Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 40
J 40 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ALMA
TYNES
+ Alma Sövrine
Petersen Tynes
fæddist á Siglufirði
18. febrúar 1917.
Hún andaðist á
heimili sínu, Aust-
urströnd 8, Sel-
tjarnarnesi, 13.
september sl. Faðir
hennar var Carl
Petersen Tynes
organisti, tréskurð-
armeistari og skó-
smiður í Noregi,
síðar í N-Ameríku.
Móðir hennar var
Sesselja Elín Steins-
dóttir frá Gröf á Höfðaströnd, f.
25.10. 1887, d. 12.5. 1957, veit-
ingakona á Siglufirði. Systkini
Olmu sammæðra eru Ragnar
Björnsson Pálsson, f. 15.4. 1920,
d. 30.6. 1924, og Ragna Hólm-
fríður Pálsdóttir, f. 16.5. 1925,
gift Haraldi Þórðarsyni _ vél-
smíðameistara, áður í Ólafs-
firði, nú búsett á Sauðárkróki.
Þeirra börn eru Elín Hólmfríð-
ur nuddari, Litlu-Gröf, Sauðár-
króki og Þórður Gunnar banka-
starfsmaður, Cleveland í
Bandaríkjunum.
Alma ólst upp á Siglufirði hjá
Elínu móður sinni og stjúpa,
Páli Guðmundssyni verslunar-
og veitingamanni úr Fljótum í
Skagafírði, f. 12.11. 1883, d.
23.8. 1956, en þau áttu og ráku
um árabil gisti- og veitingahús-
ið Hótel Siglufjörð. Eftir hefð-
bundna skólagöngu á Siglufirði
stundaði Alma nám um skeið í
ensku og dönsku, lærði auk
þess á gítar og píanó. Hún
starfaði við veitingarekstur for-
eldra sinna og þar að auki við
sfldarsöltun.
Hinn 19. október 1935 giftist
hún Einari Thoroddsen Guð-
mundssyni, f. 15.11. 1913 í
Króki á Rauðasandi, d. 3.4.
1974, sem lengst af var héraðs-
læknir á Bfldudal, síðar á Eyr-
arbakka.
Börn Ölmu og Einars eru: 1)
Guðmundur Rúnar, f. 3.4. 1936,
garðyrkjubóndi Reykjaflöt,
Hrunamannahreppi, maki Erla
Sigurmundsdóttir. Börn þeirra:
a) Ævar, verksmiðjusijóri
Rækjuvers á Bfldudal, giftur
Ingibjörgu Hjartardóttur og
eiga þau þijá syni, b) Arnar
prentsmiður í Reykjavík, átti
áður dóttur með Asthildi Pét-
ursdóttur og aðra dóttur með
Svanhvíti G. Jóhannsdóttur, var
seinna í sambúð með Astu Jóns-
dóttur og eiga þau tvö börn, c)
Einar Thoroddsen, starfsmaður
Rækjuvers á Bfldudal, giftur
Josephine Wade og eiga þau
þijá syni, d) Guðjón bifreiða-
stjóri í Mosfellsbæ,
giftur Stellu Eiríks-
dóttur og eiga þau
þijú börn, e) Guð-
rún Thoroddsen bú-
fræðingur á
Reykjaflöt, í sam-
búð með Lúðvík
Kaaber. 2) Ragnar
Páll, f. 22.4. 1938,
listmálari í Reykja-
vík, maki Sigurrós
Ósk Arthursdóttir,
þau skildu. Sambýl-
iskona Svava
Snorradóttir, þau
slitu samvistum.
Börn Sigurrósar og Ragnars
Páls: a) Arthur listmálari í
Gautaborg, giftur Evu Eriks-
dotter og eiga þau einn son,
Arthur átti áður son með Lottu
Bondesson, b) Víðir, grafískur
hönnuður í Reykjavík, giftur
Guðrúnu Þórðardóttur og eiga
þau tvo syni, Víðir átti áður son
með Aðalheiði Þorsteinsdóttur.
