Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
rj
Rúmfatnaður fyrir börn
og fullorðna og
ungbarnafatnaður.
Njálsgötu 86,
sími 552 0978.
FASTEIGNASALAN
frÓn
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖGG. FASTEIGNASALI
SÍÐUMULA 1 SIMI 533 1313 FAX 533 1314
OPtÐ HIJS
ASVALLAGATA 46
Um er að ræða 101 fm 4-5 herbergja sérhæð á besta stað i Vesturbænum. Ibúðin er
öll nýlega tekin í gegn, t.d. parket á gólfum og fiísar á eldhúsi og baði. Franskir
gluggar og rósettur í lofti. Mjög skemmtileg eign. Þak og rennur nýtt. Ragnar og
Unnur taka á móti fólki milli kl. 14 og 16 með kaffi á könnuni. Verð 10,5 m.
Um er að ræða 82 fm 4ra herb ibúð neðanvert við götu. Ibúðin skiptist í stofu og
borðstofu ásamt 2 svefnh. Nýlega viðgert hús. Góðar svalir, frábært útsýni. Hún
Cecilia og Friðrik taka á móti fólki milli kl. 13-16. Látið endilega sjá ykkur.
Austurgerði 7
Opið hús í dag,
sunnudag, á milli kl.
13 og 16. Um er að
ræða einbýlishús sem
er kjallari, hæð og ris,
alls um 300 fm. Mikið
og fallegt hús á sér-
lega fallegum stað.
Verð 16,8 millj.
Sölumaður verður á staðnum.
• •••••••
Höfum kaupendur að eftirtöldum eignum sem
búnir eru að selja sínar eignir.
1. Einbýlishús í Smábúðahverfi á verðbilinu 11 til 15
millj.
2. 3ja til 4ra herb. íbúð í húsi fyrir eldri borgara.
Staðgr. í boði.
3. 2ja til 3ja í Hólum eða Bökkum. Staðgr. í boði.
4. 4ra herb. eða lítið sérbýli í Fossvogi, Smáíbúða-
hverfi eða Háaleitishverfi.
5. Hæð 100 til 120 fm í austurborginni.
VELVAKAJXÍDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
„Eldri kona“
hafi samband
ELDRI kona - gaf ekki
upp nafn sitt - sendi fyrir-
spurn til Velvakanda sl.
fimmtudag og sagðist hafa
lagt leið sína í Glæsibæ,
þar sem félag eldri borg-
ara í Reykjavík og ná-
grenni (FEB) hefur nýver-
ið komið upp glæsilegri fé-
lagsmiðstöð. Konan skrif-
ar: „Eg var ekki nógu vel
klædd en ég var mikið
klædd vegna kvefs.“ Hún
skrifar að hún hafi haft á
tilfinningunni að hún væri
ekki velkomin vegna
klæðnaðar síns. Þetta eru
hugarórar í konunni. Hún
er væntanlega ekki félagi í
FEB og þekkir því ekki
það góða starf sem þar er
unnið. Konan endar skrif
sín: Svar óskast. Ég, sem
er almennur félagi í FEB,
bið þessa konu að hringja í
mig og hún fær svar.
Jón f sfma 552 4977.
Slæmt símasamband
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
„Ég þurfti að hafa síma-
samband við heilsugæslu-
stöðina í Fossvogi. Þegar
ég hringdi þá komst ég í
samband við símsvara sem
segir að maður sé kominn í
samband við stöðina og að
símtöl verði afgreidd eftir
röð. Þetta gerðist þrisvar
sinnum en svo slitnaði.
Beið ég dálitla stund, hélt
að ég væri að fá samband,
en svo var ekki. Hringdi ég
þá aftur, alls níu sinnum,
og alltaf kom símsvarinn
inná með þau skilaboð að
allar línur væru upptekn-
ar. Hringdi ég þá í skipti-
borð Sjúkrahúss Reykja-
vík og fékk þá strax sam-
band við Heilsugæslustöð-
ina. Sagði konan á síman-
um að það væri búið að
kvarta yfir þessu áður og
hefði verið reynt að laga
þetta en það gengi illa.
