgunblaðsglugginn í Austurstræti. Þegar þessi mynd er tekin er Kaffi Royal í Iitla húsinu sem sést t.v. við gluggann. Þar málaði Kjarval myndir sfnar á veggi, en fékk mat sendan til sín upp á loft til Stefáns Gunnarssonar. (Úr safni Ludvigs Hjálmtýssonar) holtunum, sagði hann. Svo spurðist ég fyrir um ættir hans. Þá kom í ljós að ég átti ljósmynd af afa hans þar sem hann tók þátt í fyrstu kröfugöngu verkalýðsfélaganna hinn 1. maí 1923. Ég mundi hann vel, góðlyndan, kurteisan, en ákveðinn og stéttvísan verkamann. Það fór vel á með okkur. Svo reyndist einnig um ungan afkom- anda hans sem tók tilsögn minni vel og ók okkur hjónum heim í hlað. Daginn eftir að þetta gerðist kom ellefu ára gömul skólastelpa til okkar hjóna. Hún hafði meðferð- is sögukennslubók eftir einn af prófessorum Háskóla íslands. Þar er lesendum, nemendum barna- skólans skipað að gera grein fyrir Staðamálum hinum fyrri og Staðamálum hinum síðari. Deilum bænda og kirkjuhöfðingja á sög- uöld og Sturlungaöld. Kalmarsam- bandinu, Margrét drottning og Eiríkur frá Pommern koma þar við HALLDÓR Jósefsson, Lárus Blöndal bóksali og Ludvig Hjálmtýsson. Á sólskinsdegi í Austurstræti við hús Egils Jacobsens. „Hótelrottur“ er bókin sem Ludvig les. 1939. (Úr myndasafni Ludvigs Hjálmtýssonar) sögu. Og talað er um „stráka“, en Háskólinn hefir sagt skilið við „drengi", „pilta og stúlkur", en stundar „strákskapinn" af kappi án forsjár. „Reykjavíkurrúnturinn“ var frægur sögustaður á sinni tíð, engu síður en Kalmar og Hansaborgir. Það væri full ástæða til þess að efna til fræðsluþátta og fyrirlestra um höfuðborg okkar íslendinga og varðveita sitthvað sem varðar sam- eiginlega sögu. Þess vegna bið ég Morgun- blaðið að Ijá mér rúm fyrir fáeinar myndir og texta sem fylgir til skýringar. Friðjón Bjarnason, Fíi, eins og vinir hans kölluðu hann, var einkar vel látinn. Hógvær og kurteis. Góður félagi. Litinn hýru auga af konum. Var lengi að hugsa sig um áður en hann kvæntist. Var þá næiri fertugur. Kona hans var Gyða Jónsdóttir, bróðurdóttir Hallbjarnar Halldórssonar, meist- ara HH, sem var jafnframt læri- meistari Þórbergs og Halldórs Laxness. Gyða vann í Alþýðupren- stmiðjunni um árabil. Prentarar voru „yfir og allt um kring“ hjá Friðjóni. Faðir hans Bjarni Jóhanesson var prentari. Einnig bróðir hans Runólfur og mágur hans Guðmundur. Saman ráku þeir Viðey, prentsmiðju í Túngötu. Friðjón var góður nágranni á Bráðræðisholtinu. Við kölluðum hann Fía í Austurholti. Það var á Framnesvegi, gegnt Birtingaholti. Þar fengust góð vínarbrauð með glassúr. Guðmundur „dömuklæðskeri“ var kunnur og vinsæll iðnaðannað- ur, raunar hefðu hann og vinir hans kosið að kalla hann listamann í greininni. Hann átti líka til þeirra að telja, sonur Guðmundar Sig- urðssonar klæðskerameistara og bróðir Sigurðar ljósmyndara, Benedikts listmálara og Hauks pressara. Guðmundur starfrækti saumastofu í Kirkjuhvoli. Þar var hann umsetinn og umvafinn vináttu og tryggðaböndum kvennablóma sinnar tíðar. Inga Sörensen, Anna Baldvins, Snúlla, Astrid Forberg-Ellerup og fjöldi þokkadísa á þriðja og fjórða ára- tug voru „fastir liðir eins og venju- lega“ í fjölbreyttum starfsdegi Guðmundar. Félagi hans, sem brosir glaðlega við Ijósopi mynda- vélarinnar, er Sigurður „dömuklæðskeri" og danskennari Guðmundsson, „Siggi sý“, eins og hann var jafnan kallaður. Hann var dansfélagi Ástu Norðmann um árabil. Þau starfræktu dansskóla og efndu til sýninga. Sigurður var gamansamur mað- ur. Hafði jafnan svör á reiðum höndum. Spurði stundum sér- kennilegra spurninga. „Bjóddu mér sígarettu og vittu hvað ég segi.“ Eitt sinn var fjöldi hefð- arkvenna, reykvískar frúr, hjá Sigurði á Laugavegi 11 þar sem hann bjó á annarri hæð. Þétt var setið. Hvert sæti skipað. Jafnvel símaborðið en þar var símanum komið fyrir á hillu, en púði á borðinu til þæginda. Þar sat ein frúin. Þá hringir síminn ákaflega. Sigurður lætur sér hvergi bregða en segir: „Það hringir undir yður, frú.“ Halldór Jósefsson, sonur séra Jósefs á Setbergi og systui'sonur Péturs Halldórssonar borgar- stjóra, Lárus Blöndal Guðmunds- son bóksali og Ludvig Hjálmtýsson ferðamálafrömuður sitja við versl- un Egils Jacobssen í Austurstræti. Ludvig Hjálmtýsson heldur á nýútkominni bók Hótelrottur sem kom út 1939. Höfundurinn var Guðmundm- Kolbeinn Eiríksson prentari, f. 19. september 1906. Höfundarnafn Guðmundar var Kolbeinn Eiríksson. Guðmundur var lengi vélstjóri við „Vísi“. Rit- sjóri Prentarans. Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali var sonur Guðmundar Guð- mundssonar kaupmanns og kaup- félagsstjóra, sem kenndur var við Heklu, seinna hjá verslun S.Ó. Ólafssonar á Selfossi. Guðmundur í Heklu var sonur Guðmundar „bóka“, sem kallaður var vegna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.