3) Sverrir, f. 26.5. 1947, heimil-
islæknir í Gautaborg, maki
Lena Wallberg sálfræðingur.
Dætur þeirra: a) Anna Elín
menntaskólanemi, b) Agnes
Edda, c) Henrietta Marianne. 4)
Elín Guðrún, f. 3.12. 1948,
hjúkrunarfræðingur í Kaup-
mannahöfn. 5) Anna Sigríður, f.
25.8. 1951, leikkona og starfs-
maður á sambýli í Reykjavík,
maki Helgi Pétursson, hans
börn eru tvö frá fyrra hjóna-
bandi og barnaböm þijú. 6)
Norma, f. 22.12. 1955, leiðbein-
andi við grunnskólann á Eyrar-
bakka, maki Skúli Þórarinsson
sjómaður. Börn þeirra: a) Alma
Tynes háskólanemi, b) Bjami,
hann á einn son með Jónínu Sig-
tryggsdóttur, c) Einar
Thoroddsen.
Alma og Einar bjuggu í
Reykjavík meðan Einar nam
læknisfræði við Háskóla fslands
og starfaði hún þá m.a. við
saumaskap á heimili sínu fyrir
ýmsar verslanir í bænum en á
sumrin dvaldi hún á Siglufírði
og vann í sfld. Hún sinnti eftir
það heimilisstörfum og uppeldi
barna þeirra hjóna. Alma og
Einar bjuggu á Breiðabólsstað á
Síðu frá 1945 til 1947, vora síð-
an hálft annað ár í Reykjavík en
árið 1948 fluttu þau til Bfldudals
í Arnarfirði og bjuggu þar til
ársins 1967 er þau fluttu til Eyr-
arbakka. Eftir lát Einars bjó
Alma á Miklubraut 66 í Reykja-
vík en síðustu 10 árin á Austur-
strönd 8 á Seltjarnarnesi.
títför Ölmu fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 21. september, og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað,
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í fórina fyrir það,
jafnt ffisir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kyslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Tómas Guðm.)
Þegar mér barst fréttin af and-
láti systur minnar, Ölmu, sunnu-
daginn 13. september, varð mér
hugsað til síðustu samfunda okkar.
Við Haraldur vorum í Reykjavík á
leið til Bandaríkjanna til dvalar hjá
syni okkar Þórði Gunnari, sem er
búsettur þar. Að sjálfsögðu ætluð-
um við að kveðja Ólmu, en Ragnar
Páll listmálari, sonur hennar og
nánast uppeldisbróðir minn, kom
með þau skilaboð frá móður sinni,
að okkur væri öllum boðið til há-
degisverðar miðvikudaginn 19.
ágúst heima hjá henni á Austur-
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fímmtudags-, fostudags- og laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveirnur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
strönd 8. Þar höfðu dætur hennar,
Anna og Norma, framreitt hinn
besta og fallegasta málsverð, af
allri þeirri snilld, sem þeim einum
er lagið.
Alma var svo hress og kát, að ég
man varla eftir að hafa séð hana
svona vel útlítandi og hressa í lang-
an tíma. Við töluðum mikið saman,
um foreldra okkar og vini, Siglu-
fjörð og margt frá liðnum tíma. Nú
er ég svo þakklát fyrir þessa sam-
verustund, því við kvöddumst svo
glaðar og ánægðar. Alma sagði mér
frá ferð sinni í apríl síðastliðnum en
þá flaug hún til Kaupmannahafnar
að heimsækja Elínu dóttur sína,
sem er hjúkrunarfræðingur og bú-
sett þar. Þær fóru svo saman til
Gautaborgar að heimsækja son og
bróður, Sverri Einarsson og fjöl-
skyldu, en hann er læknir þar og
Arthur Ragnarsson sonarson Ölmu
og fjölskyldu hans. Að þeirri dvöl
lokinni var farið aftur til Kaup-
mannahafnar, en þar veiktist Alma
alvarlega, var flutt á sjúkrahús þar
sem hún gekkst undir skurðaðgerð
sem heppnaðist vel. Sjálf sagðist
hún halda að þetta hefði lengi verið
að búa um sig, því nú væri hún við
bestu heilsu.
