Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BÁRA
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Bára Sigurjóns-
dóttir fæddist í
Nonna-húsi á Akur-
eyri 8. október árið
1903. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 12. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Siguijón Friðbjarn-
arson, f. 11.2. 1870,
d. 11.7. 1942 og Sig-
ríður Kristjánsdótt-
ir, f. 24.6. 1874, d.
4.11. 1956. Systur
hennar voru 1) Hr-
efna, f. 10.3. 1898, 2) Kristín, f.
2.4. 1900. 3) Jóm'na, f. 16.1.
1907. Þær eru allar látnar. 4)
Hulda. f. 7.3. 1917.
Bára giftist 23.5. 1925, Alfreð
Jónssyni, f. 12.10. 1896, d. 10.5.
1972. Kjörsynir: 1) Siguijón, f.
10.8. 1928, d. 10.6. 1934. 2) Sig-
uijón Viðar, f. 29.11. 1934, d.
19.11. 1994, kvæntur Birnu
Viggósdóttur, f. 1.4.
1935. Þeirra böm:
Alfreð Viggó,
kvæntur Elínu
Haukdsdóttur,
Bára, gift Garðari
A. Garðarssyni,
Svavar Páll, sam-
býliskona Anna
María Hjaltadóttir
og Margrét, sam-
býlismaður Hrann-
ar Ö. Hrannarsson.
3) Jón Viðar, f.
29.11. 1934, kvænt-
ur Kristjönu I.
Svavarsdóttur, f. 6.5. 1935.
Þeirra böm: Svavar Alfreð,
kvæntur Bryndísi Bjömsdóttur,
Emelía Bára, gift Viðari Magn-
ússyni og Sigríður Margrét, gift
Karli Jónssyni.
titför Bám fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 21. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Æg?,SS
„ 1 v/Nýbýlaveg
SOLSTEBJNÍAIL 554 4566
.7*
4
•p
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I TfSblómaverksíæði 1
I JSlNNA I
Skólavöröustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
0
é!%p
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
MOSAIK .
Bára Sigurjónsdóttir, sem lengst
af ævinni bjó inn í Fjörunni á Akur-
eyri að Aðalstræti 22, er látin í
hárri elli. Um skeið var hún kaup-
kona, seldi sælgæti í litlum turni,
sem stóð við hlið pósthússins í
Hafnarstræti og muna margir
rosknir Akureyringar eftir henni
þaðan. Hún giftist móðurbróður
okkar Alfreð Jónssyni - Alla
frænda - og saman áttu þau gott líf
og stóran vinahóp.
Það var fóst venja að fara í heim-
sókn til Alla og Báru, strax þegar
haustaði og við mættum til náms í
Menntaskólanum. Þar mætti manni
þetta glaðværa og hlýja viðmót,
sem var þeim svo eiginlegt og
stundum ringdi jafnvel yfír mann
karamellum og „bolsíum" á leiðinni
upp stigann!
Slíkar móttökur gleymast aldrei,
þær vermdu hug og hjarta okkar
systkinanna frá Nöf í Siglufirði. Við
fundum að við vorum velkomin og
það gerði okkur gott, gerði mann á
einhvern hátt öruggari, e.t.v. full-
orðnari. Við dvöldum öll hjá þeim
lengri eða skemmri tíma á fallega
og snyrtilega heimilinu þeirra, þar
sem húsmóðirin ræktaði rósir í
hverjum glugga og hannyrðir
prýddu veggi. Aldrei fór hjónunum
styggðaryrði á mill þrátt. fyrir
endalausa stríðni frænda okkar,
heldur einkenndist samband þeirra
af fágætum hýrleik og yl. Síðar,
þegar við systkinin höfðum eignast
okkar eigin fjölskyldur, nutu makar
okkar og börn einnig gestrisni og
hlýju Alla og Báru.
Minnisstæðast er að hafa gist hjá
þeim og sofið með dúnsæng, og
sængurföt úr drifhvítu damaski
prýddu hekluðum milliverkum og
útsaumi. Þá var matarborðið ekki
síður „elegant", stífaður dúkur og
serviettur, silfur, krystall og postu-
lín og maturinn afburðagóður. Salt-
kjötið, jafningurinn og nýupptekn-
ar kartöflurnar, sem oft var á borð-
um, gleymist seint.
