Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 38

Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 38
38 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN BANKAR OG BREYTINGAR RÍKISSTJÓRNIN hefur haft að leiðarljósi á kjörtímabilinu að jafna aðstæður á milli ríkis og einkaaðila og draga úr hlutverki íTkisins í starfsemi sem einkaaðilar geta stundað og þar sem samkeppni þrífst. Þetta á t.d. við um fjár- magnsmarkaðinn. Vel heppnuð breyting á rekstrarformi ríkisvið- skiptabanka og sameining íjárfest- ingarlánasjóða í einn öflugan fjár- festingarbanka og einn nýsköpun- arsjóð gekk í gildi um síðustu ára- mót. Með þessu fyrsta skrefi var almennri fjármálastarfsemi ríkis- ins mótað sama form og fjármála- fyrirtækja á samkeppnismarkaði, en hlutverk ríkisins í nýsköpun staðfest. Ekki er lengur um deilt að ríkið eigi í framhaldinu að draga sig út úr rekstri fjármálafyrir- tækja. Með hlutafjárútboði Lands- bankans er stigið fyrsta skrefið í þessa átt og fleiri sla-ef verða stig- in á næstunni. Stefnt er að því að á næstu mánuðum verði Landsbank- inn, Búnaðarbankinn og Fjárfest- ingarbanki atvinnulífins allir skráðir á Verðbréfaþingi Islands og að hluta í eigu íslensks almenn- ings. Þetta er grundvallarbreyting á íslenskum fjármagnsmarkaði. Árangnrinn að koma í Ijós Síðan 1995 hefur viðskiptaráðu- neytið markvisst unnið að áður- nefndum umbótum. Þessi breyting var mjög umfangsmikil en tökst í alla staði vel og í mjög góðri sam- vinnu við starfsmenn. Sérstaklega ber að þakka starfsmönnum bank- anna fyrir þeirra þátt í þessari víð- tæku breytingu á rekstrarformi. Breytingamar tóku gildi um síð- ustu áramót. Þá urðu Landsbank- inn og Búnaðarbankinn að hlutafé- lögum og Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf. og Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins stofnaðir úr fjórum fjárfestingarlánasjóðum í eigu ríkisins. Árangurinn af þessum aðgerðum er þegar að koma í ljós. Rekstur Landsbankans og Búnaðarbankans hefur gengið ákaflega vel á þessu ári og er hagnaður þeirra meiri en um mjög langt skeið þrátt fyrir að vaxtamunur hafi lækkað verulega. Ahyggjur manna um að bankamir þyrftu langan tíma til aðlög- unar áður en hægt væri að hefja sölu hlutafjár ríkissjóðs hafa ekki átt við rök að styðjast. Aðlögun- arhæfni bankanna hef- ur verið með ágætum, svo sem sést á hagnaði þeirra og lægri lán- tökukostnaði á nýjum lánum þrátt fyrir af- nám ríkisábyrgðar. Óhætt er að fullyrða að rekstur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafi gengið vel. í stað gamalla sér- hæfðra atvinnugreinasjóða er kom- ið eitt framsæknasta fjármálafyrir- tæki landsins sem hefur virkað sem vítamínsprauta á markaðinn og bryddað upp á nýjungum við fjármögnun. Þessi róttæka skipu- lagsbreyting, þar sem fjármálafyr- irtækjum í eigu ríldsins var fækk- að, hefur án nokkurs vafa aukið verðmæti þessara eigna þjóðarinn- ar. Stefnumörkun ríkisstjómar Að formbreytingu ríldsviðskipta- bankanna og fjárfestingarlánasjóð- anna afstaðinni tók við að móta stefnu um með hvaða hætti ríkið ætti að draga sig út úr rekstri bankanna þriggja. Þegar lágu fyrir heimildir um að selja 49% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífins og að gefa út nýtt hlutafé í Lands- banka og Búnaðarbanka þannig að aðrir en ríkissjóður ættu 35% af bönkunum. Undir forystu við- skiptaráðuneytis voru ýmsir val- kostir kannaðir og þeir teknir til umfjöllunar í ráðherranefnd um einkavæðingu, sem í eiga sæti for- sætisráðherra, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráð- herra. Finnur Ingólfsson Sem lið í undirbún- ingi þessarar stefnu- mörkunar lét við- skiptaráðuneytið leggja mat á virði bankanna þriggja og átti viðræður við ýmsa aðila, erlenda og inn- lenda, um þær gríðar- legu hröðu breytingar sem nú eiga sér stað á alþjóðlegum banka- markaði. Þannig átti ráðuneytið fundi með sérfræðingum nokk- urra erlendra fjár- málastofnana í