Talið barst, eins og svo oft áður,
að æskuslóðum okkar, síldarbæn-
um Siglufírði. Móðir okkar, Elín
Steinsdóttir, eignaðist Ölmu 18.
febrúar 1917 með norskum manni,
Carli Tynes, en í Noregi hafði hún
dvalið með frú Indíönu og Ole Ty-
nes, sem var mikill arhafnamaður á
Siglufírði þessi ár. Síðar giftist
móðir okkar föður mínum, Páli
Guðmundssyni verslunarmanni, og
gekk hann Ölmu í fóðurstað og
þótti engu síður vænt um hana og
hennar börn, en mig og mín börn.
Eins veit ég að Ölmu þótti innilega
vænt um hann sem foður, enda lét
hann sér mjög annt um okkur syst-
urnar. Fyrst fæddist þeim sonur,
Ragnar B. Pálsson, en þau misstu
hann úr lömunarveiki aðeins 4 ára
gamlan. Síðan fæddist ég undirrit-
uð, Ragna Hólmfríður, 16. maí
1925.
Foreldrar okkar hófu hótelrekst-
ur á Siglufírði skömmu eftir að þau
giftu sig. Móðir okkar var góð mat-
reiðslukona, enda verið árum sam-
an hjá frú Indíönu Tynes og var
það henni góður skóli, hvað mat-
reiðslu og heimilishald snerti. Hún
hafði sömu stúlkurnar við hótel-
störfín ár eftir ár, enda urðu þær
sumar eins og hluti af fjölskyldunni
og allt gekk vel undir styrkri
stjórn mömmu og pabba. Það var
alltaf ákveðin stúlka sem sá um
okkur systurnar og flestar okkar
þarfir, því móðir okkar hafði svo
mikið og erilsamt starf með hönd-
um. Alltaf kom þó pabbi upp á
kvöldin að lesa bænirnar með okk-
ur. Vegna 8 ára aldursmunar átt-
um við systurnar ekki samleið í
leik og starfi á bernskuárum mín-
um, en þegar ég var orðin 13 til 14
ára urðu samskiptin miklu meiri.
Alma giftist Einari Th. Guð-
mundssyni læknanema haustið
1935 og stofnuðu þau heimili í
Reykjavík. I mars 1936 kom Alma
norður til Siglufjarðar og hinn 3.
apríl fæddi hún þar frumburð sinn,
soninn Guðmund Rúnar. Mér
fannst stórkostlegt að þessi fallegi
drengur væri systursonur minn.
Guðmundur varð svo eftir hjá for-
eldrum okkar, sem fengu indæla og
góða konu, Svanborgu, til að fóstra
hann um tíma. Við pabbi fórum á
hverju kvöldi að færa honum mjólk
og svo fékk ég að halda á honum.
Alma og Einar komu norður hvert
vor meðan hann var í háskólanum.
Einar fékk vinnu í Síldarverksmiðj-
um ríkisins og Alma vann á síldar-
plani og þá voru þau ætíð hjá for-
eldrum okkar. Þetta var gangur
lífsins, fólkið streymdi til Siglu-
fjarðar í sfldina og ævintýrin.
Ein af upprifjunum okkar systr-
anna var hún Fríða frænka, Hólm-
fríður Jónasdóttir skáldkona frá
Sauðárkróki. Hún kom til Siglu-
fjarðar á hverju vori meðan á sfld-
arvertíðinni stóð og bjó alltaf heima
hjá okkur. Ef það var ekki síld, þá
saumaði hún heimsins fallegustu
kjóla á okkur systurnar.