Síðustu árin, sem Bára lifði, var
hún á dvalarheimilinu Hlíð. Sem
forðum var stutt í gleðióp og hlátur
hjá þessari sómakonu, sem fylgdist
vel með og hélt sinni andlegu reisn
til æviloka.
Astvinum sendum við samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Báru Sigur-
jónsdóttur.
Systkinin frá Nöf,
Jón, Stefán,
Gunnlaugur Tryggvi
og Jóhanna Skafta-
börn.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralönq revnsla.
2
I
3
Fersk blóm o§
skreytingar
við öll tækifæri
Opið til ki.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
o
&
tkimmmmmú
Við kölluðum hana „ömmu í
bænum“. Fyrir okkur var þessi
nafngift sérstök og notaleg. Það var
stytting úr „amma í innbænum",
sem aftur var til aðgreiningar frá
ömmu okkar á Eyrinni. Amma í
bænum, var stórkostleg kona, ekki
bara í okkar huga, heldur líka allra
þeirra, sem henni kynntust. Þótt
hún sæti lengstum kyrr í sínum stól
núna hin síðari ár, var hún full af
lífi sem fyrr, skýr í hugsunum og
orðum. Otal myndir koma upp í
hugann. Amma í eldhúsinu að
stússa og galdra fram þann besta
mat, sem hægt var að fá á öllu
Islandi. Amma að nostra við blómin
sín í suður- og austurgluggunum á
Aðalstræti 22. Engar rósir voru
fallegi-i eða ilmuðu betur en
rósirnar hennar. Og ekkert kakó
var til betra með kringlunum eða
vínarbrauðunum úr Brynju eða
Höpnfer. Og alltaf var amma hress
og kát og söng með verkunum,
gömlu og góðu lögin frá því „í
gamla daga“. Og engan bandamann
áttum við betri, þegar við þóttumst
eiga í stríði við ranglátan og
vanþakklátan heim. Henni fannst
algjör óþarfi að banna okkur neitt
eða þá skamma. „Það á að fara vel
að þeim,“ sagði hún ákveðið við
pabba eða mömmu. Seinna nutu
svo börnin okkar þessarar
umhyggju og heimspeki ömmu.
Svona rekur hver minningin aðra
og er af mörgu að taka. Og nú hefur
elsku amma í bænum, fengið
hvfldina eftir tæp 95 ár, og er
komin til afa. Við söknum hennar
sárt en yljum okkur við allar þær
góðu minningar sem við eigum um
hana. Það sefai- söknuðinn og
sársaukann. Vertu Guði falin, elsku
amma. Það var svo óumræðilega
dýrmætt að fá að eiga þig öll þessi
ár.
Emilía Bára og
Sigríður Margrét.
ÓLÖF ÞÓRUNN
SVEINSDÓTTIR
+ Ólöf Þórunn
Sveinsdóttir
fæddist í Dagverð-
arnesseli í Klofn-
ingshreppi í Dala-
sýslu 22. október
1929. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 20. ágúst síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju 27.
ágúst.
A útfarardegi Olafar
Sveinsdóttur frá Fells-
strönd, þann 27. ágúst sl„ naut ég
hins fegursta sólarlags á Santorini.
Gul sólin skipti um ham yfir í appel-
sínulit, að lokum umhverfðist hún í
rauðan loga og hvarf niður fyrir
sjóndeildarhring. Gyllt Eyjahafið
var glitrandi í mætti sínum. Meðan
sjónhverfingin gekk yfir naut ég
hinnar fegurstu tónlistar og
skyggndist inn í eilífðina. Upp í
huga minn komu ótal gleði- og
ánægjustundir sem ég hef átt með
Olöfu og fjölskyldu hennar frá
barnæsku. í fjarlægðinni urðu
minningamar svo nálægar í tíma
og rúmi, að þær runnu um huga
minn sem kvikmynd.