London sem hafa í gegnum störf sín hér á landi öðlast þekkdngu á íslenskum fjármagnsmarkaði. Leitað var við- horfa þessara aðila um hvaða að- gerða væri þörf og hver væru lík- indi á þátttöku erlendra aðila í þeim breytingum sem framundan eru. Um mitt ár ákvað ráðherranefnd um einkavæðingu síðan að ganga Stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar miðar að því, segir Finnur Ing- ólfsson, að gera rekst- ur íslenskra fjármála- fyrirtækja enn traust- ari og líkari því sem gengur og gerist erlendis. til viðræðna við Skandinavíska En- skilda Banken um kaup bankans á hlutafé í Landsbankanum, en hinn sænski banki hafði lýst yfir áhuga sínum á að gerast kjölfestufjárfest- ir í Landsbankanum. Skömmu síð- ar ákvað ráðherranefndin að ganga til könnunarviðræðna við Islands- banka um kaup hans á öllu hlutafé INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP 4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- Q Z D z «2 GFP 4435 O Z Frystikistur Titboðsverð sem eru komin til að vera. | Eigum einnig ýmsar I stæpöip fpystiskápa BRÆÐURNIR 1 m ORMSSON Láqmúla 8 • Sími 5 3 3 2800 ríkissjóðs í Búnaðarbankanum og við Samband íslenskra sparisjóða um kaup sparisjóðanna á öllu hlutafé ríkissjóðs í Fjárfestinga- banka atvinnúlífsins, en þessir aðil- ar höfðu óskað eftir viðræðunum, og Islandsbanki raunar sett fram formlegt tilboð. Samhliða þessu fór fram mikil umræða um bankamál, bæði í ríkis- stjórn, þingflokkum og á vettvangi fjölmiðla. Þessi umræða var mjög gagnleg. Skýrt kom í ljós að um- ræðan er stutt á veg komin og var það mat stjómvalda að rétt væri að láta reyna frekar á rekstur bank- anna í nýju rekstrarformi áður en ráðist yrði í svo róttækar aðgerðir. Þannig ætti að nýta betur þau sóknarfæri sem til staðar eru að óbreyttu, svo sem með skráningu á Verðbréfaþingi. Hins vegar var ákveðið að ganga hraðar fram við sölu á Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins en upphaflega hafði verið gert ráð íyrir og afla á komandi löggjafarþingi heimildar til sölu alls hlutafjár ríkisins í bankanum. Þessi stefnumörkun ríkisstjóm- innar er skynsamleg. Skjót skrán- ing bankanna á Verðbréfaþingi veitir þeim nauðsynlegt aðhald og skapar festu og aga í rekstri þeirra. Verðmæti bankanna verður þá mælt með viðskiptum á markaði og viðskiptalegur agi skráningar nýttur þeim til framdráttar. Mark- miðið er að sala hlutafjár verði nýtt til hins ítrasta af stjómendum bankannna til að styrkja markaðs- lega ímynd þeirra og efla sam- keppnishæfni, meðal annars með innri hagræðingu og tækninýjung- um. Þetta er mjög mikilvægt. Enn- fremur er mikilvægt að tryggja dreifða eignaraðild, enda verður við það miðað við sölu hlutafjár að almenningur eigi þess kost að eign- ast hlut í bönkunum að svo miklu leyti sem markaðsaðstæður leyfa. Undirbúningur sölu Þegar hefur verið hafist handa við að koma stefnumörkun ríkds- stjómarinnar í verk. Nú stendur yfir sala nýs hlutafjár í Lands- bankanum að nafnvirði einn millj- arður króna. Að útboði loknu mun ríkissjóður eiga 85% hlutafjár í bankanum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að almenningur muni taka þessum nýja fjárfesting- arkosti vel. Landsbanldnn er rót- gróinn banki og hefur verið stærsta fjármálastofnun þjóðarinn- ar um áratugaskeið. Rekstur bank- ans gengur nú vel og á þessu ári hafa verið gerðar víðtækar skipu- lagsbreytingar sem leitt hafa til nútímalegri stjómunarhátta. Áhugi eins best rekna banka á Norðurlöndum, SE-bankans, á að eignast hlut í honum sýnir vel þá möguleika sem felast í bankanum og þá framtíðarmöguleika sem til staðar eru. Mjög mikilvægur þáttur í hluta- fjárútboði Landsbankans er sala til starfsmanna. Ríkisstjómin ákvað í lok síðasta árs að starfsmönnum og eftirlaunasjóðum Landsbanka og Búnaðarbanka yrði boðið tiltekið hlutfall heildarhlutafjár til sölu á gengi sem samsvaraði verðmæti jafnháu eigin fé í árslok 1997. f því skyni að gæta samræmis