Fenmingarárið mitt 1938 kom
systir mín norður með 5 vikna
gamlan son sinn Ragnar Pál, fædd-
an 22. apríl 1938. Þessi litli drengur
varð strax augasteinn foreldra
minna, enda skírður í höfuðið á litla
drengnum sem þau höfðu áður
misst og syrgðu mikið. Ragnar Páll
var elskulegt barn og sérlega góður
við ömmu sína og afa. Hann var hjá
þeim fram á unglingsár, eða allt þar
til þau féllu frá og var þeim sem
besti sonur. Til marks um það, hef-
ur hann alltaf hugsað um leiði
þeirra í kirkjugarðinum, hafi hann
átt leið um Siglufjörð.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
þegar Alma og Einar komu í sum-
arheimsóknir til okkar Haraldar á
Ólafsfirði, með barnahópinn sinn.
Yngri börnin: Sverrir, Elín, Anna
og Norma, ásamt Elínu dóttur
okkar voru mjög samrýnd, enda á
svipuðum aldri. Þórður Gunnar
var yngstur en fékk líka að vera
með.
Mesta sorgin, sem systir mín
varð fyrir, var að missa manninn
sinn, Einar, langt um aldur fram.
Þá var það henni dýrmætt að eiga
þessi góðu börn og tengdabörn sem
hafa stutt hana og styrkt í einu og
öllu.
Við Haraldur og Þórður Gunnar
sendum ykkur systkinum og öðrum
vandamönnum innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að blessa
ykkur öll.
Systir mín kær, þér þakka ég
samfylgdina í gegnum árin. Við
trúðum báðar á líf eftir dauðann,
því kveð ég þig með kvöldbæn, sem
pabbi kenndi okkur og lét okkur
fara með á hverju kvöldi.
Nú legg ég augun aftur,
ó guð, þinn náðarkraftur,
mín veri vöm í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Blessuð sé minning þín.
Ragna Hólmfríður Pálsdóttir,
Bandaríkjunum.
Amma hún er móðir hennar mömmu
og mamma er það besta sem ég á,
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá.
í rökkrinu hún segir mér oft sögur
svæfir hún mig er dimma tekur nótt,
syngur hún við mig sálma og kvæðin fógur
sofna ég þá sætt og vært og rótt.
Þetta voru einar af uppáhalds vís-
unum hennar ömmu en hún kunni
heil ósköp af þeim og hafði gaman
af að kenna okkur þær. Þegar við
vorum lítil í heimsókn hjá ömmu
Mikló voru margar stundimar sem
við sátum í fanginu hennar og hún
söng fyrir okkur eða sagði okkur
sögur.
Okkur fannst alltaf og finnst enn
amma ein merkilegasta kona i
heimi. Hún hafði alltaf svör á reið-
um höndum, hvort sem spurningin
var stórmerkileg í augum 5 ára
barns eða 15 ára unglings, amma
vissi allt. Við trúðum því alltaf statt
og stöðugt að hún gæti og kynni
allt og hún brást okkur ekki í þeirri
trú. Amma fékk okkur líka til að
trúa á sjálf okkur og nýta þá hæfi-
leika sem við búum yfír hvert fyrir
sig.
Það er sárt að kveðja ömmu sína
en hvert sem við förum og hvað sem
við gerum, vitum við að hún lítur
eftir okkur eins og hún hefur alltaf
gert.
Alma Tynes, Bjarni og Einar
Thoroddsen Skúlabörn.
Það var sl. sunnudag að síminn
hringdi. í símanum var Ragnar Páll
frændi minn og tjáði hann mér að
móðir hans hefði orðið bráðkvödd
um morguninn. I amstri dagsins
setti mig hljóða, ekki Alma frænka
- og af hverju ekki? Hún var orðin
81 árs og orðin frísk og hress eftir
veikindi frá liðnu vori. Af hverju
núna og af hverju er það svona
sárt? Það læðast í huga mér sárindi
sem ég get rakið til sjáifrar mín. Af
hverju hringdi ég ekki oftar og af
hverju kom ég ekki oftar? Nú verð-
ur engu breytt, það er allt búið -
eða er ferðin mikla að hefjast? Alma
frænka var fædd á Siglufirði 18.
febr. 1917. Eh'n amma eignaðist
hana með norskum manni, Carli Ty-
nes. Amma giftist síðan afa mínum,
Páli Guðmundssyni, og eignuðust
þau tvö börn, móður mína, Rögnu,
og dreng sem dó á fjórða ári. Páll
afi gekk Ölmu í föður stað og hugs-
aði ávallt um hana sem sína dóttur.