Væri ekki hægt að laga
þetta ástand á símamálum
heilsugæslustöðvarinnar?
Sjúklingur.
Athyglisverð grein
SIGRÍÐUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún benda fólki á að
lesa athyglisverða grein
eftir Pál Daníelsson sem
birtist í Morgunblaðinu 15.
september. Greinin heitir
„Menning, hvað er það?“.
Sóðaskapur
KONA í Vesturbænum
hafði samband við Velvak-
anda og viil hún vekja at-
hygli á sóðaskapnum fyiir
framan Þjóðai’bókhlöðuna.
Hún segir að þar sé
tyggjó, sígarettustubbar
og alls konai- rusl. Finnst
henni sorglegt að þetta sé
eftir upprennandi mennta-
fólk, sem gengui4 þarna
um.
Tapað/fundið
Leikfiniidót í
poka týndist
LEIKFIMIDÓT í p-áum
poka týndist á leiðinni
Skólavörðustígur-miðbær
sl. fóstudag, 11. sept. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 562 1796.
Hjólkoppur týndist
HJÓLKOPPUR týndist
16. september. Koppurinn
er af Volvo-bíl. Hann týnd-
ist á leiðinni Sæviðarsund
eða Vitatorgi. Þeir sem
hafa orðið hans varir hafi
samband í síma 553 0593.
Dýrahald
Stálpaður kettlingur
f óskilum
STÁLPAÐUR kettlingur
fannst sl. miðvikudag á
Grenimel. Hann er fress,
ómerktur, brúnbröndóttur
með hvítan kvið. Upplýs-
ingar í síma 551 2302.
Kettlingur óskar
eftir heimili
GULBRÖNDÓTTA læðu,
þriggja mánaða, blanda af
norskum og persneskum,
vantar gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 421 6964.
Kettlingur óskast
ÓSKA eftir kettlingi, helst
læðu, síðhærðri og Ijúfri á
gott heimili. Upplýsingar í
síma 557 9033 eftir kl. 18.
Sambó er týndur
NORSKUR, svartur skóg-
arköttur, með eina græna
ól með rauðu hjarta og
aðra hvíta ól týndist í síð-
ustu viku úr Blönduhlíð-
inni. Þeir sem hafa orðið
hans varir hafi samband í
sima 551 2252.
SKÁK
IJnisjón Margcir
Pctursson
STAÐAN kom upp á
minningarmótinu
um Paul Keres í
Tallinn í Eistlandi
í sumar. Svíinn
Ulf Andersson
(2.635) hafði hvítt
og átti leik gegn
heimamanninum
Tarvo Seeman
(2.435).
Andersson hafði
aldrei þessu vant
fómað manni
fyrir sóknarfæri.
Svartur lék síðast
41. - Ha7-g7 og
gerði sér vonir um að ná
gagnsókn.
42. e6! - Hxg3 43. Df6+ -
Kg8 44. Dd8+ - Kg7 45.
De7+ - Kg8 46. De8+ -
Kg7 47. Df7+ - Kh6 48.
Df6+ og svartur gafst
upp.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
HAUSTJAFNDÆGUR eru mið-
vikudaginn 23. september. Þá
er jafnrétti dægranna - dagur og
nótt jafnlöng. Frá þeim tíma hrekur
myrkrið birtuna smám saman út úr
sólarhrignum. Vinnur loks það sem
kalla má „pyrrhusarsigur" á vetrar-
sólhvörfum, 22. desember. Þá er
stytztur sólgangur í hringrás árs-
ins. Síðan hefst á nýjan leik sigur-
ganga birtunnar.