ákvað ríkisstjómin þann 20. mars síðast- liðinn að starfsmönnum Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins yrði tryggður réttur sem jafna mætti til fyrrgreindrar ákvörðunar rílds- stjómarinnar. Aðgerðir af þessu tagi em vel þekktar hér á landi og erlendis og miða að því að treysta böndin á milli fyrirtækja og starfs- manna þeirra. Starfsmönnum mun gefast færi á að fylgjast betur með bankanum sínum og hagsmunir starfsmanna, stjómenda og hlut- hafa almennt verða samtvinnaðir, þ.e. að vinna bankanum vel. Auk hlutafjárútboðs Landsbank- ans er nú unnið að sölu hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu vinnur að undirbúningi söl- unnar í samráði við iðnaðarráðu- neyti, sjávarútvegsráðuneyti og stjómendur bankans. Lögð verður mikil áhersla á dreifða sölu til al- mennings. Þessi sala mun fara fram fyrir áramót og verður stærsta einkavæðingarverkefni í sögu ríkisins. Bankinn verður síðan að sölu lokinni skráður á Verð- bréfaþingi íslands. Auk þess verð- ur nú á haustþingi lagt fram frum- varp um heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í bankanum. Búnaðarbankinn mun ekki sitja eftir í þessari þróun. Rekstur bankans er mjög traustur og hafa eignir bankans vaxið um 56% á síð- ustu tveimur ámm. Allt bendir til að Búnaðarbankinn fari á næstu mánuðum út í hlutafjárútboð, í lík- ingu við útboð Landsbankans,og fái skráningu á Verðbréfaþingi. Traustir bankar en breytingar örar Þróunin á vestrænum banka- markaði hefur verið geysilega ör á þessum áratug. Aukin samkeppni, alþjóðavæðing, opnun hólfa á milli einstakra tegunda fjármálafyrir- tækja, lægri vaxtamunur og aukið framboð af nýrri þjónustu hefur verið einkennandi fyrir markað- inn. Ekkert lát virðist vera á þess- ari þróun. Bankar búa sig undir enn harðari samkeppni með sam- runa og yfirtökum. Mikil bylgja samruna gengur nú yfir Evrópu og þá ekki síst Norðurlöndin. Nor- rænir bankar hrepptu mikinn and- byr í byrjun þessa áratugar en hafa nú náð sér að fullu. Á síðustu tveimur árum hafa níu stórir bankasamrunar gengið í gegn á Norðurlöndum. Islendingar þurfa að fylgjast grannt með þessari þróun því sam- anburður við kennitölur erlendra banka er hérlendum bönkum enn að flestu leyti óhagstæður. Vaxta- munur er mun meiri hér á landi en í löndunum í kringum okkur og kostnaður sem hlutfall af tekjum hærri. Hins vegar stendur rekstur íslenskra banka traustari fótum nú en um mjög langt skeið. Islenskir bankar sækja nú fram af fullum krafti eftir langt stöðnunarskeið. Hagnaður og arðsemi hafa aukist og vaxtamunur minnkað. Þjónusta banka hefur batnað auk þess sem þeir hasla sér nú völl á sífellt fleiri sviðum, ekki bara hér á landi held- ur einnig erlendis. Stefnumörkun ríkisstjómarinn- ar miðar að því að gera rekstur ís- lenskra fjármálafyrirtækja enn traustari og líkari því sem gengur og gerist erlendis. Þar hefur sala til almennings og skráning á Verð- bréfaþingi mest að segja. Verð- mæti þjóðarinnar í bönkunum þremur eru mikil og því skiptir það þjóðina miklu máli að vel sé staðið að rekstri þeirra. Gera má ráð fyrir að verðmæti bankanna þriggja nemi um 30 milljörðum króna. Með sölu þeirra á næstu árum má lækka hreinar skuldir íslenska rík- isins um nærri fimmtung og auka markaðsverðmæti skráðra hlutafé- laga um sama hlutfall. Það er því til mikils að vinna. I mínum huga er það það lykilat- riði að þær aðgerðir sem gripið verður til í framtíðinni leiði til þess að einstaklingar og fyrirtæki hafi aðgang að þjónustu sem er sam- keppnishæf, bæði að verði og gæð- um. Það er hins vegar mikilvægt að ríkið sem eigandi vandi ákvarðanir sínar sem varða veginn að þessu markmiði. Þannig verður að tryggja að þær breytingar sem ráðist er í tryggi nægt framboð þjónustu á öllum landssvæðum og að staðið verði hagræðingarað- gerðum með þeim hætti að það valdi sem minnstri röskun. Höfundur er iðnaðar- og viðskipta- ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.