Til marks um það vissi ég ekki að
þær mamma væru hálfsystur fyrr
en ég var orðin fullorðin. Fjölskylda
mín í móðurætt var því ekki mjög
stór í þá daga, ég var einbirni til
þrettán ára aldurs en þá kom bróðir
minn í heiminn, Þórður Gunnar, svo
fjölskyldan á Bfldudal var mér mjög
mikilvæg. Til Bfldudals fluttu Alma
og Einar Th. Guðmundsson sem var
læknir, mikill sómamaður, hjarta-
hlýr mjög og skemmtilegur umfram
allt. Þau eignuðust sex börn og á
þeim tíma fannst mér, einbirninu,
eins og um heilan skólabekk væri að
ræða. Ég hlakkaði ávallt mikið til
þegar við fórum vestur á Bfldudal,
þar var líf og fjör, mörg börn, Alma
í eldhúsinu að elda eða baka og Ein-
ar að sinna sjúklingunum. Alma
frænka var fyrst og fremst móðir og
mikil húsfreyja. Hún vann heima og
hlúði að sínu og undir hennar
vemdarvæng tróð ég mér og hélt
fast. Þetta var á þeim tíma þegar
mæður voru húsmæður, ekki eins
og í dag, „bara húsmóðir". Við Alma
náðum alltaf mjög góðu sambandi
hvor við aðra, hún var mér ekki að-
eins móðursystir heldur líka vin-
kona. Hún hvatti mig til dáða, hún
lagði smyrsl á sárin og börnum mín-
um var hún sem amma. Hjá Ölmu
dvaldi ég þegar ég stundaði nám í
nuddi, þá var hún orðin ekkja og bjó
ein á horni Miklubrautar og Löngu-
hlíðar, einu mesta umferðarhomi
Reykjavíkur. En innan dyra var
hlýja, ylur og friður og hún vár
alltaf til taks. Þetta var skemmtileg-
ur vetur - en öðravísi vetur, ég ein
fyrir sunnan en Bjarki og börnin
fyrir norðan. „Eiín, þú heldur þínu
striki,“ sagði Alma. Hún hjálpaði
mér og reyndist búa yfir gagnlegum
fróðleik í sambandi við nám mitt,
enda gift lækni, átti son sem var
læknir og dóttur sem var hjúkrun-
arfræðingur. En fyrst og fremst
kom hennar eigin reynsla og lífsmat
mér mest til góða og af því miðlaði
hún mér af öriæti sínu. Hún minnti
mig ávallt á Elínu ömmu og það líf
sem ég átti hjá afa og ömmu í gamla
húsinu á Sigló, ömmu sitjandi við
gömlu kolavélina en nýja Rafha-
eldavélin stóð ónotuð hinum megin,
því það var einhver nýjung sem
amma kunni ekki að meta, Ragnar
Páll að teikna á móðuna á gluggun-
um, afi að fara í pakkhúsið, kisurnar
að leika sér á gólfinu, Kobbi mall og
Jói sovét í kaffi. Á þeim tíma skiptu
mínútur ekki máli.
Nú er allt breytt og við stjórn-
umst af hringiðu hraða og lífsgæða-
kapphlaups en þegar tíminn stopp-
ar og hugurinn hverfur aftur í tím-
ann mun minningin um þig, elsku
Alma, marka djúp spor hjartahlýju
og visku og þú verður í sama sessi
og Elín amma og Páll afi voru mér,
sem bjarg sem alltaf stóð upp úr þó
á móti blési.
Elsku frændsystkin, Guðmundur
Rúnar, Ragnar Páll, Sverrir, Elín
Guðrún, Anna Sigríður og Norma,
það er komið haust en það vorar
aftur.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
aðþar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hjjótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Guð blessi minningu þína, elsku
Alma.
Elín Hólmfríður Ilaraldsdóttir.