I byrjun sjöunda áratugarins var
líf og fjör í Heimahverfinu hér í
borg, barnmargar fjölskyldur og
krakkaskarinn út um allt. Leik-
svæðið var víðáttumikið, Laugar-
dalurinn sjálfur sem var sveit í þá
daga, þar sem kýr, kindur og
aligæsir gengu um haga. I listigarð-
inum var frumskógurinn okkar og
við klifruðum svo sannarlega í
trjánum. Laugarásinn Alparnir,
Sundin strendurnar, Viðey útlönd
og Vogamir völundarhús. Hið for-
boðna „Kanasjónvarp", svarthvítt,
var á örfáum heimilum sem urðu að
félagsmiðstöðvum. Já, þetta voru
senur sem nokkrir af okkar
fremstu listamönnum eru í óða önn
að skrifa um eða festa á filmu.
Inn í þetta samfélag fluttust ung
og glæsileg hjón, Haraldur Lýðs-
son og Olla, eins og hún var jafnan
kölluð, og vöktu athygli fyrir dugn-
að og myndarskap. Góð kynni tók-
ust þegar með okkur krökkunum
og gjörvulegum börnum þeirra,
þeim Ingu, Friðgeir og Haraldi
yngri. Olla var fljót að komast í gott
stjórnmálasamband við ærslabelg-
ina. Heimilið var ávallt opið og góð-
gæti borið fram af höfðingsskap.
Hún kunni lagið á hlutunum og við
báram mikla virðingu
fyrir hinni frjálslegu
nútímakonu. Kynnin
urðu ár og áratugir,
mannfagnaðir, hesta-
ferðir, samræður og
hinar bestu gleði-
stundir. Ávallt lagði
Olla líf sitt og yndi í að
gleðja þá sem á vegi
hennar vora. Hún
töfraði fram hinn besta
veislukost sem völ var
á hverju sinni. Allt
heimilishaldið lék í
höndum hennar, mat-
reiðsla og skreytingar á heims-
mælikvarða, hugnan og ekki síst
geislandi elskulegt og hlýtt viðmót-
ið. Það var ekki að undra að gestum
liði vel í hennar höndum.
Heimilið var Olla og Olla var
heimilið. Þar var hennar heimur á
breyttum tímum. Þegar húsmæður
fóra út á vinnumarkaðinn þá vann
hún heimilisstörfin af ánægju,
sinnti fjölskyldunni, ættingjum,
vinum og ekki síst „gamla fólkinu".
Olla var sannkallaður gleðigjafi.
Heiðríkja ríkti yfir óvenju fagur-
lega búnu heimilinu. Eiginmaður-
inn studdi og hvatti konu sína með
ráðum og dáð í umsvifum hennar.
Miklir kærleikar og vinátta var
með þeim hjónum alla tíð frá ung-
lingsáram.
Olla var hávaxin og vel á sig
komin, tíguleg dama til orðs og æð-
is. Ljósbláu augun heilluðu sam-
ferðamenn hennar og stutt var í
brosið og kitlandi gáskann. Dökkt
og þykkt hárið var vel til haft, hún
klæddist af einfaldri smekkvísi og
bar fallega skartgi-ipi óvenju vel.
Mér fannst hún alla tíð vera á besta
aldri, enda ung í anda.
I raun var Olla hlédræg og bjó í
henni tregi yfir fóðurmissi, bróður-
missi og erfiðri lífsbaráttu ung-
lingsáranna. Hún elskaði sveitalífið,
það umhverfi sem hún var sprottin
úr, íslenska náttúru og hesta-
mennska var líf hennar og yndi.
Draumaland nefndist sumarbústað-
urinn í Rauðhólum og þar naut hún
sín vel.
Kynslóðir koma og kynslóðir fara
og nú var röðin komin að sálu
Olafar að hverfa á braut til „Lands-
ins fagra“, þangað sem leið okkar
allra liggur. Kæra vina, megi andi
þinn njóta frelsisins og svífa frjáls
um víðátturnar öllum, öllum til
blessunar um aldir alda.
Armann Reynisson.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.