Haustmánuður að fornu tímatali
hefst 24. september. Þessi síðasti
mánuður fyrir vetur hefst á fimmtu-
degi í 23. viku sumars. Stendur
fram til 24. október, fyrsta vetrar-
dags. Með honum hefst Gormánuð-
ur, fyrsti mánuður vetrar.
xxx
FYRSTA DAG Gormánaðar árið
1938, fyrir réttum sextíu árum,
var stofnaður „Sameiningai-flokkur
alþýðu, sósíalistaflokkurinn". Þá
voru vinstri menn að „sameinast"
eins og stundum endranær. Þessi
„sameiningarflokkur" var arftaki
Kommúnistaflokks íslands sem
klauf sig út úr Aiþýðuflokknum í
nóvemberskammdegi árið 1930.
Sameiningarflokkurinn sálugi,
blessuð veri minning hans, var síð-
an „genabanki" Alþýðubandalags-
ins, sem reyndar var einnig „sam-
einingarflokkur". Það á tvo stofn-
eða afmælisdaga: 4. apríl 1956
(kosningabandalag) og 3. nóvember
1968 (stjórnmálaflokkur). Verður
sem slíkt þrítugt ef því endist líf í
byrjun nóvember nk. Og góða veizlu
gjöra skal, eins og þar stendur.
xxx
LÖNGU áður en ímynduð eða
raunveruleg gróðurhúsaáhrif
komu til sögunnar var árferði hér á
landi mjög breytilegt. Gengnar kyn-
slóðir gætu, mættu þær mæla, sagt
frá ísaárum þegar hafís var land-
fastur langtímum saman, fram á
vor- og sumarmánuði. Annálar
greina frá „sumrum sem aldrei
komu“! Enn lifir fólk sem man
„frostaveturinn mikla“ 1918. Þá
mældist kuldinn á Grímsstöðum
mínus 38 gr. á Celsíus (22. janúar).
Enginn hafði tekið sér í munn
þetta orð, gróðurhúsaáhrif, árið
1939, þegar þjóðir Evrópu hófu
heimsstyrjöldina síðari - í kjölfar
sáttmála Hitlers og Stalíns um
skiptingu Póllands. Þetta ár andaði
suðrið sælum vindum þýðum á
Fjallkonuna. Þá mældist lofthiti á
Teigarhorni 30,5 gr. C 22. dag júní-
mánaðar!
Fólk á norðausturhorni landsins
talar þessa dagana um sumar sem
vart hafi sést og vetur sem virðist
ætla að koma á undan hausti. Á suð-
vesturhorninu lofa menn á hinn
bóginn milt og gott sumar. Það var
sum sé misskipt sólskinsstundum á
landinu bláa. Vonandi verður vetur-
inn sem í hönd fer góður lands-
mönnum öllum. Það væri ekki ama-
legt að fá veðurfarslega hagsæld til
viðbótar annarri velferð - með kosn-
ingar framundan að vori.
xxx
RÍTUGT Alþýðubandalagið
virðist vera á leið til upphafs
síns, ef Víkverji dagsins metur
framvinduna rétt. Verður m.ö.o.
dregið í einhvers konar kratadilk í
pólitískum haustréttum. Svipaðan
þeim sem Kommúnistaflokkur ís-
lands brauzt út úr annó 1930. Þar
með lokast hringurinn.
„Ég gekk í hring í kring um allt
sem er,“ segir Steinn skáld Steinarr
í þekktu kvæði, „Utan hringsins". í
fyrri hluta þess segir: „og innan
þessa hrings er veröld mín.“ Þau
orð gætu verið vegvísar Margi-étar
flokksformanns og hennar liðs. í
síðari hlutanum er niðurstaðan: „og
utan þessa hrings er veröld mín.“
Það er brottfarartexti Hjörleifs,
Steingríms, Ögmundar & Co!
Hætt er við að hringlandinn í Al-
þýðubandalaginu hafi þau áhrif á
margan vinstri manninn að hann
geti tekið undir þessar ljóðlínur til-
vitnaðs skálds:
„Svo námumviðstaðar:
Það var auðn og myrkur
á allar hliðar,
og enginn vegur!“